Fjallkonan - 25.05.1906, Side 3
FJALLKGNAN
91
Hohenlohe fursti heíir látið þess
getið í þýzka ríbisþingÍDU. að horf-
ur í Damaralandi færu mjög batn-
andi. Deimling hersir tekur við
yíirstjórn þýzka herliðsins og hcfir
fengið skipun uui að gefa skýrslu
um. hvort unt sé að hafa herliðið
minna.
Máriskir ræningjar tóku brezkan
bát fram undan Marokko ströndum
og höíðu burt með sér þrjá sjómenn.
Aðrir ræningjar óðu upp á Banda
ríkja-bát og höfðu á burt með sér
máriska farþega. Sendiimrrar Breta
og Bandaríkja í Tangier skifta sér
af málinu.
Meyer sendiherra í Pétursborg
hefir sagt Natokoff þingmanni, að
hann fallist ekki á atferli rússneska
ríkisþingsins, þar sem því hafi ekki
þótt við eiga að sýna keisara sömu
ástúð eins og hann hefir haft í frammi
við þingið. í stað þess að flytja
þingsetningarræðuna sitjandi, eins
og aðrir konungar gera, flutti keisari
hana standandi; og heilsaði því næst
fulltrúum þjóðarinnar. Þingið hefði
áttað samþykkja þakklætisyfirlýsing
til keisara fyrir að stofna til þing-
stjórnar.
Jarðarfarir.
3. maí. Ekkjan Sigríður Guð-
mundsdóttir, Laugaveg 27.
4. maí. Ingibjörg Sigurðardóttir,
Landabotsspítala.
14. maí. Sigrid Krabbe, ungbarn,
Laugaveg.
s. d. Guðni Einarsson, Hverfis-
götu 44.
15. maí. Bagnheiður Eunólfsdóttir,
Landakotsspitala.
Þorv. Krabbe,
annar verkfræðingur landsljórnar-
innar, lagði á stað með Ceres í gær
til Seyðisfjarðar til að athuga þar
fyrirhugaða raflýsingu. Fer þaðan
umhverfis landið. Á Akureyri á hann
að segja fyrir um bryggjuhleðslu, í
stað þeirrar, sem ónýttist daginn
eftir að við hana var lokið, og dýpk-
un Oddeyrarbótariunar til skipalegu.
í Skagafirði á hann að rannsaka,
hvernig aí'stýra megi skemdum af
Héraðsvötnum. í Stykkishólmi ger-
ir hann rannsóknir til undirbúnings
hafskipabryggju. Og brúarstæði á
hann að skoða á Fossá í Neshreppi
utan Ennis.
Geðveikraspítallnu.
„Yölundur“ hefir tekið að sér að
reisa hann fyrir 61,800 kr. Miðstöðv-
arhitun á að verða þar, og er hún
aukreitis um 8000 kr. Hús stofnun-
arinnar verða 2, annað sjúkrahús,
hitt íbúðarhús starfsfólksint. Spítal-
inn á að verða á Kleppi. Rúm eru
þar fyrirhuguð fyrir 40—40 sjúklinga.
Flensborg-arskðlinn.
Úr kennaradeildinni útskrifuðust
þar í vor 10 piltar og 7 stúlkur. En
úr gagnfræðadeildinni 11 piltar og
1 stúlka.
V110111111 bcár fundist. Vitja má til Hall-
JV V ÖllUl ö()rs Hallgrímssonar skraddara
Aðalstræti 16.
Arnessýsu 30 aprílm. 1906
Tíðarfar er eigi sem álitlegast, að vísu
kom góður bati í miðjum f. m. og hélzt
m ánuðinn út. En með þ. m. spiltist aftur.
Framan af honum voru umhleypingar,
blotar, snjógangur og stormar, stundum
ofsarok. Tók þá aftur fyrir haga í upp-
sv eitum. Frá páskum hefir verið norðan-
átt, þó eigi allhörð fyrst, og frá 22 til 27.
þ. m. mátti kalla bliðviðri. Töldu menn
þá vís góð skepnuhöld alment. En 27.
þ. m. gerði ofviðri með gaddfrosti, helzt
það kast enn vægðarlítið. Er í dag hvass-
viðri með 10 stiga frosti. Má búast við
þungum afleiðingum, standi þetta lengi.
Kringum sumarmálin voru allgóðar sjó-
gæftir í veiðistöðum hér og afli í bezta
lagi. En gæftirnar urðu endasleppar. I
Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri
munu hæstir hlutir vera alt að 800; en
flestir hafa þó minna. Má hér kalla afla-
verkið í betra lagi.
Baðstofa brann i Hlíð í Gnúpverjahr.
6. þ. m. að áliðnum degi. Fann fólkið
ekki fyr en þakið logaði og hafði eldur-
inn komist úr ofnpípunni í troðið. Var
í svipan rutt öllu lauslegu, er við var kom-
ið. En bæði var rokstormur og úrfellir,
spiltist því margt það er út varð bjargað
Skaðinn er afartilfinnanlegur.
Útburðar-kvltturinn.
Rannsókn lögreg’ustjóra út af út-
burðar-kvittinura, sera getið var um
í síðasta blaði, hefir sannað, að sá
orðrómur er ekki annað en uppspuni.
