Fjallkonan - 24.02.1904, Síða 2
30
FJALLKONAN.
pna&arbálknr.
m.
Mórinn á Hollandi.
Holland er eitthvert mesta móland
i heimi og á mónum að þakka ekki
svo litið aí auði sínum. Mólandið
er 4 —5 álnir á þykt, og undir er
hvítur ægisandur. Til þess að jörð-
in, sem undan kemur, verði nytjuð
til sáðlands er landið skurðað þvert
og endilang-t, og skurðirnir eru jafn-
framt ódýrustu flutningabrautirnar.
Efsta jarðlagið 1—lx/2 fet er mó-
kent, en ekki er það hirt, en því
mokað í hauga og geymt til að
blandast sandinum til ræktunar á
eftir. Mórinn er skorinn í flögur
14—j-4—(-4 þml., og hnausinn þurk-
aður kostar */2 eyri; enda er hann
bezti eldiviður og stórmikið notaður
til iðnaðar. Einn hestur dregur mó-
prammann eftir skurðinum, þótt á
sé 25 lesta þungi, eða 50,000 pund,
Af sandinum undir og rofinu verð-
ur frjóasta sáðjörð, þegar saman er
blandað. Holiendingar nota manna
mest vöru-áburð, og kunna yel með
að fara, bændurnir hafa i horni hjá
sér tilraunabletti, og landbúnaðurinn
nýtur góðs af fjölmenninu, því að alt
áburðarkyns, sem til fellur í borgun-
um, er hirt. Dagsláttan kostar víða
fullar 400 kr. Jarðirnar eru eins og
húsalóðir við stræti, er skurðir koma
i stað stræta, og bóndinn á ekki
nema 60 faðma með skurðinum, en
fulla x/2 mílu inn frá sér, alt mark-
að í rétthyrndum reitum, og húsa-
raðir býlanna standa þráðbeinar á
skurðarbakkanum.
Það sér á öllu í Hollandi, að þar
búa þrifnaðarmenn, og það þarflúsa-
leit til að finna nokkurt útsprungið
illgresi í akrinum þeirra, segir heim-
ildarmaðurinn 1 dönsku búnaðarriti,
sem þetta er tekið eftir. J
IV.
Kýrnar á Hollandi,
Hvergi á bygðu bóli er farið jafn
vel með kýr eins og á Hollandi. —
Þeim er gefið vel, og fjósin eru
hreinasta fyrirmynd, sérstaklega að
því, er allan þrifnað snertir. Það er
til þess tekið, hvað kýrnar séu vel
hirtar, og hvað fjósin eru hrein og
fáguð. Svo eru þau þur og þokka-
leg, að það má ganga þurrum fótum
á sokkunum eftir gangstéttunum,
enda kvað það vera siður HolJend-
inga, að taka af sér tréskóna fynr
utan dyrnar, áður en þeir fara inn
í fjósin.
Kýmar mjólka einnig mjög vel,
og það svo, að þær géra það eigi
annarsstaðar betur.
Meðal kýrnyt er þar talin að vera
8000 pd., og það er alls eigi sjald-
gæft, að þær mjólki 12,000—14,000
pd. yfir árið.
Bezta kýrin, sem heyrst hefir um,
mjólkaði 16,460 pd. yfir árið, og
smérið úr henni nam 530 pd.
Um aðra kú er þar einnig getið,
er mjólkaði 13,548 pd.; en smérið
úr henni nam 560 pd.
Það eru dæmi til, að kýr þar hafi
mjólkað 80 pd. yfir daginn eftir burð.
Sumaihagar kúanna eru ágætir og
að vetrinum er þeim gefið mest-
megnis olíukökur og hey, sem ei
betra en nokkur taða.
Kýrnar eru mjólkaðar 3 og 4 sinn-
um á dag.
í búnaðarbálki II. bls. 22 hafði slæðst
inn prentvilla: 7 fermílur eiga að vera 3
fermílur.
Búnaðarrit 17. ár, 4. hefti,
Þetta hefti ritsins er nýkomið og
hefir nú verið að dreifast meðal okk-
ar, búandkarlanna; eg skar þegar upp
úr þvi og er nú búinn að lesa það
og líkar vei. Það helzta, sem það
hefir inni að halda, er þetta.
Fyrst er ritgerð um nýtt bygging-
arlag eftir Jón Þorláksson.
Maður þessi er kostaður af lands
stjórninni til að rannsaka bygging-
arefni landsins, og er hann í ritgerð
þessari að gefa þær bendingar, er
hann álítur heppilegastar hér til
frambúðar. Ritgerðin er góð og þess
verð, að hún sé lesin oftar en einu
sinni. Eftir þeim rannsóknum, sem
hann hefir gert, álítur hann, að steypa
úr sementi, sandi og grjóti verði
bæði hentugri og ódýrari en torf- og
timburbyggingar, sem hér hafa tíðk-
ast; þar er greinileg lýsing, hvernig
steypa megi einfalda veggi í móti,
líkt og steypur hafa hér verið gerðar.
