Fjallkonan - 03.08.1904, Side 3
FJALLKONAN.
123
Þær dansandi syngja: ..Sjá alt er orðið nýtt,
og alt af hækkar sæmd yors höfuðstaðar!
Vér munum þau, holtin þin, hrjóstrug og ber
og hrevsin, sem áður fyrr hér stóðu;
á ljósgrænu túnin nú bjarma sinn ber
hin bjarta sól og húsin nýju, góðu“.
Svo tökum vér undir og óskum þess heitt,
að aldrei þér verði neitt að grandi,
en framför þín geti til farsældar leitt
og frelsi’ og manndáð eflt í voru landi.
Efsundrungin færekki’ að festa á þér hramm
og fósturbörn þín í sundur skilja,
þá veit ég þú brýtur þér brautina fram
með brandi, hertum trú og ást og vilja.
Þín kóróna gnæfi við gullfjölluð ský
og geislana yfir landið breiði,
og menningarstraumarnir æðum þér í
með afli sterku þrótt í börn þín leiði!
Loks mælti kandidat Guðmundur
Finnbogason fyrir minni íslendinga
erlendis.
Um miðjan aftan var glímt.
Fyrstu verðlaun (20 kr.) hlaut
Jónatan Þorsteinsson, söðlasmiður í
Rvík.
Önnur verðlaun (15 kr.) hlaut
Guðmundur Erlendsson írá Hlíðar-
enda í Fljótshlíð.
Þriðju verðlaun (10 kr.) fékk Valde-
mar Sigurðsson í Rvík.
Hátíðin fór yfir höfuð vel og sið-
lega fram; má segja það þingheimi
til maklegs lofs, að valla sá vín á
nokkrum manni.
Nærri lá, að voðaslys yrði skamt
fyrir utan það svæði, sem
afmarkað var til hátíðarhaldsins. —
Piltur einn úr bænum fór að klifra
upp í annað mastrið, sem reist eru
upp fyrir utan stýrimannaskólann,
og féll hann niður á jörð af neðstu
ránni. Sem eðlilegt var, féll hann í
ómegin við byltuna og var borinn
meðvitundarlaus inn í spítalann. En
sem betur fór, raknaði hann brátt
við og reyndist þá, að hann mundi
að mestu heill og óskemdur, enda
var læknishjálp þegar við hendina.
Hann gekk sjálfur heim til sín í
gærkveldi. — Reykvíkingar hafa jafn-
an verið veðursælir á þjóðhátíðum
sínum, og svo var enn. Þótt í lofti
þyknaði, er fram á dagimj kom, var
sama blíðan daginn út; kveldið blitt
og unaðslegt fram á nótt.
Bending1.
Þess er getið í „Reykjavíkínni" 30.
f. m., að fiskiskip Konr. Hjálmars-
sonar, kaupmanns á Mjóafirði, hafi
kollsiglt sig og 6 íslenzkir hásetar
druknað ; er þar jafnframt gefið í skyn,
að skip þetta muni hafa verið „Súl-
an“. Kunnugur maður, sem var á
„Súlunni“ví fyrra, hefir beðið þess
getið í Fjallkonunni, að miklar líkur
séu til, að skip það, sem kollsigidi
sig, hafi ekki verið „Súlan." Hún
hefir gufuvél og notar sjaldan segl,
nema lítið eitt í hagstæðum vindi til
hjálpar. Skipið, sem fyrir siysinu
varð, segir hann, að muni hafa verið
norskur síldarbátur, sem Konr. Hjálm-
arson keypti frá Noregi í vor. Á
honum voru 7—8 menn og skipstj.
norskur. Á „Súlunni" eru aftur 20
—24mennog skipstj. íslenzkur. Senni-
legt, að hér só blandað málum, þar
sem flestum hór er að líkindum ó-
kunnugt um þessi skipakaup í vor,
sem og er náttúrlegt. Annars koma
væntanlega nánari fregnir um slys
þetta innan skams með Hólum.
Samkv. fregnum með „Hólum“ er
þessi bending rétt. Ritstj.
Sæslang'an.
Sjómenn hafa oft haft það á orði,
að í sjó væri til skrýmsli það, sem
nefnt hefir verið sæslanga. Hafa
þeir iðulega þózt hafa séð ferlíki
þetta. En vísindamenn hafa aldrei
viljað trúa sögusögnum þessum, sagt
þær markleysu, missýningar og sjó-
mannalýgi.
