Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 09.02.1906, Qupperneq 2

Fjallkonan - 09.02.1906, Qupperneq 2
22 FJALLKONAN. sjálfstjórn vorri með því að breyta stöðulögUDum, þar sem þau eru sam- þykt af ríkisþinginu, án þess að ís lendingar væru um það spurðir. Fyr- ir því vill hann láta bæði ríkisþing Dana og íslendinga samþykkia hin endurskoðuðu stöðulög. Og svo mikla virðingu heíir þessi danski stjórnmála- maður fyrir þjóðræði vor íslendinga, að honum þykir ekki nóg, að alþingi samþykki hin nýju stöðulög, heldur eigi beinlínis að leggja þau lög und- ir atkvæði íslenzkra kjósenda. Það leynir sér ekki, hve miklu næmari tilfinning þessi danski maður hefir bæði fyrir landsréttindum vor- um og þjóðræði en sjálfur meiri hlut- inn á alþingi Islendinga. Samt er hann talinn íhaldsmaður með sinni þjóð. En meiri hlutinn á aiþingi tel- ur sig ákafa framsókDarmenn. Það virðist svo, sem íslenzku garparnir séu heldur að dragast aftur úr. Þennan veg hefir aldrei nokkur danskur rnaður talað, svo kunnugt sé. Hér eru sýnileg veðrabrigði í lofti. Getur nokkur Íslendingur efast um, að vér eigum að færa oss þau veðra brigði í nyt? Yæri það nokkuð ann- að en glæpsamlegt sinnuleysi að liggja nú eius og dauðar klessur, eða sitja og glápa hvor á annan og taka ekki einu sinni undir, þegar til vor er hrópað um réttindi ættjarðar vorrar? Fræsðslumála-umsjóiiiu. [Prentun þessarar greinar hefir dregist vegna þrengsla í blaðinu]. Stjórnin reynir í blaði sínu, „mál- gagni sannsöglinnar,11 að verja gjörð ir sínar í því máii, er Fjallk. hefir nýlega minst á. Þar verður, eins og títt er um hana, seinui villan argari hinni fyrri. Fyrst reynir stjórnin að bregða villuljósi yfir sögu málsins á þinginu, lætur sem málið hafi tekið gagngerðri breytingu þar, þegar séð varð fram á, að fræðslufrumvarpið næði ekki fram að ganga, og af því stafi það, að ráðherraun hafi nú skipað skóla- stjórann í H fnarfirði til starfs þess, er áður hefir verið getið um hér í blaðinu, eða einhvers hluta af því. Auðvitað er sú þvæla öll hégóm- inn einber. Það getur hver maður séð, sem lítur í Alþingistíðindin. Eáðherrann hafði í fjarlagafrum- varpinu farið fram á „þóknun til um- sjónarmanns yfir barnaskólum og al- þýðufræðslu 2500 kr.“ hvort árið. Þá hafði honum ekki hugkvæmst, að nein þörf væri á að skifta starf- inu. Umsjónarmaðurinn átti ekki að vera nema einn. Og Guðm. Finn bogason og margir aðrir vissu það, að þetta starf var honum (G. F.) ætlað. Svo líður og bíður fram yfir bænda fundinn. Þá fer ráðherrann að hreyfa því við 2. umr fjárlaganna í neðri deild, að óvist sé, hvort slíkt em- bætti eða staða vérði stofnuð, segir það komið undir meðferð fræðslu- frumvarpsins. (Alþt. B, 211). Sama dag (12. ág.) er fræðslufrum- varpið til 2. umræðu í efri deild. Mentamálanefndin þar vill hafa um- sjónarmann (þgskj. 329). Um þenn- an umsjónarmann fer framsm. þess- um orðum: „Nefndin ætlast til, að þessi maður ætti helzt að veita stjórn- arráðinu aðstoð sína ekki að eins við þau mál, er snerta barnafræðsluna, heldnr líka við hin æðri fræðslumál, er snerta t d. gagnfræðaskólana, hinn fyrirhugaða kennaraskóla, hinn alm menntaskóla o. s. frv.“ (Alþt. B., 1920). Eins og menn sjá á þessu, er þ nn- an dag ekkert komið fram viðvíkj- andi fræðslufrumvarpinu, er gæfi í skyn, að embættið eða staðan kunni að þurfa að stranda. Ráðherrann einn virðist búast við því. En við 3. umr. fjárlaganna í efri deild, 16. ágúst, er nefndin búin að breyta stefnu sinni. Þá leggur hún til að stjórnin hafi sér til aðstoðar „einn eða fleiri,“ og það var sam- þykt. Hvar hafði nefndin fengið bendingu um, að slíkt væri nauðsyn- legt? Frá ráðherranum? H^ers vegna hafði þá ekki ráðherranum hugkvæmst þetta áður? Af því að þá þurfti ekkert að hefna sín á Guðm. Finnbogasyni. En svo fylgispakur sem meiri hluti neðri deildar var við ráðherrann, veitti honum örðugt að sætta sig við þessa hefnd. Mönnum þótti óbragð að henni þar í deildinni. Fyrir því var við 2. umr. fræðslufrv. þar, 23. ág., samþykt sú breytingartillaga mentamálanefndarinnar, að „einn eða fleiri“ falli burt. Daginn eftir að neðri deild sýnir það ótvíræðlega, að hún vill ha'a einn umsjónarmann, gerir ráðherrann eina atrennuna enn. Þá fær hann það samþykt í efri deild við 3 umr. fjárlaganna, að fjárveitingin skuli orð- ast eins og hún er nú í fjárlögunum. 