Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1904, Page 2

Fjallkonan - 15.11.1904, Page 2
178 FJALLKONAN. jafnt á hvert skippund, hvort sem útgerðarmaður eða háseti á það. Jafnframt því, sem það er sanngjarn- ast, mundi líka meðferðin á saltinu úti á skipunum verða betri með því móti; og það getur munað miklu. Hálfdrætti er venjulegast og eðli- legast. En svo er líka til annar gjaldmáti: mánaðarkaup og verð- laun fyrir hvern fisk, sem dreginn er. Þann gjaldmáta telja allir mjög vara- saman; hann hefir gefist illa, og ætti ekki að eiga sér stað. En sumir útgerðarmenn hafa neyðst til að sætta sig við hann, hafa ekki fengið fólk með öðru móti. Fyrir nokkrum árum var sagt, að útgerðin gæti ekki borið sig nema hjá kaupmönnum, sagði Fjallkonan, —þeir yrðu að hafa viðskiftaveituna til að græða á. Nú kveður víst ekki við sama tón? Nei. Nú er sú skoðun undir lok liðin, mæltiútgerðarmaðurinn. Stefnan er sýnilega sú, að útgerðin kemst í hendur annara en kaupmanna, og eink- um skipstjóranna. Og hún hefir orðið arðsöm. Menn, sem fyrir fám árum voru efnalausir, eru nú að komast í góð efni. Hljóðið er yfirleitt gott í útgerðarmönnum, og af þeim 6 skip- um, sem staðið hafa ónotuð þetta ár af sérstökum orsökum, verða að minsta kosti 3 gerð út næsta ár. Á þessa leið fórust þessum út- gerðarmanni orð. Þyki einhverjum, sem skyn ber á málið, þörf á að leiðrétta eitthvað í frásögu hans, er Fjallkonuni Ijúft að flytja þær leið- réttingar. Þennan mikilsverða at- vinnuveg vOl hún styðja eftirmegni, og þá jafnframt að sjálfsögðu flytja alla vitneskju um hann sem réttasta og áreiðanlegasta. Geir Snæbjörnsson Þeim er fleygt út. 1888- 1904. Föðurkveðja. Óðum nálgast æfikvöld, alt fer að skapadómi. En nafn þitt, góði, á skygðan skjöld skrifa eg einn í tóini. Eg hef áður syrgt að sjá sól í ægi hníga. En trú mín er, að hún mun há á himininn aftur stíga. Mér eru heima horfin vé, hjartans son minn góði. En himins vé eg voldug sé og —vagga þér blítt í Ijóði. Ouöm. Ouðmundsson. Um 80 stúdentar og kandídatar íslenzkir í Kaupmanna- höfn hafa sent cand. mag. Bjarna Jónssyni ávarp í tilefni af því, að hann hefir verið sviftur 8töðunni við lærða skólann. Þeir kveða svo að orði: „Vér íslenzkir stúdentar, lærisveinar yðar hér í Kaupmannahöfn, finnum hvöt hjá oss til að færa yður þakkir fyrir und- aniarna tíð, fyrir þá ógleymanlegu alúð og vinsemd, sem þér hafið oss sýnt, fyrir þá mentun, er þér hafið oss veitt — flestum framar — sem kennari vor og andlegur leiðtogi í lærða skólanum. Hörmum vér það, að kröftum yðar og ágætum hæfileik- um er bægt frá þeim skóla, en jafnframt óskum vér og vonum, að yður megi auðn- ast að halda áfram að neyta þeirra til þeilla og þrifa fósturlandi voru.