Fjallkonan - 19.12.1902, Qupperneq 2
2
FJALLKONAN
regluþjónarnir ekki nógu kurteis-
ir, og ekki nógu færir í útlendum
málura o. fl.
Anncið, hve rajög vér hefðum
óreglulegan vinnutíma; værura að
þræla nótt sem dag.
Þriðja, hve rajög vér notuðum
sunnu- og helgidaga.
Skyldu nú ekki fleiri en þessi
útlendingur hugsa á sömu leið, og
er ekki mál til komið fyrir oss,
verkalýðinn, að rísa upp af svefni
og reyna að hrekja á brott það,
sem þjóðinni er fyrir þrifum, og
laga, það sem ábótavant er?
Eg ætla því að minnast á þetta
þrent með fáum orðum.
Það eru fleiri en útlendingur
þessi, sem ekki heflr líkað að öllu
við lögregluþjóna höfuðstaðarins,
og er vonandi, að veitingarvaldið
sjái svo um við næstu veitingar,
að lögregluþjónsstaðan sé veitt
efnilegura, helzt mentuðum mönn-
um, sem tala útlend tungumál.
Ekki á að vera til fyrirstöðu þó
umsækjendurnir séu ekki úr höf-
uðstaðnum. Allir vitum vér, að
hvergi er betri siðsemi eða regla
en þar sem lögreglan er góð og
þar sem lögregluþjónarnir kunna
að vera í stöðu sinni. Lögreglu-
þjónsstaðan er tignarleg og þarf
því að vera skipuð völdum mönn
um og sómasamlega launuðum.
Því næst vil eg minnast á hinn
óreglulega vinnutíma, sem er og
mun verða okkur Islendingum til
ósóma og oft til ógagns; erum vér
i þeim efnum mjög 4 eftir tíman
um, því að í ölium hinum ment-
aða heimi er fastákveðinn vinnu-
tími, nema hér hjá oss; er þó ann-
arsstaðar unnið meira með vélura,
en hér að eins notuð mannleg vél,
líkaminn.
Daglega heyrist talað um, að
fólk sé að flýja landið, og það er
satt, já svo satt, að af slíku er
háski búinn, ef þing og þjóð legst
ekki á eitt með að reyna að finna
ráð til að stöðva þessa tíðu og
ökaðlegu fólks-útflutnínga. En ekki
er þó á aðra hliðina nema eðlilegt,
þótt ungir og efnilegir menn leiti
þangað, sem unnið er með meiri
reglu og betri kjör eru en hér.
Sem betur fer, á vinnumannsstétt-
in til í fórum sínum svo mentaða
menn, sem sjá, að meðferð íslenzka
vinnulýðsins er ekki samkvæm
tfmanum og því mál til komið að
kvarta. Bændur verða að hætta
búskap eínmitt af því, að þeir fá
ekki fólk; fólk vill ekki vera í
vinnumensku, ekki af þvf, að
ekki 8é eins gott að vera hjú í
góðum stöðum — en þeir eru of
fáir —, heldur af þvf, að vinnu
tíminn er óreglulegur og fólkið
þrælkað. Hvort ætla skemtilegra
sé, að sjá’ fólk vinna sinn vissa
tima með gleði og ánægju, eða
vera nótt og dag að starfa með
óánægju og ólund, afkastandi
miklu minna, sjáandi sér gjört ó-
rétt?
Eg ræð mig t. d. fyrir hjú yfir
árið eða 365 daga; eg á ekki að
þurfa að taka það fram, að vinna
ber meðan dagur er eða 12stund-
ir; hitt er hvíldartími. Það, sem
hjúið vínnur fram yflr 12 stundir,
er að mlnu áliti ranglega tekið af
tíma þess sjálfs. Það er algengt
hér við sjó, að hjúin eru látin
vinna frá kl. 2 og 3 á nóttunni
til 10 og 11 á kveldin, og sjá all-
ir heilvita menn, hve slíkt er
ranglátt, fyrir nú utan það, hve
oft kemur fyrir, að hjúum er skip-
að það, sem samkvæmt vinnuhjúa.-
lögunum er óforsvaranlegt, og
hvert hjú ætti að geta neitað, eins
og t. d. að róa á næturtíma í
myrkri 4 og 5 milur út í reginhaf
á opnum bátum og fl. og fl..
Nei, meðferð þá, sem nú er og
hefir verið á íslenzkum hjúum,
verður að afnema strax, ef vel á
að fara. Að minnast á þjónustu
og matarræði íslenzkra vinnuhjúa
ætla eg ekki að gera; en útlend-
ingar hafa sagt, að fæðið okkar
væri einungis gott handa hund-
um; stafar það viða af sóðaskap,
vankunnáttu og óvana fremur en
fátækt. Svo kemur nú sem sum-
ir kalla,»hádegi æfiþessara manna«
og það eru hinar svo kölluðu»aust-
urferðir«, þar sem konur og karl-
ar eru send til að þrælka enn
meir á sumrin, fluttir á smáferj-
um 5—600 í einu, hrúgað saman
í lest og á þilfar eins og kjötbit-
um í tunnu; verður það að flækj-
ast þar fleiri daga oft í lífsháska,
því ef vont veður kemur upp á,
má búast við, að alt sem á þil-
fari er, geti druknað.
