Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1903, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.09.1903, Blaðsíða 1
Komur út eínu sinni í viku. Vcrð árgangsins 4 krónur (erlondis 5 krónur eða 11/a dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). FJALL BiENDABLAÐ KONAN Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Lsekjargata 12. YERZLUNARBLAÐ XX. árg. Reykjavík, 8. september 1903. Nr. 36. Augnlíekning ókeypis 1. og 3. þrd. hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Forngripasafn opíð md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar-og skrifstofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8V2 síðd. Landakotskirk.ta. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hvorjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10V2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. NÁTTÚRUGRIPASAFN, í VosturgÖtu 10, Opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókoypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvors mán. kl. 11—1. Walker's giscuits Jolin Walker=Glasgow baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir ís- land: G. Gíslason & Hay, Leith. Jónas Helgason, organisti við dómkirkjuna og söng- kennari, dó aðfaranótt 2. þ. m. Hann var fæddur hér i bænum 28. febr. 1839. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, trésmiður og bæjarfulltrúi, og Guðrún Jónsdóttir, kynjuð austan úr Flóa. Hann lærði járnsmíði í æsku og stundaði hana um tvo tugi ára eða freklega það; en hneygðist samt snemma að sönglist og tók um 1880 að gefa sig allan við henni. Arið 1875 sigldi hann til K.hafnar og naut þá fræðslu hjá beztu söng- fræðingum Dana; varð hann árið eftir kennari í söng víð barna- og kvennaskólann í Rvík og var það til dauðadags. Eftir lát Péturs sál. Guðjohnsen, sem með réttu heflr verið kallaður „faðir söngs á ísa- mold", varð Jónas organisti við dóm- kirkjuna. Ungur að aldri stofnaði hann söngfélagið „Hörpu", sem efní- legast hefir orðið og lífseigast allra söng'félaga hér á landi. Auk kenslu í barna- og kvennaskólanum kendi hann fjölda mörgum organslátt, til og frá ofan úr sveitum. Fór honum kenslan mjög vel úr hendi, því hann var manna vandvirkastur, eljusam- astur og þolinmóðastur við störf sín. Jiann átti manna mest, síðan P. sál. Guðjohnsen leið, þátt í útbreiðslu og framförum sönglistarinnar hér á landi, og samdi og gaf út hverja söng- kenslubókina á fætur annari. Söng- listinni helgaði hann alla krafta sína; hann bæði vann mikið í hennar þarflr, enda kom miklu áleiðis. Hann var þarfur maður bæði þjóðfélagi voru og bæjarfélagi. í Good-Templarafólagið gekk Jónas sál. öndverðl. á árinul891; reyndist hann þar hinn sami nytsemdarmað- ur sem í öllu öðru. Jónas sál. var enginn áhlaupamað- ur; en það munaði um hann, hvar sem hann snóri sér að. Hann var góður liðsmaður, fastur í fyikingu og traustur í hverri raun. Útlendar fréttir. (Eftir nýjustu enskum blöðam frá 24., 25. og 26. f. m.). Látinn er 22. f. m. Hatfield Salis- bury lávarður 73 ára að aldri, fædd- ur 13. febr. 1830. Hann var ein- hver mesti stjórnmálaskörungur Breta og ráðaneytisforseti frá 1895, er Rosebery ráðaneytið fór frá, og þang- að til nú fyrir ári síðan, er Balfour varð ráðaneytisforseti. Meðlimur parlamentisins var hann fyrst 1854 sem þingmaður fyrir Stamford. 1 efri málsstofuna komst hann 1869, þá 39 ára að aldri. Victor Emanúei, ítalíukonungur, kemur til París dagana 12.—16. okt. næstkomandi, og verður parlament- inu, er átti að byrja 13. okt., frest- að um viku vegna heimsóknarinnar. Vesúvíus heflr nýlega gosið eldi, 700 fet í loft upp, og eldstraumur rennur nú niður að rústum Pompej. Fólk, er býr í nánd við fjahið, er orðið mjög órótt, sem von er, eink- um þar sem náttúrufræðingar, er séð hafa gosið, álíta það að eins upphaf annars meira. Maður nokkur, Anton Hanslian, er að reyna að ganga umhverfis jörðina; hann lagði af stað frá Wien 12. sept. 1900 og kom til Edinborgar 22. f. m. og hafðifþá gengið 10,000 mílur. Ekki er svo vel, að hann sé laus og liðugur, heldur ekur hann konu sinni og barni í stól fyrir framan sig. Hann fær 2000 sterlingspund fyrir ferðina, ef hann hefir lokið henni fyrir árslok 1906. TJppreistin í Makedóníu breiðist meir og meir út. Daglega eru vopna- viðskifti milli uppreistarmanna og Tyrkja og bera uppreistarmenn þar oftast lægra hlut. Fara hvorirtveggju um með hinni mestu grimd. Þessa síðustu daga hafa Tyrkir rænt og brent hvert þorpið á fætur öðru, en drepið