Fjallkonan - 27.10.1903, Blaðsíða 4
1«8
í JaLLKONAN.
lesendum vorum að heyra merginn
úr samræðu þeirra.
„Eg byrjaði umgangskenslu árið
1833 og þá var eg á 16. árinu“,
sagði gamli maðurinn. „Þá var á
Sunnmæri enginn kennari, sem kenn-
aramentun hafði fengið. Eg hefl
sjálfur ekki gengið í neinn kennara-
skóla“.
„Yar skólahéraðið stórt ?“ spurði
blaðamaðurinn.
„Jú! Stórt var það. Eins og 2
eða 3 núna, og það var ekki sitj-
andi sælan að þjóna því. Samt var
eg kennari þar í 56 ár“.
„Þá held eg, að skólastofurnar hafi
ekki verið á marga fiska ? “
„Skólastofur voru þá engar til. —
Eg varð að kenna börnunum í bað-
stofunum innan urn fólkið, þar sem
karlmennirnir unnu og konurnar
spunnu; þar yar alt í einni hrúgu,
stundum grísirnir líka. Yerstur var
samt reykurinn úr hlóðunum. Stund-
um bar það við, að kafið og brælan
var svo mikið, að það leið yfir
krakkana".
„Hvað var nú kenslukaupið mikið,
sem þér fenguð ?“
„Það var nú ekki hátt kaupgjaldið
í þá daga“, sagði gamli kennarinn
brosandi. „Eg fékk 5 skildinga á
dag, auk fæðis; það verður sem svar-
ar 1 kr. unr vikuna. Við þetta varð
eg að sætta mig í 10 ár. Úr því
fór kaupið dálítið að hækka“.
„Þetta kaup var ekki einusinni til
að klæðast af“, sagði blaðamaðurinn.
„Nei! Það er satt. Við, sem
fengumst við kenslu í sjávarsveitun-
um fórum á sumrin í kaupavinnu inn
um alla firði, svo að við gætum
klætt okkur. Annars held eg, að
við höfum þá verið sparsamari en
nú er títt“.
„Hafið þér aldrei kvongast.?"
„Nei! Það varð aldrei neitt úr
því. Á þeim árunum, er eg helzt
hefði átt að giftast, hugsaði eg ein-
ungis um kensluna; kaupið var líka
svo lítið, að það hefði verið maka-
laus ráðleysa fyrir mig, að hugsa
um giftingu. En fyrst ekki varð
neitt úr því þá, þá gat eg ekki átt
við það seinna".
„Þér hafið víst einhver eftirlaun?"
„Nei! Eg hefi ekki beiðst þeirra!
Eg hefi samt nóg fyrir mig að leggja.
Þær eru nú meira en litlar breyt-
ingamar, sem orðið hafa að því, er
kenslu og kenslumál snertir, frá því
á æskudögum mínum, og það væri
betur, að þær væru allar til bóta. —
En eg held nú raunar, að samband-
ið milli barnanna og kennaranna
hafi verið betra í gamla daga. Að
minsta kosti er eg fullviss þess, að
börnin virtu kennarana meira þá en
nú.
Þegar eg nú að kveldí æfinnar lít
yfir farinn veg, þá finn eg til inni-
legrar gleði yfir því, að börnunum,
sem eg hafði undir hendi, þótti jafn-
an vænt um mig; og eg hefi ástæðu
til að ætla, að frækorn þau, er eg
sáði í hjörtu þeirra, hafi borið ávexti
bæði íyrir þetta líf og hið tilkomandi.
Þetta áiið er eg búinn að vera
kennari í 70 ár og eg er búinn að
kenna þremur kynslóðum, hverri
fram af annari. Seinasta árið hefi
eg kent kauplaust; því eg hefi nóg
eíni. Mig langaði til að kensluárin
gætu orðið 70, eu ekki vegna laun-
anna. Það er svo ánægjulegt, að
l
tala við blessuð börnin og beina þeim
leið til „bama-vinarins mikla“.
