Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 05.01.1906, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 05.01.1906, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni og tvisvar í viku alle 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða lVs dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). BÆNDAlíLAÐ UppsSgn (skrifleg) bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: llafnarstr. 22. VEKZLUXAKBLAÐ XXIÍI. árg. Reykjavík, 5. janúar 1906. Xr. 1 „SAGA“ er kominn sæs af hyl með svoddan fyrn af vörum. í Edinborg því alt er til með allra beztu kjörum. Ekki byrjar nýja árið mjög óálitlega fyrir • þar sem gufuskipið Saga er nýkomið hlaðið margskonar vörum til verzlunarinn- ar, í viðbót við það sem fyrir var; getur hún því boðið mönnum góðar vörur með góðu verði og góðurn kjörum ekki síður en að undanförnu. Einnig kom mikið af hinum annáluðu "VlTlxitoliill-li.olxixxx. Meira næst! Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spitalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Mlutabankinn opinn kl. 10—3 og 6‘/2—7‘/a K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi ki. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, síðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónuata kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir Bjúkravit- jendur kl. 10‘/4—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankabtjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjálasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ókeypis í læknaBkólanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14. og 3. mánud. hvera mán. kl. 11—1. PJALLK0NAN byrjar með þessu blaði fíínn 23. ár- gang sinn. Hún verður þetta ár 18 örkum stœrri en nokkuru sinni áður, kemur út í 70 tölublöðum og fiytur mest mál af öllum blöðum hér á landi, að einu undanskildu. Bitstjórinn á stórfé útistandandi fyrir síðasta árgang og mœlist til þess vinsamlega að allir, sem eiga þcer skuldir ógreiddar, greiði þœr liið allra fyrsta. Að svo mœltu býður FJALLKON- AN öllum Islendingum gleðilegt ný- ár og þakkar öllum sínum vinum fyr- ir gamla árið. Leikhúsið. ,.Um megn“. Fyrra hlutann af þeim tilkomumikla leik Björnsons hefir Leikfélag Reykja- víkur sýnt þrjú kvöld; en að eins fyrsta kvöldið fyrir húsfylli. Þráðurinn í leiknum er í stuttu máli þessi: Prestur nokkur á Há- logalandi, Saug að nafni, trúir því, að mennirnir geti gert kraftaverk al- veg eins nú eins og í fyrstu kristni, ef trúna vantar ekki. Hann lifir heilögu lífi, gefur eigur sínar öðrum og leggur sjálfan sig stöðugt í hættu fyrir aðra. Og alþýða manna sann- færist um, að hann geri í raun og veru kraftaverk. Þeir menn skifta hundruðum, sem hann hefir læknað með bænum sínum. Og sumirlækn- ast, án þess að hann komi til þeirra. Hann sammælist að eins við þá á þann hátt, að á tiltekinni stund skuli hann sjálfur og sjúkiingurinn biðja um heílsubót. Og það hefir tilætl- aðan árangur. Svo virðist, sem engir efist um kraftaverk Sangs, þeir er mest kynni hafa af honum, aðrir en kona hans og börn. Og efi þeirra stafar ekki frá athugun á fyrirbrigðunum, heldur frá lífsskoðun þeirra, sem er því til fyrirstöðu, að þau geti gert sér sömu j grein fyrir því dularfulla, er óneit- anlega gerist, eins og alþýða manna og Sang sjálfur. Kona Sangs hefir legið rúmföst ár- um saman og margar vikur hefir hún verið svefnlaus. Sang hefir ekki get- að læknað hana, af því að hún er svo vantrúuð. En nú ætlar hann að láta til skarar skríða um það mál, og í því skyni hefir hann sent orð eftir börnum sínum til Kristjaníu. Þau eiga að aðstoða hann íbæninni. En þegar til kemur, eru þau ófær til þess, hafa mist trú sína. Svo hann verður að gera tilraunina einn. Með bænum úti í kírkjunni fær hann kon- una til að eofna svo fast, að hún vaknar ekki einu sinni við það að skriða fer fram hjá húsinu. En lækn- ingin sjálf verður Sang um megn. \ Hann kemur reyndar konunni fram úr rúminu og yfir tvær stofur með bænum sínum. En þar hnígur hún andvana í faðm hans. Þá raun stenzt hann ekki og bíður bana af. Aðal-hugsunin er hjá Björnson þessi: Hafi kraftaverk í raun og veru gerst á tímum Nýjatestamentis ins, svo skýlaus, að allir, sem sáu, trúðu, þá hljóta þau að geta gerst enn. Trúarhæfileikinn getur ekki hafa rýrnað. Og Kristur hefir ský- laust lofað lærisveinum sínum því, að þeir skuli geta gert kraftaverk. Geti ekki beztu menn heimsins gert I kraftaverk nú, hlýtur það, eftir skoð- uu