Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1902, Síða 3

Fjallkonan - 16.09.1902, Síða 3
FJALLKONAN 3 lýðháskólana. Hreyflngunni fylgja nienn af ýrasum flokkum með sundurleitum skoðunum. Vildu þvi margir, einkum hóglátir há_- skólakenmarar, greina stjórnmál- in rækiiega frá þessu máli. En það heflr reynst erfitt. Kosnin'g",- æsingar hafa komist inn fyrir dyrnar á lýðháskólunum og þeir verið notaðir sem yfirvarp; en af því hafa stafað hálfgerðar styrj- aldir og' allmikil sundrung. Tóvinmivéianiar á Reykjafossi. I alt sumar hefír verið unnið af mesta kappi að því að koma upp tóvinnuvélum á Reykjafossi í Öl- fusi. Heflr það verið happ mikið þeim, sem að byggingunni starfa, hve tfðin heflr verið stilt og blíð og vegir þurrir. Vélahúsið er nú að mestu búið og vélarnar komn- ar niður. KnudZimsen verkfræð- ingur heflr keypt allar vélarnar og eru þær allar með fullkomnustu gerð og eftir nýjustu tízku. Stofn- endurnir hafa sýnt bæði mikirm kjark og dugnað, og er bæði ósk- andi og vonandi, að nytsemdar- fyrirtæki þetta blessist svo vel, að þeir áður en langar stúndir líða sjái sér fært að ráðast í að færa út kvíaiuar og komu þar einnig upp spuna- og vefnarvélum. Hinn litli iðnaðarvísir hér á landi þarf að blómgast og margfaldast. Vér Islendingar erum eins og fátæku frumbýlingarnir, sem engan eyr- inn mega missa út úr búinu og verða því að forðast búðarkaupin eftir megni. Vér megum ekki roissa út úr iandinu alt það fé, sem nú fer árlega úr því fyrir unnin klæði og margt annað, sem hér má vinna, ef alt væri í réttum skorðum. Reykjafoss í Varmá í Ölfusi er sem fleiri bræður hans lengi búinn að raula einn gamla lagið, sem allir fossar á landinu hafa sungið með honum um liðnar aldir. Hér eftir syngur hann tví- söng með kembingarvélunum, og væri betur að fleiri fossar tækju vonum bráðar undir sama lagið. Það er mikill sannleikur fólginn í þjóðtrúnni gömlu, að undir suraum fossum væru gullkistur fólgnar. Það eru gullkistur undir öllum foss um á landinu, hve nær sero vér verðum svo miklir menn að festa flngur á þeim. Heill og heiður sé hverjum þeim góðum drengjum, sem rétta hendur fram úr ermum til þess að ná í þetta íslenzka gull. Þeir eiga skilið að vera studdir í orði og verki. Milli íjalls og tjöru. Barnaveiki hefir vart orðið í Reykja- vík; dó úr henni harn á fyrsta ári nm fyrri helgi. Síðan hefir hennar ekki orðið vart. Yonandi, að sá ófögnnður sé þar með kveðinn niður. I Reykjavik hefir hennar ekki vart orðið síðastliðin 5—6 ár þangað til nú. Dóinar landsyfirréttarins i ágústmánuði. Hinn 18. ágústmánaðar féll dómur í mál- unum: I. Hið opinbera gegn Siggeiri Torfa- syni út af óleyfilegri áfengissölu. Hinn kærði sýknaður. II. Hið opinbera gegn Guðmundi Magn- ússyni út af sama. Hinn kærði sýknaður. III. Hið opinbera gegn Lárusi Hall- dórssyni út af broti 4 lögreglusamþykt. — Hinn kærðí sektaður um 5 kr. Dannebrogsinaður er ný-orðinn Ó- lafur Olafsson bæjarfulltrúi. Giftingar. Trésmiður Hjörleifur Þórð- arson og ungfrú