Fjallkonan - 25.04.1902, Blaðsíða 4
P JALLKONAN.
3
Biðjið ætíð um:
OTTO M0NSTEDS
DANSKA SMJÖRLlKI,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
og smjör.
Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í Daiiinörku^ og hýr til óefað hina heztu
vöru og ódj'rustu i samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
við flutninginn hvíli öll á bændum og loks sé
kostnaðurinn við flutninginn afar hár, hér um
bil 6 kr. á kind. Hagkvæmast verði eins og
nú stendur að slátra fénu hér og senda kjötið til
Bretlands. Til þess að kiötið verði útgengilegt
þurfi slátrunarhús í helztu kaupstöðum.
Erlendis er kjöt flutt annað hvort nýtt, kælt,
freðið, saltað eða niðursoðið.
Bezt verð fæst fyrir nýtt kjöt og þá aðferð
hafa Danir, Pjóðverjar og Hollendingar, sem allir
senda mikið kjöt til Englands. Til þess að geta
notað þá aðferð, mega ekki líða meira en 7—9
dagar frá því að fénu er slátrað þangað til kjötið
kemst á markaðinn. En það gerir hann ráð fyrir
að væri hægt, ef fengið væri sérstakt skip til þess.
Farmrúmið verður að vera hreint, þurt og loft-
gott. Bezt að láta skrokkana hanga í rimla-
kössum, fóðruðum innan með gisrium striga.
í hverjum kassa hanga 9—20 skrokkar.
Kœlt kjöt er flut.t á sama hátt, en ekki má
vera meiri hiti í farmrúmi skipsins, en 2—4° C.,
og verður því að vera kælivél í þeim skipum,
sem til þess eru ætluð. Loftið verður og að
vera þurt, svo ekki má nota ís við kælinguna.
Ekki má líða langur tími frá þvi kjötið er tekið
úr skipinu þangað til það erselt á markaðnum.
Svona er nautakjöt mjög alment flutt frá Ame-
ríku til Bretlands.
Freðið er kjötið flutt til Bretlands frá Eyjaálf-
unni og Suður-Ameríku. Kjötið er látið frjósa í
frystihúsi. sem er í sambandi við slátrunarhúsin,
en ekki í íshúsi vegna saggans, og því þarf
frystivél. Þegar skrokkarnir eru frostnú, eru
þeir settir í farinrúmið hver ofan á annan, og
þarf vanalega enga frystivél í skipið, þegar um
heila skipsfarma er að ræða.
Saltað kjöt er lítið borðað annarstaðar en á
Islandi, nema a seglskipum, og er islenzkt salt-
kjöt einkum selt til Noregs, en flmm aura toli-
ur er á hverju pundi þar.
Markaður er mjög lítill erlendis fyrir niður-
soðið kjöt.
Pundið af íslenzku sauðakjöti var frá 26. sept.
til 11. des. síðastliðið haust 34—42 aura. A
sama tímabili seldist skozkt kjöt á 50—56 aura,
danskt kjöt á 42— 55 aui'a. og freðið kjöt á
22—28 aura. Svona seldist kjötið í Lundúnum
en nokkru betra mun íslenzka kjötið hafa selst
í borgunum á Mið-Englandi, t. a. m. Manchester.
Orsökin til þess, að íslenzkt kjöt er í svo
miklu lægra verði, en t. d. skozkt kjöt, er sú,
að sauðféð okkar er megra. Það er of mikið
kept eftir því að mörva féð. Mör er þar í engu
verði, en mætur hafa Englendingar á því, að
nóg sé af fitu milii vöðvanna, eins þarf bakið að
vera feitf. Detta má laga með skynsamiegri að-
ferð og kynbótum.
Yerð íslenzkra hesta var samkvæmt skýrslun-
um frá 1899 54 kr. að meðaltali. Þeir eru litlu
dýrari nú, en þeir voru fyrir 20—30 árum. Á
sama tíma hafa hestar nágrannaþjóðanna hækk-
að í verði um meira en helming, litlu hestarnir
einkum, og Búastríðið hefir stórum aukið álit
þeirra. Þeir hafa reynzt þar miklu betur en stóru
hestarnir. Menn þurfa að gjöra vöruna, eins
þessa eins og aðra, svo að hún fullnægi kröfum
viðskiftamannanna. Kaupmenn og umboðsmenn
hafa ekki veitt oss mikla fræðslu um það, hvernig
hestar eða landbúnaðarafurðir vorar ættu að
vera, til þess að komast i gott verð. Flestir
hrossakaupmenn á síðari árum hafi gjört hesta-
rækt vorri ógagn með því, að kaupa að eins ó-
dýra hesta, úrkastið, en eigi viljað borga sóma-
samlega fyrir góða hesta. Afleiðingin af þessu
er því, að bændur hugsa ekki um að ala upp
góða hesta, og hins vegar, að mjög mikið óorð
er á íslenzkum hestum á útlendum marköðum.
Enskir smáhestar, á stærð við íslenzku hestana
kosta um 800 kr. Kynbótahestar margfalt
meira. —
Til þess að ísienzku hestarnir komist í hátt
verð á útlendum marköðum, eiga þeir að vera
einlitir. Bezt seljast jarpir hestar, þá brúnir,
rauðir og bleikir, en verst steingráir og gráir
hestar. Skjótta og aðra mislita hesta á ekki að
selja til útlanda. — Þeir eiga að vera hauslitlir
og fríðir, hálslangir og bera. sig vel. Lendin
löng og sem beinust. Taglið á að sitja hátt.
Fæturnir traustir og samsvara stærð hestsins.
