Fjallkonan


Fjallkonan - 27.10.1903, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 27.10.1903, Blaðsíða 3
FJALLKANAN. 167 Leiðrétting1. í 61. tbl. „ísafoldar", þar sem getið er um fráfall Hjálmars heitius Sig- urðssonar, er hann meðal annars tal- inn hafa verið ritstjóri Fjalikonunn- ar síðastl. ár, sem mun eiga að vera frá því maðurinn minn andaðist og til þess séra Ólafur tók við biaðinu. En þetta er ranghermi. Hjálmar heitinn átti aldrei, hvorki jyr né síðar, neinn þátt í ritstjórn Ijáll- konunnar. Sannleikurinn í þessu er sá, að hann var fenginn til að vera samverkamaður við blaðið þennan tíma, þannig að hann skyldi jafnan hafa til ritgerð um eitthvert alment ákveðið efni, sem nemdi einni síðu i blaðið í hverri viku, án þess þó að eg væri skyld að taka hana, ef mér likaði hún ekki, og að hann skyldi jafnan skrifa nafnlaust. Það var stranglega tekið fram, og það rnuna víst prentararnir í prentsmiðjum þeim, sem blaðið var prentað í þenna tíma, að aldrei mætti setja neitt í blaðið, sem eg hefði ekki áður séð. Til sannindamerkis um þetta gæti eg enn sýnt handrit eftir Hjálmar heitinn frá þessum tíma, sem eg tók ekki í blaðið. Tvær ritgerðir ritaði hann í blað- ið urn þessar mundir með nafni, af því eg vildi ekki taka þær sem sam- kvæmar minni skoðun eða stefnu blaðsins í þeim málum, en leyfði honum að eins aðgang að blaðinu með þær undir sínu nafni. Eg ímynda mér, að B. Jónsson ritstjóri ísafoldar mundi ekki hafa talið H. S. ritstjóra hennar, og mun hann þó að öllu samantöldu hafa ritað miklum mun meira i hana en hann reit nokkurn tírna í Fjallkonuna. Yflr höfuð ritaði H. S. miklu minna í blaðið en ráðgert var í fyrstu, eða þessa umsömdu blaðsíðu. Þetta má sjá í efnisskránni, þar senr hann nafngreinir alt, sem hann reit í blaðið. Eg hafði ætlað honum að rita bæj- arfréttir og fréttir úr enskum blöð- um. Hvorugt þetta gerði hann, og sjálf bjó eg honum stundum í hend- urnar, eins og t. d. með yflrlit yfir aðgerðir þingsins; þar fékk eg hon- um öll skjöl og skrár þar að lútandi. Sjálf las eg prófarkir, og veit eg vel, að á þeim voru rnargar misfellur; sumar voru mér að kenna, og sum- ar ekki. Eg bjóst aldrei við að fá neina særnd fyrir ritstjórn mína á Fjallkonunni, og eg rita þetta heldur ekki til að draga neina sæmd eða viðurkenningu af Hjálmari heitnum, sem allir, sem þektu, viðurkendu að v.æri mjög vel greindur og ritfær maður. En eg ásetti mér, þegar eg setti nafn mitt undir Fjailkonuna, að á meðan það stæði undir henni, skyldi enginn ann- ar hafa að fjalla um stefnu hennar og ritstjórn. Því leppur fyiir Fjall- konuna eða nokkurt annað biað ætl- aði eg aldrei að vera. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Arnarfirði 20. okt. 1903. Sumarið yfir höfuð að tala heflr verið eitt hið hagstæðasta sumar sem lengi hefir komið. Vorvertíðar- afli var í betra lagi, heyskapur all- bærilegur og nýting á heyjum hin ágæt- asta. Haustafli hefir brugðist mjög eftir því útliti, sem í byrjun vertíð, arinnar var, eða síðast í ágúst og fyrst í september; en síðan hefii ekki varðskipið „Ilekla“' sést hér, sem oft lét þó sjá sig yflr vorið og fram til þess, að haustvertíð byrjaði. Hinir ensku botnverpingar hafa seinni partinn af september og það, sem af október er, verið alt af hér nótt og dag; flestir hafa þeir verið 10, en oftlega 6—7. Hata þeir skafið botn- inn með botnvörpum sínum frá Kópa- nesi inn að Bakkadal að vestan, og að Stapadal að norðan og jafnvel lengra inn eftir Arnarflrði, auðvitað í landhelgi. Svo hefir mikið að því kveðið, að þeir hafa farið með botn- vörpur sínar í lóðirnar fyrir mönn- um á meðan þær hafa verið dregn- ar, og heflr þá iðulega verið búið við manntjóni i þeim aðförum. Veiðar- færatap af þeirra völdum mun vera hér í firðinum hérumbil 15,000 kr. hjá 40 bátum, sem gerðir hafa verið út við