Fjallkonan


Fjallkonan - 12.05.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.05.1903, Blaðsíða 2
74 FJALLKONAN að skilja, er hún fremur fyrir »fagmenn« en bændur yfirleitt. Fóðurjurtafræðin er mikilsverður þáttur i íslenzkum búvisindum. Hefir þessi heiðraði höfundur gert lofsverðar tilraunir til að skapa innlendan, sjálfstæðau, visindaleg- an grundvöll til að byggja á í framtíðinni. En því má ekki gleyma, að svo lengi sem jarð- ræktaraðferðin breytist ekki, þak- sléttu aðferðin viðhöfð, höfum vér ekki full not af visindalegum ransóknum á fóðurjurtum. Það er ekki nóg, að vita, að einhverj- ar ákveðnar fóðurjurtir skara fram úr öðrum jurtum að gæðum, ef náttúran má svo vera sjálfráð að miklu leyti um það, hverjar jurtir vaxa í túnunum. Oðru máli er að gegna, ef tún- in eru ræktuð með sáðjurtum, þá er unt að velja sér beztu jurtirn- ar til fóðurs. Að visu er megnið af þeim jurtum, sem vaxa í vel ræktuðum sléttum, góðar fóðurjurt- ir; en þar er þó alt af of mikið af illgresi og lélegum grösum, sem skemma fóðrið og eyða frjó- efnum úr jarðveginum. Mjög eftirtektarvert er það, að í flestum tilraunum, sem gerðar hafa verið á íslenzkum fóðurjurt- um i efnaransóknarstofunni við konunglega sænska landbúnaðar- akademiið, hafa íslenzkar jurtir reynst auðugri af holdgjafasam- böndum og meltanlegri en sams- konar jurtir eru frá Sviþjóð (norð- arlega), Noregi og víðar; og er munurinn býsna mikill á mörgum betri grastegundum t. d. Aére cæspitosa L. (snarrótarpuntur) hef- ir 18,2l°/o af haldgjafasamböndum í 100 hlutum þurefnis; en áður ekki þekt, að sú jurt hefði meira en 10—ll°/o að meðaltali; og nyrzt í Svíþjóð hefir sú tegund ekki nema 7,25—8,20°/o af þessum efna- samböndum, eða hálfu minna en i íslenzka sýnishorninu. Sama er að segja um Festuca rubra L. (túnvingull). Holdgjafa- samböndin i sýnishorni af þessari jurt frá Þýzkalandi reyndust 8,90 °/o, frá Dölunum í Svíþjóð ll,66°/o, frá Norrboten í Svíþjóð 7,94°/o, frá Noregi 8,93°/», en frá Islandi 15,7301o. Alls eru i þessari grein ran- sóknarskýrslur af 24 jurtategund- um, þar af 6 af »grösum« og 11 af »hálfgrösum«. Við hverja teg- und er vísað á blaðsíðutal í Flóru íslands (eftir St. St.), þar sem henni er nákvæmlega lýst; en hér er minst á, hver tegundin vaxi helzt, í hverskonar jarðvegi og á nytsemi hennar o. s. frv. Eg trúi ekki öðru en að búvis- indafróðir menn lesi þessa ritgerð með ánægju. Þá er ritgerð um túnrækt eftir T. B., vel skrifuð, eins og allt, sem sá höfundur skrifar. En ekki mun sú ritgerð sannfæra okkur, sem höfum ýmislegt að athuga við þaksléttuaðferðina, um að hún verði heilladrjúg í framtíðinni fyr- ir landbúnaðinn. Ritgerðin sann- ar einraitt hið gagnstæða, þegar hún er krufin til mergjar. Hr. Björn Jensson hefir í stuttum at- hugasemdum bent á það helzta, sem sannar það, að skýrslur og áætlanir T. B. sanna lítið. Torfi tekur 2 dæmi, annað af túuinu i Ólafsdal, en hitt afFells- endatúninu í Dalasýslu; bæði eru þau ágætlega vel ræktuð. Arð- inn af þessum túnum telur hann 39—95°/o á ári. Björn sýnir fram á, og það með réttu, að þetta sýni ekkert, hvernig sléttunin borgar sig. »Arðurinn af sléttunni sjáist með því einu móti, að bera saman jafnstóra bletti í túni, ann- an sléttaðan, en hin ósléttaðan, er báðir séu jafnir að gæðum, og fái jafnmikiun áburð og jafngóða hirð- ingu«. Skýrsla Grönfeldts hefir ýmsan íróðleik að geyma, en ekki er þar neitt sérstakt, sem ástæða virðist til að minnast á í stuttum ritdómi. Þá er skýrsla Guðjóns Guð- mundssonar um störf hans i þarf- ir landbúnaðarins. Skiftir hann starfi sínu í tvent: F e r ð a 1 ö g, og skrifstofu- og ritstörf. Skrifstofustörfin virðast lítil. Rit- 8törfin aftur meiri; skrifað hér um bil 5 arkir, nokkur bréf og 4 frumvörp til sýslusamþykta um kynbætur á hestum. Getur hann þess