Fjallkonan


Fjallkonan - 16.06.1903, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.06.1903, Blaðsíða 2
94 FJALLKONAN hvorutveggju höfðu tjáð sig um 340 kjósendur. Uudirskriftir voru ekki kornn ar neraa úr 10V hreppum af um 190 á öllu landinu, en vissa var fyrir, að fleiri kæmu fyrir næsta alþing. Þess ber að geta, að allir þeir, sera undirskriftunum söfnuðu, gerðu það einungis málefnisins vegna, án nokkurrar vonar um endur- gjald fyrir ómak sitt, og mjög lofsverðan áhuga hafa margir sýnt, bæði innan bindindisfélaga og utan, í því að fá umsögn allra kjóenda í sínum hreppi um málið, annaðhvort með eða móti. Auk undirskriftanna voru gefnar skýrsl- ur af þingmálafundum og sýslu- nefndafundum, og voru þær allar nær einróma i sömu átt; allar með takmörkun eða afnámi áfengis- nautuarinnar í landinu. Þar sem vissa þótti fyrir því fengin, að hin núgildandi vínsölu- löggjöf fullnægði hvorki ósk né vilja meiri hluta kjósenda í land- inu og þar sem stór meiri hluti þeirra, er atkvæði höfðu gefið um málið, aðhyltist algert innflutnings- bann, var borin upp og samþykt þannig orðuð fundarályktun: »Stórstúkan felur framkvæmda- nefndinni á hendur, að leggja fyr- ir næsta alþing frumvarp til laga um bann gegn aðflutningi áfengra drykkja. Stórstúkan gefur jafnfrarot fram- kvæmdanefndinni heimild til að fara þess á leit við alþingi, að sjái það sér ekki fært að ráða máliuu um aðflutningsbann til lykta nú á þessu þingi, þá skipi það milli- þinganefnd til þess að undirbúa það undir þing 1905, svo og heim- ild til að skora á þingið, að beina áskorun til stjórnarinnar um, að hún leiti álits og vilja kjósenda um mál þetta í öllum hreppum landsins«. 2. Bindindið og prentarnir. Allra álit var, að engum bæri fremur að styrkja bindindismálið en prestunum, þar sem áfengis- nautnin væri upphaf siðspillingar og lasta í mörgum greinum. Sú ákvörðun var tekin f því máli: Að biðja kirkjustjórn landsins, að hlutast til um, að prestar pré- dikuðu bindindi á grundvelli krist indómsins, að minsta kosti einu sinni á ári í ræðum sínum. 3. Afengissala á skipum á höfn- um inni. Mjög hefir veriö undan því kvartað, að ólögleg áfengissala ætti sér stað á skipum þeim, er f'ara umhverfis landið. Sömuieið- is kvartað undan því, að lyfjabúð- ir, sem ekki hefðu áfengissölu- ieyfi, seldu lyf og áfenga dropa, sem menn yrðu ölvaðir af. Fyrir því var ákveðið: Að skora á landsstjórnina, að hlutast til um, að strangt eftirlit væri haft roeð því, að áfengissala ætti sér ekki stað á skipum á höfnum inni án lagaheimildar. Sömuleiðis, að hún bannaði, að lyfsalar seldu áfengi oftar en eitt sinn eftir sama lyfseðii, og enn- fremur banna, að áfengir dropar, Hofímannsdropar o. s. frv. væru seldir án lyfseðils frá lækni. 4. Styrkbeiðni. Samþykt var, að sækja um hærri stvrk, 4000 kr. á ári, næsta fjárhagstímabil, og að auka og efla bindindisútbreiðslu í landinu bæði í ræðum og riti á næstu árum. Auk þessa voru mörg innan- reglumál rædd og ýmsar ákvarð- anir teknar, svo sem um breyt- ingu á útgáfu blaðs stórstúkunnar, að það verði framvegis frá næsta nýári hálfsraánaðarblað í stað mánaðarblaðs að undanförnu. Ennfremur um stofnun lífsábyrgð- ar, og styrktar- og sjúkrasjóð fyr- ir Good-templara; það mál var falið nefnd, sem kosin var af þinginu til að undirbúa það undir næsta stórstúku þing. Næsta stórstúku þing var á- kveðið að halda í Reykjavík 1905. Loks var kosin framkvæmda- nefnd (stjórn) til næstu 2 ára: (St. t.) Þórður J. Thóroddsen, héraðslæknir, formaður. Herra Indriði Einarsson, sem verið heflr form. reglunnar hér á landi síð ustu 6 ár, baðst undan endurkosn- ingu. Sömul. báðust þeir undan kosningu hr. Guðm. Björnsson og Haraldur Nielsson. (St. kanzl.) Asgeir Pétursson, kaupm. á