Þessi gamli kennari er einn af
ríkustu mönnum á Sunnmæri; má
það merkilegt heita, þegar litið er
til þess, hve laun hans hafa lítil
verið. Það er sparsemin ein, sem
hefir gert hann ríkan.
Norska blaðið, sem segir frá þessu,
endar með þeirri ósk, að Noregi
megi auðnast, að eignast marga slíka
starfsmenn.
Vér endum og með þeirri ósk, að
íslandi megi auðnast það sarna.
Góð beita. Blað eitt á Englandi,
sem mjög er Keypt af konum, heflr
nýlega borið upp erfiða gátu ogheit-
ið um leið hverjum þeim kvenmanni,
er gátunnar geti, ungum blaðamanni,
fallegum og fjörugum, liðlega tví-
tugum til eignar og umráða. Þetta
þykir slíkt kostaboð, segir blaðið, að
3000 Evu-dætur hafa tjáð, að þær
ætli að reyna sig á gátunni, og þar
að auki kvað vera von á langtum —
langtum fleiri enn þá. En veslings
pilturinn kvað vera orðinn milli
heims og helju.
Búar flytja hópum sarnan úr landi
síðan ófriðnum lauk og Englendingar
gerðust húsbændur þeirra. í síðastl.
septembernránuði fóru 500,000 Búar
til Mexíkó í Ameríku; hafa þeir
sett þar á stofn tvær nýlendur. Land
það, sem þeir hafa valið sér, er vel
fallið til griparæktunar; geta nýlendu-
menn haldið þar búnaðarháttum
sínum og flestum fornum háttum.
ÍMaður verður iíla svikinn, l
(!) ef maður hefir keypt flösku af Kína Lífs-Elixsír og það reynist (J)
jJj svo, að það væri ekki hið ekta, heldur léleg eftirstæling. i|i
1 Hin feiknamikla útbreiðsla, sem mitt viðurkeuda og óviðjafnan- j
*1' lega lyf, Kína Lífs-Elixír, liefir aflað sérumallan heiminn, hefir l|)
Svaldið því, að menn hafa stælt hann, og það svo tálslega líkt að (J)
umbúðum, að almenningur á örðugt með að þekkja minn ekta i!i
.). Elixír frá slíkri eftiröpun. T
'jJ Eg hefi komist að því, að síðan tollurinn var hækkaður á ís' (j)
Slandi — 1 kr. glasið — er þar búinn til bitter, sem að nokkru leyti (:)
er í umbúðum eins og mitt viðurkenda styrkjandi elixír, án þess þó
T nX i-il oX 1---- V..i-ÍA-1.1.: „X__1___*
J. að hafa þess eiginleika til að bera, og því get ég ekki nógsamlega að- '(*
y varað neytendur hins ekta Kína Lífs-Elixírs um, að gæta þess, að Ifl
£|) nafn lyfgerðarmannsins, Waldemar Petersen. Frederikshavn, (J)
j*j standi á miðanum, ogátappanum '--y-1- í grænu lakki. <(j
.j. Vara sú, sem þannig er verið að liafa á boðstólum, er ekkert |
V annað en léleg eftirstæling, sem getur haft skaðleg áhrif í U
„ ------------= ------o ------ - |
(|J srað þess nytsama iœÆm'skrafts, sem mitt ekta elixír hefir samkvæmt (:)
jlj bæði lækna og leikmanna ummælum. »lj
j Til þess að almenningur gæti fengið elixírið fyrir gamla verðið (
T — 1 kr. 50 au. — vóru miklar birgðir fluttar til íslands áður *()
(.) en tollhækkunin koinst á, og verður verðið ekki hœkkað meðan (|)
m þær endast. <h
Lyfgerðarmaðurinn Waldemar Petersen er þakklátur liverjum
X
o
9
U er lætur liann vita, ef hærra verð er heimtað eða eftirstælingar
(|) seldar eftir hans alkunna elixíri og er beðið að stíla slíkt til' aðal- ())
j<j útsölunnar Kebenhavn T' Nyvei 16. jlj
Gætið þess vel, að á miðanum standi vörumerkið: Kínverji (
V með glas 1 hendi, og nafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, en W
(|) á tappanum ú—L j gænu lakki. Öll önnur elixír með eftirstæling (j)
jjj þessara kennimerkja eru svikin. ^
Godthaab
Y erzlunin
í fyrstu Reyðarvatnsrétt í haust
var mér dregið svarthölsótt gimbrar-
lamb með marki: Miðhlutað h., biti
og standfjöður fr. v. í marki þessu
er standfjöðrin um frarn erfðamark
mitt. Réttur eigandi lambsins gefi
sig fram sem fyrst og borgi allan
áfallinn kostnað.
