Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 25.05.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.05.1906, Blaðsíða 2
90 FJALLKONAN. Konungur vor væntanlegur. Dönsk blöð skýra frá því, að kon- ungur vor, Friðrik 8., muni hugsa sér að koma hingað -■'> ári, og verða hér staddur um það ! yti, sem al þingi verður sett. S milega setur Hans Hátign þá alþingi sjáJnr. • íslendingar munu vafalaust líta á það sem vott þess, að konungi þyki mikils vert um þetta land og þessa þjóð. Að maklegleikum þótti mikið í það varið, er faðir hans heimsótti oss á 1000 ára hátíð vorri, og mjög styrkti sú koma Kristjáns 9. ást- sældir hans hér á landi. Vitanlega þykir það ekki bera síður vitni um vináttuþel konungs, er hann tekur sér hingað ferð á hendur, án þess að um nein sérleg hátíðabrigði sé að tefla. Ferð konungs hingað að ári hefir sjálfsagt sömu áhrif hér eins og heim- sókn föður hans 1874 — verður til þess að tryggja honum vináttu-til- finningar íslendinga, og festa þá skoðun hér í landi, sem þegar er orðin rík, að konungur vilji ekki, að á nokkurn hátt sé gengið á rétt vorn. Lóðarkaup SláturfélagsnefiHlarinnar. Austan úr sveitum hefir Fjallkon- an fengið frá merkum mannitilmæii um að fræða mann um það, hvað hæft muni vera í sögum, sem gangi þar eystra út af lóðarkaupum Slátur- félags-nefndarinnar hér í bænum. Að einhverju leyti ríkir þar sú skoðnn, að nefndin hafi í því efni farið mið- ur hyggilega að ráði sínu, hafi sam- ið um kaup á lóð fyrir geipiverð, al- veg að óþörfu, þar sem aðrar ióðir, sem félagið gæti notað, hafi verið á boðstólum fyrir miklu minna. Jafn- framt fylgir það sögunni, að samið hafi verið um þessa lóð af nefndinni fyrir þá sök, að einhverjir af nefnd- armönnum eigi hana að nokkuru leyti, og að þeim hafi á þann hátt verið gerður kostur á að hafa hið væntanlega félag að féþúfu. Til þess að verða við þessum til- mælum, hefir Fjallk. kyntsér málið, eftir því, sem hún hefir átt kost á. Reyndar töldum vér í mesta máta ósennilegt, að þessi orðrómur væri á nokkurum rökum bygður. En sjálf- sagt virtist að sinna honum, úr því að komið hefir verið til Fjallk. með hann. Vér höfum leitað vitneskju hjá áreiðanlegum og merkum mönnum hér í bænum, sem kunnugir eru mál- inu og ekki geta haft neinn hag né óhag af því, hvernig hið væntanlega Sláturfélag Suðurlands fer að ráði sinu. Og niðurstaðan hjá þeimhefir ótvíræðlega orðið sú, sem vér áttum von á, að óánægju-orðrómur þessi, sem getið hefir verið um, sé á engu bygður. Hvort sem litið sé á þaun kost, er nefndin átti á því að semja um aðrar lóðir, eða á legu þeirrar lóðar, er hún samdi um, eða á verð það, sem hún hefir samið um, eða á verð það, sem núverandi eigendur lóðarinnar hafi keypt hana fyrir, þá fullyrða þeir, að nefndin hafi farið skynsamlega og samvizkusamlega að ráði sinu. Vilji nefndarmenn gera frekari grein fyrir gjörðum sínum í Fjallk., til þess að girða fyrir misskilning, þá er þeim það velkomið. Eftir þeirri vitneskju sem vér höfum feng- ið, göngum vér að því vísu, að þeim muni veita það létt. Vera má, að það væri rétt, af því að hugsanlegt er, að þessi kvittur kunni að geta gert hinu mikilvæga fyrirtæki tjón, ef ekki er nákvæm grein fyrir þvi gerð, sem fer á milli mála. Og þyki þeim á annað borð ástæða til þess bera, að nákvæm grein sé gerð fyr- ir rnálinu, þá liggur í augum uppi, að eðlilegra er, að þeir geri það en ritst. Fjallkonunnar eða aðrir óvið- komandi menn. Tíundarmál síra Helga Árnasonar í Ólafsvík. Um mál þetta var mjög rnikið tal- að, meðan það var rekið í héraði, og þótti hneykslanlegt óhætt