Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1905, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.01.1905, Blaðsíða 2
6 FJALLKONAN. Það, sem eg hefi sagt um afstöðu almennrar mentunar við sórmentun, hefir hr. J. Þ. misskilið. Eins og bók mín ber vitni, skil eg við al- menna mentun þann sálar- og lík- amsþroska og þá þekkingu og leikni, sem nemendur fá við hæfilega iðk- un hinna almennu námsgreina, sem eg hefi ritað um í bók minni; en við sérmentun skil eg þann þroska, þekkingu og leikni, sem þarf til þess að inna ákveðin verk af hðnd- um, og eg hefi sagt: „En sérment- unina verður að byggja á hinni al- mennu mentun, sem er hinn eini trausti grundvöllur hverrar sérment- unar“. Þessa aðgreiningu almennrar ment- unar og sérmentunar telur nú hr. J. Þ. hyrningarsteininn undir mis- skilningi mínum á alþýðumentamáli voru, og hann segir: „Höfuðmis- skilningur höfundarins er sá, að hann sér ekki eða skilur, að hver sérment- un hefir í sér fölgna og sérsamfara almenna mentunog hr. J. Þ. neit- ar því, að almenna mentunin verði að koma á undan sérmentuninni. En misskilningurinn er af hálfu hr. J. Þ. Eg þarf ekki að svara hugleiðing- um hans út af dæmi því, er eg tek af leikfiminni, eða iíkingunum um „sverð andans“, því allir, sem um þær hugsa, munu finna hártogunina og misskilninginn; og ekki þarf eg heldur að útlista það, að sérmentun- inni hættir stundum við að' gjöra menn einræna. Vísan, sem allir kunna: „Grammatíkus greitt um völl“ sýnir það vel. En eg ætla að sýna fram á, að hver sérmentun verður að byggja á almennri ment- un, vegna þess að „hver sérmentun hefir í sér fólgna og sér samfara al- menna mentun", vegna þess að hver sérmentagrein byggir á því, sem ein eða fleiri almennar mentagreinir fjalla um. Þetta sést Ijósast, ef vér tökum dæmi: Enginn getur orðið „grammatíkus", nema hann læri fyrst frumhugmyndir málfræðinn ar, þær ninar sömu, sem byrjað er á í móð- urmálskenslu hvers barnaskóla; eng- inn getur lært verzlunarreikning eða bókhald, nema hann læri fyrst 4 höfuðgreinir reikningsins, sem kend- ar eru i barnaskólum; enginn verður tónfræðingur, nema hann læri fyrst grundvallaratriði söngfræðinnar, sem kend eru í barnaskólum; né heldur lærir neinn til hlítar iðnteíkningu, nema hann læri íyrst undirstöðuat- riði almennrar dráttlistar, en þau eru sömuleíðis kend í góðum barna- skólum. Og svo að eg nefni jarð- ræktarfræðina, sem hr. J. Þ. tekur til dæmis sem sérmentagrein, þá er það kunnugt, að hún byrjar á þvi að skýra frá jurtunum, frumefnum þeirra, líffærum og lífsskilyrðum; hún talar um ræktunarplönturnar; en um þetta læra börn í barnaskólum; hún fjallar um jarðveginn, myndun og uppruna jarðlaganna, um moldar- myndunina o. s. frv.; en um þetta fá börnin í skólunum fræðslu í landafræðistímunum o. s. frv. Þótt menn nú, eins og virðistum hr. J. Þ., vildu ekkert hirða um að veita börnunum sem víðtækastan al- mennan þroska sálar og líkama og þekkingu og leikni í sem flestum al- haennum mentagreinum, þá er það auðsætt, að sérmentunin hlýtur að byggja einmitt á því, sem heyrir til almennri mentun, hlýtur að byggja á meiri eða minni almennri mentun, sökum þess að ómögulegt er að hlaupa yfir hana, engu fremur en unt er að reisa hús án allrar undir- stöðu. Og hitt er jafnvíst og áreið- anlegt, að þessa fyrstu undirstöðu geta góðir barnaskólar lagt; fyrir því er fengin full reynsla allra helztu menningarþjóða heimsins. Og nú vona eg að auðsætt só, að hverju tillögur hr. J. Þ. stefna, þar sem hann vill láta barnafræðsluna sitja á hakanum, en leggja alla á- herzluna á unglingaskólana. Það, sem þær fara fram á, er í raun og veru það, að láta barnafræðsluna vera áfram hið dýra kák, sem hún nú alment er og taka hin dýrmætu unglingsár, einmitt þau