einnig í skýrslu sinni, að hann verji miklum tíma til að lesa útlend (ný) og innlend (göm- ul) búnaðarrit. S. Þ. Yerkafólkiö og landbúnaðurinn. Eftir Vigftls Guðmundsson. b) Glaðværðarfýsnin kemur fram með mörgu móti og á mismunandi hátt eftir því, hvað menn eru helzt hneigðir fyrir. Suma langar til að fá nokkra dropa af mimis- brunni bókmenta, löggjafar og annara mentalinda höfuðstaðarins. Aðra langar til að sjá kaupstað- ina, sérstaklega Reykjavík »í allri sinni dýrð«, og halda, að þeir verði aldrei ánægðir af að horfa á húsin á holtunum, skipin á sjón- um, gestina á götunum, Ijósin á luktunum, góðgætið í gluggunum og basarana í búðunum. En aðrir eru þyrstir í álfadansana, sam- söngvana, sjónleikana, dansleikana o. s. frv., en hugsa minna um það, að við slík tækifæri þarf oftast að opna budduna; að buddan tæm- ist fljótt, sé hún þannig iðulega opnuð, og að flestum hurðum er hallað aftur fyrir þeim, sem taka upp tóma buddu. Sumir eru sólgnir i fjölmennið og félagslífið, sjá fjör- ið og fögnuðinn, sem því fyigir, en fást ekki um freistingarnar, svallið, sukkið og siðspillinguna, sem jafnan fylgir fjölmenninu. Fólkið sér, að glaumurinn og glaðværðin er minni í sveitunum. Menn hittast sjaldan, fátt er gert »fyrir fólkið«, því til skemtunar, og deyfð og drungi hvílir yflr mörgum. llla er þeim þó varið, sem einkis sakna úr sveitinni; enga ánægju hafa af fjörugum og fallegum fén- aði í grænu og góðu haglendi; enga ánægju af unglömbunum, er safnast í hópa til að hoppa og leika sér, eða af ánum, þegar þær renna heim á kviabólið, eða af kúnum, þegar þær koma á stöð- ulinn, tærandi mjólkina — ókeyp- is. Ekkert gamau hafa af svip- hreina og saklausa útliti sauðfjár- ins, þegar það raðar sér á garð- ana til að keppast um beztu tugg- urnar og éta þær úr lófa manns, ekkert gaman af hestunum, hve þeir eru vakrir og viljugir, þolnir og þrautgóðir að þeysa með mann á bakinu allan daginn. Ekki hríf- ast af eða taka undir unaðslega lofgjörðar og þakklætissöngva far- í'uglanna. Ekkert sakna dvalar- stöðvanna, þar sem æskuleikarnir fóru fram, eða útsýnisins, jöklanna, fjalianna, hæðanna, klettanna, dal- anna, giljanna, fossanna, lækjanna, vatnanna, flatanna, engjanna, tún- anna og bæjanna. Einkis meta hreina og holla fjallaloftið, ilminn og ánægjunaaf blómjurtunum með öllu sínu aðdáanlega litskrúði og óendanlegu fjölbreytni. Enga hug- svölun finna undir trjám laufskóg- anna, sem breiða blöðin yfir oss eins og himneska friðarblæju og gnæfa við himin eins og imynd hraustleikans, hátignarinnar og heilagleikans. Enga dægrastytt- ing í fjölbreytni sveitavinnunnar og kappinu við hana. Undarlega er þeim varið, sem hafa meiri ánægju af þvl, að drepa fisk en ala upp fénað, að sjá fisk- inn aðeins dauðan, eða engjast sundur og saman í dauðateygjun- um, en að sjá fjörið, lifsnautnina og leikana hjá unga fénaðinum, er hann vex í vorblíðunni, eins og fífill i túni; eða ánægjuna og þakk- lætið, sem skín út úr skepnunum, þegar þeim er hlíkrað á vetrin, og hjálpað til lifsins á einhvern hátt. c) Makindafýsnin er, eins og mentafýsnin, öllu rikari hjá kven- fólkinu en karlmönnunum. — Pen- ingahugurinn eraftur sameiginlegri karlmönnunum. Arlega mun þeim stúlkum fjölga sem virðast setja sér það takmark, að staðfesta ráð sitt í kaupstöðun- um. Það lætur ekki illa í eyrum ungu stúlknanna, að geta orðið frú í kaupstaðnum. Þó frúar- titillinn veröi nú máske ekki keypt- ur dýrar, þegar til kemur, en fyr- ir velþóknun þilskipsháseta, sem fátt annað hefir lært en að draga þorsk á sjónum og drekka vín á landi; og þó í köflum verði þunnar krásir á frúarborðinu og fáir sól- skinsdagar í frúarhúsinu, þá er þó heldur daufara bragðið og léttara til undirstöðu, að vera kölluð bara blátt áfram bóndakona í sveit. Þessi frúarhugur stúlknanna byggist