Fjallkonan - 28.06.1904, Qupperneq 2
102
FJALLKONAN.
snemma að sofa og snemma á fæt-
ur. —
Munuiinn lýsir sér þegar í ytra
útliti. Sá, sem fer seint að sofa, er
þreytulegur ásýndum og fölur í fram-
an; þar á móti hinn, er fer snemma
á fætur, er vanalega hraustlegur, og
hefir heilbrigða sál í hraustum iík-
ama. Matarlystin er góð og honum
verður gott af matnum; en sá, sem
vakir að nóttunni og fer seint á
fætur, er tíðast ólystugur, grettinn
og magaveikur.
Að vaka lengi fram eftir nóttunni
getur orsakað andvökur og órólegan
svefn.
Það er þvi ekki einasta heimsku-
legt, að sofa lengi fram eftir að
morgninum, heldur er það einnig af-
ar-skaðiegt.
Það er staðreynt, að taugaveiklun
fer mjög í vöxt nú á tímum, og að
hún er að verða ineira almenn en
áður var.
Forfeður vorir fóru á fætur kl. 4
að morgninum; en þeir þektu heldur
ekki þessa plágu.
Það er ekki tóm tilviljun, er þessu
veldur; miklu fremur mætti ætla,
að vaxandi taugaveiklun standi í
sambandi við óregluiegar hættur og
rúmleti.
Letin veldur sjúkdómum og stytt-
ir lífið; það hefir reynslan sýnt. —
Það er því eigi undarlegt, þótt sá,
sem of mikið sefur, verði eigi eins
gamall og hinn, ei minna sefur og
meira starfar.
Farðu á fætur kl. 6 á hverjum
morgni; það styrkir líkama og sál.
Sá, sem fer snemma á fætur, sofn-
ar rótt að kvöldinu og seíur vel yfir
nóttina.
Með þessu móti fær og maðurinn
afkastað miklu meiri vinnu, en ella
o£ honum líður betur.
í Ameríku hefir verið uppfundið
eins konar „ vekjararúm". Það er
þannig útbúið, að klukkan 6 að
morgninum hringir klukka, er vekur
þann, sem sefur í rúminu. Ef hann
fer ekki þegar á fætur, fer rúmið
sjálít að hristast. Hafi það engin
áhrif á þann, sem í rúminu er, þeyt-
ir rúmið honum fram á gólf, hægt
og gætilega, og dregst því næst
saman af sjálfu sér.
Nýjar bækursendar Fjallkonunni
frá Gyldendals bókaverzlun:
Krigen mellem Japan og Bmland,
4.— 10. hefti. Frásögnin fylgist með
atburðunum á sjó og landi og nær
hún til aprílmánaðarloka. Hraðskeyta-
fregnir, sem fylgja síðasta hefti, ná
til 12. maí. í hverju hefti margar
fallegar myndir.
C. F. Tietgen: Erindringer og
Optegnelser, udgivne af 0. C. Mol-
bech. 199 bls. Tietgen var á sinni
tið mikilhæfasti framkvæmdarmaður
með Dönum og meira eða minna
riðinn við öll stórvirki, sem þá voru
á laggir sett, t. d. „hið sameinaða
gufuskipafélag", „hið mikla norræna
fróttaþráðarfélag" o. m. fl. Fyrir
innan þrítugt varð liann fyrsti banka-
Stjóri Frivatbankans og hóf hann með
íorsjá sinni og dugnaði tíl hinna
mestu þrifa. Eiga Danir honum
mikið að þakka, enda hafaminriingu
hans í heiðri.
Clara liebig: JJet daglige Bröd.
Skáldsap í tveim hlutum; 427 bls.
Höfundurinn er þýzk skáldkona, er
mikið liefir ritað. Skáldsögu þessari
er snúið á dönsku af Vibeke Salicath.
Selma Lagerlóf: Kristuslegender.
238. bis. Bæði góð og skemtleg bók.
r
Utlendar fréttir.
Austræni ófriðurinn.
Fréttir af ófriðnum eru nú fáar og
smáar. Það helzta er, að floti Rússa
í Wladivostok hefir enn á ný gert
útrás og sökt þremur iapönskum
vöru- og liðflutningaskipum. Mann-
tjón varð þar nokkurt; mælt er, að
nálega 1000 marnis hafi druknað
þar; skipverjar vildu heldur sökkva
með skipunum, en verða teknir til
fanga af Rússum. Manntjónið þvi
meira en þurft hefði að vera. — Er
fréttist til ferða Wladivostok-flotans,
lagði japanski flotinn þegar af stað
til að leita hann uppi og neyða hann
til bardaga. En japanski flotinn hrepti
þokur miklar og misti því af fjand-
mönnum sínum. Er það í annað
sinn er floti þeirra gengur úr greip-
urn Japana. Þykir þeim að flotafor-
ingi sinn, Kamimura, hafi sýnt ó-
dugnað af sér og eru houum reiðir.
