Fjallkonan - 19.12.1902, Qupperneq 1
Kemur »t einu sinni
í viku. Yerð árg. 4kr.
(erlendis 5 kr. eða 1 ‘/2
doll.) borgist fyrir 1.
júlí (erlendis fyrir-
fram).
Uppsögn (skrifleg)bnnd-
in við áramót, ógild
nema komin sé til út-
gefanda fyrir 1. októ-
ber, enda hafi kaup-
andi þá horgað blaðið.
Afgreiðsla: Þing-
holtsstræti 18.
XIX. árg. I Reykjavik 19. des. 1902 Nr. 50
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i
hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum.
Forngripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið brern virkan dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útiána.
Náttúrugripasafn, í Doktorskúsi, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókey pisí Póstbússtræti 14 b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Úheillaarfur.
JÞað hefir lengi hér á landi þótt
inikiisvirði, að vera af góðu hergi
brotinn, vera kominn af heiðarleg-
um og vönduðum foreldrum; það
er líka í alla staði náttúrlegt; því
sé það sr.tt, sem oft hefir sagt
verið, að sjaldan falli eplið langt
frá eikinni, þá kemur ekki í ein-
um stað niður, hvort eikin er ill
eða góð.
En þó að menn hafi iðulega
fundið til þess, að gott er að vera
af góðu bergi brotinn, þá haf'a
menn samt minna fundið til hins,
að gott sé að vera af hraustu bergi
brotinn, vera kominn af heilbrigð-
um og heilsugóðum foreldrum; og
þó má segja, að undir þessu sé
öll hamingja manna komin.
Einusinni kom ungur maður að
finna hinn fræga lækni Oliver
Wendeil Holmes og spurði hann,
hvað hann ætti að gera til þess
að geta orðið langlífur og um leið
heilsugóður. »Farðu heim«, sagði
læknirinn, »og fáðu þér hrausta
og heilsugóða foreidra«.
Svarið virðist nokkuð kátlegt í
fljótu bragði; en það hefir samt
mikinn sannleíka að geyma, sann-
leika, sem ekki er jafnan gætt
sem skyldi.
Alkunnugt er, hve menn eru
tiðum kærulausir með heilsu sína,
gera lítið til að bætahana, vernda
hana og varðveita, meira að segja,
spilla henni tíðum að þarfiausu á
raargan hátt. Og þegar litið er
til þessa, þá er ekki furða, þótt
lítil umhyggjasé borin fyrir heilsu
og hreysti hinnar komandi eða
ófæddu kynslóðar,
Fyrir ekki löngu síðan kom
stúlka um fertugt að finna lækni
og leita hjá bonum bóta við mein-
semdum sínum. Hún sagði með
tárin í augunum, að hún myndi
ekki eftir, að hún hefði verið heil-
brigð nokkurn dag æfi sinnar.
Heilsuleysi sitt hafði hún tekið alt
að erfðum eftir foreldra sína.
Og það er svo sem ekki eins
dæmi með stúlkuna þá.
Heilsuleysi margra barna er
hræðileg sekt á herðum margra
foreldra; en margir foreldrar gera
sér enga grein fyrir þeirrí sekt.
Hinn frægi enski læknir B. vV.
Richardson segir tyn þetta efni:
»Að því er snertir arfgengi sjúk-
dóma, þá eru þau hjónaböndin
langtökust, þar sem bæði konan
og maðurinn hafa sama sjúkdóm-
inn, t. d. lungnatæringu, geðveiki
eða krabba.
Þegar þannig stendur á, er iítt
mögulegt annað en að börnin, mörg
eða flest, erfi sjúkdóminn.
En það er iittu vænlegra þótt
maðurinn og konan hafi sinn sjúk-
dóminn hvort, ef brögð eru að
honum. Stafar einkum mikilhætta
af því, ef annað hjónanna hefir
lungnatæringu, en hitt krabba. |
Til sönnunar því er þessi saga.
Ungur maður með auðsæjum
krabbaeinkennum átti stúlku, sem
hafði átt berklaveika foreldra. Þau
eignuðust börn, er öll komust á
legg, en voru mjög heilsutæp. En
ekki urðu þau langlíí'. Fyrsta
barnið dó úr sjúkdómi, sem náskyld
ur er krabba. Annað dó úr lungna-
tæringu. Þriðja hafði berkla í
heilanum og dó úr flogaveiki.