En nú er annað að verða uppi á
teningnum.
Háskólakennari í dýrafræði, Giard,
sem ritað hefir mjög mörg rit í
þeirri vísindagrein, hefir nýiega hald-
ið fyrirlestur um þetta efni í hinu
heimsfræga frakkneska vísindafélagi
í Parísarborg.
Orsökin til fyrirlestursins var sú,
að frakkneskur flotaforingi, Eost að
nafni, yfirmaður á skipinu Decidóe,
hafði sent honum skýrslu um sæ-
slönguna, undirritaða af öllum þeim,
sem á skipinu voru, háum og lágum.
Skipverjar sáu skrýmsli þetta aust-
ur í indókínverska hafinu hinn 25.
febrúar i vetur. Fyrirliðarnar hugðu
fyrst, er þeir sáu skrýmslið, að það
væri afarstór skjaldbaka; en þá teygði
það úr sór og varð meira en 100
fet á lengd; kom það margsinnis
upp, ýmist á( bakborða eða stjórn-
borða. Slangan var svört á litinn
með gulleitum blettum.
Með því að öll skipshöfnin sá
skepnu þessa, þá telur Giard það
heimsku eina, að þræta lengur fyrir
það, að sæslanga só til. Minti hann
í því sambandi á, að flotaforingi
Lagréville, yfii-maður á skipinu „Aval-
anche“, hefði í júlímánuði 1897 séð
sæskrýmsli á sömu stöðvum. Hefði
hann lýst því nákvæmlega og bæri
þeirri lýsingu í öllum greinum sam-
an við þá, er Eost hefði sent.
Giard sagði enn fremur, að í Afríku
hefðu menn nýlega fundið dýr, er
okapia heitir; ætluðu allir, að það dýra-
kyn hefði dáið út fyrir mörgum þús-
undum ára. En nú væri samt sannað,
að svo væri ekki. Þegar ekki væri
betur leitað á landi, þá væri sízt fyrir
að synja, sagði hann, hvað dyljast
kynni í djúpi sævarins.
Meðlimir vísindafélagsins gerðu mik-
inn róm að tölu Giards. Stakk hann
að lokum upp á því, að gerður væri
út vísindalegur leiðangur austur í
höf til að rannsaka þetta mál frekar,
og tjáðu ailir sig því samþykka.
Alvarleg bending'.
Það bar til í Charlottenburg, skamt
frá Berlín, að ung stúlka var þjáð
af hjartasjúkdómi; voru læknar tví-
búnir að gera holdskurði á henni, en
það kom fyrir ekki. Elnaði henni
svo sóttin og 2. f. m. andaðist hún.
Læknir sá, er stundaði hana í leg-
unni, kvað hanadauða og ritaðidán-
arvottorð.
Yar stúlkan svo kistulögð.
En 5. f. m., þrem dögum eftir að
hún var sögð látin og rétt áður en
átti að jarða hana, settist hún alt í
einu upp í kistunni og fékk bæði mál
og rænu.
Meira að segja, sjúkdómur hennar
virtist með öllu læknaðar eða horf-
inn; því skömmu seinna komst hún
á fætur og gat verið í veizlu.
Ekki kveðst hún geta lýst angist
sinni og hugarhrellingu, meðan hún
lá í kistunnni og gat ekki hrært
legg eða lið, en heyrði þó alt, sem
gerðist kringum hana.
Skipakoinur. Seglskipið Ihyra
(230, P. Rasmussen) kom 25. f. m.
með timburfarm til Godthaabsvei'zl-
unar.
„Scandia“ kom í morgun með kol
til Björns Guðmundssonar.
Botnvörpungur höndlaður. —
Hekla hitti 25. f. m. norska fiski-
skútu í landhelgi við Siglunes; hét
hún Elise, frá Skudesnæs (kapt. Sigurd
Waage). Yar hún flutt til Sauðár-
króks og skipstjóri sektaður um 150
kr. Daginn eftir hitti hún enskan
botnvörpung í iandhelgi út af Arn-
arfirði. Heitir hann Paragon og var
frá Hull (kapt. Wiiliam Magara). —
Skipstjóri þrætti lengi, en sá sér
loks eigi annað fært en að meðganga.
Var botnvörpungurinn fluttur til
Patreksfjarðar, sektaðurum 2000 kr.
og afli og veiðarfæri gert upptækt.
Sama skip vitnaðist þá, að hafa ver-
ið oft í landhelgi her í Garðsjó.
