Fjallkonan


Fjallkonan - 12.05.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 12.05.1903, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni i viku. Yerð árg. 4kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a -doll.) borgist fyrir 1. júli (erlendis Jyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi kaup- andi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: I»ing- holtsstræti 18. XX. árg. Reykjavik 12. maí 1903 Nr. 19 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripamfn opið md., mvd. og ld 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8V2 siðd. Landakotskirkja. Gruðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafjt opið hvern virkan dag ki. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Uppboðsauglýsing. Fimtudaginn 28. maí 1903 verða við opinbert uppboð að Arnarbæli í Ölfusi seldir ýmsir búsmunir og áhöld, hross og sauðfénaður. Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis, og verða söiuskilmálar birtir á upp- boðsstaðnum fyrir uppboðið. Skrifsc. Árnessýslu 22. apríl 1903. Sigurður Úlafsson. cTií fiaupanéa %JjallRonunnar. Hinn 14. maí verður afgreiðsia Fjallkonunnar flutt í Lækjargötu 12, hús síra Lárusar Benedikts- sonar frá Selárdal, niðri í Norð- urendanum. Sameiniiig prestakaiía. Allur hinn vitrari og betri hluti þjóðarinnar kannast við það ein- um rómi, að kjör prestanna hér á landi þurfi umbóta við. Því verður heldur ekki neitað með gildum rökum, að kjör þau, sem mörgum prestum eru boðin hér á landi, eru svo léleg, að óhugsandi er að nokkur maður með heil- brigðri skynsemi, sem nokkurs á úrkosti, vilji eftirleiðis tyrir þau leggja í sölurnar 10—li beztu ár æfi sinnar til undirbúnings og síð- an, er lærdómsleiðinni er lokið, sætta sig við það, sem eftir er æfinnar. Ýmsar kröfur og þarfir hafa stórum aukizt og vaxið á siðustu árum, og nær það til prestanna engu síður en annara. En launa- kjör þeirra eru miðuð og sniðin eftir alt öðrum kringumstæðum en nú eiga sér stað. Af því leið- ir eðlilega, að þeir margir hverjir verða að neita sér um margt það, sem þó er af þorra manna talið með nauðsynlegum og sjálfsögðum lífsþægindum. * Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skulum vér þegar taka það fram, að vér höfum ekki lagt það til og leggjum það enn ekki til, að prestar séu settir á föst laun úr landssjóði; vér teljum á því marga og mikla agnúa. Vér ætlumst heldur ekki til, að presta- stéttin sé lögð á þann rósa beð, að hún þurfi ekki annað að hugsa en þetta eina: »Et og drekk, sála min«. Þvert á móti. Vér ætlumst til, að prestarnir þurfi að vinna og starfa engu síð- ur eftirleiðis en bingað til, og yfir höfuð taka hæfilegan þátt í bar- áttu lífsins. En vér ætlumst til, að þjóðin sjái bæði sóma sínum 0g gagni svo bezt borgið, að prest- arnir eigi að búa við sæmileg og boðleg kjör, að þeir séu ekki á bezta aldri andlega og líkamlega svo beygðir og kúgaðir með áhyggj- um og basli fyrir lífinu, að þeir verði ekki að hálfu gagni í verka- hring sínum. Það kemur i koll þjóðinni sjálfri, ef hag prestanna verður haldið svo vesælum eftirleiðis, að enginn nýtur og efnilegur maður úr flokki uppvaxandi kynslóðarinnar vill gefa sig við prestsskap. En eins og nú er ástatt vilja flestir alt annað kjósa. Það er líka sízt að undra, því fyrir hverju er að gangast! Hvað biasir við flestum presta- efnum, er þeir að afloknu námi leggja út í lífið ? Fátækt, bazl og margföld bág- indi, skuldaklafi, sem kúgar þá marga alla æfi og dregur úr þeim hug og dug, sem náttúrlegt er. En hvernig fer um kristindóm þjóðarinnar, þegar ekki fæst ann- að en úrkastið af mentamönnun- um til prestsskapar! Og hvað verður úr þjóðinni sjálfri, hver veröur framtíð henn- ar, hvað verður úr gæfu- og far- sældarvonum hennar, hverjar sig- urvonir hefir hún í hinni marg- breyttu baráttu sinni, ef kristin- dómurinn, trúin og siðgæðið fer í kalda kol! Hver getur gert sér nokkra skynsamlega von um bjarta fram- tíð fyrir land og lýð, ef allir þeir geislar ýmist deyja eða dofna, sem stafa út frá alheimsljósinu tnikla, kristindóminum! Þessum spurningum viljum vér í sambandi við þetta mál víkja að öllum greindum og gætnum mönnurn, öllum þeim, sem hafa ættjarðarást og föðurlandsum- hyggju víðar en á vörunum. Þjóðin hefir nýlega kannast við það með alraennri atkvæðagreiðslu um alt land, að kjör prestanna þurfi umbóta við. Það er líka annaðhvort, þótt því sé játað. En hvað á þá að gera til að bæta kjör prestanna? Vér álítum, að eðlilegasta og beinast leiðin sé að auka starfsvið þeirra, stækka prestaköllin alstað- ar þar, sem nokkur leið er að koma því við. Vér teljum alveg sjálfsagt, að steypa saman presta- köllunum jafnóðum og þau losna alstaðar þar, sern vegalengdir og