konur, börn og gamalmenni. Sagt er, að foringjar uppreistarmanna hafl ákvarðað að leggja eigi til or- ustu við Tyrki næsta háifan mánuð, nema þá tilneyddir af þeim, en hefja síðan uppreist af alvöru um gjör- va.Ua Makedóníu. Er sagt, að þeir séu vel birgir af öllum hergögnum. Stórir herflokkar úr Búigaríu hafa komið til liðs við uppreistarmenu. Uppreistarmenn eru að búa af stað sendinefnd til Rússakeisara til að beiðast hjálpar. Lækni einum í New-York hefir tekist að gefa stúlkubarni einu, er steinblint heflr verið frá því á 3. ári, nokkra sjón aftur. Barn þetta er frá Austurríki, 11 ára gamalt. Skömmu eftir tilraunina ók læknir- inn með barnið heim til sín, og er annar vagn keyrði fram hjá, kallaði hún upp, að hún hefði séð eitthvað fara fram hjá. Enn fremur gat hún greint rafmagnsljós, er voru á ieið þeirra. Síðan hefir hún getað sagt til, ef eitthvað fer fram hjá henni, þegar hún er úti á strætinu. Við tilraun þessa notaði læknirinn X-geislana. Akaft regn í París 23. f. m. Stræt- in litu út sem stöðuvötn og umferð um tíma lítt möguleg. Yfirheyrslu í Humbertsmálunum lauk laugardaginn 23. f. m. Kvið- dómurinn dæmdi þau, Humberts- hjónin, í 5 ára varðhald og hundrað franka sekt fyrir fölsun og notkun falskra skírteina og umboða o. fl.; en þá Emile Daurignac í 2 ára og Romain Daurignac í 3 ára fangelsi. Humbertshjónin hafa skrifað undir áfrýjun á máli sínu til æðri dómstóla, en þeir Emile og Romain Daurignac hafa neitað að skrifa undir, Rvissar hafa tekið föst skip frá Japan, er voru í fiskkaupum í Kamts- jatka, fyrir ólöglega verzlun. 28 liðsforingjar eru í haldi hjá þeim, en liinir sendir til Japan. Búnaðarþingið. Búnaðarþingið, hið þriðja í röð- inni, var haldið dagana 26. ágúst til 2. september, að þeim báðum með- töldum. Viðstaddir voru 9 fuhtrúar, en 3 höfðu tilkynt forföll, þeir Björn Jónsson ritstjóri, Páll Briem, amt- maður, og Sigurður Ólafsson, sýslu- maður. Hinir mættu fuHtrúar voru þessir: Þórhahur Bjarnarson, lector, Eiríkur Briem, docent, Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, (kosnir af aðalfundi félagsins). Einar Þórðarson, prestur, á Hofteigi, (kosinn af amtsr. Austuramts), Hjörtur Snorrason, skólastjóri, (kosinn af amtsr. Suðuramts). Július Havsteen, amtmaður, Kristinn Daníeiss., prestur á Söndum, (kosnir aí amtsr. Vesturamtsins). Pétur Jónsson, alþm. á Gautlöndum, Stefán Stefánsson, alþm. og kennari á Möðruvöllum, (kosnir af amtsr. Norðuramtsins). Málefni þau hin helztu, er voru til umræðu á búnaðarþinginu, eru þessi: 1. Breytingar á lögum félagsins. Forseti félagsins, lector Þórhallur Bjarnarson, hreyfði því, að breyta lögum Búnaðarfélagsins, að því er snertir kosningu fuhtrúa þeina, er amtsráðin kjósa, í þá átt, að bún- aðarfélögin út um landið kysu í stað amtsráðanna. Fékk sú tillaga lítinn byr og var tekin aftur. Sömuleiðis var hreyft breytingu á 15. gr. um að ferðakostnaður full- trúanna skyldi greiddur úr félagssjóði, en það var felt. Samþykt var, að fela stjórn fé- lagsins, að leita álits amtsráðanna, um framkomnar tihögur um að breyta kosningu fulltrúanna. Þá var og samþykt sú yflrlýsing, um skilnlng á 5. gr. fólagslaganna, að kjósa megi varafulltrúa, er mæti í forföllum fulltrúa. 2. Búnaðarskólinn á Hvanneyri. Lagt var fram tilboð frá amtsráð- inu í Suðuramtinu um, að Búnaðar- félagið taki að sór búnaðarskólann á Hvanneyri. Tillaga frá nefndinni í því máli (Þórh. Bjarnars., Pétur Jónss., Einar Þórðars.) svo hljóðandi var samþykt: „Þó að búnaðarþingið kannist við, að rétt stefni, að búnaðarskólar lands- ins komi í umsjón Búnaðarfélags ís- iands, þegar það hafir starfskraft til að bæta jafnmiklu við sig, sér bún- aðarþingið sér eigi fært að taka Hvanneyrarskólann að sér að svo stöddu, sízt að fornspurðu alþingi, en óskar þess jafnframt, að amts- ráð Suðuramtsins gefi yfirlýsing um það, hvort það vildi taka að sér skuldir, er á skólanum hvíla, eða leggja honum til árlegan styrk". 3. MjöUcurslcólinn. Um hann urðu langar umræður, en að þeim loknum voru samþyktar eftirfylgjandi tillögur frá nefndinni í því máli (Þórh. Bjarnars., Einari Þórðars. og 8ig. Sigurðss.): a. Að kensluskeiðin séu tvö. Hið fyrra frá 1. októb. til 31. marz, eða 6 mánuðir; en hið siðara frá 1. apríl til 15. júní, eða 2*/^ mánuður. b. Að skólabúið fái fæði mjólkurmeð- ferðar nemendanna borgað með 20 kr. um mánuðinn, en þar af greiði búnaðarféiagið í styrk nemendum mjólkurskólans 5 kr, um mánuðinn,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.