Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1904, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.06.1904, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinní í viku. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist tyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). ±J BÆNDABLAÐ V ERNLUNARBLAÐ TJppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé ti útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi i-i .joi'g' biaðið Afgreiðsla : Miðsí. XXI. árg. Reykjavík, 28. júní 1904. Nr. 26. Augnlækning ókeypis 1. ,og 3. þrd. á hverjum mán., kl. 11—1 í spítalanum. Foiingripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8^/a siðd. Landakotskikkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10t/a—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl.2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, föstudag og laugardag kl 12—1. Náttúrugiupasafn, í Vesturgötu 10, opin á sd. kl. 2-3. Tannlækning ókeypis í Pósthússt.ræti 14b 1. og 3. Tnánud. hvers mán. kl. 11—1. Walker’s giscuits John Walke=Glasgow. baka allar tegundir af hinum ljúf- fengu smákökum og ódýra skipsbrauði. Biðjið ætíð um þeirra brauð. Aðalumboðsmenn þeirra fyrir Is- land: G. Gíslason & Hay, Leith. Ekkjufrú Sylvia Nielsina Thorgrímsen andaðist 21 þ. m. eftir langa og þunga legu, eins og drepið var á 1 síðasta tbl. Hún var fædd 22. júlí 1822. Faðir hennar var danskur að ætt, Nielsen að nafni, verzlunarstj. á Siglu- firði; en móðir var íslenzk. Hún misti foreldra í æsku, en ólst upp hjá Bogöe, kaupm. á Húsavík, st.júpa föð- ur hennar. Systir frú Sylviu var Lovísa, kona Þorláks sál. bónda á Stóru- Tjörnum. En föðursystir hennar sam- mæðra var frú Jakobína, kona Jóns sál. Hjaltalíns, landlæknis. Frú Sylvia giítist árið 1847 í Kaup- mannahöfn Guðmundi kaupmanni Thorgrímsen. Fluttust þau hjón sama ár til Eyrarbakka, gerðist hann þar verzlunarstjóri og var þar síðan í 40 ár. Það er alkunnugt, að Guðm. sál. Thorgrímsen var hinn mesti höfðingi og heimili hans með meiri höfðings- brag, prýði og risnu en títt’var um nokkurt annað heimili hér á landi í þá tíð; og frú Sylvia var í alla staði manni sínum samhent í að gera heim- ilisbraginn ánægjulegan og prúðmann- legan. Gestrisni þeirra hjóna var með aíbrigðum. Var það hvorttveggja, að margan bar að garði á Eyrarbakka, enda gestum svo fa-gnað af húsráðend- um, að enginn gat gleymt, er einu sinni reyndi. Eins og gestum var J>ar yndi ánægju að njóta, svo mátti og sjá, að þeim hjónum var ekki annað yndi meira en að gleðja gesti sína og gera þeim alttil ununar. Á heimili þeirra hjóna var fyrirmyndarstjórn, innanhúss og utan, bæði skyldir og vandalausir, háir og lágir nutu þar hinnar sömu ástúðar og nærgætni. Bæði þau hjón voru hjart- anlega guðhrædd og trúrækin og á heimili þeirra var sannkristilegur blær, sem vakti virðingu og aðdáun allra, er kyntust þvi. Frú Sylvia var á yngri árum fríð- leikskona hin mesta, og létlítt ásjá, þótt árin fjölguðu á baki. Hún bar sem drotting silfurkórónu ellinnar. Yfirlit hennar var jafnan bjart, hreint og fagurt og bar vott um hreina og göfuga sál, enda elskaði hún alt fagurt