Giufuskipið „Fridtlijof“ kom frá
útlöndum 27. f. m. Skipið kom við
á Seyðisfirði; þaðan kom með því
Eyjólfur Jónsson til að kynna sér
bankastörf hér. Skipið fór aftur 28.
f. m. norður á Sauðárkrók; með því
þangað sóra Steíán M. Jónsson frá
Auðkúlu; ætlaði skipið að koma við
á ísafirði; með því þangað Helgi
Sveinsson, hlufabankaútibústjóri
„Kong Tryggve“ kom frá útlönd-
um 29. f. m. Með honum komu
margir farþegjar þar á meðal prest*
arnir N. Dalhoff og O. P. Monrad,
86
Skömmu eftir dauða föður sína kvæntíst hann, í konuna
var talsvert spunnið og gat hún haft hemil á honum í tvö ár.
Að þeim liðnum misti hún á honum taumhaldið og fór hann
þá að gefa sig við fjárhættuspilum; eyddi hann á þá leið heima-
mundi konunnar á skömmum tíma. Átti hann þá ekki annað
eftir en höfuðból ættarinnar og þótti honum minkun að því, að'
selja það. Samt neyddist hann til að selja undan því smá sneiðar.
Þegar hann var um fertugt, misti hann konuna. Kom hann
þá einkadóttur sinni í fóstur hjá systur sinni, sem hét frú de
Juines; en hún þóttist ekki ráða við stelpuna og var henni þá
komið í klausturskóla.
Teteról gamli hafði fyrsta kastið sezt að í veitingahúsinu.
En hann varð brátt leiður á hávaðanum og slarkinu, sem þar
var. Hann þurfti að hafa næði til að hugsa, og nú þurfti hann
að hugsa miklu fremur en nokkru sinni endrarnær.
Hann séra Míró hafði verið að svipast um eftir húsnæði
handa honum; gerði hann því Teteról boð einn daginn, að hús
væri falt skamt fyrir utan þorpið. Teteról fór og skoðaði húsið í
krók og kring, og reyndist það alveg eins og presturinn hafði lýst
því. Honum leizt mjög vel á húsið, þótti það mátulega stórt;
hann áskildi sér einungis, að mega vera í nokkra mánuði til
reynslu áður en hann keypti það. — Þegar Teteról var búinn að
koma sér á laggirnar, hafðist hann lítið annað að, en ganga um með
hendurnar í vösunum og hattinn í hnakkanum. Hann var mál-
hreyfinn við hvern, sem hann hitti, spurði menn úr spjörunum,
skrafaði og skeggræddi út um alla heima og geyma, einkum þó
83
við sjá til. Einsetumehnirnir hafa vanaiega verið inn undir bjá
skaparanum".
Teteról kvaddi prestinn og fór. Fyrst hélt hann eftir þjóð-
veginum; því næst gekk hann eftir götuslóða, sem lá upp á hæð-
arbrún. Hann breiddi snítuklútinn sinn á stóran stein og tók sér
þ|r síðan sæti. Fyrir neðan han-n lá fallegur dalur og rann á
eftir honum miðjum. Öðru megin árinnar var barónshöllin, stór
og fögur. Fagur og mikill garður var framundan höllinni ognáði
hann niður að ánni; var grasivaxinn bali framundan höllinni og
meðfram honum marmarahandrið. En hinumegin hallarinnar og
aftur af útihúsum tók við líðandi brekka, öll skógivaxin.
Teteról sat hugsandi og horfði áhyggjufuliur yfir barónshöll-
ina og sveitina um hverfis. Hann þóttist skjótt sjá, hvað búið
væii að seija undan höfuðbólinu, og að áin mundi vera orðin í
mörkum. Honum kom margt í hug meðan hann sat þarna, og
það var eins og hugsjónin, sem hafði fyigt honum alla æfi, færi
nú að íklæðast holdi og blóði.
Hann spenti greipar, leit á hendur sínar og talaði við sjálf-
an sig:
„Nú er dagsverki.nu lokið; nú skulum við hvíla okkur. Við
höfum borið grjót, blandað kalk og dregið saman marga skildinga.
Hvað eigum við nú að gera okkur til gamans?"
Hann horíði langa liríð í gaupnir sór og þótti honum þá
sem hann væri orðinn húsbóndi í barónshöllinni og gamli barón-
inn risi upp úr gröf sinni og atyrti son sinn:
„Þykir þér ekki minkun að því, að hafa látið óþokkakarRnu