Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 23.03.1906, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.03.1906, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 51 Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Lárus G. Lúðvígsson hefir Jang uieztar birgðir af allsk. t&éfatnail, sem hann selur með mikið lægra verði en aðrir Hitt vita færri að frá í dag verða nokkur UUIIUI uu yj 1 Ul ö*vuui. naia ivuðiciu Oj'JV/ Ug Uj'Jv/ oC eins 4,00 og 4.50 parið. ii tseklfcepii! BL B ^ í * É í og snoturt að sjá Nu er marqt y J Ritíöng og (ialantori -vörur með mjög góðu verði. — Litið inn i búðina og þá munuð þér sjá, að þetta er ekki skrum. Virðingarfylst @u5m. Qwc>mivnc)'!>5on% Laugaveg nr. 2. kjörfund sækja, megi kjósa skrif- 1683 Hiu nýja stjórnskipun Bússa. Loks er nú lokið s mningi laga þeirra, er skipa fyrir um verksvið 0g fyrirkomulag hins rússneska þings. Þau voru gerð heyrum kunn 6. marz. Þingið verður í tveim deildum, ríkisráð og „Duma“. Keisarinn kýs sjálfur helming þing- manna hvorrar deildar. Báðar skulu þær hafa jafnmikil áhrif á löggjöfina; báðar mega komaýmeð lagafrumvörp og gera fyrirspurnir til ráðherranna. Þingið skaL hald- ið á hverju ári og kallar keisarinn það saman og segir því slitið. Fulltrúarnir til ríkisráðsins eru kosnir til níu ára í senn og fara kosningarnar fram a 3 ára fresti áhverjum þriðjungi í einu. Til þess að vera kjörgengur til ríkisráðsins verða menn að vera 40 ára.gamlir og hafa stúdentspróf. — Hver sem- stova kýs 1, hin rétttrúaða Synodus 6, háskólarnir 6, verzlunar og iðn- aðarmenn 12, aðallinn 18, 6 eru kosnir af fulltrúum jarðeigenda á Póllandi. í þeim héruðum Rúss- lands, þar sem engin semstova er, kjósa jarðeigendur einn fulltrúa. Hvorug deildin má taka við bænar skrám eða sendinefndum; en engan fulltrúa má taka fastan, meðan þing- ið stendur yíir, nema hann sé stað- inn að glæp. Ekki búast menn við, að frjáls- lyndari hluta Rússa muni þykja þetta frelsi fullnægjandi, þótt stjórn- byltingarflokknum sé slept; enda er mikill munur á þessari þingskip un og hinu þingbundna stjórnarfyr- irkomulagi vesturþjóðanna. Alþýða manna hefir eftir sem áður lítil sem engin áhrif á iöggjöfina; þar sem bæði kosningarréttur ogkjörgengi er svo stórum takmarkað. Liðsforíngi Schmidt, sá er stýrði uppreistinni á Svartahafsflotanum, heíir verið dæmdur til hengingar; en sagt er, að hann- muni verða náð aður. "' Marconi-loftskeyti. 20. raarz. Til þessa hafa náðst 282 lík alls upp úr Courrieres-námunnm, þrátt fyrir hinn mikla óþef. Nýr eldur og 1 iftbrestur á Jaugardaginn tók fyrir leitina að líkunum, Nú hafa 26,000 námumanna gert verkfall. Það lítur út fyrir, að verkfallið muni taka til 80,000 námumanna í Calais-sunds- námuuum. Yfirvöld við Courrieres- námurnar hafa nú afráðið að hlaða 18 feta þykka veggi til þess að halda eldinum í skefjum innan þeirra endi- marka, er nú tekur hann yfir. Það er líka báist við, að þau muni einn- ig girða námugöng með likumí, sem eru að rotna, og gera þar með úr þeim stóran grafreit. Öldungadoildin í Wasliington hefir samþykt þingsályktun, þar sem kraf- ist er nákvæmrar skýrslu um, hvað miklu herinn í Filippseyjum hafl banað af konum og börnnm. Gufuskipið British King frá Liver- pool sökk í Atlanshafl 11. marz fyrir það, að rnargar tunnur af olíu, sem höfðu skolast útbyrðis, brutu gat á skipið. Af 56 manns innanborðs, varð ekkí bjargað nema 28. Ráðuneytið nýja á Frakklandi lýs ir því yfir, að það sé einráðið að brjóta á bak aftur ajla mótspyrnu gegn skilnaðarlögunum ríkis og kirkju. Stórglæpamaðurinn Henning í Berlín, sem