Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1902, Qupperneq 1

Fjallkonan - 23.12.1902, Qupperneq 1
Remtir út einu sinni i viku. Verð úrg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða 1 */a doll.) borgÍ8t fyrir 1. júli (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup andi þá horgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. XIX. árg. Reykjavik 23. des. 1902 Nr. 51 Augnlœlcning ókeypis 1. og 3. þrd. í hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn op'ð mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—£ og einni stundu iengur (til ki. 3) md., mvd. og ld. tii útiána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 b 1. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Framtíðarmál Árnesinga. Athugasemdir eftir tArnesing. III. Þá minnist nefndur höfundur á vegamál sýslunnar, og íinnur þeim að vonum ýmislegt ti! foráttu; eg er honum sarndóma i því, að langt sé frá þvi, að fullkomín bót sé ráðin á samgönguþörfum uppsýsl- unnar, þó mikið sé þegar áunnið. Eins og greinarhöf. mirinist á, hef- ir legið fyrir sýslunefnd Árnes- sýslu sundurliðuð áætlun um, hvað vegur mundi kosta frá hinu svo- nefnda Fiatholtí í Flóa að Húsa- tóftaholti á Skeiðum; um þá vega- gjörð urðu ekki miklar umræður af þeirri ástæðu, að nefndinni fanst, að hún mundi verða afar- dýr og þar af leiðandi sýslusjóði ofvaxin, því víða á þeirri leið er ilt með ofaníburð, og sumstaðar yfir hraun að fara. Um álmurn- ar frá þessum hugsaða vegi að Áhrauns- og Iðuferjustöðum skal það sagt, að víst værí gott, að þær kæmust á, einkum sú efri; en því miður er liklegt, að erfitt verði að fá landssjóð eða sýslu- sjóð til að kosta þær. Hvað dragferjustæði snertir á Áhraunsferjustað, þá er eg frem- ur á þvi, að dragferja kæmi þar ekki að tilætluðum notum, eða alls ekki á vetrardag, vegna þess að áin þar er jökulvatn og oft með isskriði. Um hinn veginn, er áðurnefnd- ur höfundur minnist á, n. 1. -Geys- isveginn, er víst ekki mikið að segja; en heyrst hefir þó á all- mörgum, að hann muni nú vera kominn hæfilega langt, eíns og hann er, og álíta, að frá Þingvöll- um væri hentast og sjálfsagt bezt, að ryðja. vel og víkka veginn þar sem með þarf, enda bera ofan í hvörf sumstaðar, og láta svo þar við sitja fyrst um sinn; en að leggja á landssjóðs- eða sýslusjóðs- kostnað akveg frá Þingvöllum að Geysi, er talið ekki svobráðnauð- synlegt, og með því væri í ofmik- ið ráðist; enda yrðu það eins fáir bæir í Laugardal og Upp-tungum, sem verulegt gagn hefðu af vegi þessum; lika vita flestir samsýsl- ungar okkar það, þó ekki hafi far- ið um veg þennan, hvað þá held- ur hinir, að þar er á aðra hönd afréttarlönd og braun, en á hina strjál bygð; yrði því vegur þessi mest gerður fyrir útlendaferðamenn til Geysis eða að Guilfossi. Eftir því, sem eg hefi skilið til- lögur hins hciðraða höfundar um vegamál sýslunnar, þá finst mér hann vilja láta aðalvegina liggja á útjöðrum hennar, en láta mið bikið eiga sig; en á það get eg enganveginn fallist. Það er rétt, sem höfundurinn segir, að brú á Sogið hefir um all-langan tíma, og er enn, m-eðal Grímsnesinga og Tunguamanna margra hið mesta áhugamál, þvi héruð þessi eru urngirt