Áshól í Holtum 15/io- —’°3
Hannes Jóliannsson.
llegnhlíf fann Páll Árnason næturv.
HERRA- DÖMU- DRENGJA- og
BARNA- húfur fást beztar 1 verzlun
Jóns Helgasonar.
Þakkarávarp.
Við undirskrifuð finnum okkur til-
knúð, að votta þeim hjónum, úrsmið,
Pétri Hjaltested og konu hans, Katrínu
Lárusdóttur, hjartanlegt þakklæti okk-
ar fyrir alJa þá hjálp, sem þau hafa
veitt okkur frá því að við kyntumst
þeim. Þau hafa gert á okkur svo
mörg kærleiksverk, veitt okkur svo
margar velgerðir, verið svo nærgætin
við okkurí erfiðum kringumstæðum,
að okkur þykir sem við eigi getum
annað en látið þess getið þeim til
verðugrar sæmdar og öðrum til eftir-
breytni. Að telja upp öll góðverk
þeirra við okkur yrði of langt mál, enda
vitum við, að ekkert er þeim fjær skapi
en að mannkærleikaverkum þeirra sé
tildrað framan í almenning. En um
leið og við þökkum heiðurshjónum
þessum kærleika þann, sem þau hafa
sýnt okkur, þá óskum við, að hann, j
sem öll góð gjöf kemur frá, endur-
gjaldi þeim góðverk þeirra af kær-
leiksgnægð sinni.
Reykjavík, Laugaveg 40, 19/l0—’03.
Jóliann Jónttsson, Vilborg Jónsdóttír,
0
N
CD
>
rO
cd
cö
rC
o
C3
Verzlunin GODTHAAB
er
ávalt birg af flestum nauðsynjavörum,
flest öllu til húsbygginga, báta- og þilskipaút-
gerðar, sem selst með venjulega lágu verði.
Yandaðar vörur. L.ágt verð.
ijvergi betra að verzla en í
Q
o
PL
cs-
tv
P
P
cf
<!
CD
N
►—‘
0
0
umrqzjs^
qaaq^por)
Betydeligt Lager af
R a a t o b a k,
Cigarbaand, Cigaretiketter,
Cigarforme etc.
GEORG L0EER & S0N.
Grundlagt 1866.
Kobenhavn. Pilestræde 57.
fást í verzlun
V. pscher’s.
U11 ar garn
nýkomið í verzlun Jóns Helgasonar,
Laugaveg 27,
fakpappi
fæst í verzlun
W. Fischer’s.
Epli, Vínber o. m. fi.
nýkomið í verzlun
Vald. Ottesens, Laugavegl.
Bezt og ódýrust fataefni
j fá menn frá Varde Klæðaverksmiðju.
Það er því sjálfsagt að nota sér
það. Komið öllum ykkar ullarsend-
ingurn til umboðsmanns henuar, sem
er kaupm. Jón Helgason, Laugaveg
27 Rvík.
Rit.stjóri: Ólafub Ólafssok.
FrentímiSja Beykjavikur.