25. ág. er fræðslufrumvarpið til umræðu í neðri deild, og þá kemur ráðherrann fram með tillögu, er átti meðal annars að miða að því, „að það sé ekki bundið fastmælum, að strax sé skipaður einn ráðunautur í kenslumálum o. s. frv.“ (Alþt B, 1964). En þá var málið tekið út af dagskrá og sömul. 28. ág., og þar með svæft. Þá fyrst veit þingið, að málið fær ekki fram að ganga. En frá 12 á- gúst bafði ráðherrann stóðugt verið að berjast við að fá breytt þeirri fjár- veitingu, sem hann hafði sjálfur stungið upp á bæði í fræðslu og fjárlagafrumvarpinu. 1 hverju skyni var sú barátta hafin? Vitanlega i engu öðru skyni en því, að fá átyllu til að bo'a G. F. frá þessu starfi, sem undanfarin þing hafa ætlað honum að vinna — bola frá starfinu manui, sem stjórn- in sjálf hafði sýnt sama traust eins og þingið, með því að fela honum á hendi störf, sem honum bar engin skylda til að vinna, eins og bent var á í Fjallk. nýlega. Hitt kernur málinu alls ekkert við, sem stjórnin er að þvæla um í „mál- gagni sannsöglinnar“, hvernig hún kann að bita niður á eftir þessum 2500 kr. á ári meðal gæðinga sinna, hvort hún kann að láta sitja við þessar 100 kr. á mánuði til skóla- stjóraDS, sem honum hafa þegar ver- ið ánafnaðar, og veita öðrum af- ganginn, eða hvort hún lætur alla fjárveitinguna fara til hans. Hitt skiftir máli, er aðalatriðin og eina atriðið, að sá maður fær ekki að og vinna verkið, sem það var ætlað ekki hafði brotið af sér í þessum málum, svo menn viti, traust þings né þjóðar. Auðsjáanlega þykir stjórninni ekki heldur næg réttlæting fyrir sig, þó að hún reyni að rangfæra tildrögin til meðferðar þingsins á þessari fjár- veitingu, og tekur svo það bragð að ófrægja G. F. á ýmsan hátt. Hún lætur „sannsögli málgagnið“ flytja sleggjudóma um þau verk, er G. F. hefir leyst af hendi fyrir hana, og hún hefir sjálf aðhylst. Slíkt at- ferli virðist ekki mikill virðingar- auki fyrir stjórn landsins. Hún fer að brigsla G. F. um, að hann hafi „gefist upp“ við kcnslu í barnaskólanum, vitandi það, að hann hætti við kensluna þar um miðsvetr- arpróf, vegna þess að hann hafði fengið svo margar kenslustundir við skóla iðnaðarmanna, að hann gat ekki sér að skaðlausu haldið hinni kenslunni áfram. Hún reynir sð gera starf það, er alþingi 1901 fól G. F. á hendi, að „miskunnarverki eða sáraplástri“, af því að tengdasonur „sannsögli“-rit- stjórans var þá tekinn fram yfir hann við veitingu heimspeki-legatsins — gætandi ekki að því, að annaðhvort hefði þá G. F. hlotið að vera talinn óvenjulegt afbragð ungra manna, eða alþingi hefði farið mjög samvizku- lítið með fé þjóðarinnar. Og varþi alþingi 1903 að halda áfram að smyrja plásturinn? Það eru skárri miskunnarverkin og sáralækningarn- ar, sem stjórnin ætlar alþingi að hara með höndum! Enn fremur lætur stjórnin mál- gagnið flytja þá ósannindasögu, að G. F. hafi gengið innan um götu- strákahóp og haft fyrir þeim orð að hrópa niður með ráðherrann. Vitan- lega lýtur þetta til framkomu G. F. á bændafundiuum í sumar. Og það eitt hafðist hann þar að, að ávarpa íslenzka bændur nokkurum orðum. í þeirri ræðu sinni lagði hann ekki einu sinni nokkurn dóm á gjörðir stjórnarinnar. Hann sagði að eins nokkur sæmdarorð í bænda garð fyrir það, að þeir stæðu við sann færing sina. Þeita litla rangfærir stjórnÍD ! Loks leggur stjórnin út í að drótta því að manninum, að hann sé óvenjulega óvandaður, svo gífur lega óvandaður, að búast megi við því, að hann réði stjórninni það í mentamálum, er hann teldi líklegt, að henni gæti orðið til falls, efhann væri ráðunautur hennar. Góðmann legar eru nú tilgáturnar og mann- lýsÍDgarnar hjá æðstu mönnum lands ins um mann, sem ekkert hefir ann- að gert en vinna öll þau verk, er honuin hafa enn verið á liendi falin, af trúmensku og fylstu samvizku semi! Fyrst er alsaklaus maður beittur óhæfilegri rangsleitni. Og á eftir er reynt að réttlæta rangsleitnina með enn ljótari rangsleitni — ósannindum og rógi. Ganga má að því vísu, að reynt verði að klóra í bakkann með því að segja, að stjórnin eigi enga sök í þessari grein í „sannsögli"- mál- gagninu. En það er ekki til noins. Það er löngu útrætt mál, hver hefir siðferðis-ábyrgðina. Marconi-loftskeyti. 6. febr. Akafar róstur í París út af mót- mælum gegn búnaði kirkna eftir skiluaðarlögunum ríkis og kirkju. Frekari mótmæli á föstudaginn leiddu til óskapaláta, sem komust þáð langt, að upphlaup varð við Klóthildar- kirkju hinDar helgu, þar sem mikill múgur varði kirkjuna og rak út lögreglustjórann og þjóðvaldsstjórn- arvarðliðið, og hringdi kirkjuklukk- unum sigri hrósandi. Varðmenn brutu loks upp kirkjudyrnar roeð byssuskeftum og ráku út óeirðar- seggina eftir harðan bardaga, meiddu 80 og handtóku 150, en af þeim hefir öllum nema 17 verið slept aft- ur. Síðari fréttir herma af frekari róstum í París og segja að uppþot- ið hafi tekið sig upp aftur við Pét- urskirkju (du gros Caillon), sem var full af kennimönnum, erslógu keðju- slagbröndum yfir dyrnar að innan. Slökkvilið braut hurðir og slag- branda með öxum, kleif upp á þak- ið og beindi þaðan slökkvidælubunu á múginn. Þrjár þús. voru í kirkj- unni, brugðu margir fyrir sig marg- hleypum, en aðrir notuðu múrsteina. Riddaralið með brugðnum sverðum sópaði burtu öllu fólki af kirkjutorg- inu og særði margt af því. Messu- gerð var haldin í kirkjunni eftir að kirkjubúnaðurinn hafði verið tekinn. Voðaleg neyð er í hallærishéruð- unum í Jupan norðanverðu; þar er nær miljón manna að verða hungur- morða. Því er búið að koma svo fyrir, að 4 brezkir liðsforingjar og þrír ind- veskir fari til Japans og séu þar við herinn tvö ár. Það kviknaði alvarlega í Banda- ríkjaskipinu Neade í San Francisco; þrír menn létust, en margir urðn sárir. Sagt er frá miklum bruna í borg- iuniPanama; þar hafa margar húsa- spildur gjöreyðst og er margs fólks saknað, þar á meðal frá Bandaríkj- um. Mjög þykir líklegt, að 400,000 amerískir málmnemar muni gera verkfall í aprílmánuði vegna þess, að húsbændur þeirra afsegja að greíða hærra kaup. Harður bardagi með byltingamönn- um og herliði í Kákasus-, þar eru mörg þorp að brenna. Alvarlegt á- stand í Eystrasaltslöndum. Lettar veita lögregluliðinu árásir sífeldlega. Múhamedstrúar-fundurinn í Péturs- borg, sem var bannaður fyrir viku, hefir nú verið löggiltur. Farþegar, sem koma frá Venesú- ela, segja, að Castro forseti búist til ófriðar af fremsta mætti og hafi skipað að skjóta á hið fyrsta her- skip, sem sjáist. 9. febr- Mjög eru skiftar skoðanir um stefnu stjórnarandstæðinga á Bretlandi. „Ti- mes“ staðfestir þá frásögu, að Cham- berlain og Balfour hafi ekki tekist að koma sér saman. Sambandsflokk- urinn ætlar að halda fund í næstu viku. Siðari fréttir segja, að skoð- anir sambandsflokksins séu að snúast með Balfour sem leiðtoga stjórnar- andstæðinganna. Samkomulagshorfur þvi miklu betri Pennsylvaniu-stjórn er að koma upp ríðandi lögregluliði með hliðsjón á miklu verkfalli í kolanámunum, sem getur komið fyrir í apríl. Siglinganefnd Japana hefir lýst yfir því, að skipastóll Japans muni auk- ast um 400 þúsund smálestir árið 1907.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.