Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1904, Qupperneq 3

Fjallkonan - 01.11.1904, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 171 hlutafélagsblaðið „Reykjavík11 undan yfir- ráðum kaupmauna, og álítur fundurinn að hann hafi með þessum afskiftum síuum brotið á móti 2. gr. félagslagauna, þar sem ákveðið er, að tilgangur Kaupmanna- félagsins sé að efla gott samkomulag og góða samvinnu meðal kaupmanna innbyrð- is. Og skorar fundurinn á hann nú þegar að leggja niður umboð sitt sem formaður félagsins og meðlimur kaupmannaráðsins“. Hr, D. Thomsen undi því hið versta að verða á þennan hátt í minni hluta. Fyrir því stofnaði hann til nýs fundar, og var dagskrá í tveim liðum: 1. Umræður um áskorun þá, er fyrri fundurinn hafði samþykt. 2. Kæra gegn þeim félagsmönnum, er höfðu skrifað undir áskorunina, Birni Kristjánssyni, Ben. S. Þórarinssyni og B. H. Bjarnason. Hr. D. Thomsen mun hafa þótt vanséð hvernig úrslitin yrðu, ef engum yrði bætt við þá 18 menn, sem i félaginu voru. Hann fór því að afla sér liðs, fá nýja menn til að ganga inn í félagið. Þegar tillögu- menn komust að því, gerðu þeir slíkt hið sama. Þessi viðbúnaður stóð fram að að fundi, sem haldinn var kl. 5 á sunnu- daginn var. Innsækjendur gáfu sig fram við gjaldkera jafnóðum. En í fundarbyrjun kom hr. D. Thom- sen enn með hóp af mönnum, sem hann kvaðst hafa tekið við inngöngueyri af. Gjaldkeri neitaði að taka við gjaldinu, með því að nýir félagsmenn ættu að minsta kosti að hafa greitt honum það f y r i r fund, og á fundinum gæti hann ekki rann- sakað, hvort þeir hefðu neitt borgarabréf og þar með rétt til inngöngu í félagið. Samt tók gjaldkeri á móti 4 af þessum innsóknum, með því að hann hélt, að hlutaðeigendur hefðu einhverja verzlun. Fundurinn staðfesti mótmæli gjaldkera með atkvæðagreiðslu, nema hvað einum bókhaldara frá Thomsen, Arna Jónssyni, var veitt viðtaka þrátt fyrir mótmæli gjaldkera. Meiri hluti fundarins hélt, að hann hefði búð, en svo varð síðar vit- anlegt að svo er ekki — að hann hefir alla sína atvinnu hjá Thomsen, en k o n a h a n s selur líkkransa, sem ekkert borg- arabréf þarf til. Mótmæli komufram gegn4 þeirra, er at- kvæði greiddu að lokrm: Árna Jónssyni, sem ólöglega teknum í félagið, Hannesi Thorarensen verzlunarstjóra Thomsens, Th. Jensens, sem ekki hefir neitt borgara- bréf og konsúl Zimsen, sem hefir afhent verzlun sína til sonar sins, er líka var á fundinum. Mótmælin gegn 3 hinum síð- -arnefndu var bygð á 3. gr. Kaupmanna- félagslaganna, er hljóðar svo : „Kaupmenn allir, sem leyst hafa borg- arabréf, svo og verzlunarstjórar þeirra kaupmanna, sem ekki ern viðstaddir, hafa rétt til inngöngu í fólagið og eru um leið kjörgengir í fulltrúaráðið.11 Svo hefir hingað til verið litið á, sem orðin „verzlunarstjórar þeirra kaupmanna, sem ekki eru viðstaddir,“ eigi einungis við verzlunarstjóra þeirra kaupmanna, sem erlendis eru. En meiri hluti fundarins samþykti, að allir þessir menn skyldu hafa atkvæðisrétt. Á þeim atkvæðum ultu úrslitin, eins og síðar kom fram. Þegar þrefinu um þetta var lokið, voru tvær tillögur afhentar fundarstjóra. Onnur var frá ritstjóra Jóní Ólafssyni, sem var einn þeirra manna, er gengu í félagið fynr fundinn. Hún var svo lát- andi: „Áskorun síðasta fundar til D. Thom- sens sé feld úr gildi og.kærum beggja málsaðila um þetta raál sé vísað frá fundi sem félaginu óviðkomandi.“ Hin var frá kaupm, Birni Kristjáits- syni, svo hljcðandi: „Fundurinn samþykkir að hrófla ekkert við þeim málum, sem samþykt voru á síð- asta fundi í félaginu, sem upplýst er, að var bæði löglega boðaður og fór löglega fram. Samkvæmt því samþykkir fundur- inn, að mál þau, sem eru á dagskrá í dag, komi ekki til umræðu eða atkvæðagreiðslu.