er að fullyrða, að alment var svo litið á, sem það mál hefði ekki verið höfðað, ef síra H. Á. hefði verið vinur sýslu- mannsins í Snæfellsnessýslu og þeirra, sem nú ráða yfir landinu, enda voru blöð stjórnarinnar hróðug af þvi, þegar málið var hafið, að hann muudi hafa vansæmd af. Landsyfirréttar- dómur, sem kveðinn var upp í því máli i öndverðum síðasta mánuði, styrkir víst, fremur en veikir, það almenningsálit. í ástæðum yfirdómsins segir svo meðal annars: „í máli þessu er kærða gefið það tvent að sök, að hann hafi árin 1900, 1901 og 1902 eigi talið allan þann pening fram til tíundar, er hann átti að réttu lagi að telja fram, og að hann hafi sömu árin talið til frádrátt- ar í framtalinu föst innstæðukúgildi, er eigi hafi verið heimild til að draga frá. í hinum áfrýjaða dómi er hinu fyrra atriðinu alls eigi hreyft, enda verður það heldur eigi álitið, að sann- ast hafi í málinu, að tíundarskýrsl urnar séu eigi réttar að framtalinu til, og því síður, að kærða verði gef- in sök á því, sem röngu tíundar- framtali, þó að einhver ónákvæmni álitist hafa komist inn í skýrslurnar í þessu tilliti." En um síðara atriðið segir yfir- rétturinn eftir rækilega útlistun, að álíta verði „það rétt, að kærði er með hinum áfrýjaða dómi skyldaður til að greiða tíund til fátækrasjóðs af áminstum 67a hndr. lausafjár fyr- ir árin 1900, 1901 og 1902 eftir meðalverði verðlagsskránna greind ár. En um frekari ábyrgð gegn kærða fyrir þessa tíundargjörð getur ekki verið að ræða, þar sem hann skýrði hreppstjóra greinilega frá kúgilda- frádrætti sínum og með því móti lagði á vald hans að leiðrétta tíund- argjörðina.“ í héraði hafði sírá H. Á. verið dæmdur til að greiða allan kostnað af málinu. Yfirrétturinn dæmdi hann til þess að greiða að eins J/* hluta kostnaðarins. Hitt, ®/4, kemur á al- mannafé. Má nú ekki vænta þess eftir þessa útreið, að varlegar verði farið eftir- leiðis? Bækur. Tvístirnið. Útg: Jónas Guðlaugsson og Sig. Sig- urðsson. I. Rvík i 906. 64 bls. íslendingar hafa sjálfsagt tiltölu lega mest allra þjóða af Ijóðlistinni að segja. 0g þeim sýaist ekkert fara fækkandi sem yrkja. Nei, þvert á móti. Það er og ekkert óvanalegt að menn yrki á íslandi næstum því frá vöggunni til grafarinnar. En hér birtast kvæði tveggja ungra skálda. Og það er óvanalegt, að svo ungur maður sem annar þeirra er (J. G.) fari ekki dular með ljóð sín eða yrki minna. En það er ekkert undarlegt — þegar maður er búinn að lesa kvæðin. Honum býr svo mikið inni fyrir að hann getur ekki stilt sig um að láta það í Ijós. Og það er kost- ur, ef vel er með farið. — Einkennilegast við ljóð J. G. finst mér ættjarðarástin sem kemur svo sterk og einbeitt fram í kvæðum hans, og bezt finnast mér þau kvæði hjá honum, hugsunin þroskuðust í þeim. Hann talar um þroska hins góða á þessa leið: Ekkert fag-urt Ijós, engin fögur rós, engin fíjómögn, þau sem ið góða næra, lifna á þrældómsbraut, heldur þungi og þraut. og þau þjóðarmein, sem að heiminn særa. Og þjóðina hvetur hann með þess- um orðum: Pú skalt halda fram, til þess hámarks fram, sem að hjartað þráir: að elska landið. Hann rímar víða mjög lipurt. Mest- ur galli þykir mér að því, hvað sum kvæðin eru löng hjá honum um lítið efni. Hann er þar ekki búinn að ná eins föstum tökum á og Sigurður. Enda er hann eldri og meiri festa 1 hugsunum. Flest kvæðihans eru lag leg; sum ágæt, búningurinn víða mjög feldur. Bezt þykja mér ástakvæðin hans; þau eru eitthvað svo frumleg og hressandi. Hérna eru til að mynda tvær línur, sem ættu að kitla forvitni hvers manns eftir að lesa bókina: Berast mér frá brjósti þínu brimhljóð, gegnum andardráttinn. Spói. Marconi-loftskeyti. 