Fjallkonan - 16.06.1903, Blaðsíða 3
FJALLKONAN
95
Sá er illa blektur,
er kaupir áér flösku af K í d a- lífselixír og hún reynisfc þá vera ekki ekta,
heldur slæm eftirsfcæling.
Hið ákaflega mikla gengi, sem mitt viðurkenda, óviðjafnanlega meðal,
Kínalífselixír, hefir hlotið um allan heim, hefir orsakað eftirstæl-
ingar og þær svo villandi að útliti, að almenningur á erfitt að greina minn
ekta elixír frá því hnupli.
Eg hefi komist að því, að síðan tollhækkunin var lögleidd, 1 kr. á
glasið, er búinn til á Islandi bitter, sem er að nokkru leyti útbúinn eins
og minn viðurkendi, styrkjandi elixír, en hefir þó ekki kosti hans, og fæ
eg því ekki nógsamlega brýnt fyrir þaim, sem kaupa hinn ekta Kínalífs-
elixír, að vara sig á þessu, og gefa þess vandlega gætur, að nafn höfund
arins, Waldemar Petersen, Frederikshavn, standi utan á glasinu, og á
tappanum í grænu lakki.
Sérhver slíkur tilbúningur, sem hafður er á boðstólum, er ekki annað
en slæm eftirstæling, sem getur haft skaðleg áhrif í stað hins gagn-
lega og læknandi kraftar, er minna ekta elixír hefir til að bera að dómi
bæði lækna og leikmanna.
Til þess að almenningur geti fengið elixírinn með gamla verði, 1 kr.
50 aura, var á undan tollhækkuninni lagðar fyrir miklar birgðir á Islandi,
og þarf ekki að kvíða neinni verðhækkun, meðan þær endast.
Sérhverri vitneskju um hærra verð eða eftirstælingu af mínum al-
kunna elixír er tekið með þökkum af höfundi hans, Waldemar Petersen,
og sendist aðalútsölunni, Köbenhavn V. Nyvej 16.
Gefið þess vandlega gætur, að á flöskunni standi vörumerkið: Kín-
verji með glas í hendi, og firmanafnið Waidemar Petersen, Frederikshavn, og
ofan á tappanum -pp' í grænu lakki.
Allir aðrir elixírar með eftirstæling þessa einkenna eru falsaðir.
svo miklir eða bera svo bráðan
að, að ekki megi haga ferðum
eftir því; en beri út af þessu, er
ferjan á Alviðru til vara. Hún
er hér um bil ætíð fær, og sundið
bæði hægt og stutt.
Hið helzta, sem mælir með sam
göngubótum fyrir Suður-Grímsnes-
inga, er, eins og víðar hér, vænt-
anlegt smérbú. Lítil hreifing í
þessa átt átti sér stað fyrir nokkru;
og þótt ekki haíi borið á henni
síðan, er iiklegt, að málið deyi
ekki út. Smér- eða rjómabú eru
Laugdælir líka að hugsa um að
stofna. Var mál það rætt á fundi
í vetur og tveim mönnum falin
framkvæmd þess, og tekur búið
væntanlega til starfa sumarið 1904.
Flutningaþörf beggja þessara
væntanlegu rjómabúa vildi efri
hluti Grímsness sameina, og gat
það átt sér stað, ef útflutningur á
smérinu yrði f'rá Stokkseyri eöa
Eyrarbakka, sem líklegt er að
komist á. Með þetta í huga stakk
efri hluti sveitarinnar upp á, að
biðja um álmu af póstveginum
nálægt Hraungerði og upp að
Hvítá nálægt Arnarbælisferjustað,
koma þar dragferju á ána, og að
öll sveitin svo lagaði eftir þörfum
og megni veginn upp sveitina frá
dragferjunni.
En nærri þessu var ekki kom-
andi.
Nokkrir raenn i suðurhlutanum
höfðu bitið sig svo fasta í brú á
Sogið, að ekkert annað þótti tak-
andi í mál. Þegar enn fremur
var sýnt fram á, að brúin bætti
lítið úr væutanlegri smérflutninga-
þörf, yrði vögnum ekki komið við
og veglaust beggja megin hennar,
þá var það talinn hégómi, þvi
sjálfsagt væri, að akvegur hiyti
að koma bráðlega, úr því brúin
væri komin.
Þannig lagað gekk málið til
sýslunefndar.
Sýslunefndin hafði ekki brjóst
til að synja Suður-Grímsnesingum
algerlega um brúna. Hafði hins
vegar margar og dýrar þarfir
fram að færa fyrir næsta þing,
sem langtum meiri nauðsyn krafði,
að sint væri sem allra fyrst; og
áleit líka, að brúin án akvegar
upp að ferjustaðnum á Aiviðru
kæmi ekki að tilætluðum notum.