En hentugast til húsagerðar álítur
hann, að steypa steina og byggja svo
veggina úr þeim, og hafa þá tvö-
íalda; þessi aðferð hefir þá kosti, að
hægt er að búa sig undir byggiug-
una á fleiri árum, að hægt er að
nota steinana aftur, þó húsið sé rifið,
og að veggina má hafa tvöfalda, sem
er stór kostur. En í peningshús má
að hkindum hafa þá einfalda; það
er heldur ekki óhugsandi, að hlöðu-
veggir, sem gralnir eru í jörð, mættu
vera einíaldir. Ritgerðina ættu menn
að lesa og athuga vel.
^ Næst er „Bréf úr Svíþjóð" eftir
dr. Þorvald Thoroddsen.
Maður græðir æfinlega eitthvað á
því, sem dr. Þorvaldur ritar. Hið
hreina og látlausa alþýðumál hans
dregur að sér huga og athygli les-
andans, og svo er fróðleikur í hverri
línu. í þessu bréfi lýsir höf. smá-
bæ einurn 1 sunnanverðri Svíþjóð,
er Oskarström heitir, og héraði í
kring, sem er fagurt og skógi vaxið
og loftslag heilnæmt; hann getur
þess, að í sumum héruðum þar í
Svíþjóð t. d. Smálöndum og Hallandi
gætu rnenn lært túnrækt af íslend
ingum; með öðrum orðum, við
stöndum þetta framar en Svíar í
þessum héruðum, að við getum kent
þeim að slétta. Það er sannarlega
nýlunda, að heyra, að við skuium
geta jafnast við nágranna vora í
nokkurri verklegri kunnáttu; það er
þó víst innileg sannfæring margra
íslendinga, að ísl. þjóðin sé fáfróðust
og fátækust allra þjóða; það hefir
heldur ekki stundum verið sparað,
að troða því í hana. En svona fréttir
frá útlandinu, að við séum þó ekkí
þeir aumustu, heldur stöndum í ein-
hverju jafnfætís öðrum, þær gera
meira gagn en þó haldnar væi'U lang-
ar ræður urn vankunnáttu og vesal-
dóm; þær auka sjálfstraustið til
dugnaðar, glæða ættjarðarástina og
gera menn rórri við búskap og býli.
Þriðja ritgerðin er „Búnaðarfélög-
in“ eftir S. S,
Skýrir hann frá búnaðarfélögum
iandsins, hve mörg þau eru, styrk
til þeirra, dagsverkafjölda' og tölu fé-
lagsmanna.. Árið 1902 voru 126
búnaðarfélög með 2404 meðlimum.
En dagsverkafjöldi frá árinu 1901
var 64,435. Á þessum skýringum
sést, að Suðuramtið ber höfuðið
hærra en hin önnur ömtin í dags-
verkatölu. Það sést líka, að tölu-
vert ósamræmi er í lögum þessara
ýmsu biinaðarfélaga, sem von er;
því þar hefir hver sveit stuðst við
sitt eigið. Sum félögin skifta styrkn-
um milli meðiima sinna. Önnur
láta styrkinn ganga beinlínis til
vinnu, það er, taka menn til að vinna
vissan tíma hjá hverjum; mönnum
þessum er svo borgað úr félagssjóði.
Þetta fyrirkomulag, að láta vana og
vissa menn stjórna jarðabótavinn-
unni, hefir stóra kosti fram yfir hina
aðferðina. Fyrst er nú það. eins og
S. tekur fram, að vinnufólkseklan er
orðin svo tilfinnanleg, að bændur
verða sjalfir að gera öll útiverk, svo
timinn verður lítill, sem jarðyrkjan
fær, og hjá mörgum er engin stund
aflögu frá hinum nauðsynlegu heim-
ilisverkum. í öðru lagi eru venju-
lega sléttur betur gerðar, þegar van-
ir menn vinna að þeim, sem ekkí þurfa
um annað að hugsa, og eru ráðnir til
þess verks, og stjórna því að öliu leyti.
Þetta er í alla staði eðlilegt; því hjá
einyrkjanum er líminn naumur;
hann verður því að flaustra verkum
af, ef nokkuð á að vera górt, með
hugann langt frá höndum; er það
eðlilegt, þegar mörg verkin kalla að
í einu.
Þetta, að skifta upp styrknúm milli
félagsmanna, getur ekki álitist
heppileg aðferð til að gera jarðyrkj-
una almenna. Veit eg það, að þeir,
sem nógan vinnukraft hafa, geta
haldið því fram, en aðrir ekki, en sá
kraftur er nú ekki orðmnnema hjá ein-
staka manni. Styrkurinn nærtæp-
lega þeim tilgangi, sem honum er
ætlað að ná, með þessari skiftingu,
og getur jafnvel skoöast sem áteyrir.
Búnaðartélag íslands ætti að koma
á betra samræmi í búnaðarfélögum
sveitanna, vinsa úr beztu lögin og
gefa þeim meðmæli sín. Þá yrði
jarðyrkjan almennari og félagsskap
uriun tryggari og afkastameiri.