“ í deilugrein um biblíukritíkina í nýkomnu blaði „Sameiningarinnar" kemur síra Jón Bjarnason með þá spurningu, hvers vegna biblíukritíkin hafi miklu síður náð sér niðri i Vesturheimi en í löndum Norðurálf- unnar. Hann svarar spurningunni sjálfur á þá leið, að þetta komi af því, að vestra só kirkjan „sjálfstæð, óháð hinni veraldlegu stjórn og öllu öðru annarlegu valdi. Almenningur safnaðanna ræður hér sínum eigin trúmálum, en ekki prófessorar eða prestar, né neinir aðrir höfðingjar, sem að miklu eða öllu leyti standa fyrir utan og ofan söfnuðinn". Þetta er alveg rétt. Biblíukritíkin kemst ekki upp í Vesturheimi, af því að almenningur ræður öllum mál- um, er kirkjunni koma við — eins þeim, sem hann hefir ekki full skil yrði til að dæma um, eins og öðrum. Fæstir menn hafa hugmynd um það hér á landi, hvernig almenning- ur ræður í kirkjunni í Vesturheimi. Hér skal til skilningsauka getið eins dæmis, sem einn af prestum kirkju- félagsins vestur-íslenzka hefir sagt þeim, er þetta ritar. Við lærðan skóla, er eitt skandin aviskt kirkjufélag í Bandaríkjunum átti og á, langaði pilta til að stofna til gleðileika í jólaleyfinu. Kennar- arnir voru því fyrir sitt lexjti alls ekkert mótfallnir, en þeir leyfðu það samt ekki vegna þess, að ýmsir leik menn í kirkjufélaginu, sem átti skólann, töldu gleðileika óguðlega, Þeir gátu búist við, að þessir menn hættu að styrkja skólann, ef piltar færu að skemta sér þar á þennan hátt. Almenning-ur safnaðanna í Vestur- heimi hefir öll yfirráð, fult vald yfir kirkjunni, öllum hennar stofnunum og málefnum. Og af því að hann lætur kirkju- og trúarmál miklu meira til sín taka en alment er löndum Norðurálfunnar, beitir hann því valdi ósleitulega. Beitir hann því þá með frjálslyndi eða ófrjálslyndi? Alveg eftir því, hvernig á það er litið. Sira Björn B. Jónsson gerir na kvæmlega rétt grein fyrir því atriði ritgjörð sinni, sem nefnd er „Straum ar“, í Aldamótum 1902. Hann kemst þar svo að orði: „Frjálslyndið og frelsið er í þessu fólgið : Þeir menn, sem sameiginlegar skoðanir hafa um einhvern hlut, njóta þeirrar sameig- inlegu skoðunar sinnar út af fyrir sig. Enginn þarf að vera með, og ekki er œtlast til að nokkur sé með, sem ekki er í samrœmi við skoðun- inau. Með öðrum orðum: Almenningur safnaðanna vill ekki láta með borg- aralegum lögum þröngva neitt kosti nokkurs manns fyrir trúarskoðanir hans. Hann vill ekki láta svifta manninn neinum borgaralegum rétt- indum fyrir þá sök og ekki neyða hann til að greiða nokkurn eyri til kirkjulegra þarfa umfram það, sem maðurinn sjálfur vill. En láti maðurinn uppi aðrar skoð- anir en fjöldinn hefir, ekki að eins á trú kristinna manna, heldur og á kenningum kirkjunnar, þá er ekki ætlast til að hann sé nwð. Hann fær ekki að vera með. Honum er fleygt út - einkum ef hætt þykir við, að mikið mark só tekið á orðum hans. Prófessor Briggs var margdæmdur frá embætti sínu af Presbýterakirkj- unni — og leikmenn sóttu það mál langfastast — fyrir biblíurannsóknirn- ar, fyrir það meðal annars, að hann kendi, að Móse hefði ekki ritað allar bækurnar, sem við hann eru kendar, t. d. ekki þann kaflann, sem segir frá andláti hans. En þegar búiðvar að dæma hann frá þeirri stöðu og 3VÍ starfi, sem hann hafði varið lífi sínu til, mátti hann auðvitað fara og gera hvað annað, sem hann átti þá kost á. Þann veg er hinu ameríska kirkju- frelsi farið. Á sama hátt mundu vafalaust öll „rétttrúuð“ kirkjufélög í Vesturheimi hafa íarið að. Þauhefðu öll dæmt próf. Briggs. Þau þola