Sigriður Eafnsdóttir laug- ardaginn annan en var upp á Lágafelli. Múrari Guðjón Gamalielsson og ungfrú Maria Guðmundsdóttir s. d. Cand. phil. Jens B. Waage og Evphemia Indriðadóttir á þriðjudaginn. Yélastjóri Guðmundur Jónsson frá Eeykja- fossi og ungfrú Jónina Arnadóttir á föstu- daginn. Hlaðflski af vænum þorski kvað nú vera i net i Garðsjónum, gullkistu þeirra sunnanmanna; er óskandi og vonandi, að framhald verði á þeim aflabrögðum. Skarlatssótt er sagt að orðið hafi vart við enn að nýju á einum liæ i Flóan- um. I iíM brotsþjó fi! aður var framinn enn að nýju í nótt hjá timbursala Birni Guð- mundssyni. Var brotist inn í skrifstofuna í timburgeymsluhúsinu. Skúffurnar i skrif- borðinu voru sprengdar npp, en af þvi að þar þótti aflafátt, þá ráðist til atlögu að stórum peningaskáp úr járni, sem þar var og er 600 pund að þyngd. Hann var dregÍDn fram úr dyrum; hafði verið leitast við að brjóta hann upp, en ekki tekist. — Skápurinn var illa útleikinn og skemdur á ýmsar lundir; en hann geymdi sitt og höfðu þjófarnir ekkert upp úr krafsinu annað en ómakið og vonandi á endanum — tugt- húsið. Póstaffíreiðslumann á Vopnafirði hefir landshöfðingi skipað 7. f. m. Jón hreppstjóra Jónsson (frá Sleðbrjót). Héraðslækni i Reykhólahéraði hefir landshöfðingi skipað 14. f. m. settan lækni þar Odd Jónsson, frá 1. þ. m. Lausn frá prestskap hefir prestinum að Arnarbæli í Ölfusi, síra Ólafi Ólatssyni, verið allramildilegast veitt 9. f. m., frá fardögum 1903, með lögmæltum eftir- launum. Laust brauð. Arnarbæli í Ölfusi, augl. i gær, og veitist frá fardögum 1903. TJmsóknarfrestur til októberloka þ. á. — Brauðið er matið 2022 kr. 83 a. Uppgjafa- prestur nýtur eftirlauna af því, væntanl 230 kr., og auk þess prestsekkja 150 kr Lán hvilir og á þvi, tekið 1897 og þá 3000 kr., endurborgast með 150 kr. á ári í 20 ár auk vaxta. Hval þrjátíu álna langan rak fyrir nokkrum tima siðan á Merkurfjöru undir Eyjafjöllum. Hann var seldur á opinberu uppboði og fór vættin af spiki og rengi á 4 kr., og þar um. Skeyti er sagt, að verið hafi í hvalnum. ÁGÆTT haframjöl í W. Fischers-verzlun. Til kaupenda Fjallkonu. Af því að eg nú við næsta nýár hætti útgáfu Fjallkonunnar, þá leyfi eg mér vinsamlegast að biðja alla sem skulda mér fyrir blaðið, bæði eldri og yngri árganga þess, að sýna nú reikningsskil og borga sknldir sínar til min í haust. eða í síðasta lagi fyrir nýár, þvi þá verður öllum útistandandi skuldum ráðstafað á annan hátt, nema búið sé að semja áður við mig sérstakleg um lúkningu þeirra. Eins og að undanförnu má greiða andvirði blcðsins í ýmsar verzl- anir. Hér í Reykjavík við verzlun Thomsens, Brydes, Fischers, Ásgeirs Sigurðsson- ar, og Jóns Þórðarsonar. A Vesturlandi við verzlanir dir. Bjðrns Sigurðssonar . I Húnavatnssýslu við verzlun Sæmundsens á Blðnduósi. I Þingeyjarsýslum við Kaupfólag Þingeyinga. Á Vopnafirði við verzlun Zöllners. og i Múlasýslum geta menn ;núið sér til umboðsmanns Jóns Jónssonar frá Mála. Virðingarfylst cföríef djjarnliáóinsóóttir. 