Það varð því ofan á, að biðja
þingið um álmu af póstveginum í
Ölfusi upp að Alviðruferjustað, en
heita því jafi.framt, að ef þessi og
aðrar fjárbænir héðan til vegabóta
yrðu heyrðar, og kæmust í fram-
kvæmd á næsta fjárhagstimabili,
þá mundi sýslan taka að sér, að
brúa Sogið.
Að öðium kosti er þetta biúar-
mál að sinni fallið, og tel eg það
héraðinu lítið tjón, hvort sem það
svo siðar rís upp aftur; um það
vil eg engu spá.
Af því eg er máli þessu kunn-
ugri en margir aðrir, hefi eg álit-
ið mér skylt, að skýra það sem
bezt, svo að þeir, sem sAar eiga
um það að fjalla, séu i sem minst-
um vafa; þvi enginn mun neita
því, að málið er afar-þýðingarmik-
ið í heild sinni, og óhætt að telja
það lifsskilyrði fjölmennustu sýslu
landsins, sem einnig mun hafa í
sér fólgin fleiri og betri skilyrði
til stórkostlegra framfara en nokk-
urt annað hérað.
Austurey í maím. 1903.
St. Stephensen.
Verkafólkið og landbúnaðurinn.
Eftir
Vigfús Guðmundsson.
ý. Hagfrœðisskýrslur.
a) Landshagsskýrslur, 'sem eru
fjölbreyttar og áreíðanlegar, hafa
mtjög mikla þýðingu fyrir sér-
hverja þjóð. Þær sýna meðal
aiinars manntal og mentunarstig
þjóðarinnar, siðferði og störf, eign-
ir og atvinnu, verzlun og vörur,
fjárhag og framkvæmdir i ótal
myndum. Á skýrslunum sjást
fljótt flest áhrif, sem þjóðin verð-
ur fyrir, hvort heluur er til góðs
eða ills, til framfara eða bnignun-
ar, og oftast má þá sjá eða skilja
sambandið milli orsaka og afleið-
inga. Af þvi má aftur mikið læra,
glæða hið góða og koma í veg
fyrir voðann. Áreiðanlegar skýrsl-
ur eru í einu orði sagt spegill
þjcðarinnar, sem hún getur séð i
mynd sína og myndbreytingar,
allar ytri ástæður og útlit á liðn-
um og líðandi tíma. Þær tala
máli, sem ekki verður hrakið með
orðum, séu þær áreiðanlegar.
Aftur eru falskar skýrslur og
ónákvæmar eins og spéspegill, þær
sýna myndina skælda og afbak-
aða.
Landshagsskýrslur íslands eru
enn sem komið er eins og brotinn
spéspegill. Brotinn að því leyti,
að aldrei hefir enn sést öll mynd-
in af högum þjóðarinnar, sízt i
einu lagi. Og spéspegill sökum
þess, að það, sem sést í einu, er
flest skælt og snúið. Einkum eru
það nær því allar skýrslur, er að
landbúnaði lúta, sem eru í öld-
ungis óbrúklegu standi. Hér er
mörgu og mörgum um að kenna,
sem mikil þörf væri að breyta til
batnaðar, ef unt væri.
b) Hér er ég kominn nokkuð út
fyrir takmörk efnisins, því tilgang-
urinn var einkum sá, að nefna,
hvort ómögulegt muni vera, að
bæta við skýrslurnar einni grein,
•cem nú vantar algerlega: Allri
eign og öllum sJculdum þjóðarinnar
i heild, og hverrar einstakrar
stéttar. >
Fyrir helzta umtalsefni þessar-
ar greinar væri þýðingarmest, að
vita efnahag verkafólksins, lausa-
fólks og vinnufólks. Vamu skýrsl-
ur um efni þess nærri sönnu og
greinilega sundurliðaðar, þá sæist,
hve mikið lausafólkið græðir á
lausamenskunni f'ram yfir vinnu-
fólkið, og sjómenn eða kaupstaða-
verkafólk á sinu háa kaupi.
Færi nú, sem mig grunar, að
vinnufólk í sveitum væri efnaðra
en kaupstaðarhjú og lausafólk á
sama aldri og líku reki, og væri
verkafólki kunngert þetta alment,
með ýmislegu fleiru hér að lút-
andi, þá hygg eg, að slíkt væri
gott meðal gegn kaupstaðasýki og
þorskveiðaþrá, og óeðlilegri lausa-
mensku eða þurrabúðarmensku.
Væri svo þeirra getið opinber-
lega, sem stæðu öðrum framar,
og eins hinna, er aftastir stæðu,
mundi þetta auka samkepnina og
glæða umhugsunina um meðferð
efnanna.
Sama væri að segja um saman-
burð á efnahag bænda og kaup-
staðaborgara, og áhrif hans.
Slíkar skýrslur hefðu mikla þýð-
ingu fyrir lánstofnanir og gjald-
heimtumenn; en valla mundu þær
spilla áliti eða veikja lánstraust
annara en óreglu- og eyðslumanna.