er sak ður um mörg morð, heíir verið höndlaður, eftir að hann hafði smoygt sér undan öllum lögreglumönnum á Þýzkalandi í heilan mánuð. Tvær troðfullar Lruðlestir rákust á nærrl Poitland i Colorado i Banda- ríkjum. Síðan kviknaði í öllu sam- au, og var hörmung að sjá það, er þar gerðist. Þar týmiust 40 manns þar á meðal 15, er brunnu kvikir, og margir urðu sárir. Marokkofundurinn í Algeciras kom aftur saman á laugardaginn. Eun er ofurlítill vonarneisti um samkomulag. Mjög alvarlegt ástand í Ungverja- landi. Stjórnin heiir bæit níðnrmeð valdí framkvæmdanefnda-samband ð (stjórnarandstæðinga) og ber fyrir, að það æsi til uppreistnar. 22. marz. Voðalegir landskjálfiar sagðir frá Kamei, Formosa. Nokkur hundruð hús hafa hrunið og margt « anna hefir týnt lífi eða særst. Óttalegir stormar í Brazilíu hafa valdið vatnaágangi og skriðum; meira en 50 særðir. Manntali í þýzka ríkinu nýlega lokið. Fólksfjöldi yfir 60'/2 miljón. Búlgarskir óaldarflokkar eru tekn- ir að ræna og myrða Makedóníumenn. Grikkir farnir að gjalda líku líkt Lagafrumvarp hefir verið lagt fyrir fulltrúadeild brezka þingsins, erskyld- ar öll útlend skip, sem koma inn á brezkar hafnir, til þess að hlíta sömu fyrirmælum um hleðslu, haffærni og björgunaráhöld, sem þeim. er brezk skip verða að fjm eftir. En tveggja til þriggja ára fre tur véröur gefinn útlendum skipaeigenduin til þess að koma breytingunum á. Flokkur 20 vopnaðra manua fór inn í einn bankann í miðri Moskya rneðan verið var að starfa þar. Komu- menn ógnuðu bankamönnum og höfðu á burt með sér átta miljónir og fimm hundruð þúsund rúblur, án þess að þeirn væri neitt mein gert. Síðari fréttir frá Formósu segja, að gizkað sé á, að nokkur þúsund manna hafi týnt lífi í landskjálftun- um. Þrír bæir gjöreyddir og mikill landskjálfti um alla eyna. Tjónið metið á 9 miljónir punda sterling. Jarðarfarir. Frá þjóðkirkjunni. 10. marz. Olafur Sigurðsson stein- smiður, Spítalastíg 4. 12. marz. Barnið Alexandra Sig- urðard., Laugaveg. 19. marz. Holl. fiskimaður, sem dó í Landakotsspítala. 20. marz. Guðm. Guðmundsson, Laugaveg 46 B. Frá fríkirkjunni. 9. marz. Barnið Sigurgeir Júlí- us Sigurðsson, Oddgeirsbæ. 13. marz. Barnið Eiríkur Magn- ús Guðjónsson, Skólavörðu>tíg 31. 16. marz. Guðjón Jónsson bóndi, Grettisgötu 56 B. 19. marz. Barnið Baldvin Guð- mundsson, Skólavörðustíg 5. Druknun. Fjórir menn druknuðu af fiski- bát í Vestmanneyjum 12. þ. m. En 10 mönnum af sama bátnum bjarg- aði botnvörpuskip. Þeir, sem drukn- uðu, voru þessir: ísleifur Jonsson Bergssonar frá Skálholti í Biskups- tungum, Högni Arnason frá Görðum í Mýrdal, Sigurður Sigurðsson úr Vestmanneyjum og önafngreindur maður af Austfjörðum. Þetta erí3. sinn, er sami botnvörpungs-skipstjóri bjargar mönnum í Vestmanneyjum. Daginn eftir slysið fann annar botn- vörpungur bátinn úti á hafi suðxust- ur af Vestmanneyjum og flutti hann til eyjanna. Sig'linfrnr. „Tryggvi konungur11 kom liingað frá Khöfn og Leith þ. 17. þ. m. 15 farþegar voru, þar á meðal: Björn Kristjánsson alþingismaður og frk. Jóna dóttir hans, Einar Markússon umboðsmaður frá Ól- afsvík, Gísli Hjálmarsson kaupmaður frá Norðfirði og frú hans, Ólat'ur Hjaltested og frú hans, cand. mag, Bjarni Jónsson, ljósmyndari Pétur Brynjólfsson, stud. polyt. Vilhj. Finsen, snikkari Bjarni Jónsson og danskur verzlunarmaður Natan. Ceres kom í morgun. Farþegar: Th. Thorsteinsson kaupmaður og bókhaldari danskur, Guðm. Jónasson kaupmaður í Skarðsstöð, Kristján Jónasson kaupmaður í Búðardal, Benedikt Þórarinsson kaup- maður, Carl Lárusson kaupmaður, Jón Bjarnason vetzlunarmaður