og gott, elskaði líflð og ljósið með fegurðargeislum þess. Þau hjón eignuðust 8 börn og lifa af þeim Hans Thorgrímsen, prestur 1 Ameríku ; frú Jörgina S. M., kona L. E. Sveinbjörnsson, háyfirdómara; frú Sylvia Ljunge í Khöfn; frú Jakobína Eugenia Nielsen á Eyrarbakka; frú Ásta Hallgrímsson, ekkja Tómasar sál. læknis, og fröken Solveig, sem var með móður sinni til dauðadags. Hún var ekkja í 9 ár; var búin að eignast mörg barnabörn og nokk- ur barnabarnabörn. Það er á slíkum sæmdarkonum, að orð skáldsins rætast, því þær eru „lands og lýða Ijós í þúsuud ár“. Konur snúa á karlmenn, Það er kunnugt, að á Suðuriandi hafa á stöku stað verið gerðar til- raunir til þess að stofna ábyrgðarsjóði fyrir kýr, og ein sýslunefnd á Suður- landi hafði fyrir nokkrum árum líkt mál með höndum, nema hvað það var víðtækara. Því þar var, ef oss minnir rétt, ætlast. til að ábyrgðin tæki yfir alla stórgripi sýslunnar. En - því miður hefir nauðsynja- mál þetta óvíða náð verulega fram að ganga enn sem komið er, þar sem oss er kunnugt um. Verðurþó ekki annað sagt, en að það mál sé bændum til mikils gagns og búnað- inum til stuðnings og eflingar. En þetta, sem trauðlega hefir tek- ist fyrir oss Sunnlendingum, hefir þar á móti komist í framkvæmd hjá konum í Norður-Þingeyjarsýslu, og er maklegt, að því sé á lofti haldið. Þeim heidur, sem heiður heyrir, þó konur séu. í skýrslu þeirri, sem Sig. ráðu- nautur Sigurðsson samdi í fyrravet- ur um búnaðinn á Norðurlandi og sem prentaður var í blaðinu „Norð- land“, er skýrt frá því, að í Keldu- hverfi í Norður-Þingeyjarsýslu hafi verið stofnaður ábyrgðarsjóður fyrir kýr. Séu það konur sveitarinnar, „sem sjóðinn hafa myndað á þann hátt, að leggja tii hans árlega nokk- ur pund af sméri eða andvirði þess“. Henni hefir vanalega ekki verið dillað og hossað hátt, kvenþjóðinni hérna á íslandi, og vér getum ætlað, að þessi framkvæmd kvennanna í Kelduhverfi muni af einhverjum ekki talið stórvirki eða efni til mikilla frá- sagna. En vér lítum svo á, að það sé á- nægju- og gleðiefni, hvar sem bólar á nytsamlegum framkvæmdaranda og gagnlegum tilþrifum hjá kvenfólkinu íslenzka. Þegar litið er á kjör þau, andleg og líkamleg, sem kvenfólkið hér á landi hefir átt jafnaðarlegast við að búa um liðnar aldir og allar götur fram til nútíðar, þá höfum við karlmennirnir, ekki ástæðu til að ætlast til svo ýkja mikils af þeim. Þeim hefir oftast verið skipað á óæðra bekkinn í mannfólaginu, og jafnvelveriðtalið hæfilegast, að minsta kosti af sumum, að sæti þeirra væri sem næst hlóðarsteinunum. En það er nú svona samt, að gamla íslenzka þjóðtrúin gerði jafn- an ráð fyrir, að mestur væri maður- inn í öskustóarbarninu og það ætti jafnan drýgstu gæfusporin að ganga. Það er eins og þjóðskáldin gömlu hafi eitthvað rámað í það, vitandi eða óafvitandi, að mæður þeirra voru úr flokki öskustóarbarnanna íslenzku og dætur þeirra fóru flestar í þá hina sömu vistina. Jæja! Hvað sem þessu líður, þá er það nú víst, að framtíðarvonirnar um blessun og gæfu eru engu síður tengdar við kvenfólkið en karlmenn- ina, og vér fögnum hvar sem vér sjáum þess vott, að ekki eru allar dísir dauðar