vötnuro á aliar hliðar nema til tjalls. Að hinu umrædda brúarstæði og frá því iiggur öli þungamiðja Árnes- sýslu; og til þess að sýna, að hér er ekki farið með öfgar, hefir við- koraandi hreppur (Grímsneshr.) heitið allmiklu fé til brúargeröar þeirrar, eins og höf. beíir þegar ávikið. Mér, sem kunnugum stöðv- um þessum, kemur því undarlega fyrir, að hinn heiðraði höf. skyldi ekki nefna b;ú á Sogiö sem nr. I. ^Veg frá henni upp miðjuna á Grímsnesi og framhald á honum upp Tungur, svo langt, sem þörf gerist, á hentugum stað nr. 2. — Á leið þessari er víða allgóður of- aníburður og grasrík héruð á báð- ar hendur, og býlin eftir þvi,sem gerist í sveit, víða þétt. Vitan- !ega þarf ti! þess að fá óslitið sam- band á millum vega þessara, að fá brú eða dragferju á Brúará. Þann kostnað tel eg ekki mikils- virði á móti þvi, að þurfa að krækja fram á Skeið eða Iðu- ferjustað, eða upp að fjöllum á Geysis- veginn. Vilji maður hafa fyrir því, að athuga þetta nánar og lita eftir umferðinni, hvernig henni er nú háttað, þá fara allflestir Grímsnes- ingar, sem til Eynarb. og Rvíkur fara, yfir Sogið eða Hvítá frá Ás- garði að Hestfjalli, og að vetrar- lagi fara Tungnamenn þessa leið oftar. Væri því komin brú á Sog- ið og vegkafli frá henni niður á veginn fyrir ofan Ölfusárbrúna, tel eg vegamál Arnessýslu kornið 1 gott horf, og að hinni umræddu vegagjörð lokinni, ætti að halda áfram annarsstaðar eftir því, sem efnin leyfa, og byrja þá við Þjórs- árbrúna; ætti sá vegkafli að ná til hörðu grasbakkanna fyrir utan Murneyrar; úr því má fara með vagn til og frá upp að vöðunum á Laxá og upp Ytri-hrepp án þess nokkur veruleg viðgerð þurfi að eiga sér stað. Það er óskandi, að þar sem nú er búið að mæla Sogs-biúarstæðið og undirbúa mál ið að mestu, að farið verði að skygnast eftir, hvar hentast væri að leggja hina fyrirhuguðu flutn- ingabraut upp Arnessýslu, áður en hlaupið er i að lengja eða leggja vegina á útjöðrum hennar. Það má ekki skilja þessar línur svo, að eg sé á móti akvegi á útjöðr- um sýslunnar; síður en svo; eg held því að eins fram, að bráða þörfina sé mest að meta, og hún er vissulega sú, að fá sem allra fyrst veg upp rniðja sýsluna. í nóv. 1902, S. J. Rödd íir garði hjiianna. Niðurl. Líklegt er að þingið sjái, að skip sem Hólar og Skálholt eru eru alsendis ónóg, sérstakl. á haust in. En kannske það gjöri ekkert til. Þetta er bara verkafólk. Jú, eg heid að Island stæði sig við það, þó einhverntíma færust á þessum ferðum nokkur hundruð! Nóg mun fólkið vera. Þá eru hvfldardagarnir oft ó- hæfilega notaðir, sem þó eiga að guðs og manna lögum að vera helgir; og er ekki meira hneyksli til, er. sjá menn vinna jafnt belga sem rúmhelga daga. Færeyingar vinna aldrei á helgidögum og ‘standa sig þó betur í efnalegu til- liti en vér. Dæmi eru til, að hljómbjaita »trollaranna« hefir ver- ið meir metin en kirkjuklukkurn- ar. Ekkert hjú er skylt að vinna á sunnudögum. Þegar t. d. »Hól- ar« komu til Keflavíkur 28. sept. möttu menn meir að róa þó sunnu- dagur væri en sækja fólk sitt út í skipíð; var þá búin að vera ein- munatíð i alt sumar. Hvar var lögreglan? Og hví voru ekki þess- ir piunar sektaðir hæstu sekt 200 kr.? Þetta er