Auðvitað gætu slíkar skýrslur
ekki orðið nákvæmar, sízt í byrj-
uninni, en lítt nýtar væru þær,
yrðu þær verri en sumar búnað-
arlegu skýrslurnar eru nú. Erfitt
yrði sjálfsagt, að fá suma menn
til að segja rétt til eigna sinna,
eða gera virðingaskrár; og talsvert
ómak yrði, að taka skýrslurnar,
einkum við sjóinn, því eign sjó-
manna t. d. ætti helzt að teljast
í vertíðarbyrjun. Að telja afla
eða kaup sjómanna o. fl. manna
á miðjum aflatíma eða við lok
hans með eign þeirra, væri sama
og meta fylsta verði fénað bænda,
hey og alla aðdrætti á haustin.
Fénað o. fl. mætti virðaeftir veið-
lagsskrá. Reglur og íeiðbeiningar
þyrfti um ýmislegt annað.
4. Verðlaun til vinnuhjúa.
a) Verðlaunum til vinnuhjúa
hefir nokkrum sinnum verið hreyft
í ýmsum blöðum, sem helztu vörn
gegn vinnufólkseklunni. Hvergi
hefi eg þó séð þetta mál rætt ít-
ailega, né tiliögur ákveðnar í því.
Mun eg heldur ekki fara langt,
eða rista djúpt í þessu máli.
Slík verðlaun tel eg þó vel
hugsuð, og að líkindum hefðu þau
talsverða þýðingu, væri þeim
hyggilega og réttlátlega úthlutað,
fyrir langa og dyggilega þjónnstu,
einkum við þau störf og I þeim
sveitum, þar sem f'æstir vilja vinna.
b) Þó slíkum verðlaunum yrði
ekki útbýtt nema til sveita, og að
sjálfsögðu mest í þeim sveitum,
sem fólkseklan hefir verið til-
finnanlegust í, þá þarf þó talsve>rt
fé til þeirra, eigi þau að hafa
nokkra þýðingu. Fjármagnið fer
auðvitað eftir því, hve há verð-
launin yrðu og hve dreift þau
þau gengju. Sumir vilja máske
ekki hugsa um verðlaun fyrir
annað en fjósaverk, og kannske
eldhússtörf, þvi þessi störf þykja
lakari en flest önnur, og erfiðast
gengur að fá þau vel af hendi
leyst. Slík verðlaun bættu þó
ekki úr vinnumannaskortinum.
Væri því bezt, að verðlaunin gætu
gengið bæði yfir vinnumenn og
vinnukonur, fyrir minst t. d. .>
ára trúa og vandvirka þjónustu
á sama stað, við alla algenga
sveitavinnu, en þó í hið minsta
helmingi hærri fyrir fjósaverk og
eldhússtörf að öðru jöfnu.
Milli íjalls og íjörn.
Varðskipið Hekla hand-
samaði enskan botnvörpung 8. þ.
m. nálægt Vestmanneyjum eftir
iangan eitingaleik. Varð hún að
skjóta á hann og neyta allrar
orku til að ná honum. Botnvörpu-
skip þetta heitir The Sirdar og
var frá Hull; hafði það verið búið
að vera 5 daga við veiðar í land
helgi í námunda við eyjarnar.
Botnverpingur þessi f'ékk hina
liæstu sekt, sem dæmi eru til, l50
pd. sterling eða 2700 krónur; afli
og veiðarfæri gerð upptæk þar að
auki. Aflinn gríðarmikill.
Aratsráðsf nndur Vestur-
amtsins ónýttist að þessu sinni.
Varð ekki fundartært. Boðað er
til eða ráðgerður nýr fundur 25.
júlí.
Forspjallsvisindapróf
var haldið 9. þ. m. Lárus Thor-
arensen, prestaskólamaður, og Hall-
dór G. Stefánsson, læknaskólamað-
ur, fengu dável -r-. Eiríkur Ste-
fánsson, prestaskólamaður, og Sig-
valdi Stefánsson, læknaskólamaður,
fengu vel -|-.
Riddari af dannebrog er
Guðmundur Björnsson héraðslækn-
ir nýl. orðinn.
Prestskostning er um
garð gengin i Staðarprestakalli á
Reykjanesi. Var kosinn Jón Þor-
valdsson cand. theol. á Brjámslæk
með 36 atkv. Sfra Guðm. Guð-
mundsson f Gufudal fékk 4 atkv.
og síra Ásm. Gíslason á Bergstöð-
um fékk 1.
S 1 y s. Það vildi til vestra, að
2 menn, er voru við hvalveiðar
frá Meleyri í Jökulfjörðum, drukn-
uðu. Skotinn hvalur laust bátinn
með sporðinum; hvolfdi þá bátn-