Fjallkonan


Fjallkonan - 25.04.1902, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 25.04.1902, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni i viku. Yerð árg. 4 kr. (orlendis 5 kr. eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). FJÁLL BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ Uppsögn(skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: ÞlNG- HOLTSSTRÆTI 18. XIX. árg. Reykjavík, 25. apríl 1902. Nr. 15. í I : Valdimar Ásmundsson. Þá harmafregn hefir blað þetta nú að færa lesendum sínum, að ritstjóri þess, Valdimar Ásmundsson, andaðist að kveldi hins 17. þ. m. úr heilablóðfalii eítir tæpa sólahrings legu. Pessu blaði, sem hann hafði stofnað og stýrði svo lengi, er skyldast að minnnast helztu æviatriða hans, þótt eigi verði til hlítar eða sem verc væri. Það hefir mikils mist. Valdimar sál. var fæddur að Hvarfi í Bárðardal 10. júlí 1852. Foreldrar hans vóru Ásmundur Sæmundsson og Bóthildur Björnsdóttir, sem bjuggu þá á Hvarfi. Hann var einkabarn þeirra hjóna, en börn átti móðir hans frá fyira hjónabandi, sem nú eru í Amer- íku, og eru sum eða flest þeirra á lifi. Frá Hvarfi fluttist Valdimar með foreldrum sínum að Daðastöðum í Reykjadal, og þaðan afturmeð þeim, er hann var á 11 ára, að Álandi í Þistiifirði og skömmu síðar að Flögu, næsta bæ við Áland. Far óist hann upp hjá foreldrum sín- um til fullorðins ára og mun lítið eða ekkert hafa farið til náms heiman að, nema fáar vikur til séra Gunnars Gunnarssonar á Svalbarði. Varð þess skjótt vart, hversu Valdimar var gefinn fyrir bækur og bóknám og hversu hann var gáfaður og námfús og vildi því séra Gunnar að faðir hans kostaði hann i skóla, en hann mun ekki hafa treyst sér til þess. Snemma tók Valdimar að rita, byrjaði fyrst á sveitablaði, er hann kom á fót, og ritaði síðan greinir i Norðanfara. Við kveðskap fékst hann og nokkuð um þetta skeið, því hann var vel hagmælt- ur, þó lítið léti hann yfir þvi sjálfur á seinni árum. Hann ritaði og ýmislegt fyrir séra Vigfús í Sauðanesi, því hjá honum var hann alloft; meðal annars samdi hann fyrir hann sóknarlýsingu, er Jóni Sigurðssyni fanst mikið um og furðaði sig á, að sóknarlýsing, er af öðrum bæri, skyldi vera eftir unglingspilt norðan af Sléttu. Enn þá var Valdimar hálfvegis í huga að reyna að ganga skólaveginn, og fór hann í því skyni suður til Reykjavíkur, en ýmsra orsaka vegna varð hann að hætta við það. Á Akureyri hafði hann einhverjn dvöl á árunum 1870 - 80; gaf þá út fyrstu Ritreglur sínar og Vasakver fyrir hvern mann. Einnig var hann á þeim árum öðru hvoru við barnakenslu á Leirá; fékst þá og við að skrifa í blöð, prófarkalestur o. fl. 1881 fór hann alfarið suður; hafði fyrst ætlað með skipi, sem fór frá Akureyri [eða Húsavík], til K.hafnar, en svo hafði atvikast, að eigi varð af því. Það skip fórst með áhöfn norðan við Sléttu í þeirri ferð, og fór Valdimar þá landveg austur og suður um land að Leirá. Veturinn eftir 1882 gegndi hann kennarastörfum við Flensborgarskóla og 1884 stofnaði hann blaðið Fjallkonuna og birtist fyrsta tölublað þess 29. febr. 1884. Náði það smámsaman taisverðri útbreiðslu, og þótti að mörgu leyti vel ritað. Sakir féleysis varð hann þó framan aí að láta blaðið vera á vegum annara, en hafði að öllu leyti á hendi ritstjórn þess. Eigandi þess varð hann 9. nóv. 1885 og var síðan til dauðadags hvorttveggja eigandi blaðsins og ritstjóri þess. 14. sept. 1888 kvæntist hann Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, sem lifir rnann sinn ásamt tveimur börnum þeirra uppvaxandi, syni og dóttur. Af ritum hans skal hér auk blaðamenskunnar sérstaklega nefna Ritreglurnar, sem gefnar hafa verið út 6 sinnum og þykja ágæt kennslubók. En mest kveður þó að því ritstarfi hans, er hann bjó undir prentun íslendinga sögur þær er Sigurður Kristjánsson hefir kostað og gefið út; þykir það verk mjög vel af hendi leyst og hefir sú útgáfa náð mikilli útbreiðslu bæði utan lands og innan. H er Sigurður Vigfússon dó, annaðist Valdimar ásamt séra Eggert Ó. Briem ritstjórn næsta árgangs af Árbók Fornleiíafélagsins. Árin áður en farið var að útkljá landamerkin hér á landi, vann Valdimar mikið að því, að útvega ýmsum mönnum víðsvegar um land afskriftir af máldögum og öðrum fornum skjölum og bréfum, sem liggja hér við skjalasöfnin í Reykjavík. Einmitt við þennan staría varð hann miklu kunnugri söfnunum en flestir aðrir, enda eyddi hann þá að