Þeir eiga að vera góðlyndir en fjörlegir. — Á
hæð eiga þeir helzt að vera 54—57 þuml. Fáir
hestar hér á landi eru enn þá svona stórir, en
þvi nær sem þeir komast þessu, þess betur selj-
ast, þeir. Bezt seljast þeir þegar þeir eru 5—8
vetra. Engan hest ætti að selja tii útlanda yngri
en 4 vetra. Bezt að fá þá á markaðinn í júní
eða júlí.
Hestarnir eiga að vera gangléttir. Áríðandi
að þeir séu vandir á að hlaupa fram með hlið-
inni, þegar komið er með þá á markaðinn. Það
hækkar verð þeiria á Bretlandi um 10—20 ki\
Hestar eru i hærra verði en hryssur. Grað-
hestar eru nú orðið ekki mikið brúkaðir.
Hestarnir verða að vera í góðum holdum og
galialausir þegar þeir eru seldir.
Mestur hluti útfluttra íslenzkra hesta eru seld-
ir til Bretlands. Þeir hafa áður verið notaðir
mjög í kolanamunum, en nú eru raíurmagns-
vagnar óðum að koma í staðinn, og eru þeir
i því fremur hafðir til aksturs í borgunum.
Það eru miklar líkur tii að íslenzkir hestar
seijist betur í Englandi í suma.r og á næstu ár-
um vegna hestafækkunar í Búastríðinu.
Danir kaupa og nokkuð af íslenzkum hestum,
en rússneska hesta er farið að flytja inn á seinni
árum. Eru þeir hærri en íslenzkir hestar, um
54 þuml., en ekki eins úthaldsgóbir.
Bezti smjórmarkaður er á Englandi það á að
drepa smjörínu ofan í vatnsheldar beykitunnur,
fóðraðar að innan með bókfellspappír, vættum í
saltpækli. Það mega engar holur eða bil vera
á milli trésins og smjörs. Hver tunna á að
rúma 102 pund eða helming þess. En því ó-
dýrari er flutningurinn náttúrlega, þess stærri
sem þær eru.
Smjör með sama merki, frá sama rjóma- eða
214
setrinu hélt hann heimleiðis með þeim ásetningi, að njósna framferði
konu sinnar, og væri hún s«k skyldi hún gjalda þess grimmilega.
\
Dómuriun.
Hirðrétturinn kvað upp dóm sinn í Rúsenskölds erfðamálinu á
ákveðnum tíma, og var Rúsensköld dæmdur í margra ára íangelsi
fyrir að hafa samið og ætlað að nota falska erfðaskrá í hagnaðarskyni.
Hann á heima á sama stað og hann hafði búið á upp á síð-
kastið, þegar fregninn um dóminn kom til Homdala, en hann var
orðinn svo fölur, magur og niðurlútur, að enginn mundi hafa þekt
að þetta væri sami maðurinn og Gústaf Rúsensköld, þegar hann
var fyrrum í einkennisbúningi.
Hann hafði verið í mestu þröng upp á síðkastið, því Steinlund
kaupmaður hafði hætt að hjálpa honum eftir það, að prófið hafði
farið fram í þinghúsinu, og mundi Rúsensköld hafa liðið hungur
hefði Steiulund ekki verið hvattur heimulega til þess, að hjálpa
honum, af einhverjum, sem ekki vildi láta sín getið.
Nú sat Rúsensköid í herbergi sínu, því erm var svo mikið eftir
í honum aí hinu forna stærilæti, að hann vildi ekki koma út. á
götuna, og láta gárungana di'aga dár að sér.
Haun var því einmana og hugsandi, en uni hvað hugsaði
hann?
Hann las æflsögu ungs rnanns í huga sér.
Fyrst sá hann ungan dreng, ekki lakari að hæfileikum en önn-
ur börn, en sem nenti ekki að læra né hugsa; þar næst sá hann
213
„Ó veslings eiginmaðurinn," sagði prófessorinn og gerði sér
upp meðaumkunar-bros.
„Hvað á prófessorinn við ?“
Eg á við það, að þú ert blindur eins og margir giftir menn og
getur ekki séð að neitt sé á milli þessa manns og konunnar þinn-
ar. Eg heid þó, að ekki þurfi gleraugu til þess.“
„Pétur Hoff hrökk við og út á hliðina, eins og honum hefði
verið rekinn rokna löðrungur."
„fað ér ekki satt, það er lygi.“
„Hvort það er satt, veit eg auðvitað ekki, en það er vel lík-
legt, meira að segja mjög sennilegt, getum við sagt með fullri ástæðu.
Taktu nú eftir: hvernig ætti að standa á því, að maðurinn færi að
kaupa húsið hvað eftir annað handa þér, sem hann á ekkert upp
að inna, og heimta ekkert fyrir; — en þú átt uriga og fallega konu
— það er hluturiun. Ertu steinblindur maður?“
Þessi orð voiu eins og skrugga í eyrum Péturs.
„Væri þelta satt, skyldi eg vera sá fyrsti til að hafa hendur á
þvílíkum svikara.”
„Fyi'st og fremst verður þú sð reyna, að sannfærast um hvort
ágiskun mín sé rétt, þótt naujnast geti leikið vafi á þvi. Vertu >ví
rólegur og láttu ekki bera á neinu heima hjá þér, en hafa nákvæm-
ar gætiir á framferði konu þinnar, og þá muntu verða alls þessa
vísari. En minnist þú á það einu orði við konu þína, getur hún
dulið alt fyrir þér.“
„Vertu rólegur. Eg er enginn bjáni.“
Þeir hættu talinu, og er Pétur hafði lokið vinnu sinni á prests-