Fjallkonan - 30.06.1903, Qupperneq 4
104
FJALLKONAN
Klæöaverksmiðjan IÐDNN.
Klæðaverksmiðjan I Ð D N N, sem verið er að koma á fót hér í Reykja-
vfk, mun taka til starfa, að forfallalausu, í októbermánuði næstk., og
og tekur þá að sér
a ð kemba ull, spinoa og tvinna ;
að búa til dúka úr al-ull, og sömuleiðis úr ull og tuskum;
a ð þæfa, lóskera og pressa heima-ofið vaðmál;
a ð lita vaðmál, band, ull o. fl.,
fyrir ekki meira verð en nú gerist hjá hinum dönsku og norsku klæðaverk-
8miðjum, sem menn hafa skift við hér á landi.
Verðlisti og sýnishorn verður sent umboðsmönnum verksmiðjunnar vfðs
vegar um land svo fljótt sem því verður við komið.
þeir, sem senda verkefni til verksmiðjunnar, verða að borga flutnings-
ko8tnað til Reykjavíkur, en verksmiðjan sendir það, sem unnið er, aftur til
hlutaðeigandi umboðsmanns á sinn kostnað.
|>ess skal getið, að allar vélarnar verða keyptar af vönduðustu og beztu
tegund, og að aðal-verkstjórinn verður útlendur maður, mætavel að sérogmeð
fullkominni þekkingu í iðn sinni.
Dtanáskrift er:
Klæðaverksmiðjan Iðunn.
R e y k j a v í k.
Reykjavik 27. júní 1903.
Stjórnin.
Brent |
Og
malað kaffi
fæst í
W. Fisdiers verzlun.
Drengjaföt ódýr
einnig alls konar hálslín og [
alt því tilheyrandi fæst ávalt í
Klæðaverzluninni
Bankastræti 12
Áskorun til bindindisvina
frá drykkjumannakonum,
Munið eftir því, að W O. Breið
flörð hætti áfengissölunni einung-
is fyrir bindindismálið, og kaup-
ið því hjá honum það, sem þið fáið
þar eins gott og ódýrt og annarstað-
ar, sem flest mun vera nú af hans
fallegu, miklu og margbreyttu vöru-
birgðum.
1 Þingholtsstræti 12
fæst prjón fljótt og vel af hendi leyst.
Dauíel Síiuarson
Þiiiarholtsstríeli i).
Hefir til sölu: Hnakka, söðla, tösk-
ur, púða, gjarðir og alls konar
ólar, alt ódýrt eftir gæðum.
GOTT
ísl. smjör
fæst í
cFisc/iers veiziun.
VERZLUN
c3/örns oJiristjánss.
Iiefir sífelt á boðstólum nægar
birgðir af alls konar vefnaðar-
v ö r u, svo sem
Silkitau, Kvenslifsi,
Karimannsfatnað
Fatatau o. m. fl.
Mikið úrval af sjölum
kernur með Botníu 30. þ. m.
Godthaab
Yerzlunin
'5
3
"n
ts
(D
>
rO
cd
cd
ja
O
o
verzlunin GODTHAAB
er ávnlt byrg af flestum nauðsyn javörum, flest öllu
til húsabygginga, báta- og bilskipaútgerðar,
sern selst með venjulega lágu verði.
Vandaðar vörur. Lágt verð.
cTCvcrgi Gctra aó varzla en i
verzl. GODTHAAB
Q
o
PL
cæ
rr
p
p
CD
<1
CD
N,
B
uiuiqzjBA
qenq^por)
Sá er illa blektur,
er kaupir sér flösku af K í n a- lífselixír og hún reynist þá vera ekki ekta,
heldur slæm eftirstæling.
Hið ákaflega mikla gengi, sem mitt viðurkenda, óviðjafnanlega meðal,
K í n a 1 í f s e 1 i x í r, hefir hlotið um allan heim, hefir orsakað eftirstæl-
ingar og þær svo villandi að útliti, að almenningur á erfitt að greina minn
ekta elixir frá því hnupli.
Eg hefi komist að því, að síðan tollhækkunin var lögleidd, 1 kr. á
glasið, er búinu til á Islandi bitter, sem er að nokkru leyti útbúinn eins
og minn viðurkendi, styrkjandi elixír, en hefir þó ekki kosti hans, og fæ
eg því ekki nógsamlega brýnt fyrir þaim, sem kaupa hinn ekta Kínalífs-,
elixír, að vara sig á þessu, og gefa þess vandlega gætur, að nafu höfund-
arins, Waldemar Petersen, Frederikshavn, standi utan á glasinu, og vp’ á
tappanum í grænu lakki.
Sérhver slíkur tilbúningur, sem hafður er á boðstólum, er ekki annað
en slæm eftirstæling, sem getur haft skaðleg áhrif í stað hins gagn-
lega og læknandi kraftar, er minna ekta elixír hefir til að bera að dómi
bæði lækna og leikmanna.