kalla hverri fristund sinni til að kynna sér marga þá fjársjóðu, sem faldir eru í söfnum þessum. Víð þetta varð hann mjög fróður um allar miðalda mentir vorar, sem honum fanst líka mikið um. Hann var manna glöggastur á gömul handrit. Flestra manna mál er það, að hanti hafi verið einna bókfróðastur maður samtíðamanna sinna um islenzkar bækur. Árið 1887 byrjaði Valdimar með dálitum styrk frá Alþingi að semja skrá yfir skjalasafn Landshöfðingjadæmisins, og er það allra manna mál, er vit þykja á hafa, að sá hluti, sem hann vann að því safni, beri langt. af framhaldi því er síðar var gert. Valdimar náði fljótt mikilli almenningshylli með biað sitt, og bar það einkum til þess, að það var miklu fjölbreyttara að efni og flutti meiri fróðleiksnýjungar, en þá var altítt að blöð gerðu, enda hafði hann gott lag á því, að vekja sér marga góða stuðningsmenn til að rita í það, bæði karla og konur. — Sjálfur hafði hann allra manna opnust augu fyrir öllum nýjungum og framförum andlegum og verk- legum, sem voru að ryðja sér til rúms í hinum menntaða heimi. Hann varð oft og einatt á undan tímanum hér á landí, eins og með raflýsingu Reykjavíkur, sem hann um mörg ár hefir barizt fyrir í blaði þessu, og vatnleiðslu, sem. hann einnig hóf fyrstur máls á. Hann hóf máls á ýmsum nýjum skoðunum svo sem kvennfrelsi og fl. og fl. Hann barðist fyrir því að sýningar kæmust á hér á landi, sem í öðrum löndum, og sýndi mjög rækilega fram á, hvað stórmerkilega þýðingu þær hefðu fyrir alla menning og þjóðlega framför. Hann studdi að stofnun og efling sjómannaskólans hér manna bezt í blaði þessu. Eigi var hann eftirbátur stéttarbræðra sinna i því að berjast fyrir búnaðarmálum, fiskiveiðamálum, verzlunarmálum, skólamálum, peningamálum og heiibrigðismáium þjóðarinnar. Stjórnmál voru ekki þau mál, er honum voru hugðnæmust, en ævinlega skrifaði hann þó viturlega og stillilega um þau og fylgdi ótrauður frjálslyndra- manna flokknum og sveik aldrei lit. Það eru engar öfgar, að Valdimar hefir lagt til stærri skerf en flestir aðrir blaðamenn, að efla menntun og menning þjóðarinnar, þennan tíma sem hans naut við sem blaðamanns. Aðal-mark og mið hans var það, að knýja þjóðina fram til meiri atorku og fyllri meðvitundar um sjálfa sig. Hann vildi láta hana kunna að meta alt, sem hún á gott og þjóðlegt til í fórum sínum að fornu og nýju, og fylla það er á brast með mentun og menn- ing frá mentuðu þjóðunum. Valdimar var allra manna frjálslyndastur í skoðunum sínum, enda lá honum allra manna þyngst á hjarta hið sanna frelsi and- ans, málfrelsi, hugsanafrelsi og trúbragðafrelsi. Þess sjást hvívetna næg merki í blaði þessu. í fyrsta árg. blaðs þessa er kvæði, sem hann orti á yngri árum sínum, um tvítugt, og hann kallar „Hvöt“, brennheitt frelsis og ættjarðar kvæði, kjarnyrt og vel ort. í fimta árg. lætur hann blaðið flytja lesendum sínum þýðingu af ágætri ritgerð eftir Robert Ingersoll, „Um frelsi"; en sú ritgerð er að mörgu af þeim fáu gull- perium, sem þýddar hafa verið á íslenzka tungu. Valdimar barðist vel og drengilega fyrir skoðunum sínum og hirti eigi hið minnsta ura það, þótt hann fengi mótsprynu og enda þótt btað hans liði fjártjón. Hann tók fast á kirkjukreddum og rotblettum kirkjunnar og gaf sig ekki fyrir því, þótt gæfi á bátinn. Það hefir enginn íslenzkur blaðamaður unnið meira að því að brjóta andlega trúfjötra af þjóðinni en einmitt Valdimar. Valdimar sái. mátti kalla a selfmade man; hann hafði bláfátækur mentað sig sjátfur og var það einkennilegt, hversu sjálfmentun hans var ómenguð og laus við sérvizku, smekkleysi eða hleypidóma, sem loða vilja stundum við suma sjálffræðinga; hversu hann hugsaði rökrétt og orðaði vel hugsanir sinar, enda vandaði hann jafnan mál á því er hann ritaði, svo að fáir mentaðir menn ger-a betur. íslenzka tungu hafði hann og ávalt lagt mikla stund á og var vel heima í sögu lands vors og bókmentum og í ýmsum greinum öðrum var hann fróður og lesinn og það, sem ekki var minna um vert: hann kunni svo vel að hagnýta fróðleik sinn. í umgengni allri var hann ljúfmenni, en dulur þó nokkuð og ekki margskiftinn; heimilisfaðir var hann hinn ástríkasti og hinn vinhollasti þeim, sem honum var í þokka við, og þeir munu lengi sakna hans. Nú er dagsverki hans lokið svo óvænt og sviplega, en þau frækorn, sem hann hefir sáð, munu á sínum tima bera ávexti.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.