Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 25.05.1906, Qupperneq 1

Fjallkonan - 25.05.1906, Qupperneq 1
Kemur út eiau einni og tvisvar í viku, alla 70 bl. nm árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krðniu- eða 1 */a dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). li Æ N D A B L A Ð Uppsðgn (skrifleg) bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. VEKZLUJVAIUiLAÐ XXIII. árg. Reykjavík, 25, maí 1906. Xr. 23 lcykvíkingar! fakið eftipí Mánudaginn 28. þ. m. opnar VOrzl. Ed.íHl)Org ein- hverja hina fegurstu og stærstu fatasölubúð landsins í Austurstræti 9. En yíir engu munuð þér verða eins hissa eins og verðinu, því aldrei hafa innkaup verzlunarinnar verið eins mikil eins og í ár, þar af ieiðandi er varan að mun ódL^rari. Muniö eftir aeginum:-------- mánuda§:inn 28. mai. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spítaianum. Forngri'pasafn opið á mvd. ogld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—2*/2 og 51/*—7 K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi ki. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverjn föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8y, síðd. Landakotskirkja. Quðsþjðnusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jeudur kl. 10l/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjðrn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ðkeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pðsthússtræti 14. og 3. mánud. hvera mán. k!. 11—1. Kirkjumálaiiefndin. i. Tillögur þeirrar nefndar eru nú komnar út á prenti, og eru langt mál, 142 bls. í 4 hl. broti. Nefndin átti að koma með tillögur um þau efni, sem hér segir: „1. Hagkvæma skipun kirkjumálanna, er veiti þjóðkirkjunni slíkt sjálfstæðí og sjálfstjórn í hennar eigin málum, sem hún eftir eðli sínu og 45. gr. stjórnar- skrárinnar á heimtingu á og þarfnast til að geta náð ákvörðun sinni. 2. Hvort eða að hve miklu leyti það verði að álítast nauðsynlegt, að kirkja og ríkisfélag sé eftirleiðis sameinað, eins og til þessa hefir verið. 3. Hagfélda skipun prestakalla í landinu. 4. Nauðsynlegar umbætur á launa- kjörum presta og prófasta, hæði að því er snertir launin sjálf og innheimtu þeirra.“ Röðin á verkefnis-atriðnnum er óneitanlega nokkuð kynleg. Fyrst eiga nefndarmenn að gera tillögur um, hvert sjálfstæði og sjálf- stjórn eigi að veita þjóðkirkjunni. Þvi næst eiga þeir að komast að niðurstöðn um, hvort nauðsynlegt sé að hafa nokkura þjóðkirkju hér á landi! Oss virðist eðlilegast að íhnga á undau öðru, hvort nokkur nauðsyn sé á þjóðkirkju, og fyrir því skal fyrst minst á álit nefndarinnar um það mikilvæga efni. E>ar heíir nefndin klofnað, Lárus H. Bjarnason orðið einn í minni hluta með þá skoðun, að fullkominn að- skilnaður eigi að verða milli lands- stjórnar og þjóðkirkju, og fullkomið jafnræði milli allra trúarfélaga að öðrn leyti en því, að verði stofnuð almenn fríkirkja í landinu á evan- gelisk-lúterskum grundvelli, væri sann gjarnt, að fríkirkjan fengi andvirði þeirra fasteigna, er henni hingað til hafa verið eignaðar, sem veganesti. Par á móti álítur meiri hlutinn ekki ráðlegt að slíta sambandinu milli ríkis og kirkju, en telur það heppilegast, að kirkjnmálunum sé skipað undir vernd og eftirliti ríkis- valdsins. Ástæðnr meiri hlutans fyrir þessu áliti hans eru mjög varlega orðaðar. Par er spurningunni í rann og veru ekki svarað, — hvort þjóðkirkjan sé nauÖsynleg — hinu haldið fram og ekki öðru, að aðskilnaður ríkis og kirkju sé það stórmál, er heimti miklu meiri undirbúning og umhugs- un en það hafi hingað til sætt, og að nefDdinni sé ókunnugt um, að þjóðin í heild sinni óski þess að til aðskiln- aðar komi. Auðvitað eru þessar tvær ástæður meiri hlutans mikils verðar. Það liggur í augum uppi, að ekki getur komið til mála að stofna til annarar eins breytingar og þeirrar að gera skilnað milli ríkis og kirkju, án sæmi- legs undirbúnings og umhugsunar, né heldnr án þess að full vissa sé fyrir, að þjóðin æski þess. En oss skilst svo, sem meðal annars hafi nefndin verið sett á laggirnar í því skyni að hugsa það mál og gefa bend- ingar um, hver nauðsyn bæri til að halda sambandinu. 