ekki að neinir vísindalega' sinnaðir guð- fræðingar verði leiðtogar sínir. Þau hefðu öll fleygt út mönnum eins og próf. Harnack, próf. Buhl og síra Jóni Helgasyni. Nýjar skoðanir ríða ávalt bág við skoðanir fjöldans. Annars væru þær ekki nýjar. Nýjar trúar- og kirkju- málaskoðanir fá nú í mörgum lönd- um Norðurálfunnar að vera í friði af þeirra hálfu, sem völdin hafa; þeim er gerður kostur á að verða eign fjöldans. Guðfræðikennari er ekki rekinn frá embætti, þó að hann komist að einhverri annari niður- stöðu en áður hefir verið haldið fram. En í Vesturheimi eru nýjar trúar- og kirkjumálaskoðanir kæfðar af fjöld- anum, sem þar hefir valdíð. Við mennina, sem halda þeim fram, er sagt, að ekkí sé ætlast til, að nokk- ur þeirra sé með, eins og síra B. B. J. kemst að orði; þeim er fleygt út. Þá fer væntanlega að verða skilj- anlegt, hvernig á því stendur, að biblíukritíkin hefir miklu síðar náð sér niðri í Vesturheimi en í Norð- urálfu. Það er auðvitað af því að „al- menningur safnaðanna ræður“, eins og síra J. B. segir. Hitt er annað mál, hvort það er eins góð sönnun gegn biblíurannsóknunum eins og hann virðist halda. Qlutajélagið ,Beykjavík‘ og meðíerðin á pví. —o— Hreyfing nokkur, sem átti sér stað hér í bænum árið 1902, kom því til leiðar að nokkrum kaupmönnum bér kom saman um, að hentugast væri að stofnað væri blað, er yrði málgagn kaupmanna í öllum málum, er snertu hagsmuni þeirra, bverju nafni er nefnist. Það átti líka að vera til þess að efla lélagsskap og gott samkomu- lag innbyrðis meðal kaupmanna. Öllum leizt eins um það, að,blað þetta ætti að sneiða hjá öllu stjðrnmálaþreti og póli- tiskum flokkadráttum, en skyldi ræða at- vinnumál, flytja innlendar og útlendar fréttir, vera skemti- og auglýsingablað. Búist var við því, að auglýsingarnar bæru blaðið. Á þessum grundvelli var hlutafélagið „Beykjavík“ stofnað. í lögum þess var og er skýlaust tekið fram, að blað þess skuii vera tnáigagn kaupmanna. í stjórn félagsins voru kosnir: D. Thom- sen formaður, Thor Jensen ritari, og eg gjaldkeri, og eru þeir og eg í stjórninni enn. Á fyrsta fundi stjórnarinnar var mér falin öll afgreiðsla á blaðinu af meðstjórn- eudum œíuuin. Auk þess vav mér faljó að hafa eftirlit með efni blaðsins í hvert sinn, en þó átti eg að bera öll vafaatriði undir meðstjórnendurna. Mér var falið af meðstjórnendum mín- um að hafa eftirlit með efni blaðsins, auð- vitað í því skyni, að ritstjórinn færi ekki i bága við tilgang félagsins. Af ýmsum ástæðum var mér ekki unt að láta neitt úr því eftirliti verða, enda fann eg, að það var með öllu óeðlilegt; meðan ritstjór- inn var við-starf sitt, varð hann að ráða blaðinu; gæti hann ekki eða vildi ekki stjórna blaðinu svo, að félagsmönnum lík- aði, varð hann að fara. Samt áleit eg skyldu mína eftir því, sem mér hafði verið á hendi falið, að biðja ritstjórann i ágúst í sumar að láta þingmannskosninguna hér hlutlausa. Það var svo bersýnilega and- stætt tilgangi félagsins að blað þess legði út í þá deilu. Töluverður þótti kom í rítstjórann, en hann lét þó að orðum minum. 