að því, er kvenfólkið snertir, hug þess og dug. Og vér tökum hattinn ofan fyrir þingeysku konunum í Kelduhverfinu, semfram- kvæmt hafa það með samtökum sín- um og félagsanda, er vafist hefirfyr- ir okkur karlmönnunum víðast um land, þó í buxum séum. Nú eru rjómabúin að spretta upp til og frá um Suðurland og viðar. Fyrir þau verður mjólkin verðmæt- ari en áður og kýrnar eru þegar teknar að bráðhækka í verði. Þetta eru gleðitíðindi fyrir alla þá, sem vilja landbúnaðinum vel, því úr þessari átt mun bændum drjúpa drjúgt, er stundir líða fram. En um leið og kýrnar hækka í verði og afurðir þeirra fara vaxandi að megni, gæðum og verðmæti, þá er og tjónið meira og tilfinnanlegra, ef bóndinn missir kú eða kýr á óhent- ugum tíma. Getur það þó jafnan að höndum borið bæði hjá ríkum og fátækum, eins og dagleg dæmin sanna. Verið getur, að andstæðingum þessa máls þyki þörfin á kúaábyrgð- um nú verða minni beint fyrir rjóma- búin, af því að þá verði bændur fær- ari um að bera skaðann. En þessi skoðun er röng og skul- um vér láta nægja, að benda á það eitt, að aldrei eru útvegsmenn svo einfaldir, að álíta, að minni sé þörf á að tryggja skipin þótt vertíð reyn- ist góð og afli sé i háu verði. Vér álitum, að eftir því semrjóma- búin fjölga og verða þroskameiri, að sama skapi vaxi bæði þörfin á að koma kúaábyrgðarsjóðunum á stofn og um leið máttur bænda til þess að geta komið slíkum sjóðuin á lagg- irnar. Teljum vér, að landssjóði sé engu óskyldara að styrkja; slíkar sjóðstofnanir heldur en ábyrgdarfélög þilskipa. Landbóndinn og útvegs- bóndinn eiga að njóta jafnréttis; þeir eru báðir jafnþarfir og eiga að vera jafn réttarháir. Vér hreyfum máli þessu enn þá og beinum því nú sérstaklega að bændum þeim, sem við rjómabúin eru og verða dreiíðir. Vér ætlum þeim frekari félags- og framkvæmd- aranda en mörgum öðrum, án þess þó að gera að nokkru leyti lítið úr hinum. Vér spyrjum að lokum: Er til ofmikils mælst, að ætlast til þess, að karlmennirnir á Suðurlandi geti haldið í við konurnar á Norðurlandi í þessu máli? Eða, ef bændurnir eru tregir til að stíga þetta spor til að tryggja arð- sömustu e'gnina sína, er þá óhæfa að nefna það, að konurnar á Suður- landi manni sig upp og fari í för systra sinna í Kelduhverfinu í Þing- eyjarsýslu ? Pað vœri „œrlegt strykl“ Silnnlendingur. jjúnaðarbálkur. XV. Að fara snemma á fætur. „Morgunstund ber gull í mund“. Enginn neitar þvi, en oft þarf slíkt að brýna, og hér fer á eftir hugvekja frá sænskum lækni um það efni. Heldra fólkið, sem kallað er, fer vanalega seint að hátta og seint á fætur. í fljótu bragði virðist svo, sem þetta gildi einu, að eins ef sofið er í 8 stundir yfir sólarhringinn. En Þessu er þó eigi þann veg varið. — Tveggja stunda svefn fyrir miðnætti hefir meiri og betri áhrif á líkamann en fjögra stunda svefn að deginum til. Því er að vísu svo varið, að menn- imir geta vanið sig á ýmislegt, sem stríðir á móti náttúrlegu eðli þeirra að meira eða minna leyti; og svo er með það, að fara seint að sofa. — En heilbrigðisástand slíkra manna er yfirleitt lakara en hinna, sem íara

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.