[Framh.J
Aths. frá ritstj.
Grein þessi hefir verið send oss
af vinnumanni einum og er oss
kunnugt um, að hann talar i nafni
og umboði margra annara stéttar-
bræðra sinna. Enda þótt vér sé-
um ekki að öllu samdóma hinum
heiðraða höfundi, þá þykir oss
það samt vel hlýða, að þessi fjöl-
menna og mjög þarfa stétt lands-
ins fái rúm í einu afblöðum lands-
ins til þess opinberlega að láta í
ljósi það, sem henni býr f brjósti.
Enda mun því enginn heldur neita,
að margt er hér mælt, sem á rök-
um og sannindum er bygt, og er
þess vert, að því sé gaumur gef-
inn. Vinnumenn hér á landi eru
öðru vanarí en að sinna ritstörf-
am, og væri því engin furða, þótt
eitthvað mætti út á rítsmiðin setja
af þeim, sem slíkum störfum eru
vanir. Þegar um tvo málsparta
er að ræða, er sitt lízt hvorum,
þá er jafnan bezt, að þeir, hvor
fyrir sig, láti skoðun sfna í ljósi
afdráttarlaust með hógværnm og
skynsamlegum orðum. Má þá svo
fara, og fer oft svo, að er málið
skýrist við umræðarnar. Þá líka
smá-dregur saman og leiðir til
sátta og samkomulags á endanum.
Sambandið og viðskiftin milli
húsbænda og hjúa er án efa eitt
hið þýðingarmesta mál, sem nú er
á dagskrá hjá oss. Framtiðarheill
þjóðarinnar er mjög undir því
komin, að þetta samband og þessi
viðskifti geti farið sem bezt úr
hendi. En hér er harðriðinn og
erflðan hnút að leysa, einkum þó
að því, er landbændur snertir. Á
aðra hliðina er fátækt bænda og
getuleysi þeirra til að kaupa vinnu
hjúanna dýru verði. Á hina hlið-
ina er aftur vakandi tilfinning hjá
hjúunum fyrir því, að hin fornu
hjúakjör séu ekki lengur hoðleg
og viðunandi. Ef kröfum þeirra
hér er að eugu sint, þá brosir
Ameríka við þeim með opinn faðm-
inn. Fyrir handan Atlanzhafi
hillir í margra augum undir gull
og græna skóga; þaðan berst óm-
urinn af hringlinu í dollurunum og
þaðan leggur fyrir vit manna mikla
mýkri matarlykt en íslenzk vinnu-
hjú nef eiga að venjast hér á landi.
Báðar þessar stéttir, húsbændur
og hjú, eru lang-fjölmennustu og
um leið að mörgu leyti einna
þörfustu stéttirnar á landinu. Ef
vel á að fara, þarf á beggja hag
að líta, og báðum á að unna rétt-
lætis og sanngirni, eins og vér
lika óskum, að jafnan megi svo
á milli þeirra semjast, að báðum
hlotnist gagn og ánægja. Æski-
legast væri, að svo mætti bæta
kjör allra islenzkra vinnuhjúa, að
þau upp skæru hæfileg laun vinnu
sinnar, ynnu hjá húsbændum sín
um með ánægju og gleði og létu
sér ekki í hug koma, að flýja
landið sitt; og svo á hina hliðina,
að hagur islenzkra húsbænda efld-
ist það, að þeir gætu goldið hjú-
um sfnum og gert við þau í alla
staði eftir sanngjörnum nútíðar
kröfum.
En hvað sem þessu líður, þá
teljum vér það til bóta, að hús
bændur og hjú ræði mál sín opin-
berlega með skynsemd og still-
ingu; af þeim umræðum getur
margt gott leitt. En þess viljum
vér biðja öll góð og greind hjú
að minnast, er þau ræða kjör sin,
hvort heldur er hér eða annar-
staðar, að meira ræður hjá flest-
um islenzkum húsbændum fátækt
og getuleysi en viljaleysi í því að
gera sæmilega við hjúin. Eins og
líka húsbæudurnir ekki mega lá
hjúunum það, þótt þau vilji gæfu
sína og hagsæld.
Við erum öll, í hvaða stöðu sem
við erum, að leita gæfunnar.
Húsbændur og hjú eru jafnborin
til hennar.
Raiisárvallasýslu, ö. des.