Oddeyri. (St. v. t.) Frú Margrét Magnús- dóttir á Stórólfshvoli. (St. g. kosn.) Helgi Sveinsson verzlunarm. á ísafirði. (St. g. u. t.) Jón Árnason prent- ari, Reykjavík, endurkosinn. (St. rit.) Borgþór Jósefsson verzl- unarm. Reykjavík, endurkosinn. (St. kap.) D. Östlund á Seyðisfirði. (St. gj.) Halldór Jónsson, banka- gjaldkeri 1 Reykjavfk. Hr. Sig. Jónsson baðst undan kosningu. (F. st. t.) Indriði Einarsson revi- sor Reykjavík. Fulltrúar til að mæta á há- stúkuþinginu í Belfast árið 1905 voru kosin: Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir og endurskoðari Indriði Einarsson. Nýpreutuð eru kort eftir landmælingadeild herforingjaráðsins danska, sem verið hefir að landmælingum hér á iandi um undanfarin sumur. Kortin eru þrjú. Tektir fyrsta kortið yfir Reykja- vík og er það stærst, 26 X 14 þml. Það tekur yfir svæðið sunn- an úr Kaplaskjóli og norður á Reykjavíkurhöfn, austan frá Rauð- ará og vestur í Eiðstjörn. Er það svo skýrt og greinilegt, að sjá má hverja götu og hvert hús; er nál. hver gata og hvert stræti með sínu rétta nafni. Kortið er mjög fagurt og allur frágangur hitm vandaðasti. það kostar 1 kr. Þá er anrtað kortið yfir Hafn- arfjörð, miklu rainna 83/4 X 7 þuml. Það er eins og hin skýrt og vandað. Það kostar 25 a. Þriðja kortið er minst, 8X6 þuml. Tekur það yfir svæðið of- an frá Fífuhvammi og vestur yfir Alftanes, sunnan frá Kaldátseli og norður yfir Engey. Það kost- ar 20 a. Öll nöfn eru fslenzk á kortum þessum og flest alveg rétt. Þó höfum vér tekið eftir, að Nes við Seitjörn er kallað »Apothekernes«. Þá er og »Nauthóll« nefndur »Nauthóla« og »Valhús« nefnt » Valhúsbakki«. Efalaust hefir ein- hver íslendingur litið yfir nöfnin á kortunum; hefir honum annað- hvort sést yfir þessar villur eða hann ekki vitað betur. Öllum Islendingum má vera mikil þökk á hingaðkomu land- mælingadeildarinnar. Verk það, sern hún vinnur, er mjög nauð- synlegt og þarflegt. Að réttu lagi hefðu Islendingar átt að vinna eða láta vinna verk þetta sjálfir. En telja má vist, að það hefði dregist »báða dagana«, sem kallað er, hefðum vér átt að fljóta á eigin árum. Skortir oss til slíkra starfa, sem eðlilegt er, bæði efni og kunn- áttu. En því fremur ættum vér að meta starf þetta sem verðugt er, taka þeim alstaðar sem bezt að föng eru á og greiða götu þeirra í öllum greinum. — Vér teljum víst, að mjög marg- ir muni verða til að kaupa kort þessi, þar sem þau bæði eru eink- ar fögur og fróðleg og þar að auki ódýr. Kortin eru til sölu hjá skóla- stjóra Morten Hansen og í bóka- verzlun Jóns Ólafssonar. Samgöngnr i Árnessýslu. »Fjallkonan« hefir á síðustu miss- irum gert ýms framtíðar- og fram- faramál Árnesinga að umtalsefni. Flest er þar vel sagt og höfum vér Árnesingar ástæðu til að vera þakklátir fyrir það. í 18. tbl. 5. þ. m. er ein grein um þetta efni með fyrirsögninni »Samgöngubætur«. En þótt þessi grein hafi mikið til sins máls, álít eg hana nokkuð varhugaverða, og ekki lýsa nægum kunnugleika á samgöngumálum sýslunnar og þörfum sýslubúa i því efni. Eg vil því leyfa mér, að gera við grein þessa nokkrar skýringar og athugasemdir. Tveir aðalvegir hafa frá fyrstu og eru enn taldir nauðsynlegastir. Hinn svo nefndi Flóavegur, sem nú er fullger alla leið austur í Rangárvallasýslu, og Geysisvegur- inn, sem enn er að eins kominn að Þingvöllum og því Árnesing- um enn að litlum notum. Báða þessa vegi hefir landssjóð- ur tekið að sér. Oft hefir sýslunefnd Árnessýslu og þingmálafundir skorað á þing og stjórn, að halda þessum Geysis- vegi áfratn, og allir kunnugir menn rnunu játa biýna nauðsyn til að lengja hann smátt og smátt og sem allra fyrst; en ttm tíma hafa allar þessar áskoranir verið árangurslausar. Á síðasta sýslunefndarfundi var einnig lögð sterk áherzla á fram- lenging þessa vegar. Það er því að iíkindum gleymska, að þessi vegur er ekki talinn með satn- göngubótum í nefndri »Fjallk.