Fjórða hafði einnig berkla í heil-
anum og dó úr sykurveiki. Hið
fimta varð langlifast, hálffertugt,
og dó úr krabba. Foreldrarnir
lifðu þrjú börnin, en dóu samt á
bezta aldri, faðirinn af krabba i
lifrinni, en móðirin af hjartasjúk-
dómi og lungnakvefi.
Þegar annað hjónanna er gikt
veikt og hitt brjóstveikt, þá mynd-
ast oft nýr sjúkdómur, sem rask-
ar eðlilegri myndun beinagrindar-
irinar. Augnakallinn verður í ó-
lagi hjá börnunum eða þau hafa
vatn í höfðinu.
Alt þetta er sannariegt alvöru-
mál, enda eru margir læknar og
visindamenn, sem gefa sig við að
rannsaka það nákvæmlega. Og sá
tími mun koma, að læknar munu
svo vel að sér í þessari grein, að
þeir geta sagt fyrir með fullkom-
inni vissu, hvaða sjúkdómur muni
skapast hjá börnum og niðjum við
hvert hjónaband. Annað mál er
það, hvort þekking sú muni reyn-
ast einhlýt til að koma í veg fyrir
voðann. Úr því verður ókomni
tíminn að leysa.
Eins og siðmenningutini er nú
háttað, er mest litið á stétt og
stöðu, þegar til bjúskapar er stofn-
að; oft er líka lítið á efnahaginn
og stundum á aldurinn; sitt hvað
fleira kemur og til greina. En —
hver lítur á það, hvort mannsefn-
ið eða konuefnið er k.omið af hraust-
um og heilsugóðum foreldrum, og
þó er það oft fóturinn undir hjú-
skaparláninu og hamingju barn.
anna!
Skyldu þeir ekki vera teljandi
manna á meðal, sem við stofnun
hjúskaparins hugsa um heill og
gæfu hinnar ófæddu kynslóðar«.
Framtíðarmál Árnesinga.
Athugasemdir eftir ^Arnesing.
II.
Með því að það virðist álit ekki
fárra af þeim, sem lítlð þekkja til
umferðar um Olfusárbiúua eða
Þjórsárbrúna, að gæzia sé óþörf,
— þá verð eg að fara fáum orð-
um um það atriði; um styrkleika
brúnna eða brúkunarþol skal
ekki rætt nú. En hitt vildi eg
segja, að ef gæzla sú, sem nú er
á brúnum, yrði tekin af þeim og
umferðin látin óhindruð eftir geð-
þótta hvers eins, þá mundi ein-
hver gripurinn eða maðurinn verða
fyrir slæmu hnjaski.
Hinn háttvirti samsýslungur minn
þyrfti að „ vera við Ölfusárbrúna
annaðhvort að vorlagi, þegar lest-
ir eru miklar, og komið er að
brúnni beggja megin með fjölda
af lestum, og alt þykist mega fara
yfir um eftir geðþekni, eða þá að
haustlagi, þá fleiri hundruð fjár
koma að brúnni í einu, og féð er
byrjað að leggja á brúna, en hins
vegar bíða undir 100 hestar með
klyfjum, annaðhvort við brúna,
eða rétt við hana, og þessu öllu
fylgja menn eins og gerist, mis-
jafnlega fyrirkallaðir eða kæru-
samir; væri öllum þessum usla,
sem daglega kemur að í gæzlu-
tímunum, hleypt hindrunarlaust
og eftirtektarlaust yfir um, mundi
fljótt bera á vöntun gæzlumanns.
— Næg vitni eru að því, að 3—4
menn þarf mikið oft á haustdag-
inn til að varna árekstri á brúna.