Arnarfjörð í haust; en óreikn- að aflatjón, sem af þeim aðförum hefir leitt og er iítt metanlegt. Þó hafa menn gert áætlun um, að það muni vera um 25,000 kr. skaði í það minsta. Sumir hafa náð núm- erum af nokkrum botnverpingum, og mun eg síðar setja í blöðin þau núm- er, sem menn hafa skrifað hjá sér; enn fremur mun eg afla mór betri upplýsinga með veiðarfæratap, sem af þessum yflrgangsmönnum leiðir. — Bæði á Patreksfirði og Tálknafirði er sagt, að þeir séu búnir að eyðileggja allan afla, því að á Patreksfirði hafa þeir komið með botnvörpur sínar inn að Vatneyri, en á Tálknafirðinum að Suðureyri. Hér á Arnarfirði er nú sama sem fiskilaust, enda gagnast hér ekki veið- arfæri í sjó. Annars er þetta málefni svo alvar- legt, sem mest má verða, og eru menn að taka sig saman um að leita hjáipar eða verndar stjórnarinnar í þessu máli, því menn vona hér ails hins bezta af hinni tilvonandi nýju stjórn. Nú er lítið talað um pólitik; allir eru glaðir með samkomulag á þing- inu í sumar hjá fulltrúum þjóðarinn- ar, og vona nú alls hins bezta. ííautgriparæktunarfélag hafa Kjalnesmgar stofnað fyrir skömmu. Formaður félagsins er kosinn Jón Jónatansson, búfræðingur og bústjóri á Brautarholti. Daglega iujólkursölu hingað til bæjarins hafa Mosfellssveitarmenn tekið upp fyrir skömmu. Er vonandi, að það fyrirtæki geti með tímanum orðið til hagnaðar fyrir sveitina. Ýmsa erfiðleika eiga þeir samt við að stríða, er í það hafa ráðist; lakasti þröskuld- urinn er þó skortur á vagnfærum vegi inn eftir miðri sveitinni. Verða þeir eins og nú er ástatt að reiða mjólk- ina á reiðingshestum upp á gamla íslenzka mátann. En ekki getur oss betur sýnst en að fara mætti með lóttan vagn á sumardegi inn eftir öllum Mosfellsveitarveginum allar göt- ur inn að Varmá eða Leirvogstungu, ef vegurinn væri að eins ruddur, kastað úr honum lausu grjóti. Vér munum ekki, að teljandi torfærur séu á þeim vegi fyrir liðlegan vagn, nema í Grafarvogi um flóð, dálítið klif við Korpúlfsstaðaá og annað við Leirvog. Ætlum vér því, að með fremur litlum tilkostnaði mætti laga | veg þenna svo, að akfær yrði á sum- ardag langt inn í sveit; væri sveit- inni að því hið mesta hagræði. Lít- um vér svo á, að landssjóður ætti að hlaupa undir þenna bagga og laga veginn með vorinu. Góður afli heflr verið að jafnaði í Garðinum í haust og er enn. Kváðu vera komnir þar 400 hlutir af þorski. Nýdáin er ekkjan Ingibjörg Ólafs- dóttir á Laugarbökkum í Öifusi. Hún var komin um 70 og var ekkja eftir Magnús heitinn Ólafsson, sem bjó á Laugarbökkum í fjöldamörg ár og and- aðist í fyrra sumar. Þau hjón eign- uðust mörg börn og dóu mörg þeirra uppkomin. Lifandi eru Guðjón, | bóndi á Laugarbökkum, Ragnhildur kona í Saurbæ í Ölfusi, Ketill, skó- smiður á ísafirði og Ólafur, bóndi í Narfakoti í Vogum syðra. Ingibjörg sál. var gæða-kona mesta, glaðlynd og hetja í mannraunum. Kveðju á Fjallkonan að færa kunn- ingjum og vandamönnum austanfjalls og sunnan frá Guðmundi Jónssyni, skraddara, frá Ossabæ í Ölfusi. Hann fór með Laura áleiðis til Ameríku. Atti hann þar skyldmenni, sem vel eru í efnum og vildu láta hann koma þangað vestur og sjá sig um. Hann kvað eins og engu síður við því bú- ið, að hann kæmi hingað heim aft- ur og að förin yrði öllu frekar kynnisferð heldur en til langdvalar þar vestra. Væri líka betur, að svo yrði. Skólastofnun hafa Holtamenn í Rangárvallasýslu á prjónunum. Á hreppsfundi að Marteinstungu 13. júní síðastl. vakti Runólfur Halldórs- son, hreppstjóri og sýslunefndarmað- ur, á Rauðalæk máls á því, að þótt umferðarkensla sú, sem tíðkast heflr þar um all-langa hríð, eins og víða annarstaðar, hefði bætt mikið úr skák og gert mikið gagn, þá væri raun á því fengin, að hún væri ekki einhlít til að veita unglingum nauð- synlegan þroska og hæfllegan undir- búning undir hluttöku þeirra í