Tíðin mjög indæl, þó vætusöm
sé. Heyskapur hér í sveit var í
fullu meðallagi að vöxtum, en meir
en það að gæðum, enda lítur út
fyrir, að kýr ætli að gera gott
gagn. Hérerá einstaka bæ ekki
farið að taka lömb enn, og er slíkt
óvanalegt.
Garðuppskera varð hér þetta ár
með langbezta móti, enda farið að
sýna þeirri grein landbúnaðarins
meiri sóma en átt heflr sér stað
hingað til. Talsverður áhugi er
vaknaður hjámönnum á jarðrækt,
og hann er mikill hjá sumum,
því það má segja, að hér séu að
hefjast stórmiklar jarðabætur. Hér
eru skilvindur á einstaka stað, en
þær eru alt of fáar, því þær ættu
að vera til á hverju heimili; en
þær eru dýrar, og gengur ekki létt
eftir fyrir fátæka menn, að afla
sér þeirra. Komið er til umtals,
en .ekki í neina verulega fram-
kvæmd, að stofna hér rjómabú,
en það er dýrt að koma þvi f
framkvæmd.
Einstöku menn hér eru farnir
að láta bólusetja fé sitt, og hefir
það hepnast mjög vel í haust; ger-
ir það auðsjáanlega mikið gagn,
því þeir, sem hafa látið bólusetja,
hafa enga skepnu mist, en pestin
gert talsverðan usla hjá hinum,
sem ekki hafa látið bólusetja.
Hér eru sveitaþyngsli mikil. Til-
finnanlegust hin sívaxandi pen-
ingagjöld. Einstaka bændur hafa
frá 100 og upp undir 200 króna
útsvar, og er slíkt þungur skattur.
Aðal verzlun okkar E y f e 11-
i n g a er í Vík í Mýrdal, og er
ekki annað að heyra en roenn
geri sig allvel ánægða með þá
verzlun; það er Brydes verzlun.
Henni stjórnar Gunnar Ólafsson,
mjög lipur og reglusamur maður,
því um hann má segja, að hann
sé virtur og elskaður af öllum,
sem kynni hafa af honum. Þar
verzlar einnig umboðsmaður Hall-
dór Jónsson i Vík, og má um hann
segja, að hann sé þarfur landsvin-
ur fátæku landi. Hann setur sig
inn í fátækt manna, þó hann, sem
betur fer, hafi aldrei sjálfur haft
af henni að segja. Hann er sönn
fyrirmynd bænda, rekur stórt og
mikið bú auk verzlunarinnar, er
framúrskarandi jarðabótamaður,
og stundar sjávarútveg. Það má
þvi undarlagt þykja, að hann skuli
ekki enn hata fengið verðlaun úr
sjóði Kristjáns konungs IX, ef
hann hefir á annaðborð kept um
þau verðlaun.
Sjónleikar.
Leikfélag Reykjavíkur heflr að
vanda haldið uppi leikum nú um
mánaðartíma. Leikur sá, er það
heflr byrjað á, heitir á dönsku
»Dristig vovet« og er skírður á
vora tungu »Hugur ræður«. Sjálf-
ur er leikurinn vel þýddur, en
nafnið á honum ekki sem heppi-
legast; virðist það fara í bága við
eftii og úrslit leiksins, þvi það er
öðru nær en hugurinn og kjark-
urinn í ástamálum beri sigurinn
trá borði. Að vísu er efni leiks-
ins ekki ipikið eða djúpt sótt inn
í sáiarlíf manna; en leikurinn er
liðlegur og fer laglega á leiksviði
og veitir góða stundarskemtun;
annað erindi hefir hotium ekki
verið ætlað. Kr. Þ., sem leikur
Mortensen hestaprangara, og frk.
Gþ. H., sem leikur ekkjufrú
Birch, systur prangarans, leysa
bæði verk sitt prýðisvel af hendi.
Frk. E. I., sem litið kvað áður
hafa fengist við að leika, leikur
Ellen, yngri dóttur frú Birck, og
fer það mjög iaglega úr hendi.
Frú St. G. leikur aftur Fanny, eldri
dótturina, og er það létt verk og
löðurmannlegt fyrir jafnmikinn
snilling og frú St. G., enda nýtur
hún sín ekki. Þá er Gram læknir
og vel leikinn, snyrtimannlegur
og alvariegur eins og til er ætlast.
Önnur hlutverk í leik þessum eru
fremur tilkomulitil i sjálfu sér,
enda dregur meðferð þeirra ekki að
sér hugi manna.
Bækur
sendar FjallJconunni.
»Det nordiske Forlag« í Kaup-
maunahöfn hefir nýskeðsent Fjallk.
tvær nýútkomnar bækur.
Önnur þeirra er »Det hoje
N o r d«, eftir kapt. D a n i e 1
B r u u n, sem mörgum er að góðu
kunnur hér á landi. Er það al-
þýðleg lýsing á hinum norðlæga
heimi og þjóðum þeim, er þar