Fjallkonan


Fjallkonan - 27.09.1904, Síða 1

Fjallkonan - 27.09.1904, Síða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða IV2 dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). BÍENDABL.AÐ TTppsögn (skriíleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla : Miðstrseti. V ERZLUNARBLAÐ XXI. árg. Reykjavík, 27. september 1904. Nr. 38. Augnlæknino ókeypis 1. og 3. þrd. á hyerjum mán., kl. 11 — 1 í spítalanum. Forngripasapn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa opin á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskvöldi kl. 8Vg síðd. Lhndakotskirk.ta. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10V^—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 (md., mvd. og ld. kl. 2—3 til út- lána) 6—8 síðdegis. Landsskjalasafnib er opið hvern þriðju- dag, föstudag og laugardag kl. 12—1. Náttúrugripasapn, í Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2- 3. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. inánud. hvers mán. kl. 11—1. T i 1 kaupenda „fjallkonunnar". Með því að eg við næstu áramót sel af höndum „Fjallkonuna", þá vil eg vinsamlega biðja þá, sem skulda mér fyrir blaðið. að greiða þær skuld- ir til mín nú í sumar eða í haust. Reykjavík, 19. ág. 1904. Ólafur Ólafsson. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 10. sept. 1904. Af ófriðnum er fátt að frétta, nema hina afarmikiu og mannskæðu orustu, er háð var við Liaoyang síðustu dag- ana í ágúst og fyrstu daga septem- bermánaðar. En að líkindum hefir Fjallk. þegar flutt fregnir af þeim bardaga og skal fljótt yfir sögu farið. Bardaginn byrjaði 25. ág. og stóð til 4. sept. Þann tíma stóð að heita mátti óslitin orusta og segja menn, að þar hafl barist um !/2 miljón manna. Lengi vel varð Japönum ekkert ágengt, en þrautseigja þeirra og harðfylgni veitti þeim sigur að lokum. Hélt þá hershöfðingi Rússa, Kuropatkin, undan með herinn og varð það honum til bjargar, að Japanar, vegna þreytu eftir þenna langvarandi bardaga, gátu ekki neytt sigursins sem skyldi, með því að veita honum harða eftirför. Þó eru óljósar fregnir um undanhald Rússa, og ætla menn, að þeir hafi þá fengið fleiri skeinur af Japönum en uppi er látið. Sumar fregnir segja, að Rússar hafi haldið undan með regiu og fylkingar þeirra ekki riðl- ast, en aðrar, að undanhaldið hafi ver- ið beinn flótti; er að líkindum nokkuð satt í fregnum þessum báðum. Það er talið, að orusta þessi sé ein af hinum mestu og mannskæðustu or- ustum seinni tíma. Japönum hefir ekki tekist með orustu þessari, sem þeir víst ætluðu Bér þó, að ganga milli bols og höfuðs á Rússum; en ósigur Rússa er þó geypilegur, og talið, að Kuropatkin hafi ekki átt við minni vandkvæði að stríða, að koma her sínum undan, en Napoieon I., eftir orustuna *og ó- *sigurinn við Leipzig 1813. Mannfall á báðar hliðar ógurlegt, en aliar fregnir þaðan eystra óljósar, því að Japanar ráða öllu um símskeyti og senda það eitt, er þeim lýst. Kuropatkin heldur með her sinn fram hjá Mukden og norður til Charbin til vetrarsetu; en að líkind- um verða Rússar að mæta Japönum, áður en þangað er komið. Rússar ætla að gefa Mukden varnarlaust í hendur Japönum. Enn þá er Port ArtYmr bfállin, en búist við, að hún gefist upp við næsta áhlaup. Japanar ætluðu sér að gera atrennu mikla 3. sept., en