Fjallkonan - 06.04.1906, Blaðsíða 2
58_________________________________FJALLKONAN.
Eu eftir því sem stjórnarmenn þess-
ir vilja „leiða mönnum fyrir sjðnir,“
er það annaðhvort, að þeir álíta nð
ekkert þurfi framar til samgöngubóta
að leggja, eða að þjóðin geti bætt
símakostnaðinum á sig, afþeirri einu
ástæðu, að hún hefir hingað tii borið
kostnaðinn til samgöngubóta, að vísu
með því að leggja á sig þunga skatta,
en þó án þess að örmagnast undir
þeim. Á þennan hátt eru röksemd-
irnar all oftast, alveg óskiljanlegar
frjálsum mönnum.
Hvað ætli menn segðu, ef hann
Pétur á Gautlöndum ályktaði sem
svo, þegar hann fer að flytja ritsíma-
staurana: Af því að jálkurinn þessi,
sem er magur og illa fóðraður frá
því fyrsta, hefir hingað til getað bor-
ið einn staur án þess að skjögra,
sést, að hann getur borið tvo í við-
bót jafn-þunga, án þess að gefast upp?
Eg ætla, að menn héldu hann naum-
ast með fullu ráði. En alveg mundi
það þó samskonar ályktun og hér er
bent á hjá þessum blessuðum stjórn-
argæðingum, er höfðu ritsímamálið
til athugunar.
Það vill til stundum, að þeir sem
takast á hendur að verja það, sem
er óverjandi, slá sjálfa sig á munn-
inn.
Ekki er hægt í stuttri blaðagreiu
að rekja allar firrur stjórnarmanna,
utan þings og innan, enda var það
aldrei ætlan mín, því að flest af þeim
er áður marg-hrakið. Þarf eigi ann-
að en lesa alþingistíðindin, til að
sannfærast um þetta, og vil ég ein
dregið ráða kjósendum til að kynna
sér þau vandlega ásamt öðru, er hvor
flokkurinn fyrir sig heldur fram. Með
því einu móti er hægt að mynda sér
sjálfstæða skoðun og dæma hlut-
drægnislaust milli flokkanna.
Er það hin mesta nauðsyn, því að
ástandið er ískyggilegt — hið póli-
tíska ástand. Þjóðin skiftist í 2 flokka
mjög andstæða. Stjórnin myndar
annan flokkinD; henni fylgir enn meiri
hluti þingmanna í öllu, hæfu og óhæfu,
og skapast með því takmarkalaust
einveldi. Þenna flokk fylla yfirleitt
þeir gæðingar, er þykjast eiga völd
sín og metorð undir náð stjórnarinn-
ar. Þar við bætast og margar and-
lega bljúgar sálir, er ýmist standa i
þeirri góðu meiningu, að ráðgjafinn
sé gæddur fullu einveldi til að ráða
öllu, eða þá þeir ætla sér sumir hverj-
ir að vinna til skófna úr embætta-
og sýslana-potti stjórnarinnar, því
margir þykjast þegar hafa komist að
raun um það, að sú sé nú stefna í
landi hér, að þeir einir fái bita, er
fyrir stjórninni smjaðra. Fjöldi hinna
ísl. dagbiaða fylgja stjórninni og er
það sérstaklega einkennilegt, að það
eru öll minniháttar-blöðin. Ekkert
þeirra — ég nefni ekkinýjublöð'n —,
á það skilið að vera keypt og lesið,
eins og stjórnin veit bezt sjálf og
lætur á sjá. Þess vegna eru nú, að
tilhlutun stjórnarinnar eða stjórnar-
vina, stofnuð ný blöð sýnilega í þeim
tilgangi að ganga á milli bols og
höfuðs á gömlu stjórnarblöðunum, og
haía stjórnarmenn þegar keypt tvö af
þessum ómyndarblöðum til frálags á
Akureyri. Er það spá rnargra, og
það einna helzt stjórnarvina, að „Þjóð-
ólfi“ og „Heykjavík“ séu ætluð sömu
forlög og ber það óneitanlega vott
um að stjórnin er farin að sannfær-
ast um, að henni sæmi flest annað
betur en aðferð sú, er biöð hennar
hafa beitt gegn þjóðinni og lieuuar
mætustu mönnum. — Gæti þetta orð-
íð til þpss að bæta ofurlítið pólitíska
á«tandið í landinu afplánar stjórnar-
flokkurinn með því eitthvað af sinum
pólitisku syndum og hefir hann þess
fulla þörf.