torfærur ekki banna. Og það hagar víða svo til, að steypa má saman eða sameina prestaköll án þess að nokkurt mein sé að. Getur verið, að um leið verði að fækka sumstaðar lit- ið eitt smákirkjum eða breyta til um sóknaskipun; en hvað er á móti þvi? Ekkert i vorum augum. Menn verða að reyna að gera sér það Ijóst, að kirkjurnar eru til safnaðarins vegna, en ekki söfnuðirnir vegna kirknanna. Með þessu mundu tekjur margra presta aukast að miklum mun. Prestarnir mundu fá meira að gera, en um leið meira á að lifa; og fer vel á því hvorutveggju. Þeir hafa margir oflítið af hvorutveggju. Vel getur verið, að breyta þyrfti við þetta að nokkru störfum prest- anna. Vér sjáum heldur ekkertá móti því. Þeir eru nú hlaðnir ýmsum störfum, sem ekkert, eða þá mjög lítið eiga skylt við hið eiginlega prestsembætti þeirra. Við þessi störf ættu þeir þá að losna um leið og hinn eiginlegi verka- hringur þeirra er færður út. Á hvað sem litið er, er betra að hafa færri presta, sem hafa nóg að gera, nóg að lifa af og þurfa þvi ekki að hafa prestsverk- in í hálfgerðum hjáverkum, held- ur en fleiri presta, flesta kvalda í búksorg og áhyggjum, sem eru neyddir til, hvort þeir vilja eða ekki, að hugsa mest um alt ann- að en sitt eiginlega starf, og það til þess — jú til þess bara að geta lifað með konu og börn hálf- gerðu eymdar og vesaldarlifi. Slíkt ástand er bæði skaðlegt og ósæmilegt. Engin mentastétt landsins mundi vilja þiggj**$g lifa við þau kjör, sem prestunum islenzku eru boðin, sem þeim eru talin fullgóð af sum- um og jafnvel talin eftir af ein- staka manni. Hvað mundu sýslumennirnir hugsa, hvað læknarnir, hvað em- bættismennirnir i Reykjavík, ef taka ætti af þeim laun þeirra úr landsjóði núna innan skamms og bjóða þeim upp á kjör margra sveitaprestanna íslenzku? Vér bugsum helzt, að það mundi ekki óblandið þakklæti, ekki lof og dýrð og þakkargerð, sem þessir menn kynnu slíkum ráðstöfunum, og það væri víssulega náttúrlegt. En veginn til umbóta i þessu sjáum vér ekki annan hentugri en þennan, að steypa prestaköll- unum saman og stækka þau al- staðar þar, sem þvi er hægt við að koma. Vér álítum þvi, að þau presta- köll, sem nú eru laus eða losna kunna, og sem álita-mál getur verið um að sameina við önnur, eigi alls ekki að vinda að að veita. Heldur eigi þvert á móti að gera þegar nauðsynlegan und- irbúning til sameiningarinnar. Á þetta viljum vér leyfa oss að benda bæði kirkjustjórninni og söfnuðunum. Sennilegt er, að mál þetta komi fyrir á næsta þingi; og sennilegt er líka hitt, að þessi umrædda stefna verði þá og ofan á. Álítum vér því hentast, að snúa sér sem fyrst í þessa áttina og hnýta nú sem fæsta hnúta, er því kynni að verða aftur örðugra að leysa. Búnaðarrit 17. ár, 1. liefti, 1903. I þessu hefti eru þessar rítgerð- ir: Ferö um Snœjellsnes og Dala- sýslu (1902) eftír Þórh. Bjarna- son lektor. Um íslenzkar fóður- og ieiti- jurtir eftir Stefán Stefánsson, gagn- fræðaskólakennara. Um túnrœkt eftir Torfa Bjarna- son, skólastjóra. Athugasemdir við grein Torfa eftir Björn Jensson, lærðaskóla- kennara. Skýrslur um mjólkurskólann og mjólkurbúin eftir H. J. Grönfeldt, mjólkurskólakeunara. Skýrsla eftir Guðjón Guðmunds- son, búfræðis-kandidat og loks: Mjólkurtöflur frá Grenjaðarstað 1901—1902 og Svarfhóli í Staf- holtstungum. Það er um fyrstu ritgerðina að segja, ferðasögu Þ. B., að hún er einkar vel skrifuð og skemtileg til lesturs. Þessi grein lýsir vel búnaðar áhuganum og ástandinu á því svæði, sem böfundurinn fór um, og athugasemdir hans um margt, sem borið hefir fyrir hann, gefa manni nýjar hugmyndir um ýmislegt í búnaði vorum. Af búnaðarástandinu í Staðar- sveit og Breiðavíkurhreppi er ræki- leg lýsing. Hafa þeir slra Vil- hjálmur Briem og Kjartan bóndi Þorkelsson gefið höf., eftir ósk hans, skriflega lýsingu á þessum hreppum, á veðráttu, heyfeng, beit, garðrækt, fiskiveiðum, silungsveiði, æðarvarpi, reka, mótekju, húsum, afrétti, búpening, samgöngum o. fl. Enn fremur er álit Kjartans um það, hver endurreisnarráð muni notasælust og framkvæmanlegust til að rétta við hið bágborna á- stand í þessum sveitum, sem virð- ast vera vel út búnar frá náttúr- unnar hendi, og þar lífvænlegt, ef dugnaður og þekking væri til staðar. Slíkar lýsingar af einstökum héruðum eru afar þýðingarmiklar og fróðlegar; væri æskilegt, að Búnaðarritið flytti í hverju hefti bréf frá merkum mönnum um búnaðarástandið og mögulegleik- ana til búnaðarframfara í hinum ýmsu héruðum. Ferðasaga þessi er nú í heild sinni komin út, sérprentuð; kemur síðari kafli hennar út i 2. hefti, frá bls. 25-54. Ritgerð St. St. III. kafli um fóð- ur og beitijurtir er mjög fróðleg og mikilsverð. En eins og gefur

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.