Fjallkonan


Fjallkonan - 25.04.1902, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.04.1902, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN. Með „Laura" komu þessir: B. H. Bjarna8ou kaupm. Jón Vídalín konsúll. Kaptain Ruse. Knnd Zimsen verkfræðingur með frú sinni. Olafur Arnason kaupm. á - Stokkseyri. Bórar- inn þorláksson málari. Ásgeir Sigurðsson kaupmaður. Balt byggingameistari. Jón þórðarBon kaupm. með frú sinni. H. Andersen klæðskeri. Einar Árnason verzlunarstjóri. Drachmann málari (sonur gamla Drachmanns). Englendingar og fleiri. ------<xx>------- Háttvirtu kaupendur Fjallkonunnar! Um leið og nFjaUkonan“ færir yður þá sorg- ar fregn, að ritstjóri heimar sé látinn, óska eg sem ekkja og hin nákomnasta af eftirlifandi vandamönnum hans að þakka yður í hans nafni fyrir alla þá góðu samvinnu og trygð, sem þér haflð haldið við hann og blað hans um þann 18 ára tíma, sem hann hefir haft forstöðu þess á hendi. En sér í lagi þakka eg ölliim þeim, sem haldið hafa blaðið frá byrjun, þrát.t fyrir megnan undirróður og óvild ýmsra mótstöðu- manna og ákafa samkepni annara blaða, — þeim, sem staðið hafa í skilum og með því átt þátt í lífl og viðgangi þess, eða þéim, sem hafa sent þvi góðar ritgerðir, sem aukið hafa álit þess og vinsældir. Öllum þessum vinum fjær og nær, færi eg mitt innilegasta þakklæti. Enn þá er framtið blaðsins að öllu leyti óráð- in, — öðru leyti en því, að það heldur áfram til ársloka, undir minni umsjón fyrst um sinn. Vel veit eg, að á því verða margir erflðleikar og að eg má biðja kaupendurna að líta með vorkunsemi á ýmsa þá ófullkomleika, sem á blaðinu kunna að verða. En eg treysti fastlega trygð og dreng- skap allra gamalla og nýrra vina blaðsins til þess, að þeir slái ekki hendinni af því, en styrki það með ráðum og dáð, bæði með því að kaupa það og borga skilvíslega og greiða að öllu leyt.i fyrir því og einkum og ekki sízt með góðum ritgerðum um 'óll almenn þjóðmál, sam það þarf- nast nú mjög. Blaðið mun meðan það er undir minni um- sjón, halda sömu stefnu og áður, og bæði í poli- tík og öðrum greinum gæta sem mest hófs, og forðast allar illdeilur. fað heflr nú þegar fengið sér að föstum liðs- mönnum ýmsa af ritfærustu mönnum hér í bæn- um, og tekur þakklátlega hverri velsamdri rit- gerð, sem ekki gengur í ólíka átt og stefna blaðs- ins hefir verið. Væntandi hins bezta af yður öllum, er eg yðar Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Eldur uppi! Fessi tvö orð lýsa einhverju því mesta böli og óhamingju, sem getur komið fyrir heimili, þorp eða jafnvel alt landið. Þegar hús brennur, bíður íbúanna oft það eina, að komast á vonarvöl, ef þeir geta komist lifandi, særðir eða óskaddaðir út úr eldinum. Allar eigur þeirra fara oftast forgörðum, alt það sem safnað hefir verið ef til vill um marga áratugi, allar þeirra dýrmætustu og helg- ustu menjar, allir þeir munir, er þeir hafa tekið ástfóstri við. Ekki mun með tölum talið alt það tjón, öll sú óhamingja, sem jarðeldarnir hafa valdið hér á landi. Þeir hafa strádrepið niður fjöida kvikfénaðar og lagt heilar blómlegar sveitir í eyði, valdið hallæri og hungursneyð, og ibúar landsins hafa fallið fyrir afleiðingum þeirra unnvörpum, þús- undum saman. En þó er til annað böl enn þá voðalegra, hvort heldur fyrir heimilið eða þjóðfélagið, en þótt. eldur sé uppi. Þeð er sundrung og ófriður, einkum þegar mest liggur á því, að allir vinni í einingu að sama