Að fþví er andstæðinga-flokkinn
snertir, þá var hann, sem kunnugt er,
fámennur á síðasta þingi. En þjóð-
in, alþýðan, fylgir þessum flokki eins
og sýndi sig í sumar, því að yfirleitt
hafa íslendingar aldrei unað einveldi,
eins og kunnugt er, heldur reynt að
brjóta það af sér, þó illa hafi það
gengið löngum. Prestarnir fylgja al-
þýðunni að málum; þeir eru yfirleitt
frjálslyndastir allra embættismanna
landsins, enda þekkja þeir bezt kjör
alþýðunnar, sem er fátæk og á við
harðrétti að búa. Er þeim það sízt
láandi, þótt þeim þyki alþýðau illa
leikin, þegar lagðir eru á hana þung-
ir skattar, þvert í móti vilja hennar,
og eigi sízt, þegar skattarnir eru not-
aðir til að drífa áfram illa undirbúin
fyrirtæki, er vísast þykir, að aldrei
verði þjóðinni að gagni, í samanburði
við það,. sem þau kosta.
Alþýðunnar máli tala og helztu
blöð landsins; því verður ekki neit-
að. Ritstjórar þeirraæru frjálslyndir
hæfileikameun, er meta meira velfarn-
au lands og lýðs en vinfengi við
valdaflokkinn, þegar hann beitir eigi
rétt valdi sínu.
Er því ekki ólíklegt, að alþýðunni,
sterkasta hluta þjóðarinnar, með þau
blöð í broddi fylkingar, sem nú tala
hennar máli takist áður langt um
líður að ná betri tökum á stjórn
landsins eu nú. Að því verður al-
þýðan að vinna, ef vel á að fara.
Þingmaimaboðið.
Skoðanir þeirra manna, sem fyrir
hvern munviljaláta stjórnarandstæð-
inga faratil KaupmaDnahafnar í sum-
ar, virðast vera mjög á reiki.
Ritstjórn Ingólfs hefir enga trú á
því, að stjórnarmena mundu vinna
oss neitt g gn. „Eftir framkomu
þeirra á síðasta þingi skiljum vér
ekki, hvaða gagn gæti af þeirra för
slafað íyrir þjóðina“ segir blaðið.
í þvi efni erum vér Ingólfi alveg
sammála.
Aftur á móti getur Jón Jónsson
sagnfræðingur ekki ætlað stjórnar-
mönnum annað, en þeir fáist til að
halda fram frekari stjórnarbótarkröf-
um af hendi íslendinga. Hann kveðst
ekki geta „fallist á þá skoðun, að
meiri hluta þingmennirnir séu sneidd--
ir ættjarðarást og sómatilfinningu,,.
Hvernig stendur þá á því, að meiri
hluta þingmennirnir lofa engu í þessu
efni? Blöð þeina eru alt af að
koma út, eu þeir verjast öllum lof-
orðum. Er það ekki sæmilega ljós
bending um, að þeir séu sneiddir
þeirri ættjarðarást og þeirri sómatil-
finning, sem til þess þarf að fara að
heimta stjórnarbót í sumar?
Geti ekki sú bending sannfært hr.
J. J., þá vísum vér honum til rit-
stjórnar Ingólfs í þeirri von, að hún
geti sannfært hann.
Ingólfur kemur annars með mjög
mikilvæga staðhæfing i þessu máli.