Á landi stóð allmikil orusta 21.
og 22. þ. m. á Liaotangskaganum
ofarlega, við Telisse eða Wafankan.
Biðu .Rússar þar ósigur all-mikinnog
mistu fjölda manna, óljóst þó, hversu
marga, nokkrir segja 10,000, en aðr-
ir að eins 3000 og mun það nær
sanni.
Japanar segjast hafa grafið á víg-
vellmum við Telisse 15 lö Rússa. —
Sjálfir mistu Japanar frek 900, eftir
sögn sjálfra þeirra.
Almæli er, að vistaskortur sé orð-
inn tilfinnanlegur í Port Arthur; hafa
fregnir þær einkum komið frá Tjifu,
en þangað hafa komið margir flótta-
rnenn, er sloppið hafa frá P. A. Eru
það bæði Kmverjar og síberiskir lið-
hlaupar úr her Rússa. Daglegur
fæðisskamtur rússnesku hermann-
anna hefir verið færður niður um
þriðjung. Matvæli komin í afarverð.
Rússneskur hershöfðingi, Milanov
að nafni, hefir verið á ferð í Aþenu-
borg í þeim erindum, að þinga við
stjórn Grikkja um kaup á þrem her-
skipum, Hyðra, Spezzia og Psara. —
En Grikkir hafa reynst tregir og
loks neitað að selja. Er mælt, að
Milanov hafi þá ætlað að snúa sér
til Tyikja og reyna að æra út úr
þeim tvær eða þrjár fleytur.
Margar sögur ganga af ólagi, fjár-
dráttum og mútum, sem títt sé um
á Rússlandi ekki síður nú en að
undanförnu. Þykir margt benda á,
að samvizkulausir fjárglæframenn
noti styrjöldinu til voðalegra ijár-
pretta. Er ritað frá Pótursborg til
enskra blaða, að Dagmar Kristjáns-
dóttir, keisaraekkja, móðir Nikulásar,
hafi hlutast til um rannsóknir hjá
embættismönnum þeim, er hafa hönd
í bagga með Síberíubrautinni, og hafi
þá stórsvik og fjárdrættir komið upp
úr kafinu; embættismennirnir og aðr-
ir þorparar, sem stela í skjóli þeirra,
höfðu dregið undir sig 7 millíónir
punda af forða þeim, sem átti að
fara til hersins austur frá.
Stjórnin i Japan hefir enn að nýju
tekið lán til hernaðarþarfa, og gekk
það æði greiðlega. Fékst alt, ogjaín-
vel rneira en á þurfti að halda ,fyrsta
daginn. Keisari Japana ntaði sig
þegar fyrir 20 millíónum yena —
hver yen er 3 kr. 88 a. — Japans-
banki ritaði sig fyrir jafnmiklu, ann-
ar banki þar í landi fyrir 10 millíón-
um, og einstakir menn rituðu sig
fyrir öllu hinu.
Bobrikoft' myrtur.
Landstjóranum rússneska á Finn-
iandi, Bobrikoff, sem á allar lundir
hefir þjakað og þjarmað Finnum, og
reynst þeim sannefndur píslarvöndur,
var veitt banatilræði fimtudaginn 16.
þ. m. með skotum og lézt hann dag-
inn eftir af sárum.
Sá, er skaut óþokkann, hét Eugen
Schaumann, lögfræðingur ungur, að-
stoðarmaður 1 einni stjórnardeildinni
í Helsingfors, höfuðborg Finnlands.
Þrjú skotin hittu Bobrikoff; kom
eitt í hálsinn, annað í brjóstið og
þriðja í kviðinn neðantil. Það skotið
dró til dauða. Læknar náðu kúlunni
að vísu út; en af því sári andaðist
Bobrikoff.
Að vísu er tiltæki þetta ekki gott.
En vorkunnarmál er Finnum, þótt
þeir að lokum grípi til örþrifaráða í
nauðum sínum. Þeir hafa áðurmarg-
ar friðsamlegar leiðir reynt; en alt
til einkis.
Landhreinsun mun Finnum þykja,
að losna við þenna rússneska píslar-
vönd.
En því miður fer líklega svo, að
„ekki dvín eftir þann dauða“.
Nýdáinn er í Danmörku merkur
maður, etazráð Augustin Gamél. —
Hann var stórríkur maður og notaði
auð sinn til að styrkja ýms vísinda-
leg fyrirtæki; enda þótti hann ein-
rænn maður og var kunnur að því,
að binda ekki bagga sína sömu hnút-
um og aðrir samferðamenn. Hann
kostaði af fé sínu hina svo nefndu
Djimphna — frb. dæmfna — för,
sem kapteinn Hovgaard veitti for-
stöðu. Þá kostaði hann og að
nokkru ferð Friðþjófs Nansen þvert
yfir Grænland. Enn fremur lagði hann
fé til rannsókna Þorvaldar Thorodd-
sen hér á landi, árið sem alþingi
synjaði honum styrksins. Etazráð
Gamél var veill á geðsmunum hin
síðari árin, en andaðist úr lungna-
bólgu.