“ Fyrri tillöguna úrskurðaði fundarstjóri að fyr skyldi bera npp, af því að hún hefði komið sér fyr í hendur. Hún var sam- þykt með 27 atkv. gegn 24. Fleiri tillögur voru ekki bornar upp. Svo fylgismenn formanns hafa sýnilega horfið frá að bera upp ákæru-tillögu gegn kaupmönnum þeim, er kæra átti, sam- kvæmt því , er upphaflega var til stofnað. Haft er eftir einum merkum manni í liði formanns, þegar hann gekk út úr salnum, að væri hann í Thomsens sporum, mundi hann segja af sér eftir slíkan fund. En ekki hefir enn frézt, hvernig íormaður lítur sjálfur á það mál. Lárus skiftir búi. Út af ummælum um dánarbús- skiftiug Lárusar sýslumanns Bjarna- sonar heflr enu verið kveðinn upp dómur hér í Reykjavík. Ritstj. ísafoldar hafði sagt 24. ág. síðastl. í fyrirsögn fyrir grein um landsyfirréttardóm, er kveðinn var upp í sumar í meiðyrðamáli, er L. B. hafði höfðað gegn Einari Hjörleifssyni, að Lárus væri dœmdur sannur að sök um fjárdráttartilraun. Og á öðrum stað í greininni er kveðið svo að orði, að í stað þess, sem skylda hans hafi verið að hlynna að dánar- búinu eftir mætti, þá hafl hann litið á sína hagsmuni og reynt til að hafa af búinu sór í hag 1000 kr. L. B. höfðaði mál gegn ritstjóran- um út af þessum ummælum. Annað mál höfðaði hann og gegn ritstjóra ísafoldar, út af smáklausu í blaðinu, þar sem geflð var í skyn, að þess muni naumast dæmi um hinn mentaða heim, að maður só látinn halda embætti eftir það er réttlættur væri með dómi sá áburður á hann, að hann hefði sem skifta- ráðandi róið að því öllum árum, að dánarbú, er hann hafði undir hönd- um, misti 1000 kr., og það honum sjálfum í hag. Ritstjórinn var als'ýknaður í báð- um málunum. Hver veit, nema ný öld sé að renna upp hér á landi, svo blöðunum fari nú að verða óhætt að segja það, sem þjóðin horftr á. t hverju fólgin? í síðasta blaði (Fjallkonunnar var þess getið, að útgefendur „Reykjavík- ur“ og ritst. Jón Ólafsson hefðu „sagt sundur með“ sér. í „Reykja- víkur“-blaði, sem kom út á sunnu- daginn var, er talað um þessi um- mæli Fjallkonunnar sem ósannindi, er jafnvel taki fram öðrum ósann- indum Framsóknarflokksblaðanna. En 5 línum neðar í sömu grein- inni lýsir ritstjórinn yflr því, að hann hafi sagt upp starfi sínu frá nýári. Fyrir því er Fjallkonunni ekki ljóst, í hverju ósannindin hafa verið fólgin. En „Reykjavík" fræðir hana sjálfsagt urn það næst á sinn góðgjarnlega og kurteisa hátt. Cíóðgjariilegt og gætilegt! í „ Reykjavík, “ sem kom út á föstu- daginn var, er það ótvíræðilega geflð í skyn, að einn eða tveir af „höfð- ingjum" Framsóknarflokksins séu stórþjófar! Ekki er nú ógóðgjarnlega nó ógæti- lega talað í aðalmálgagni stjórnar- innar! Sigliugar. Gufuskipið „Saga“ lagði á stað 28. f. m. til Spánar og Ítalíu með 2000 skpd. af fiski. Þorst. Guðmundsson fiskiyfirmatsmaður fór með skipinu til þess að kynna sér, hvernig kaup- endur þar syðra vilja láta verka fiskinn. „Tryggvi konungur" (skipstj. E. Nielsen) kom frá vesturlandi 28. f. m. Fékk versta veður þaðan. Skip- ið lagði á stað til útlanda, Noregs og Khafnar, að kveldi þess 30. með fuilfermi af vörum. Með skipinu tóku sér far um 30 manns. Þar á meðal til Khafnar: Chr. Nielsen agent, frk. María Bachmann, frk. Gunnh. Thorsteinsson, 2 enskar döm- ur, Hjörtur Frederiksen snikkari, frk. Yalgerður Steinsen, Carl Andersen, Sigurjón P. Jónsson o. fl. Til Noregs: Ingólfur Sigurðsson bakari og kona hans, Jón Helgason prentari, Matth. Þórðarson skipst., 6 norskir strand- menn, þar á meðal kapt. Waardalh og Ross o. fl. Fjársalan. Töluvert af sauðfé er hér í bæn- um, en selst ekki sem stendur. Fé austan úr Skaftafellssýslu á jafnvel að reyna að selja á uppboði á morg- un. Landvarnariuenn hóldu Einari Benediktssyni sýslu- manni skilnaðarsamsæti 27. f. m. Jón Jensson yfirdómari mælti fyrir minni heiðursgestsins og kvæði var sungið eftir Lárus Sigurjónsson. Margir fleiri héldu ræður. í veizl- unni voru 50 manns. 