21. maí. Blámannahöfðingi sá, er uppreist- inui stýrði í Damaralandi gegn Þjóð- verjum, hefir leitað hælis í Höfða nýlendu Breta og verið höndlaður þar af lögreglumönnum. Witte flutti harða afturhaldsræðu í ríkisráði Rússa. Hann kvað al- menna uppgjöf saka mundu verða undanfara byltingar, er hinn ment- aði heimur mundi verða alveg for viða á. Fyrst af óllu bæri að hugsa um að halda uppi reglu. Efri málstofan í Lundúnum feldi frumvarp frá verkmannaflokknum um að banna útlendingum land, þeim er kæmu í þeim erindum, að ganga til verka í þeirra stað, er gert hefðu verkfall. Neðri málstofan hafði sam- þykt það orðalaust. Verkmannafuli- trúar þar urðu ókvæða við og spurðu hve lengi ætti að þola þingdeild, sem væri gersamlega ábyrgðarlaus fyrir þjóðinni. Mikill fagnaður veittur í Lundún- um borgmeisturunum þýzku. Chur- chill aðstoðarráðgjafi mælti svo í skálaræðu fyrir minni beggja þjóð- anna Breta og Þjóðverja: Oss lang- a • til að eyða ríg þeim, sern nú er milli þjóðanna; vér höfum einlægar mætur á hinni miklu þýzku þjóð og keisaranum sem er dyggur þjónn frið- arins. — Játvarður konungur veitti borgmeisturum viðtökur í Bucking- hamhöll. Borgarstjórinn hélt þcim dögurð í Mansion House. Keisarinn símreit einlægar þakkir fyrir viðtök- urnar í Luudúnum. Ríkisráð Rússa hefir lagt með sak- aruppgjöf við bandingja, sem ekki hafa sannast á ofbeldisverk til líf- tjóns eða eigna. Rikisþingið rússneska hefir sam- þykt í einu hljóði ávarp til keisar- ans, þar sem farið er fram á algerða uppgjöf saka við þá, sem framið hafa stjórnmálalagabrot. Samningar langt komnir með Bret- um og Rússum um það er þar ber í miili áhrærandi Tyrkjaveldi, Persa- land, Afghanistan og Thibet, ogmun þeim verða lokið þegar þingstjórnin nýja er komin vel á laggir. Nokknð af silfurnemabúðum í Cob- ait í Oatario hefir eyðst af eldi, er upp kom við sprenging 7 smálesta af dynamit. Kviknað í öllum skóg- inum í kring. Voðalegir skógareldar sagðir frá Michigan, og er mælt, að fyrir það séu 10,000 manna heimilislausir. 24. maí. Innbrotsþjófar brutust inn í málm- geymsluherbergi í Lundúnagrein County-bankans í Jermonstr., ruddu sér veg gegnum tveggja feta þykkan vegg með járnkörlum og höfðu á burt með sér 950 pund í gulli. Mason aðmíráll, yfirforingi stór- skotaliðs í sjóliði Bandaríkja, segir, að fyrir nízku sambandsþingsins hafi sjóliðið engar varabyssur, né púður og kúlur, sem nægi öllu sjóliðinu 3 klukkustundir. Hrakfarir vísar, ef til ófriðar kæmi. Sendiboði frá Zúlu-uppreistarmönn- um hefir tilkynt brezkum foringjum, að Sizananda og aðrir heldri upp- reistarhöfðingjar séu mjög fúsir á að gefast upp, með því að þeim standi svo mikill beygur af herbúnaði og framtakssemi Breta. Rússakeisari hefir neitað að taka sjálfur við ávarpi ríkisþingsins; full- trúar, sem beðið hafa, taka synjun- inni hið versta. Afturhaldsmenn gerðu samtök um að rjúfa þingið með valdi á mánudaginn, vegna upp- reistar-ræðuhalds, en það tókst ekki, af því að þingmenn fóru þá gætilegar en við var búist. Varakonsúll Bandaríkja í Batúm (Rússlandi) myrtur. Rannsóknir benda á, að glæpurinn hafi ekki stað- ið í sambandi við stjórnmál, heldur hafi morðið verið framið af ræn- ingjum. Agentar Bandaríkjanna vinna kappsamlega að því að fá verkmenu frá Austurríki til þess að reisa aft- ur San-Francisco. Stórrigningar með óvenjulegum kulda hafa gengið á Bretlandi og vesturhluta Norðurálfu fyrri hluta vikunnar. Tjón mikið af vatns- fióðum.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.