Eins og greinarböfundurinn veit
líklega er Ölfusárbrúin (hann á
við hana aðallega) með landbrú
fullar 200 álnir, og þar að auki
120 álna vegur, upphækkaður með
grindverki, til hliðar framan við
hana. Þar sem brúin sjálf er með
háum boga, er mjög erfitt fyrir
þá, sem við endana eru, að sjá
hvorum til annars; er því vís-
bending trá öðrum en ferðamönn-
um því nauðsynlegri. Sjálfsagt
er að viðurkenna það, að föst ár-
leg gæzla á umferð um brýrnar
væri áreiðanlegust og bezt, en þar
sem þessar 3—400 kr. virðast
fremur taldar eftir, eða svo ligg-
ur mér við að imynda mér, þá
get eg tæplega látið mér skiljast,
að þessi 1000 kr. launatillaga til
brúarvarðanna hefði nokkurt fylgi,
hafi hún annars verið meint i al-
vöru,
Hitt atriðið, sem hinn heiðraði
greinarhöfundur minnist ekki á,
að hafa brýrnar tollaðar, eins og
stungið var upp á á þinginu ’93
og flutt var þar af þremur mikil-
hæfum þingmönnum, gat eg vel
skilið að hann mundi vilja minnast
á, en þvi hefir þó verið slept af
einhverjum ástæðum.
Umræðurnar um það mál bera
það með sér, að flutnmgsmenn þess
höfðu rnjög milcið til síns máls, og
af þingtíðunum það ár verður ekki
annað séð, en tollfrumvarpið hefði
farið gegn um þingið með tals-
verðum atkvæðamun, ef raeiri
hluti nefndarinnar, sem skipuð var
i það mál, og í þeim hluta voru
þeir: Sighv. Árnason, Þ. Gfuðmunds-
son og Þorlákur Guðmundsson,
hefðu ekki sett inn i meiri hluta
álit sitt ákvæði um, að Árnes- og
Rangárvallarsýslur skyldu annast
allan gæzlukostnað á báðum brún-
um o. fl.; set eg hér örlitinn kafla
úr áliti nefndarinnar málinu til
sönnunar:
»Til þess nú að koma í veg
fyrir, að slíkt frumvarp verði að
lögum (o: tollfrumvarpíð) viljum
vér leggja það til, að sýsiufélög-
um Árnes og Rangárvallasýslu
verði gert að skyldu, að kosta ár-
lega gæzlu við brýrnar á líkan
íiátt og hún er nú við Ölfusár-
brúna«.
Þá var gæzlan við Ölfusárbrúna
borguð úr landssjóði, en eftir að
lög um þetta efni öðluðust gildi,
en það varð á næsta vetri, kom
gæzlugjaldið á sýslusjóðina og sit-
ur þar við enn þá; af þessu sést,
að mál þetta, er bréfritarinn flyt-
ur með nokkurri frekju, er iöngu
undirbúið og fyrirhugað af Árnes-
ingurn og Rangæingum sjálfum,
þó þeir máske álíti það óþarft nú,
og á móti þeirra vilja ákomið.
Eg ímynda mér, að hin háttvirta
nefnd hafi ekki verið að hugsa
um að stofna óþarfa embætti, held-
ur haft það fyrir augum, að gera
hugsaðan vilja sýslubúa sinna og
afstýra toilinum. Þrátt fyrir fall
tollfrumvarpsins á þinginu ’93 á-
lít eg, að réttara hefði verið fyrir Ár-
nesiuga. að amast ekki við tollin-
um á brúnum; því síðan hafa
heyrst raddir víða, þaðan og ann-
ars staðar, að tollur muni sá réttí
mælíkvarði til að fara eftir, þá er
borga skal slit og eyðslu á dýrum
samgöngu-mannvirkjum, og geteg
vel trúað, að greinarhöfundurinn
sé með því. Að afnema gæzlu á
brúnum eða minka hana meira en
nú er, álít eg óráðlegt og undir
ýmsum atvikum hættulegt.
Rödd úr garði hjúanna.
í sumar átti eg tal við trægan,
þýzkan, ensku talandi mann, sem
að mörgu leyti dáðist að íslandi
og íbúum þess, en sem sagði, að
sig furðaði stórum á þessu þrennu,
auk annars, hjá þjóð, sem þættist
og í raun réttri væri jafn-mentuð
og vildi.fylgja siðmenningu þjóð-
anna.
_ Þetta þrent var:
Fyrst, hve lögreglan í höfuðstað
landsins væri fá og ónóg, lög-