ekki á eintómum hégóma- skap — þó reyndar hefði mátt telja hégómaskapinn með ástæð- unum — heldur meðfram eða mest- megnis á hugmyndinni um það, að geta haft lítið fyrir lífinu, þurfa svo sem ekkert að gera nema »spásséra« um göturnar í falleg- um fötum, með slegin sjöl og svarta skó, og ganga milli búðanna til að kaupa alt mögulegt til gagns og gamans. Slíkt er heldur finna, hægara og skemtilegra en að drasla í fjósafötunum og öilu því versta í sveitunum! Sveitastúlkurnar sumar sjá þetta og skilja ofur vel; en verið getur, að þær sjái síður æfikjör sumra í kaupstöðun- um, og hugsi sjaldnar út í það, hve oft vill til, að frúarnafnið, skemtigöngurnar og búðastöðurnar missa sætasta bragðið og verða nokkuð beiskar, þegar peningarn- ir eru búnir og fallegu fötin orðin að rifnum ræflum. Þegar frúin á sjálf, og máske ein, að annast mörg börn og sjá um, að þau séu hvorki klæðlítil né svöng, þá gæti verið að frúin vildi vinna til að fara sjálf út í fjós, ef húnætti þá kost á því, að sækja þangað mjólk til að sefa með hungur sitt og barna sinna. Stúlkurnar kunna nú að segja,. að slíkt láti þær sig ekki henda, séu ekki að hugsa um annað en verða þjónustustúlkur eða barna- »plur« í einhverju fínu og góðu húsi; það sé þó heldur lærdóms- ríkara, hreinlegra og beiðarlegra en vinnukonu draslið í sveitunum. Hér mun þó sannast, að »ekki er alt gull sem glóir« og »fár veit hverju fagna skal«. Flestum sveitastúlkum mun finn- ast meiri vandi en vegsemd að gera til hæfis stóru frúnum í kaup- stöðunum. Þegar stúlkurnar fara að heiman, hafa víst fæstar rétta hugmynd um, hve miklar kröfur verða gerðar til þeirra, hve mikið kann að verða af þeim heimtað, hve mikið frúrnar kunna að lita niður á þær, og hve auömjukiega þær mega vera undirgefnar. Slík staðamundi þeim ekki þykja hentug, sem eru að náttúrufari ó- kurteisar, sóðalegar, kærulitlar eða klaufalegar. Ekki er gott fyrir þær að fara óvarlega þar, sem þær verða að borga af kaupi sínu - jafnvel einn bolla, er hjá þeim brotnar, eða saumnálarvirði, er skemmast kann. Slíkri smámuna- semi eru vist flestar sveitastúlkur óvanar. Hjá karlmönnum hlýtur mak- indafýsnin að koma fram í því, að geta hvílt sig yfir miðsvetrar- timann og sezt þá með »ró og mag« að krónunum, sem þeir hafa unnið fyrir aðra tíma ársins. Ekki geta þeir gengizt fyrir makindum á vorin, sumrin eða haustin, því allan þann tíma verða þeir flestir að vinna hjá öðrum. Fáir munu líka telja dvölina á þilskipunum hægari en vinnu til sveita, eða þá útbúnaðinn notalegri. Hræddur er eg um, að vinnumönnum þætti eitthvað að svefntímanum, rúminu, þjónusturmi o. fl., ef þetta væri ekki betra í sveitum en á þilskip- unum. Sennilegt þykir mér einnig, að ekki finnist öllum hægara eða skemtilegra að standa allan dag- inn við fiskidrátt eða drasla í slor- inu og grútarbrælunni á sunnu- dögum á sumrin, heldur en t. d. að lyfta sér upp á góðum gæðing tii kirkjunnar, í hreina og holla sveitaloftinu, um skrúðgrænar fiat- ir og skógi vaxnar hlíðar. Sýningar á búpeningi. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, var ráðgert á fundi i Deildar- tungu 27. október í haust, að halda sýningu á búpeningi í vor við Kláf- fossbrú í Borgarfirði. Sýniug þessi á að verða laugardag 13. júní. Aðra búpeningssýningu, fyrir Hruna- mannabrepp og Gnúpverjabrepp í Ar- nessýslu, á að halda að Sólheimum fimtudag 18. júní. Á báðum sýningunum verða sýndir nautgripir, hestar og sauðfé. Búpen- ingnum verður skift niður í flokka, sem hér segir : I. H e s t a r. a. af reiðhestakyni. 1. Graðíolar 2 ára og eldri. 2. Hryssur 4—16 ára. b. af áburðarhestakyni. 1. Graðfolar 2 ára og eldri 2. Hryssur 4—16 ára. II. N a u t g r i p i r. 1. Griðungar l1/., árs og eldri 2. Kýr 2—12 ára. III. S a u ð f é.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.