störf- urn mannfélagsins á fullorðinsárum. Væri því auk umferðarkenslunnar þörf á, að koma upp föstum skóla fyrir sveitina. Skoraði hann á sveita- bændur og innsveitisfólk, sem vildi sveitinni vel, að efna til samskota í þessu skyni. Holtamenn tóku mála- leitun þessari vel og hafa flestir bændur sveitarinnar lofað einhverj- um styrk til fyrirtækisins. Er líldegt að máli þessu byrji vel, því Holta- menn hafa öruggan foringjann til framsóknar, þar sem er Magnús sýslumaður Torfason á Árbæ, sem er traustur frömuður allra nytsemdar- fyrirtækja bæði í sveit sinni og sýslu. Mun og bróðir hans, séra Richarður í Guttormshaga, styðja þetta mál, því hann iætur sér ant um mentun unglinga í sveit sinni og þykir gagn- legur liðsmaður til allra félagsþrifa auk þess sem hann er talinn klerk- ur góður. Holtamenn hafa sett á stofn stærsta rjómabúið hér á landi og sýnt í því máli mikinn dugnað og samheldni. — Er það sæmdarbragð af þeim, að hyggja á, að láta þetta fyrirtæki verða næsta sporið félagi sínu til gagns og þrifa. Vér óskum máli þessu allraheilla; það er gleðilegt, að sjá, að Holta- menn muna eftir því, að þótt brauð- ið sé gott og nauðsynlegt, þá lifa menn samt ekki af því einu saman. Leikfélag Iteykjavíkur byrjar að leika um næstu helgi. Það fyrsta, sem leikið verður, eru Hermanna- gletiurnar, eftir J. C. Hostrup og Apinn, eftir frú J. L. Heiberg. Félagið hefir n'í þegar ákveðið, að leika þessi þrjú leikrit í vetur: Lavender, eftir Arthur W. Pinero, Þrotábúið, eftir Björnson, og Ambáttina, eftir Fulda. Staðfest lög af konungi 3. þ. m.: 7. Lög um breyting á stjórnar- skrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874. 8. Lög um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn ísiands. 9. Lög um kosningar fil alþingis. 10. Lög um viðauka við lög 8. nóv. 1895 um hagfræðisskýrslur. 11. Lög um hafnsöguskyldu í ísa- fjarðarkaupstað. 12. Lög um eftirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. „Ingi konungur“, skip Thoresfé- lagsins, kom hingað á sunnudags- morguninn 25. þ. m. Með því kom bankastj. Tr. Gunnarsson, Þorvaldur Pálsson cand. med. & chir., ijós- myndari Pétur Brynjólfsson o. fl. Nýtt Íslandsnicrki. Merki ís- lands skal hér eftir vera, svo hefir konungur úrskurðað: Hvítur fálki á bláum grunni. Garnli þorskurinn, ílatti er þar með um ieið dottinn úr sögunni. Skyldi þá ekki mega vænta, að flatti þorskurinn þoki úr öndvegi áður en langar stundir líða af fram- hlið alþingishússins og af turninum á dómkirkjunni ? Veturlnn gengur í garð á Suður- urlandi með heiðríkju og hægri kælu. Sumarið nýliðna eitt hið allra bezta, sem menn muna hér sunnanlands, og haustið því samboðið. Norðan- og austanlands og vestur á Strönd- um hefir það verið erfitt, sumstaðar fádærna stirt. Væri æskilegt, að veturinn yrði þeim vægur og mildur, sem sumarið heflr reynst svo þungt í skauti. Laura fór héðan til útlanda á laugardaginn 24. þ. m. Með henni fór bæjarfógeti H. Hafstein til Khafn- ar. Til Ameríku fóru ungfrú Elín Sigurðardóttir og bróðir hennar Kristján cand. phil., Guðmundur, sliraddari, Jónsson og 2 eða 3 aðrir. Altalað er um bæinn, að með Lauru hafi strokið ættfræðingur Jósa- fat Jónsson og Ásmundur nokkur Ás- mundsson hér úr bæ; hinn síðar nefndi frá konu og börnum Ititstj .Fjallkonuiinar sendir hr. G. E. kveðju sína og biður hann að vera glaðan í voninni. Frá bræðrum okkar austanhafs. Elzti núlifandi kennari í Noregi heitir Bernt Andreas Redse, fæddur 3. jan. 1817. Hann hefir veriðkenn- ari frá því hann var á 16. árinu og er orðinn freklega’hálfníræður; kann hann því frá mörgu að segjá. Er það fróðlegt fyrir okkur hér á landi að heyra, hvernig hann segir frá barnakenslunni 1 Noregi á æskuárum sínum. Fyrir skömmu átti blaðamaður einn tal við hann og viljura vér lofa

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.