Til þess að evlmenningur geti fengið elixírinn með gamla verði, 1 kr.
50 aura, var á undan tollhækkuninni lagðar fyrir miklar birgðir á íslandi,
og þarf ekki að kvíða neinni verðhækkun, meðan þær endast.
Sérhverri vitneskju um hærra verð eða eftirstælingu af mínum al-
kunna elixír er tekið með þökkum af höfundi hans, Waldemar Petersen,
og sendist aðalútsölunni, Köbenhavn V. Nyvej 16.
Gefið þess vandlega gætur, að á flöskunni standi vörumerkið: Kín-
verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, og
ofan á tappanum p1 í grænu lakki.
Allir aðrir elixírar með eftirstæling þessa einkenna eru falsaðir.
Fiskhnífarnir góöu
fást ávalt í verzlun
cZjörns iJiristjánss.
Nærsveitamenn eru beðn-
ir að vitja um Fjallkonuna í af-
greiðslu hennar (Lækjargötu. 12).
Ritstjóri: Ólafur Ó’.afsson.
Isafoldarprentsmiðja.
86
ckjótt og hann sá frú í.odegu, þóttist hann full viss þess, að
hún kynni frá einhverjum tíðindum að segja.
»Hleypið þér engum hingað inn, rneðan eg er að tala
við konuna þá arna«, sagði hann við skrifara sinn.
Skrifarinn hneigði sig prúðmannlega og fór út.
»Já! já! Hvað er nú í fréttum?* sagði Phönix, er þau
voru orðin tvö ein.
Hún þóttist skilja, að hann ætlaðist til, að hún leysti frá
skjóðunni, og tók því til máls. Sagði hún fyrst frá því, sem
Allister hafði sagt henni; síðan skýrði hún frá heimsókn sinni
hjá hinum tveim konum, sem báðar höfðu verið í þingum
við Caldervood, þótt ólíkt stæði á fyrir þeim. Saint dró hún
dálitið undan tíund; hún lét þess ekki getið, að ungfrú
Wayland þóttist hafa séð Caldervood bráðlifandi. Þótti henni
það sú fjarstæða, að það_ væri ekki eftir hafandi.
En hún kom ekki að tómum kofunurn hjá Phönix; hon-
um var kunnugt um alt, sem hún hafði í fréttum að segja.
Páll Delamater var búinn að segja honum frá eftirsókn
Caldervoods eftir Eldóradó hinni fögru og ungfrú Salamander
hinni auðugu.
Þegar frú Lodega hafði lokið sögu sinni, sat Phönix
hugsandi stundarkorn. Það var annað en gaman, að ráða
fram úr málinu þvf arna.
»Eg verð að játa, frú Lodega, að eg botna hreint ekkert
í öllu þessu«, sagði hann að lyktum, »Eg hef átt við margt
87
flókið mál um dagana, en þetta kórónar þau öll. Hver
er nú annars yðar skoðun á þessu máli?«
»E veit það valia sjálf«, sagði trú Lodega.
»Eg hef verið að stytta mér stundir með því, að skapa
mér ýmsar getgátur um málið að tarna«, sagðiPhönix. Sum-
ar þeirra eru ekkert annað en ágizkauir, gripnar úr lausu
lofti. Við skulum byrja á þeirri f'yrstu, hún fer líka næst
yðar skoðun á málinu. En þær eiga allar sammerkt 1 þvf,
að lifsábyrgðarféð verður mergurinn málsins.
Við gerum j> i fyrst ráð fvrir því, að einhver þorpara-
flokkur festir hendur sfnar í hári Calderwoods; hann var að
mörgu leyti hentugur til þess að nota hann til féglæfra; hann
var spalciátur maður, ókunnur öllum hér og engum vanda
bundinn. Þorpararnir hvetja hann til þess að kaupa sér háa
lífsábyrgð og ráða hann síðan af dögura með sterku eitri,
sem svo er kænlega blandað, að reyndir og greindir iæknar
verða einki; varir og telja víst, að hann hafi dáið náttúrleg-
um dauða. Ef nú þessi getgáta er rétt, þá flækjast þeir í
málið, Allister, sem var umboðsmaður og önnur hönd Calder-
woods, meðan hann lifði, og Marmaduke Calderwood, sem
átti að erfa hann. Þessir tveir menn, Marmaduke og Allist-
er, hljóta að vera í samvinnu og félagi. Allister er morðing-
inn, Marmaduke hirðir aftur reiturnar. Hann gat ekki tekið
beinan þátt í morðinu, því hann var í annari heimsálfu.
Móti þessari getgátu mælir fyrst og frémst það, að ágætir
læknar, sem stunduðu Calderwood í legunni, segja að hann