við Eðinborg og 2 Englendingar við sömu verzlun. Friðþjöfur kom hingað í dag frá Leith, sendur af Thorefélaginu. Kirkjufokið í Stóra-Kolti. Eftirfylgjandi leiðrétting á fréttagrein, er skýrir frá foki Stóra-Heltskirkju í Fljót- um, og stendur í 3. tölubluði Fjallkonunn- ar þ. á„ bið eg yður, hei'ra ritstjóri! að taka upp í yðai' heiðraða blað. Höfundur greinar þessarar skýrir svo frá, „að orsökin til þessa kirkjufoks sé álitin að hafa verið illur umbúnaður frá yfirsmiðsins hendi, festar mjög illa festar í fótstykkin og járnsinklar bráðónýtir11. Grein sína endar hann með því, að fárast um, að ekki sé hægt að koma fram ú- byrgð á hendur mér fyrir veikið. Það, sem snertir mig í frásögu greinarinnar, eru nakin ésumiindi, eins og eg nú skal sanna og sýna. Það er þá fyrst að taka það fram, að eg var ekki nema að nokkru leiti yfirsmiður nefndrar kirkju, því herra dannebrogm. Einar Guðmundsson í Haga- nesvík sagði fyrir um verkið, og réð mestu um það, hvernig byggingunni skyldi fyrir komið. Allir þeir sem þekkja þennan stór-merka mann munu síst efa að hann hafi látið ganga trúlega frá öllu, og séð um, að alt væri sem bezt af hendi leyst. Eitt af þvi, sem hann gjörði í þessum tilgangi var það, að hann lét snúa kirkjunni í út og suður, þannig, að stöpullinn var við suðurenda, og dyrnar í vesturhlið stöpuls- ins. Þetta álitum við heppilegt, til þesj, að tryggja hana gegn landsunnanvindun- um, er þar eru taldir skæðastir. Einnig réðum við af að hafa turninn opinn til þess, að hann tæki sem minst á sig. Til frekari tryggingar var kirkjan fest niður á öllurn hornum með akkerum og festum, og grjót' f'ylt upp að efri hrún á gluggum. Akkerunum og festunum var búið að koma fyrir, er eg tók við byggingunni, og grunn- múrinn bygður að mestu, og gat eg ekki betur séð, en að snildarlega væri frá öllu gengið. Jeg hef byggt 14 kirkjur undir umsjón hlutaðeigandi presta, eða bænda, og er mér óhætt að fullyrða, að engínn þeirxa vandaði jafnt við mig um allan frá- gang sem Einar Guðmundsson, enda er vandvirkni hans, sem öll önnur snilli, kunnug alþjóð. Allir sanngjarnir menn hljóta því að sjá, að nðrar orsakir hafi verið til kirkjufoksins en illur frágangur, svo sem: að dyr hafi opnast, eða að for- kirkjugluggi á suðurenda orðið fyrir ein- hverju aðkasti, og vindur s ðan komist inn i húsið enda sýnir þuð sig sjálft, að svo hafi verið þar sem allt þakið og bvelfingin af kirkjunni heldur sér enn að mestu leyti saman. Það er því stðk ill- girni af greinarhöfundi Fjallkonunnar, að fara um mig jat'n meiðandi orðum og hann lielir gjört,, en verk mín þekkjast svo víða og af svo mörgum, uð ummæli hans saka mig ekki : Verk mín, hvort. sem þau heita kirkja eða annað, bera það sjált með sér, að mér liefir jafnan verið annara um styrkleik en álitsfegurð. Að Stóra-Holtskii'kja hafi verið allrammbygð sýnir það, að hún stóð vel af sér afspyrnu- veðrið 20. sept. 1900, sem allir þá lifundi menn hljóta að muna et'tir og var miklu meira og skæðara en veðrið 12. des f. á. Sauðárkrók 10. fehr. 1900. Þorsteinn Sigurðsson. Messina- Appelsínur og ágætar Kartöflur í Liverpool, T \ k VT er bezta liftryggingarfélagið, UÍAil eitt, sem sérstaklega er vert að taka eftir, er það, að „DAN“ tekur menn til líftryggingar með þeim fyrir- vara, að þeir þurfi engin iðgjöld að borga, ef þeir slasast eða verða ófærir til vinnu. Sérstök ágætiskjör fyrir bindindis- menn. Allar nauðsynlegar upplýsingar, bréf- egar sem munnlegar, gefur aðalumboðs- maður Dans fyrir Suðurland. D. OstlUlld., Koykjavik,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.