í Svíþjóð urðu allmiklir brunar
um miðjan þenna.mánuð. Brann í
Yesturási verksmiðja til kaldra kola.
Einnig brunnu 8 bóndabýli, sem stóðu
í hvirfingu, og voru þau öll óvátrygð.
Hershöfðingjar í Serbíu voru
að hugsa um að minnast inorðsins
á Alexander konungi og Drögu með
dansleik á dauðadag þeirra. En
Dumba, sendiherra Austurríkiskeisara,
lýsti því þá yfir, að hann og öll
sendisveitin mundi halda á brott, ef
hneyksli það við gengist. Var þá
dansleikurinn bannaður.
Páfinn hefir farið þess á leit ný-
lega, að fulltrúi frá hans hendi ætti
sæti í gerðardóminuin í Haag. Þeirri
málaleitun hafði verið neitað áður
og var neitað enn að nýju. Frakk*
ar og ítalir voru þar óþjálastir ljáir
í þúfu.
Voða-slys. Þúsuml maniieskjur
láta lífið.
Um 5Q0 börn frá sunnudagaskóla
einum í New York og auk þeirra
mörg hundruð fullorðirma manna
fóru um miðjan þenna mánuð á
skemtiferð á gufuskipi því, sem hét
„Geueral Slocum“. Eldur kom upp
í skipinu öllum óvænt og óx hann
evo geyst, að ekki varð við neitt ráð-
ið, var ómögulegt, meira að segja, að
koma bátum frá borði. Loks tókst að
hleypa skipinu upp á grynningar og
datt þá niður þilfarið.
Biöðin segja, að um 500 börn hafi
farist. og annað eins af fullorðnu
fólki. Sumt lét lífið í loganum, en
sumt fleygði sór í sjóínn.
Nýr forseti var kosinn 12. þ. m.
í ríkinu Argentína í Suður-Ameríku.
Heitir hann Manuel Quintano. Tekur
við embætti 12. okt. í haust.
í Minneapolis lenti tveim járn-
brautarlestum saman 13. þ. m. og
og létust þar margar manneskjur.
Lög brotin og lögreglan óvirt.
Sýslumaður Páll Einarsson var 14.
þ- m. á ferð suður í Keflavík, á
manntalsþingaferðum. Lá þá botn-
vörpungur þar á höfninni, hlaðinn afla
og búirm til heimferðar. Tveirmenn
í Leyru höfðu áður kært fyrir sýslu-
manni, að þeir hefðu sóð botnvörp-
ung þenna að ólöglegum veiðum í
landhelgi. Fór því sýslumaður út í
skip þetta, tók skipstjóra í landmeð
sér og höfðaði mál inóti honum,
með því lögfullar sannanir fengust
um brot hans. Var skipstjóri dæmd-
ur í 1800 kr. sekt og afli og veiðar-
færi gert upptækt.
„Hekla" var um þetta leyti í Rvík
og fór hún með skipið inn í Hafn-
arfjörð. En ekki þóttist hún hafa
tíma til að bíða málsúrslita og setti
sýslumaður því fjóra íslenzka menn
út í skipið til að hafa gætur á, að
það ekki gengi sér úr greipum.
Laugardagskveldið 18. þ. m. fær
skipstjóri skeyti frá yfirmanninum á
enska herskipinu „Bellona", er lá á
Rvíkurhöfn, að koma þangað inneft*
ir tafarlaust; og brá hann þegar við.
Sama daginn þykist stýrimaður
ekki þola við fyrir tóbaksleysi og
flytja hinir íslenzku varðmenn hann
þá í land. Eftir háttutíma um kveid-
ið kemur hann út aftur á stolinni
kænu, ogsamstundis er tekið að kynda
undir gufukatlinum. Síðan létta þeir
akkerum og halda af stað.
Var þetta tveim. stundum eftir
lágnætti.
Utarlega í firðinum veita skipverj-
ar íslendingunum aðgöngu og reka
þá niður í stolnu kænuna. íslend-
ingar vóru vopnlausir og sáu sór þann
kost nauðugan að hiýða. Komust
þeir við illan leik á land, því kæn*
an fleytti þeim tæplega.
Sýslumaður brá þegar við og fór
inn í Reykjavík, ef ske kynni, að hafa
mætti hendur í hári skipstjórans,
sem þar átti að vera. En hann var
þá allur á bak og burt. Er ætlun
manna, að hann hafi komist í botn*
vörpung, sem lét út héðan um kveldið,
og hann aftur skotið honum í skip
Jians úti í flóa^