Blaðið segir:
„Þar er vitanlegt, að heimboðið
er eiumitt stofnað í því skyni af
Þönum, að afla sér áreiðanleqrar
þekhinqar á óánœqjnefni Islevdinqau.
Hvaðan hifir blaðið þessa vit-
neskju? Hefir konungur sagt það?
Hefir nokkur dönsku ráðherranna
sagt það? Hefir nokkur danskur
ríkisþingmaður sagt það ? Eða hefir
ráðherra vor sagt það ? Þetta hlýt-
ur Ingólfur að geta frætt rn'ann um
ef hér er ekki um einberan misskiln-
ing að tefla hjá blaðinu.
Vér skulum fúslega kannast við
það, að geti Ingólfur fært sönnur á
sitt mál í þessu efni, þá horfir mál-
ið annan veg við. Þá ciga íslenzk-
ir stjórnarandstæðingar erindi til
Kaupmannahafn ar.
' Annars ekki.
Sé ekki til þéss stofnað af Dana
hálfu, að óánægjuefni íslendinga komi
fram í sumar, þá er alt skrafið um
það, að stjórnarandstæðingar muni,
mitt í veizluglaumnum og þrátt fyr-
ir sjálfsagðan andróður meiri hluta
alþingismanna, sannfæra Dani um
hve kröfur vorar séu sanngjarnar
og hollar. ekkert annað en hégómi
og skýjaborgir.
Eimreiöin.
í nýkomnu Eimreiðarhefti (XII. 1)
eru tvær ritgjörðir hvor annari betri
í sinni röð.
Önnur þeirra er um Þingeyjar-
syslu fyrir og eftir aldamótin, eftir
Guðm. Friðjónsson. Fyrirsagnir eru
þar: Pólitik, Búskapur og sveitalíf,
Réttardagurinn, Helgihald boðorð-
anna, Eiukennilegir menn, Félags-
skapur og skemtanir, Almenuar at-
hugasemdir. Frá þessari ritgjörð er
snildarlega gengið. Vér ætlum það
ekki á færi nokkurs annars íslend-
ings að lýsa lífinu í einni sýslu
landsins jafn-skemtilega. Það er
hörmung til þess að vita, að ann-
ar eins ritsnillingur og Guðm. Frið-
jónsson er að verða æ meir og
meir, skuli verða að eyða æfinni í
fátækt við búhokur.
Hin ritgjörðin, sem vér viljnm sér-
staklega benda á, er „Stjórnin og em-
bættisgjöldin“ eftir ritstjóra Eimreið-
arinnar. Dr. V. G. hafði bent á það
í Eimr. áður, að embættisgjöl 1 hér
væru afarhá í samanburði við sams
konar útgjöld Dana. Þeirri grein
svaraði prófessor Björn M Ólsen í
Andvara. Nú svarar Dr. V. G. aftur.
Og ekki verður annað séð, en að
prófessorinn sé beinlínis aumkvunar-
verður eftir þá útreið.
Allra hranalegastur verður ósigur
prófessorsins, þar sem hann fer að
véfengja þá frásögn dr. V. G. að
embættiskostnaður Dana nemi um
8% af árstekjum ríkisins. Prófessor-
inn fer að reikna þetta út sjálfur, og
fær nær því 5 sinnum meiri fjárhæð
tæplcga 38°/0- Nú skýrir dr. V. G.
frá því, að hann hafi sína vitneskju
beint frá Hagfræðiskrifstofu ríkisins.
Og yfirleitt færir hann ljós rök að
því, að allur Andvara útreikningur
þessa stjórnar vísindamanns sé í meira
lagi óáreiðanlegur.
Próf. Þorv. Tiioroddsen segir í þessu
hefti í alllöngu og skemtilegu máli
frá mjög vitlausri bók um ísland eft-
ir Nelson Armandale, bók, sem gefin
er út af Clarendon Press í Oxford
og tileinkuð vísindamanni, próf. E. B.
Tylor. Oss er borin hið versta sag-
an í þessari bók, fullyrt að Islend-
ingar séu „gjörspdtir af drykkjuskap,
þrælslnnd og velþóknun ásjálfum sér“
o. s. frv.