takmarki. Enginn fullvita maður, sem kominn er til vits og ára, er svo skyni skroppinn, að honum sé ekki ljóst, hvílíku böli heimilisófriður getur valdið. Hitt virðist vera óljósara fyrir æði mörgum, hvílík ógæfa það er, þegar hver höndin rís upp móti annari í þjóðfélaginu. Og þó er það bölið enn voðalegra og hefir enn víðtækari afleiðingar. Hið fyrra snertir að eins fáa einstaklinga; hið síðara snertir beinlinis eða óbeinlínis hvert mannsbarn á öllu landinu. Látnm ógæfuna steðja að utan frá. Sé friður og samheldni hið innra, mun hríðinni stytta upp og skýin rofna áður langt um líður, og sólar- geislarnir koma í ijós. Stafi ógæfa af innbyrðis sundrung, á sú þjóð engrar birtu von nema. fullur og tryggur friður sé saminn, og það þótt þúsund sólir væru á lofti. Þetta sannar saga mannkynsins með órækum dæmum. Fyrir samheldnina stóðust Grikkir mót Pers- um og ráku þá af höndum sér. Fyrir samheldnina hafa Svartfsllingar varið frelsi sitt öldum saman gegn Tyrkjum, þótt þeir væri svo að segja, kyrktir í greipum þeirra. Og samheldni Bandamanna var sömuieiðis sterkasti kastalinn, er þeir börðust undan áþján Englendinga og náðu frelsi sínu. En sökum sundrungar og innbyrðis ósamlynd- is voru Grikkir líka kúgaðir hvað eftii' annað. í*að var vopnið í höndum Alexanders mikia. Pað var þjóðbrautin fyrir hersveitir Rómverja. En sundrung var það líka, sem olli því, að rómverska ríkið fór i mola, eins og sagt er um tilberasmér. Pólverjar rifu eigið riki sitt á hol af ósam- lyndi, og þrír útlendir vargar lögðust á náinn. En það er óþarft, að leita þessara dæma i allri mannkynssögunni. Saga vor sjálfra sannar þetta ljóslega. Fyrir samheldni höfðingja landsins stóðust for- feður vorir tilraunir Ólafs helga Noregskonungs til að ná yfirráðum yfir landinu. En það var sundrungin, tortryggnin, ósam- lyndið og fjandskapurinn innbyrðis, á Sturl- ungaöldinni, sem olli þvi, að Hákon konungur gamli náði yflrráðum yflr landinu og þeim ófriðn- um höfum vér sopið seyðið af alt fram á þenn- an dag. Það eru dreggjarnar úr bikarnum þeim, sem vér höfum verið að sötra í stjórnarskrármál- inu. Þetta vitum vér, þetta er oss full-ljóst, en barnið brenda forðast þó ekki eldinn. Pegar ein ulfúðaraldan fellur, reisir tortryggnin aðra þegar á ný, og léttir ekki fyr en hún gnæfir við himin. Pað er að eins í einu atriði, er vér sýnumst að vera samtaka: i því að vera aldrei sammála. Svo lítur út, sem það sé skjaldarmerki vort, það sé rauði þráðurinn, sem gengur i gegnum alla vora pólitísku baráttu. Nýja stjórnarskrárbaráttan hefir staðið yfir meir en tuttugu ár, en aldrei hafa allir verið sáttir á eitt og hið sama. Öflugur endurbótaflokkur rís í fyrstu upp. Sýnist hann vera traustur sem múrveggur, en afturhaldsmennirnir grafa undan honum alla undirstöðuna svo hann hrynur smámsaman, svo Yarla stendur steinn yfir steini. Nýjir flokkar rísa upp og vilja bjai'ga því, er bjargað verði, iáta sér í bráðina nægja, að taka hið minna, en færa sig svo smámsaman upp á skaftið. Þetta geðjast ekki þaim, er öllu vilja ná í einu, og er það mjög skiljanlegt. Sá er ófús á að samþykkja, að fá skuld sína greidda i smá afborgunum, er heflr vonast eftir, að get.a náð henni í einu lagi. Hinir, sem öllu vilja halda í sama horíinu, ganga nú í lið með þeim, til þess að stöðva framgang hins nýja flokks. Hafa þeir nú alt í einu skift um merki, og þykjast orðnir æstir framfaramenn, enda er það eina ráðið til þess