1. september síðastliðinn afhenti ritstjóri Jón Ólafsson mér i skrásetningarstofunni í alþingishúsinu bréf til stjórnar hluta- félags „Reykjavikur,11 er hljóðaði þannig: Samkvæmt samningi milli mín oghluta- félagsins „Reykjavík11 segi ég hér með upp starfi mínu sem ritstjóri blaðsins „Reykjavík11 frá næsta nýári. Reykjavík 1. sept. 1904. Jón Ólafsson. Til stjórnar hlutafélagsins ,Reykjavík‘ “. Samdægurs færði eg formanni D. Thom- sen uppsagnarbréfið, og lét hann vel yfir því að vera orðinn laus við ritstjórann, mintist á „tröppumálið“ og fleira, Hann gerði þá ráð fyrir því, að fara strax í rit- stjóraleit og talaði helzt um Þorstein Gíslason. Nokkrum dögum seinna hitti eg hinn meðstjórnandann; gat hann þá þess, að D. Thomsen hefði sagt sér, að ritstjórinn væri búinn að segja upp ritstjórninni og það með að D. Thomsen hefði sagst geta fengið Þorstein fyrir ritstjóra, og heyrðist mér það eigi fjarri hans skapi. Það leið svo langur tími, að ekkert bar til tíðinda í máli þessu, þangað til Jón Ólafsson ritstjóri lét mig skilja, að hann væri fáanlegur að halda áfram ritstjórn blaðsins, ef sér væri betur borgað. Þetta sagði eg D. Thomsen, en hann tók því fálega, og heyrðist mér í honum sama hljóðið og áður. Svona leið þá tíminn, þangað til 14. okt. Þá átti eg eriudi við ritara, og barst þá þetta mál i tal milli okkar, en þess varð eg þá var, að eitthvað meira en lítið stæði til. Undir eins og eg kom heim, skrifaði eg formanni og beiddist stjórnarfundar til að útkljá mál þetta. Árla daginn eftir kom spánnýr gestur til míní búðina, bankastjóri Tryggvi Gunn- arsson, og spurði mig, hvort hann gæti ekki fengið keypt hlutabréf í „Reykjavík- ur-“félaginu. Eg kvað nei við því. Hann spurði þá eftir hlutabréfi Leifs Þorleifsson- ar og Jóh. Bjarnesens, en eg gat því mið- ur ekki hjálpað honum i þessum bágind- um hans. Seinna um daginn kom D. Thomsen til míu og tilkynti mér, að stjórnarfundur ætti að vera heima hjá honum kl. 9 um kveldið. Hann kvaðst vera kominn í makk við landsstjórnina og sagði hún rétti okk- ur höndina til fylgis við sig- Eg skyldi hvorki upp eða niður í öllu þvi, sem mað- nrinn auðheyrt bar fyrir brjósti. Hann var alt í einu orðinn meinpólitískur. Hanu talaði um að landsstjórnin yrði eins konar skjaldborg um kaupmannastéttina. Hann útmálaði með fögru máli allar þær hug- sjónir og framtíðarvonir, er vektu fyrir honum, ef kaupmenn yrðu nú skynsamir og vildu fylgja stjórninni: gætu orðið sæmdir bæði krossum og nafnbótum og þeim hlotnast aðrar stórvirðingar o. s. frv. Hann lézt hafa talað við sjálfan ráðgjaf- ann. Eg var alveg standandi hissa, en sagði samt, að mér ^ýndist þetta nokkuð á ann- an veg, þann, að bezt væri fyrir kaup- mannastéttina að halda sér fyrir utan alla flokkamisklíð, hvort sem væri með eða móti stjórninní. Hitt væri öðru máli að gegna, þótt virðingagjarn maður sem hann rétti henni höndina, ef hún þyrfti með; slíkt kæmi engum við. — Það væri meira að segja hættulegt fyrir viðskifti kaup- manna, ef þeir færu að gerast einhvei'jar flokkasprautur. Hann huggaði mig með því, að eg sæi til, hvemig færi i kveiö,

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.