Fagurfræðilegs efnis er í heftinu
tilkomumikið kvæði eftir aðal-skáld
Vestur-lslendinga, Stephan G. Steph-
ansson, „Ávarp til Norðmanna,“ og
tvær frumsamdar sögur, eftir Jón
Trausta og Eiuar E. Sæmundsson.
Ennfremur er þar Ritsjá og íslenzk
hringsjá, eins og vant er.
Bækur.
Ur dularlieimum. Fimm
æfintýri- Eitað hefir ósjálf-
. rátt Guðmundur Jónsson.
„Fjallkonan" hefir áður lauslega
minst á þrjú þessara æfintýra í til-
efni af því, að þau voru lesin í heyr-
anda hljóði á síðustu Fjölnisskemtun.
Nú hafa þau verið gefin út á prenti
í fagurri útgáfu og tveimur bætt við,
sem ekki standa hinum á baki, ásamt
íslenzkri þýðing á því æfintýrinu, sem
upphaflega var ritað á dönsku. Þýð-
ingin er rituð ósjálfrátt, eÍDS og alt
hitt, og Jónas Hallgrímsson er sagð-
ur höfundur henmr. Hún sver sig
ekki að eins í ættina til J. H. með
orðfærinu, heldur og líka á þann hátt,
hve mikið er vikið frá frumritinu til
þess að gera blæinn sem íslenzkast-
an, nokkuð svipað eins og í æfintýr-
inu „Leggur og skel.“
Þeir menn, sem veitt hafa a'hygli
því bókinentalega samvizkuleysi, sem
þrá--innis hefir komið fram í blöðum
hér á landi, þegar illgirnin hefir lagt
orð i belg ganga auðvitað að því
visu, að þessi yndisfögru æfintýri verði
hrakyrt óspart. Fyrir rúmum fjórð-
ungi aldar var hin fyrri ljóðabók
Gríms Thomsens prentuð. Eina blað-
ið, sem á hana mintist til muna,
„Skuld“ Jóns Ólafssonar, helti yfir
ljóðin svo gífurlegum smánunum, svo
sem þar væri nær því undantekning-
arlaust um hinn versta leirburð að
tefla, að gersamlega tók fyrir sölu
bókarinnar um mörg ár. Svo mikil
var ósvífnin þá. Og svo mikið varð
henni ágengt — þrátt. fyrir það að
í bókinni voru ekki all-fáir dýrgrip-
ir, sem jafuan verða með hinum allra
fegurstu, er íslenzk tunga geymir —
og þrátt fyrir það, að flestir þeir dýr-
gripir höfðu áður verið birtir þjóðinni
í blöðum hennar og tímaritum. Yið
hverju mun þá ekki mega búast nú,
þar sem þessi æfintýri eru ein hinna
dularfullu fyrirbrigða, sem verið er
að ofsækja menn fyrir að kynna sér.
En að hinu leytinu getur enginn
vafi leikið á því, að menn sem skyn
bera á skáldskap og líta hlutdrægn-
islaust á málið, komast skyndilega
að raun um, að þessi æfinlýri eru
gimsteiuar. Vitaskuld eru þau öll
skrifuð í sérstöku augnamiði — íþví
skyni að koma ákveðinni hugsjón inn
hjá mönnum. Eu það rýrir ekki
minstu vitund skáldskapargildi þeirra.
Þau eru öll full af fegurð, bæði að
orðfæri og hugsunum. Auk alls ann-
ars er náttúrulýsingin í einu æfin-
týrinu („í- jarðhúsum“) með því allra
ágætasta í sinni röð, sem til er á ís-
Ienzku. Þar eru þessar setningar,
valdar af handahófi:
„Þarna við fjallsræturnar, þar sem
smárinn vaknar og sér morguninn
bíða dreymandi efst uppi á fjallatind-
unum, — og hann kemur ekki nið-
ur i dalinn fyr en draumarnir rætast