hún mis- tókst algerlega. Herinn þurfti að fara yfir dalverpi eitt, en þar höfðu Rússar lagt niður tundurþræði á l1/^ kílómeters stóru svæði. Er Japanar fóru þar yfir, kveiktu Rússar í tund- urþráðunum með rafmagni, og sprengdu fylkinguna í loft upp, svo nálega enginn komst lifs af. Óvíst er, hvort morðingi Plehve’s er lifandi eða dauður; en eftir öllum líkum að dæma, þykir það sennilegt, að félagar hans hafi bjargað honum úr klóm lögreglunnar, með skjali frá dómsmáiaráðherranum rússneska, er skipaði að fá morðingjann i hendur handhöfum skjalsins, en eftir á reynd- ist það falsað. En eitt er víst, og það er, að lögreglan rússneska hefir enn þá ekki getað uppgötvað, hvers- konar maður morðinginn er. Innanríkisráðherrann nýi heitir Svia- topol-Mirski; hefir áður verið land- stjóri í Yilna og er talinn maður mildur, svo menn búast við, að nú breyti að einhverju leyti til batnaðar. Danmörk. Það gerðist hér tfi tíðinda sunnudagskveldið 4. sept., að ungfrú ein, Karen Hammerich, cand. phil., skaut rithöfundinn Gustav Es- mann tii dauðs og sjálfa sig á eftir. Esmann var giftur, en þau hjón bjuggu ekki saman. En ungfrú Hammerich hafði hann lofað að skilja við kon- una og heitið henni eiginorði, lánað hjá henni peninga, en svikið alt. Tók hún þá þetta óyndisúrræði; hún skaut þau heima hjá Esmann. Hann var einn af hinum frægustu yngri rit- höfundum Dana, en slarkfenginn í meira lagi. Þýzki krónprinsinn hefir fest sér konuefni, hertogaynju Ceciliu af Mecklenborg, systur Alexöndru, konu Kristjáns Friðrikssonar, Danakrón- prins. Krónprinsinn er 22, en meyjan 18 ára gl. Nýdáinn er Múrad V., er 3 mán- uði var soldán Tyrklands, en var svo varpað í fahgeisi af bróður sínum, er sjálfur settist svo í stjórnarsessinn. Hafði hann, er hann dó, verið 27 ái í fangelsi. Stjórnin sagði hann geð- veikan, en hitt ætluðu menn sannara, að illgirni og drotnunargirni bróður hans hafi ráðið því, að honum var baldið í fangelsi. Louise af Koburg, dóttur Leopolds Belgíukonungs, gift prins Filip af Sachsen Coburg-Gotha, hefir loks tekist að flýja burt frá vitfirringastofnun þeirri, er hún var innibyrgð í, með elskhuga sínum, yfirforingja Matta- chik. Ættfólk hennar fullyrti, að hún væri geðveik og kom henni fyrir á vitfirringaspítala; en þeir, er satt vildu segja, sögðu að hún væri með fullu ráði. Elskhugi hennar, Matta- chik, hafði oft reynt að frelsa hana, en altaf árangurslaust, þangað til nú. Haldið, að hún sé nú í París, þar sem og félag hafði myndast með því markmiði, að frelsa hana og koma því til leiðar, að hún verði aftur gerð fjár síns ráðandi. 12. sept. Eystrasaltsflotinn haldinn af stað frá Krónstadt til Austur-Asíu. Enn þá óvíst, hvort hann fer gegnum Suezskurðinn eða suður fyrir Afríku. Ef hann heldur suður um Afríku, nær hann ekki Yladivostok fyr en höfnin þar er öll orðin ísi lögð; en líklegt talið, að Rússar muni naum- ast þora að senda hann um Súez- skurðinn. pnalarbálkur. Athugasemdir um fjárhúsa- byggingar. Eftir Jón Þórðarson í Hyítadal. —o— Þá vil eg lýsa því, hvernig hús með járnþaki eigi að byggjast svo, að það sé sómasamlega traust og vandað. Eg skal þegar taka það fram, að eg tel sjálfsagt, að hafa þilvegg milli fjárhússins og hlöðunnar, og sömu- leiðis framanundir húsinu (dyravegg- inn); milliveggurinn má