280 að messutíma; farið nú og flytjið tilheyrendunum gleðiboðskap friðarins og sáttfýsinnar. |>ér eruð efalaust núna vel fyrirkall- aður til þeirra hluta, hræsnisprestur, meinsærismaður. þér, sem drepið hafið systur mfna, vin minn og föður hans, að ógleymd- um konum Pétri Hoff!“ þegar hann hafði ausið þessum brigzl- yrðum yfir klerkinn, þá fór hann leiðar sinnar. Vagninn var búinn aðbíðalengi; sté háskólakennarinn þeg- ar upp í hann og bauð vagnstjóranum í styttingi að aka af stað. Hestarnir þutu af stað og komu brátt að vegi þeim, sem lá yfir fenið og að kirkjunni; var hún ekki lengra burtu en það, að sjá mátti söfnuðinn, sem beið fyrir utan. f>egar þeir voru komnir spölkorn út á veginn yfir ófæruna, þá reistu þeir eyr- un, frísuðu og vildu ekki fara lengra. „Eg kem ekkí hestunum lengra“, sagði vagnstjórinn; „og það er því líkast sem kominn sé dalur í veginn skamt fram- undan“. „Hvaða heimska er þetta; sláðu í klárana og haltu áfram“. En þá fór nú heldur um þverbak. Söfnuðurinn, sem stóð i kirkjugarðinurn á Vindinge, sá alt í einu hestana þjóta út í loftið vagnlausa og æða fram hjá kirkj- unni. En vagninn sást hvergi. Hver hljóp nú um annan þver- an þangað sem slysið hafði viljað til. Fyrst fundu menn vagnstjórann. þegar vagninn sökk og hestarnir slitu sig lausa, þá hafði hann um stund lafað við og dregist með, en slitnað síðan frá. Sumir tóku vagnstjórann og báru hann til bæja, en sumir vildu hyggja betur að, hvar og 277 steypir yfir Berger, mun koma yfir höfuðið á sjálfum þér og þá skömm getur enginn mannlegur máttur af þér þvegið“. „Við hvað eigið þér“?, spurði háskólakennarinn. „Eg á við það, að sonur stórþjófsins Hills eða Otto Bergers, óskilgetinn systursonur flakkarans og landshornamannsins Ald- ings, er giftur einkadóttur hins tigna háskólakennara von Born“. „það er hauga lýgi“, mælti háskólakennarinnn og varð sem þrumu lostinn. „Mér- er í lófa lagið, að færa sönnur á þetta neð skjali, sem nú er að vísu ekki í mínum höndum, en eg get náð í. þeg- ar Ottó Berger fyrir þrælmensku yðar var búinn að taka út begninguna, þá fór hann til Englands með son sinn kornungan og seldi hann í hendur sænskum manni, er Willner hét og átti heima nálægt Lundúnum. Drengurinn tók upp nafn fóstra síns, fór síðan til Svíþjóðar og er nú giftur dóttur eins hins göfugasta aðalsmanns hér í landi“. Vér höfum að undanförnu sýnt fram á, að hve geysistæri- látur að háskólakennari von Born var af ætt sinni og stöðu. Atburðir þessir gengu því glæpum næst í augum honum. Hann hné niður á stólinn og leit svo aumkunarlega á Alding, að honum hefði runnið til rifja hefði öðru visi staðið á. Að skömmum tíma liðnum náði háskólakennarinn sér það mikið aftur, að hann gat hugsað og talað með fullri greind. „það er hræðileg og djöfulleg hefnd, sem eg hef verið lát- inn sæta“, mælti hann. „En þegar dóttir mín fær að vita, hví- líkum brögðum hún hefir verið beitt, þá mun hún reka hóru-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.