árin, sem verja ætti einkuin til þess að baú menn undir æfistarfið, til þess að kenna þVí nær eingöngu það, sem unt er að kenna börnum í barna- skóla. Og vér verðum vel að gæta þess, hvað það þýðir að láta barns- aldurinn ónotaðan eða iila notaðan; vér verðum að gæta þess, að ung- lingsárin eru svo langt um dýrari en barnsaldurinn. Og afleiðingin af því að láta barnafræðsluna vera í ólagi er og verður sú, að unglinga- skólarnir og sérmentaskólarnir geta aldrei orðið í góðu lagi, því þeir verða að taka við nemendum á mjög misjöfnu reki og með mjög misjöfn- um undirbúningi og verja tiltölulega mestum tíma til að kenna það, sem hefði mátt kenna í barnaskólum. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Allir vorir unglingaskólar .og -lægri sérmentaskólar (gagnfræðaskólar, kvennaskólar, búnaðarskólar) gætu vitnað þetta. Sérmentunin sjálf verð- ur á hakanum, af því að undirbún- inginn, almennu mentunina vantar. „Kvöldskóli verzlunarmanna", sem einu sinni var hér í Reykjavík, mun geta sagt sömu söguna. Og aðend- ingu skal eg minna hr. J. Þ. á einn „sérmentaskóla", sem hann ætti að þekkja, vegna þess að hann er þar sjálfur skólastjóri. Eg á við „Iðn- skólann í Rvík“ eða kvöldskóla iðn- aðarmanna. Skóli þessi nýtur all- ríflegs styrks af almannafé. Skólan- um er skift í 3 deildir og er 1. deildin í tvennu lagi. í vetur hefir i skólanum verið kend íslenzka 10 stundir á viku, danska 4 st., reikn- ingur 10 st. og teikning 24 st. Eina sérmentunin, sem nú fæst í þessum skóla, er iðnteikning; hún er kenc^6 st. á viku í 3. deild, þ.e. l/s hluti kenslustundanna á þessum „sérmentaskóla“ gengur tll eiginlegr- ar sérmentunar; 7/s til almennrar mentunar. Og eftir þekking þeirri, er eg hefi af nemendum þessa skóla, bæði af eigin reynd, því eg kendi þar ís- lenzku i fyrra vetur, og af viðtali við kennara skólans, þykist eg mega fullyrða, að þekking og leikni þeirra, að fáeinum undanteknum, er alment ekki meiri í þessum námsgreinum og enn síður í skrift, en á sér stað í efsta bekk barnaskólans hér í Rvík, nema síður sé, að teikningu einni undanskilinni. Með því að geta þessa, vil eg á engan hátt leggja stein í veginn fyrir þennan skóla, því mér er fullljóst, hve nauðsyn- legur hann er, eins og á stendur. En eg vil að eins benda á, hvernig sérmentunin hlýtur að byggja á al- mennri menum og hvernig skólinn er áþreifanlegt dæmi þess, að skortur á almennri mentun stendur sér- mentuninni fyrir þrifum á landi hér. Og hann hlýtur að gera það, með- an eins er í garðinn búið fyrir barna- fræðsluna og nú hjá oss. Þegar eg hugsa mér skólaskipulag vort í framtíðinni, þá er það ekki sérmentaskemmur á staurum, Eg sé turna sérmentaskólanna rísa í mismunandi hæð frá breiðum og traustum grunni almenura menta- skóla. Og þegar sú höll blasir við hugsjón minni, þykir mér hún veg- Jeg og fögur og þjóð vorri samboðin. Ef til vill kallar hr. J. Þ. þetta „skýjaborg". En allar fagrar borgir eru skýjaborgir, þangað til almættis- orð sterks vilja býður þeim að koma niður á jörðina. Þá standa þærþar. í árslok 1904. Samþegnar vorir á Grænlandi. - — 0 — II. Vér höfum ekki að jafnaði hugsað sérlega mikið um samþegna vora á Grænlandi. En umhugsanir um þá hafa ofurlítið glæðst við það, að Danir hugsa til að sýna oss í félagi viðþá á næsta sumri. Fyrir því gerir Fjallkonan sér von um, að lesendur hennar hafi gaman af að*rfá ofurlítið meira af þeim fróð- leik, er hr. Mylius-Erichsen hefir aflað sér og miðlað lönduin sínum í dönskum blöðum. Fjallk. sagði síðast frá fjórum morðum, er framin voru af Skræl- iugjum við Yorkhöfða, sögu, er end- aði á því, að töframaður át hjörtun hrá úr mæðginum, er hann ha.fði unnið á. Þessi töframaður var lengi í þjón- ustu M.