hinir vilji ganga í lið með þeim. — Aðferð þeirra er æ hin sama, sú, að ganga jafnan í lið móti þeim flokk, er ætlar að verða sigurs auðið. Þeir setja dæmi sin upp þannig, að svar- ið verði = 0. Nú *r stjórnarskrármálið komið það lengst á- leiðis, sem það hefir nokkru sinni verið síðan vér gengum undir útlenda stjórn. Nú er það komið undir þjóðinni sjálfri, hvort hún þiggur stjórnarbót þá, er stjórnin vill veita, eða hún vili komast út í ógöngur á ný. Látum vera, að stjörnin bjóði ekki þá kosti, *r vér téljum fullnægjandi fyrir oss um aldur og æfl. Þegar það er fengið, sem nú býðst, ætti að vera hægara að bæta því við, er á vantar, og tíminn mun leiða það í ljós, að veg- urinn opnast til þess, að fá allar kröfur vorar uppfyltar áöur langt um líður, svo framarlega sem vér tryggjum oss nú þau kjör, sem nú eru í boði, því alt hér í heimi er háð tímans tönn hvort heldur það er andlegt eða líkamlegt, og þótt stjórn'arskrárnar eigi að vera traust bygðar, eru þær engu að síður háðar þessu allsherjar- lögmáli. En á hverju ríður þá mest, á þessari stundu? Að allir vinir íöðurlandsins taki nú höndum saman unz stjórnarskrármálið er til lykta leitt. Að enginn láti nú gamla óvild giepja sig frá því, að bjarga undan sjó öllum þeim landsrétt- indum vorum, sem nú eru i boði. Að aJlir þeir, er viljað hafa og vilja enn stjórnarbót í alvöru, komi sér nú saman um það, að nota tækífærið og þiggja það, sem býðst. Sé aftur á móti byrjuð ný deila um ýms þau atriði, er stjórnin er ófús að veita, roá hamingj- an vita hversn fer. Þá er ófriðurinn hafinn að nýju. Þá má ganga að því vísu, að afturhaldsmennirnir noti tækifærið og kljúfi framfaraflokkinn enn þá einu sinni. Þá verður deilan skarpari, óvildin meiri, en enn þá er orðið, og má þó sannarlega ekki á það bæta. Þá höfum við glatað virðingu vorri í augum þeirrar stjórnar, er nú sit.ur að völdum í Dan- mörku, sem nú ætlar að bjóða oss betri kjör, en vér gátum búist við eftir því, hversu sam- komulagið var milli vor innbyrðist. Og hversu fer þá um þær framfaratilraunir, sem þjóðin þráir í verklegum efnum? Þá verða þær að bíða enn um óákveðinn tíma. Þjóðin má ekki vera að því, að sinna þeim! Hún verður að rífast um keisarnans skegg! Og þó vilja sumir enn þá ekki frið. Þeir eru ekki ánægðir með þá ógæfu sem sundrungin heflr valdið til þessa dags. Sá er nefndur brennuvargur, er kveikir í hí- býlum manna. Hverju nafni á að nefna þann eða þá, sem ala á ófriðareldi hjá sinni eigin þjóð, þegar henni ríður líflð á, að vera sammála! Fyrirlestur fróðlegan ,um markað fyrir íslenzkar landbún- aðarafurðir í útlöndum", hélt hr. búnaðarkandí- dat Guðjón Guðmundsson i Iðnaðarmannahúsinu 19. þ. m. Hann ferðaðist í vetur um England og Skot- land með tilstyrk Búnaðarfél. íslands og danzka konungl. búnaðarfélagsins. Ræðumaður mintist á, að árið 1896 hafi ver- ið útflutt til Bretlands yfir 60 þús. sauðíjár, hver kind að meðaltali fyrir 13 kr. 40 au. að frádregn- um kostnaði. Síðan hafl árlega verið seldar þang- að yfir 20 þús. fjár, en meðalverðið hafi ekki verið nema 12 kr. 30 au. og þó sé það að upp- jafnaði vænna fé. Ásræðan til þess mismunar sé innflutningsbamiið brezka frá 1896, eri það taldi hann eigi líklegt að mundi afnumið fyrst um sinn. Að senda lifandi fé, telur hann eigi til fram- búðar. Það taki langan tíma að koma því á markaðinn, svo féð megrist mjög. Áhættan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.