80 Þeir ávextir eru til, sem úldna en verða aldrei bragðgóðir. Crépin karlinn var eínn af þeim ávöxtum. Þegar Miraud ábóti var staðinn upp til þess að kveðja, gerðu hinir gestirnir það líka. Hr. Crépin varð þá einn eftír hjá húsráðanda, fleygði sér tafar- laust í legubekk, sat þar nokkurar mínútur, hringsneri á sér þumalfingrinum og boraði í tennurnar á sér. Ilann hafði drukk- ið mikið, og við það hafði hann orðið rauðari í framan en áður, án þess að sagt yrði með róttu, að hann hefði fríkkað. Loksins tók hann til máls: „ Jæja, herra Teteról, eg óska yður til lukku . . . þér hafið, svei mór, haldið laglega á spilunum. En vitið þér, hvað eg var að hugsa um áðan? Gestir yðar hafa drukkið vín yðar og etið mat yðar, en mór fanst eins og þeir væru alt af nokkuð fálátir." „Einmitt það,“ sagði hr. Teteról og lézt ekkert skilja. „Já, fanst yður það ekki líka?“ „Nú, það getur vel verið; en hvað svo?“ „Ef eg á að vera hreinskilinn við yður, þá held eg, að þessi tvö mál, sem þér hafið tapað, hafi gert yður tjón. Menn verða, svei mér, að fara eftir því, hvernig fólkið er gert. Þór hafið ný- lega gert stórvirki, og menn góndu á yður steinhissa. Ekki hefir þurft nema eitt skakkafall til þess að það gleymdist alt saman, og . . . þór verðið að fyrirgefa . . . nú sjá menn ekki annað en blettina á sólinni. Hvort sem Ijúft er eða leitt, verðum við við það að kannast, að nú þykir ekki nærri því eins mikið í yður varið. “ ' „Já, það er leiðinlegt. Getið þér ekki, hr, Crépin minn góð- 77 Nokkurum stundum síðar sat hann við ölkollu sína. Þá kom til hvíta hússins þjónn frá herragarðinum. Piltræfillinn var dálítið beygjulegur; ekki gat hann vitað, nema hann yrði nú fyrir skömmum, eða hundum yrði sigað á sig, eða hann yrði barinn með stöfum. Hann átti að færa hr. Teteról bróf og körfu. Bréfið var á þessa leið: „Frk. Saligneux sendir mannætunni í hvíta húsinu einn af föntunum, sem hafa rænt káli hans, svo hann geti nú látið hann hitta sjálfan sig fyrir. Gjaldið nú líku líkt.“ í körfunni var kanína, sem einkennisklæddur sendisveinninn rétti „mannætunni" lafhræddur. Það var ritað í stjörnunum, að á þeim degi skyldi alt fara annan veg en vant var. Hr. Teteról lót bjóða sendisveininum hressingu í stað þess að fleygja honum út um dyrnar í vonzku, og í stað þess að rífa bréfið sundur og fleygja sneplunum út um gluggann, las hann það jafnvel þrisvar sinnum og læsti það að lokum vandlega niður í skúffu. Af kanínunni er það að segja, að hann hélt henni líka. Vitaskuld var hann enn svo tortrygginn að hann skoðaði hana vandlega í krók og kring, með því að ekki væri uggvænt um, að eitur kynni að vera einhverstaðar í henni falið. Morguninn eftir skipaði hann að steikja fantinn, og hann hugsaði um frk. Saligneux við hvern munnbita. Frá þeim degi ófst hún mjög inn í fyrirætlanir hans, varð eitt af því, sem hann hugsaðí um vakandi og sofandi. Hvað ætlaði hann sér með hana? Það vissi hann víst ekki enn þá, en það var að skýrast fyrir honum. Oftar en einu sinni nefndi hann hana upp-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.