0g ekki er ókleift að bera málið undir þjóðina. Sannleikurinn er sá, að þjóðkirkju- fyrirkomulagið er svo miklum ánn- mörkum bnndið, þegar hugsjóna- mælikvaroinn er á það lagður, að það er ekki nema eðlilegt að þeir menn, sem á annað borð hafa farið að hugsa um það mál, spyrji, hvort það sé nauðsynlegt — eins og nefnd- in hefir verið spurð um. Það er ómótmælanlegt, að miklu hættara er við trúardeyfð í þjóðkirkju en fríkirkju, miklu hættara við að trúarhrögðin verði að eintómum venjn- og embættismálum í þjóðkirkju en í fríkirkju. Það er sömuleiðis ómótmælanlegt, að það er mjög óeðiilegt, að um mál- efni kirkjunnar sén að fjalla þeir menn, sem annaðhvort stendur á sama um hana eða eru henni and- vígir i hjarta sínu. Og oft verður það óhjákvæmilegt fyrir þjóðkirkju að lenda í þeim vandræðum. Og það er ennfremur ómótuiælan- legt, að þjóðkirkju fyrirkomulagið er rangsleitni gegn þeim mönnum, sem fyrir einhverra hluta sakir eru því andvígir. Því verður naumast bót mælt að efla guðsríki á þann hátt að neyða menn til að styðja með fjár- framlögum boðun þeirrar kenningar, sem þeir telja að meira eða minna leyti sannleikanum fráhverfa í ýms- um efnurn. Enginn vafi er á því, að nm þetta eru menn farnir að hngsa alvarlega hér á landi, og mjög merkir menn hafa látið það álit uppi, að vér ætt- um að fá aðskilnað ríkis og kirkju — þar á meðal maður, sem jafn- framarlega stendnr í þjóðkirkjunni sjálfri, bæði fyrir sakir hæfileika og embættisstöðu, eins og forstöðumað- ur prestaskólans. Það er auðvitað satt, að alment hefir ekki alþýða manna látið uppi neitt álit á málinu, hvorki með að- skilnaði né móti honum. Sennilega stafar það af því, að enn hefir eng- inn bundist fyrir því, að fá hana til þess. En athugi menn, bve rnargir íslendingar, sem til Yesturheims hafa flazt, hafa reynst með öllu ófáanleg- ir til þess að sinna á nokkurn hátt hinni kirkjulegu starfsemi þar, þrátt fyrir mjög ötullega forgöngu, virðist oss það mundi vera nokkuð fljótræð- isieg ályktun að ganga að því vísu, að öll alþýða manna hér vilji halda áfram þjóðkirkjuböndunum, þó að henni stæði til boða að fá þan leyst af sér. Ekki er heidur ástæðulaust að benda á það í þessu sambandi, hve fyrirtaksvel fríkirkjan hefir dafnað hér í bænum við hliðina á þjóðkirkj- unni síðnstu árin. Óneitanlega er það bending um, að fríkirkja geti þrifist hér á landi. Enda liggur ekki í augum uppi, hvern rétt kirkj- an á á sér, ef hún getur ekki hald- ist við frjáls og óstudd af ríkisins hálfu. Þar sem nú svo miklir annmarkar vitaulega eru á þjóðkirkju fyrirkomu- laginu, og þar sem svo miklar líkur ern til þess, að hugir manna séu farnir að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju, þá hefði það alls ekki ver- ið ástæðulaust fyrir meiri hlutanefnd- ariunar að færa mönnum rök fyrir því, að nauðsyn beri til þess að halda þjóðkirkjunni við — ef hann álítur svo vera. Því hefir hann alveg smcygtfram af sér. Og oss furðar á því. „Er mannkynið með viti?“ Svo telst til, sem Englendingar hafi á tæpum þremur öldum eytt til ófrið- ar-manndrápa nálægt eitt þúsund og fimm hundruð miljónum punda sterl. ■— 22 þúsund miljÓDum króna. En á 19. öldinni einni er talið, að stríðin í veröldinni haíi kostað nálega fjögur þúsund miijónir punda —72þúsund miljónir króna. Yitanlega er þar ekki talið með allar skelfingarnar, þjáningarnar, eymdin, skorturinn og manntjónið sjálft, allar hörmungarnar, sem ófrið- arhríðunum hafa verið samfara, og ekki hafa síður lent á konum og börnum en á þeim mönnum, sem í ófriðinum hafa verið. Slíkt verður ekki metið til peninga. Með þetta fyrir augum er engin furða, að einn enski presturinn hefir komið með þá spurningu og á örðugt með að svara henni: „Er nokkur kristin þjóð til á jörðunni?“ Eitt af merkustu tímaritum Breta kemur með nýjar spurningar út af þessu máli. „Höfum vér í raun og veru feng- ið vitið, eða erum vér enn ófriðar- gjörn rándýr? Hvenær nær menn- ingin til vor? Hvenær verðum vér andlega sinnaðir, sannir fylgismenn „ friðar höfðingj ans ? “ Lag-askólinn. Lárus H. Bjarnason sýslumaður hefir fengið styrk þann, 5000 kr., sem veittur var í síðustu fjárlögum til lögfræðings til að búa sig undir að verða kennari við lagaskólann. Cand. juris Guðm. Eggerz hefir verið settur til að gegna sýslumans- embætti í Snæfellsnessýslu í stað L. H. B., sem verður 2 ár við undir- búning lagakenslunnar.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.