-E. og ekki verður annað séð, en að þeim hafi komið vel saman. Heiðingjar við Yorkhöfða eru í raun og veru alls ekkert grimmir í lund, segir M.-E. Þeir drepa menn ekki af rángirni, fjárgræðgi eða þess konar auvirðulegum hvötum, eins og oft kemur fyrir í menningailöndun- um. Konan framdi morðin af af- brýði einni. Og það, sem töframað- urinn gerði, var í hans augum rétt- látt endurgjald og heilög skylda. Töframaðurinn var ekki heldur nein mannæta, þó að hann æti hjörtun. Honum hefir fráleitt þótt það við- feldin máltíð. Hann gerði það ein- göngu fyrir þá sök, að eftir sann- færing hans og trúarbrögðum var það óhjákvæmilegt til þess að þeir, sem eftir lifðu, skyldu fá að vera í friði. Skrælingjar þessir trúa á hulið vald, sem þeir hugsa sér ekki i neinni líkamJegri mynd. Þetta hulda vald kveður á um, hvað þeir megi aðhafast, og hvað þeir eigi að láta ógjört. Þeir trúa því, að framtaks- samir og hraustir menn, þeir er reynst hafa hugprúðir veiðimenn á sjó og landi, fái að launum betra veiðiland eftir andlátið. Og þeir, sem eitthvað hafa móðgað þetta hulda vald, drekkja sér í sjónum. Kannist þeir ekki sjálfir viðbrotsitt, kveða aðrir upp drekkingardóm yfir þeim og fullnægja honum. Þessi hegning tíðkast mest með Skrælingjum, og hún stendur í sam- bandi við þann mikla beig, sem þeir hafa af vatni. Þeir þvo sér aldrei. Yatn er í augurn þeirra hættulegt og voðalegt. Og sennilega er það fyrir þessa andstygð á vatninu, að sú trú hefir myndast með þeim, að á hafsbotni séu undiiheimar, stað- urinn óttalegi, helvíti. Meðferðin á börnum ber ríkara vitni en flest annað um það, hve lágt er menningarstig heiðingja við York- höfða, en meðferð þeirra á börnum. Þau börn eru venjulegast drepin, sem eitthvað er að líkamlega. Tíð- ast er það faðir þeirra, sem líflætur þau. En einu sinni kom einn af grænlenzkum vinum M.-E. til hans, frámunalega glaður í bragði, og sagði honum frá konu, sem hafði sjálf líf- látið vanskapað barn sitt. „Var það ekki laglega af sér vikið?" sagði hann fullur aðdáunar. Hún hafði lagt snöru um hálsinn á barninu og hengt það. Með þeim hætti er að kalla má æfinlega séð fyrir þeim börnum, sem réttast þykir að taka af lífi. Þegar drengirnir eru orðnir stálp- aðir, 13—14 ára, fara þeir að verða allherralegir við mæður sínar. Þeim er frá blautu barnsbeini innrætt sú skoðun, að karlmenn séu langtum æðri verur en kvenmenn. Einu sinni kom M.-E. inn í kofa Skrælingja og heyrði dreng á þeirn aJdri skipa móður sinni, byrstur í bragði, að sjóða sér bita af selskjöti. Hann fékk kjötið og át það gráðug- lega. Þegar hann hafði lokið við það, sagði hann, jafn-herralegur og áður: „Svo er bezt, að eg fái mór mjólk- ursopa. “ Og M.-E. rak upp stór augu. Kon- an tók fötin frá brjóstinu á sér og strákslöttólfurinn setti munninn á vörtuna og fór að drekka. Skrælingjar eru afar-kurteisir hver við annan, líkt og margar íkust- urlandaþjóðir. Fagurmæli þeirra um kosti þá, líkamlega og andlega, ei sá á að hafa til að bera, sem við þá talar, eru svo íburðarmikíl og afskap- leg, að ekkert vit verður í. Það þykir sjálfsögð háttprýði að tala á þann hátt. En þegar þeir hafa snú- ið bakinu hver að öðrum, kemur oft annað hljóð í strokkinn. Þá er lýs- ingin orðin þveröfug. Pöntunarfélagsforstaða. Fjk. er skrifað úr Árnessýslu um jólaleytið: „Fyrir stuttu hélt kaup- félag Gests á Hæli fund við Þjórsár- brú. Gestur afsalaði sér forstöðunni, en Björn kaupmaður Kristjánsson var kosinn í staðinn". RitstjóraskiftL hafa orðið við blaðið „Ingólf“- Cand. mag. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir „ látið af ritstjórn fyrir þá sök, að hann vildi eigi við h+íta þau kjör, er hlutafélagið gatboðið". Cand. Bene- dikt Sveinsson hefir tekið við ritstjórn- inni í hans stað.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.