vera úr 8/4 þuml. borðum, en framveggurinn úr 5/4 þuml. borðum og plægðir verða báðir þessir veggir að vera, svo að ekki súgi í gegn um þá; það er mik- ill sparnaður og þægindi að því, að hafa þessa veggi fremur úr timbri en torfi. Fyrst er nú það, að það er ætíð ilt og seinlegt að hlaða veggja- stubba milli dyra, svo að þeir standi, allra helzt, ef þeir hafa lítinn eða engan stuðning af þaki, og verða þeir óhjákvæmilega dýrari en timburveggir. Sé milliveggur hafður úr torfi, verður að þekja hann algerlega með járni, en járnið er alt of dýrt til þess að leika sér að því, að þekja með því þykka veggi inni í húsuni. Þá er miklu hægra, að búa um hurðir og dyraumbúninga á þilvegg en torfvegg, svo að þétt og súglaust sé, þar sem torfveggir ávalt síga og þurfa vanalega endurbóta við. Auk þess eru þeir kostir við að hafa fram- vegginn úr timbri fremur en torfi, að járnið sparast, sem fram á vegginn þarf að liggja, að auðveldara er að búa um hliðina fyrir veðrum, og að hægra er að fá nægilega og jafna birtu í húsið. Er það bezt með því, að hafa glugga fyrir ofan hverjar dyr; þeir þurfa ekki að vera stærri en svo, að vel megi koma þeim þar fyrir; verður þá miklu jafnari og betri birta í húsinu, heldur en þó einn stór gluggi sé á öðrum enda aðailiússins. Loks er sá kostur við timburveggi þessa, að miklu hægra er að koma við nauðsynlegum bindingi í húsinu. Að því er snertir styrkleika grind- arinnar, má hann alls ekki minni vera en svo, að allir máttarviðir séu úr 4-f-4 þumi. trjám eða sem því svarar; að eins 1 /a af stoðum fjár- hússins má vera úr flettum 4x5 þuml., því að þar sem negla þarf í þær jötustokka og jötubönd, verða þær að standa svo þétt, að óþarft er að hafa þær með fullum gildleika. Það fer eftir breidd aðalhússins, hversu margir langásarnir eru hafð- ir, en millibilið milli þeirra má ekki vera meira en alin, og helzt ekki meira en 3 álnir; skáraftar eða þver- tré séu með lí/2 al. miilibili mest. Árefti, sem lagt sé á þverslárnar, er hentugast úr síðuborðum (úrkasts- borðum), ef ekki er fyrir hendi reka- viður, sem er miklu endingarbetri, en Jiðlegur þarf hann að vera, svo ekki beri hátt á honum. Gæta verður þess, þegar húsið er reist, að hafa vel sterkar skástýfur í öllum hornum og þess utan binding í miðju húsinu, bæði þvers um og langs eftir því. Þá kemur tii að þekja undir járn- ið, og ríður á, að það sé mjög vel og vandlega gert, bæði tii þess, að nægur hiti verði í húsinu, og eink- um til þess, að enginn eða sem allra minstur ylur komist í gegn um þak- ið að járninu, því eins og eg hefi áður tekið fram, orsakar það hélu neðan á járninu, sem svo aftur veld- ur bleytu og fúa. Þakningunni skal haga þannig: Fyrst skal þakið með vel þurru mýr- artorfi. Skal það vel skarað, og torf- urnar liggja þvert yfir áreftið — upp og ofan þakið —þá sígur það síður í sundur. Síðan er þakið þar utan- yfir með öðru torfþaki, sein ekki er mjög blautt, en ekki heldur þurkað, það skal liggja þvert á móti innra þakinu, eða eftir endilöngu þakinu, eins og vanalega er á torfþökum; verður það að vera vandlega skarað, og vel frá því gengið. Síðan er borið á þakið, svo að það geti gróið, en skrælni ekki; skal þakið bíða þannig l3/a—2 mánaða tíma, þangað til jára-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.