« grein. Eins og kunnugt er, er Geysis- vegurinn aðal kaupstaðarleið meiri hluta Grimsness og Biskupstungna, auk þess sem hanti er rnjög íjöl- farinu af öðrum ferðamönnum bæði innlendum og útlendum, og væri því hraparlegt að láta hann vera útundan. »Fjallk.« greinin telur þar á móti brú á Sogi með helztu og nauðsynlegustu samgöngubótum og lýsir það æðimiklum ókunnugleik á málinu, eins og það nú horfir við. Að vísu hefir brúin verið Gríms- nesingum og jafnvel Biskupstung- um æði mikið áhugamál, og sýslu- nefnd hefir stutt það vel, og var þetta eðlilegt og rétt, eins og þá stoð á; en nú álit eg alt öðru máli að gegna. Þegar fyrst var farið fram á að brúa Sogið, var að eins einn læknir í allri Árnessýslu og sat hann anuaðhvort suður í Flóa eða á Eyrarbakka. Hvítá getur oft verið ófær á vetrardag, og var þá ekki annað fyrir, til að ná læknishjálp úr Tungum og Gríms- nesi, en að leita út á Sog. Það er að vísu oftast fært á ferju, en þó vissara þegar um líf og heilsu rnanna er að ræða, að hafa þar brú. Þá var og ný risin upp blóm- leg verzlun í Þorlákshöfn, sem menn hugðu gott til, að verða mundi öflugur keppinautur verzl- ananna austan Ölfusár, og þá var Þorlákshöfn í sínum gamla blóma sem verstöð; fjölda margir bændur víðsvegar um Tungur og Grimínes áttu þar útróðrarmenn, lögðu þar inn afla sinn og höfðu þar að öðru Ieyti mikil viðskifti; eri leið allra þessara manna lá yflr Álftavatn eða Sogið. Þessi leið var því ura tíma mjög íjölfarin og fylsta ástæða til að fá brúna. En nú er alt þetta gersamlega breytt á stuttum tíma. Læknir héraðsins er seztur að f. Skálholti; verzlunin í Þorlákshöfn er dauð og engar líkur til, að hún rísi aftur úr rústum, og út- róður Tungnamanna og Grímsnes- inga þar, svo að segja horflnn. Með öðrum orðum: Öll þau aðal- skilyrði, sem gerðu brú á Sogið nauðsynlega samgöngubót fyrir rnikinn hluta héraðsins (Biskups- tungur og Grimsnes), eiga sér ekkl lengur stað. Það er því ekki að ófyrirsynju, að sýslunefnd Árnessýslu, sem á sínum tima lagði það til, að aðal- flutningabraut sýslunnar lægi frá Ölfusárbrú upp yfir Sog hjá Al- viðru og þaðan upp Grímsnes og Biskupstungur að Geysi, og að Sogið og Brúará þá yrði brúað, nú hefir algerlega skift um skoðun í því máli, og farið fram á flutn- ingabraut í austanverðri sýslunni,. upp Skeið, þar sem þörfin jafnan hefir verið mikil, en sérílagi nú ólíku meiri en að utanverðu. Ekki sást sýslunefndirmi samt þá yflr nauðsyn Geysisvegarins, því hún stakk upp á, jafnframt flutningsbraut upp Grímsnes, að Geysisvegurinn yrði framlengdur austur yfir Þingvallasveit og Gríins- nes og væri sameinaður hinni fyrirhuguðu flutningabraut í ofan og austanverðu Grímsnesi nálægt Mo.-fellsfjalli. Tungnamenn hafa lýst því yfir, að brú á Sogið væri þeim gagns- laus, fengist ekki jafnfrarat upp- hleyptur vagnvegur upp Grímsnes. Sarna má fullyrða um allan efri hluta Grímsness, í hið minsta fullan þriðjung þeirrar sveitar. Aðal kaupstaðarleið allra þess- ara manna er Geysisvegurinn. Það er því að eins suðurhluti Grimsness, f'rá helmingi til tveggia þriðju hluta sveitarinnar, sem brú á Sogið getur komið að verulegum riotuin, og þó mundu æði margir á þessu svæði alls ekki nota brúna til aðdrátta einvörðungu, þar eð hún yrði mikið úr leið, þegar sótt er til Eyrarbakka eða Stokkseyr- ar, fyrir marga af þeim. Yflrleitt á enginn hluti uppsveita Árnessýslu jafn hægt til aðdrátta og suðurhluti Grímsness, þótt þar sé yfir ferjuvatn að sækja. Að vetrarlagi er Hvitá oft á ís, og munu vetraraðdrættir ekki vera

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.