Þá er Ræktunarsjóðurinn 1903.
Úr honum voru lánaðar 8050 kr.
18 lánbeiðendum; en verðlaun fengu
65 af 102, er sótt höfðu um verð-
launin, en þau voru alls 4375 krón-
ur; hæstu verðlaun 200 kr., enlægstu
50 krónur.
Þar á eftir er tundarskýrsla frá
Búnaðarmálafundi við Þjórsárbrú; hans
hefir áður verið minst í Fjallkonunni.
Þá eru taldar þar upp ritgerðir um
búnaðar- og atvinnumál 1902 í blöð-
um og tímaritum.
Þessu næst er bréf frá gömlum
bónda, stutt. og efnisgott, og gefur
góðar bendingar um heyeld og ráð
til að varna honum. Til þess að
forðast hita í heyjum ráðleggur höf.
að stinga upp og þurka garðstæðin
vel, og að byrgja vel greni og geilar
svo að loft komist ekki að heyjun-
um.
Mjólkur og fóðurskýrslur frá Móðru-
völlum í Hörgárdal og Rauðará eru
góðar fyrirmyndir fyrir bændur. Að
síðustu klykkir ritið út með upp-
talningu á nemendum garðyrkjunnar
siðastliðið vor við Gróðrarstöðina í
Reykjavík, voru þeir 8 alls.
Menn sjá nú á þessu stutta yfir-
liti, að ritið er bæði fjölbreytt að
efni, enda margar góðar ritgerðir í
því; ættu sem flestir bændur að
kaupa það og lesa.
7. jan. 1904.
Ungur bóndi.
RangárvallasJ'slu (ofanv.) 3. febr.
Frá því blíðu-tíðinni um hátíðarn-
ar slepti, um 6. f. m., hefir veðrátt-
an verið óstöðug og umhleypinga-
söm, viðrað sinn daginn hverju og
suma daga tvennslags og þrennslags
veður. Aftur hefir verið nokkur
snjókoma, en oftast þó hagai-, þvi
jafnóðum reif af.
Mest hefir frostið verið 15. f. m.
c. 13° R. Tvo daga hefir verið ösku-
bylur, 26. og 29. jan., þó harðari sá
síðari; var þá lítt stætt veður og 9°
frost. Nokkrir hlákudagar og þiðu
hafa þó komið.
Síðan 1. þ. m. hetír kyngt, niður
miklum snjó í logni, svo að í gær
var nál. hnéþykt snjólagið á jafnsléttu
og haglaust með öllu. í dag dálæt-
isblíða, og hefir snjór sjatnað nokk-
uð. Haglaust þó enn.
Tíðustu áttirnar hafa verið útsynn-
ingur og landnyrðingur. Landnyi-ð-
ingur er naprasta vetraráttin hér.
Fénaðarhöld alstaðar góð og heil-
brigði alls penings yfirleit.t. Þó brydd-
ir á doða í kúm sumstaðar um burð,
en flestum hefir orðið hjálpað hér
nærlendis af Guðm. realst. Árnasyni
í Látalæti á Landi. Hann hefir lagt
stund á þess konar lækningar og
hepnast mjög vel.
Mannheilsa einnig alment með
bezta móti.
Mikið stendur nú til hér i sýsl-
unni með stofnun rjómabúa; eins og
þegar er kunnugt. Um þessarstofn-
anir í sjálfu sér er auðvitað ekkert
að segja nema hið bezta, og er eng-
inn vafi á, að í þeim felst rótin og
vísirinn til margs góðs og farsællegs
félagsskapar og bróðurlegrar sam-
hygðar og samvinnu meðal náung-
anna.
En meinið er, að svo er tíðast
vegum háttað, að þessar nytsemdar-
stofnanir geta ekki notið sín sem
skyldi. Hreppavegir víða illir og ó-
nógir, og þótt sveitirnar vilji og geti
máské líka komið á hjá sér akfær-
um vegum, þá eru menn þó æ í
vafa um, hvar leggja skuli þá vegi
út úr hreppunum, meðan ekkert er
víst um endastöðvar hins opinbera
þjóðvegar. Hann liggur nú ogendar
að Ægisíðu, en allir vona, aðhonum
verði vikið þaðan, vegna hins breyti-
lega og hrakningssama vaðs á Rangá
þar, og að hann verði látinn liggja
frá Rauðalæk austur að Rangá hjá
Árbæ, og vevði áin þar brúuð. Er
þar gott brúarstæði og hin mesta
nauðsyn orðin á brú þar.
Yæri þar komin brú og þjóð-
vegur, eða ættu menn vissa von þess,
þá þyrftu menn ekki lengur að vera
í vafa um, hvar leggja skyldi vegi
út úr nálægum hreppum, og ekki
lengur vera að káka við spotta og
spotta út í bláinn. Rjómabúin heimta
sem fyrst sæmilega akvegi úr sveit-
unum á þjóðvegina, og bíða stór-
hnekki þangað til þetta er fengið.