það, sem þarf að laga og þarf næsta þing að gjöra ai- varlegar ráðstafanir til að bæta kjör vinnulýðsins, að öðrum kosti munu allir ungir og duglegir verka- menn taka höndum saman og flytja hópum saman í burt af land- inu; og þá sést, hvernig fer. Það, sem vinnulýðurinn krefst, er reglubundinn vinnutími, eins og alstaðar á sér stað í hinum ment- aða heimi, og að hvíldardagarnir séu algerlega helgir. Það þýðir ekki að semja lög, ef þeim er ekki fylgt. Lögin þurfa að vera svo, að þau séu ekki brot- in, og lögreglan góð.;Óregla og ó- löghlýðní stendur oss fyrir þrifum. í 20 ár, sem eg man til, hefir al- drei verið þörf að vinna á sunnu- dögum. Reglulegur vinnutimi get- ur alveg eins verið hér og ann- arsstáðar. Reglulegur vinnutími mundi borga sig vel. Komísthann ekki á með lögum eða samkomu- lagi, er hætt við, að vinnulýður- inn rísi upp og taki hann á óheppi legri hátt. Nóg atvinna býðsthjá Englendingum, Norðmönnum, Ame- ríkumönnum og fl., og þangað þyrpast roenn unnvörpum, ef ekki lagast. En komist reglulegur vinnu- timi á yfir iand alt, mun raönnum ekkert þykja betra að leita af landi brott. Þetta er það eina og ekkert annað, er getur frelsað land- ið frá að missa sonu sína og dæt- ur. Komist ekki reglulegur vinnu- tími á, áður en langt um líður, er við þvi búið, að hjú verði treg til að ráða sig nenm i tímavinnu. Það, sem vinnulýðuriun krefst, er að lögskipuð sé 12 tímavinna og sunnu- og helgidagar alveg helgir frá morgni til kvölds. Þyrftu því lögin að vera eitthvað i þessa átt: 1. Lögskipaður vinuutími á ís landi skal vera 12 stundir á degi hverjum. Fyrir hverja stund sem unnið er fram yflr 12 stundir ber karlmanni 25 aura kaup, en kvenmann- inum. 20 aura eða önnur hæfi- leg borgun, er um semur. 2. Sunnu- og helgidagar skulu helgir frá morgni til kvölds; hver sá húsráðandi eða yfir- maður, sem lætur vinna nokk- urt það verk, sem ekki álízt nauðsyniegt af hlutaðeigandi, presti og hreppstjóra á sunnu- degí, skal sæta sektum frá 500—1000kr. Sömuleiðis hvert það hjú, sem gegnir nokkru starfi á sunnudögum, skal sæta sektum frá 10—20 kr. Hjúin vita jafnt sem húsbændur að ekki á að vinna á helgidögum. Áríðandi er, að sektir séu nógu háar, svo lögin séu ekki brotin, Enda eg svo f þetta sinn í þeirri von, að þingið sýni vilja á að laga þetta og bæti svo kjör íslenzks vinnulýðs að við megi una. Ritað í okt. 1902. Vinnumaður. Svefninn. Ekki þurfa allir jafnmikinnsvefn, og er það komið undir ýmsum atvikum; það fer eftir aldri, heilsu- fari og árstíma. Margir geta van- ið sig á, að komast af með lit- inn svefn sér að skaðlausu, að því er virðist; en ekki er samt auðvelt um það að dæma. »Ekki er alt sem sýnist«, og efalaust er það á allmikium rökum bygt, sem gömlu mennirnir sögðu, að karl- maðurinn þurfi 6 tíma svefn, kvenmaðurinn 7 tima, barnið 8 og heimskingjarnir 9. Enginn ætti að sofa minna en 6 tíma i sólarhringn- um; oflltill svefn er öllum skað- legur. Meðan vér sofum, eiga öll liffær- in að hvilast, nema hjartað og lungun. En það er oít talsverður misbrestur á þessu. Oss dreymir, vér bæði tölum og störfum í svefni, sem kunnugt er. I stuttu máli.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.