Björnsons að hafa rík áhrif á af- stöðu hugsandi manna við kristin- dóminn. Auðséð er, að Björnson trúir þvi ekki, að kraftaverk í hinum gamla skilningi hafi gerst né geti fyrir kom- ið — þeim skilningi, að d-ottmn raski nokkru sinni þeim lögum, er sett hafa verið og ríkja í tilverunni. En hann trúir á dularöfl, sem starfa eft- ir einhverjum þeim lögum, er vér þekkjum ekki. Sang læknar fjölda manns með bænum sínum, og hann j kemst það langt með konuna sína, j sem frá hefir verið sagt. Björnson tekur jafnvel svo djúpt í árinni, að hann lætur dóttur Saogs sjá einhverja ókenda veru hjá móður sinni, þegar hún kemst fram úr rúminu. Svo ekki væri víst vanþörf á fyrir „Þjóð- ólf“ og „Reykjavíkina“ að taka hon- um tak. Rit Björnsons er alt tilkomumikið og hugnæmt og sumstaðar yndis- lega fagurt. Öll iýsingin á Sang er lýsing á helgum manni. Allra mest reynir á hann og allra-mestan guðs- mann sýnir hann sig, þegar hann kemst að raun um, að börn hans hafa mist þá trú, sem er honum alt. Það er einn af fegurstu stöðum í bókment um Norðurlanda. Og óvíða kemur bjartsýni Björnsons fagurlegar fram en þar sem prestarnir eru í leik þess- um að ræða um kraftaverk Sangs. Flestir eru þeir andlegir oddborgarar, og þeir tala um málið í fyrstu svo skynlaust, að hörmung er að heyra. En þegar fram í sækir og þeim fer að skiljast það, að það geti samt hugsast, að kraftaverk gerist um- hverfis þá, að ekki sé með öllu von- laust um, að þeir fái að sjá guðs- ríki hér á jörðinni, jafnlítið og þeir hafi til þess unnið, þá er allur hrok- inn og öll heimskan jafnskjótt að engu orðin, og þeir krjúpa aliir ó- sjálfrátt á kné í bæn. Eini gall- inn á þeim undurfagra kafla er sá, að pokaprestar mundu ekki gera þetta. Þeir mundu halda áfram að tala vitleysu. Leikurinn fer Leikfélagiau fylli- lega svo vel úr hendi, sem framast verður við búist. Prestakaflinn mis- tókst, þar sem mest ríður á, en það er alveg eðlilegt. Félagið hefir ekki svo mörgum góðum leikendum á að skipa, umfram þá, sem aðalklutverk in hafa með höndum, að við þann kafla verði ráðið til fulls. En þau, sem helztu hlutverkin hafa feng- ið, Jens B. Waage, frú E. Waage, Árni Eiríksson og frk. Guðrún Ind- riðadóttir, leika öll tiltakanlega vel. Frú Waage leikur nú í fyrsta sinn. Og alt er örðugt það sem hún á að gera, þar sem hún liggur að kalia má alt af í rúminu. Leikfélagið hafir sýnilega fengið ágæta viðbót þar sem húfl er. En yfirleitt gezt Reykvíkingum ekki að leiknum. Einstöku menn segja, að þetta sé það fegursta, sem þeir hafi séð á leiksviði. En öllum þorranum þykir víst of þungt yfir því, sem þeir eru að horfa á. Og sennilega hafa fæstir hugsað jafn- mikið um kristindóm og kraftaverk eins og Björnson, og hafa ekki nærri því eins rika tilfinning fyrir þvi eins og hann, að mannsandinn verði að gera sér ljósa afstöðu sina við örð- ug og dularfull atriði tilverunnar. Nýtt kirkjublað, hálfsmánaðarit fyrir kristindóm og kristilega menning“, eru þeir farnir að gefa út prestaskólakennar- arnir, síra Jón Helgason og lector Þórh. Bjarnarson. Blaðið verður að sjálfsögðu gott hjá þessum rit- stjórum, ef þeir leggja verk í það sjálfir, og fylla það ekki ineð Iétt- meti lrá mönnum, sem eru miður ritfærir. Væntanlega verður í blaði jafnmeutaðra og frjálslyndra manna með öliu skotið loku fyrir alla sleggj- udóma og allan þekkingarfjandskap, sem nú er farið að bóla töluvert á í kirkjunnj, bæði hér í Reykjavík og með löndum vorum veslra. Kirkj- ublað á áreiðanlega mikið og veg- legt erindi til þjóðar vorrar um þessar mundir, ef því er vel stjórn- að. Öldur nýrra hugsana eru að færast yfir þetta land, og vitanlega er stórmikils um það vert, hvernig leiðtogar kirkjunnar taka þeim. Vafiisöm skemtun. Nokkrir stjórnarmenn skemtu ráð- herranum um miðnætti á gamlárs- kvöld með því að láta Jón Ólafsson halda um hann lofræðu úti á götu ekki alllangt frá Ingólfshvoli. Ráð- herrann svaraði af loftsvölunum heima hjá sér, hefir sennilega farið nærri um, í hverja átt Jóni færist orð; heyrt gat hann fráleitt neitt af iofinu í það sinn. Þessi kvöldskemtun hefir vakið töluvert umtal í bænum. En senni- lega kemur öllum saman um, að ekki hafi þetta verið ráðherranum of gott, ef hann hefir getað haft nokkurt gaman af því. Veltt prestaköll. Landeyjaþing veitt 22. des. síra Þorsteini BenediktsByni, presti að Bjarnanesi. Torfastaðir veitt s. d. kand. Eiríki Ste- í'ánssyni.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.