Kuldar
haldast alt af, sólfar á degi hverj-
um, en norðanátt og frost oftast á
nóttum,
Landsbúnaðarfélagið.
Á ársfundi þess sem haldinn var
19 þ. m. voru félagar orðnir um 700;
síðastliðið ár höfðu bæzt við 107, og
29 komnir á þessu ári.
Skip sekkur.
Laugardaginn 19. þ. m. sökk þil-
skipið „To Venner“, eign Hannesar
Hafliðasonar skipstjóra, hér vestur
í Flóanum. Kristján Kristjánsson
kaupmaður og skipstjóri hér í bæn-
um hafði leigt það fyrir vörur, sem
hann ætlaði að selja á Vesturlandi,
og var sjálfur formaður. Þrír voru
á skipinu og björguðust á báti.
Menn vita ekki, hvernig stendur á
þessum leka, sem koraið hefir að skip-
inu, því að það var álitið fyrirtaks-
traust. Skipið var vátrygt fyrir 4800
kr., en virt 6400. Vörurnar voru
vátrygðar fyrir 16000 kr.
Tóhak og vindlar í verzlun
Matth. Matthíassonar.
Allskonar brauð
í verzlun Matth. Matthiassonar.
MannskaDa-samskotin.
Bogi Melsteð 10 kr. N. N. (afhent af
G. B ) 50 kr. Magnús Benjamínsson 50 kr.
Frú Ágústa Svendsen 20 kr. C. & L. Lár-
usson 25 kr. L. G. Lúðvígss. 40 kr. Braun
kaupm. 50. Halld. Daníelsson hæjarfóg. 50
Síra Magnús Helgason 20 kr. Pjetur Sig-
urðson Hrólfskála 25 kr. Síra Lárus
Benediktsson 25 kr. Þorsteinn Teitsson
10 kr. Har. Níelsson Cand. theol. 10 kr.
Pjetur Guðmundsson, Miðfelli 5 kr. Helgi
Teitsson lóðs 20 kr.
Kr. 410,00
Áður auglýst .............Kr. 6694,38
Alls...................... Kr. 7104,38
Rvík. *%/06.
G. Zoega.
SPORT.
Opmærksomheden henledes paa at enhver ÍHt01*0S8-
eret udeii Botaling kan fiske med Stang i
,Sog“ ved I2.aiaárliöföa i Maanederne
ðT'O.IiÍ, ífULlÍ og jé^.m.SULSSt:; mod at aflevere sin dag-
iige Fangst, i frisk Tilstaad, til miae paa Stodet værende Opsynsmænd.
Eyrarbakka í Maj 1906.
Bezta sönnunin
fyrir því, að Orgel Harm. frá K. A.
Anderson í Stockhohn og Fortepiano
frá H. Lubitz í Berlín, séu mikln betri og ódýrari en samskonar hljóð-
færi frá nokkrum öðrum hljóðfærasala í Ameríku og á Norðurlöndum er sú:
að eg á síðastliðnu ári pantaði 63 Orgel Harm. frá K. A. Anderson (52
árið álur) og á hálfu árinu 6 Fortepiano frá H. Lubitz. Þetta er ekki
einungis meira, heldur og mörgum sinnum meira en nokkur annar hér á
landi hefir pantað á einu ári: nærri 70 hljóðfæri! Að vísu eru kjör þau,
er eg býð, betri en aðrir bjóða: Hljóðfærin send hvert á land sem óskað
er, án fyrirt’ramborgunar, umbúðir ókeypis og mikill kaupbætir í ágætum
nótnabókum; þetta hefir máske haft einhver áhrif á söluna, en hitt þó miklu
meira, að hljóðfærin eru miklu hljómfegurri, vandaðri og ódýrari en nokk-
ur önuur.
Fortepiano frá H. Lúbitz í Berlín og Orgel Harm. frá K. A. Anderson i Stockholm
eru áreiðanlega bezt og ódýrust Hér verða sýnd að eins fá vottorð af fjölda rriiírgum:
Eg heíi reynt Píanó frá H Lubitz i Berlin og er hljóðfærið að mínu áliti mjóg gott,
hljómblærinn óvenjulega fagur og verðið afar-lágt.
Key^javik 3. júli 1905. Kristrún Hallgrímsson.
Samkvæmt tilmælum vottast hér með, að Fortepíanó það, frá H. Lubitz i Berlin, er
eg lék á við samsöng hér siðastl sunnudag, er óvenjulega létt að leika á, hljóðin mjög
mjúk og hrein; yfirleitt er það eitt hið bezta Fortepianó, sem eg hefi leikið á hér i
Reykjavík. Keykjavík, 8. júli 1905. Anna Pálsdóttir (frá Amarholti).
Fortepíanó það frá H. Lubitz i Berlín, sem notað var við samsöng minn og söng-
konunnar Helleman 2. júlí þ. á. i Reykjavik, er ftð minum dómi óvenjulega vandað og
gott; ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, hve ódýrt það er.
p. t. Reykjavik 1905. Sigfús Einarsson.
Yed Eftersyn af et til Forhandling hos hr. Jón Pálsson af H. Lubitz forfserdiget
Piano, har jeg fundet, at saavel Mekaniken som Instrumentets övrige Dele er omhygge-
lig og solid forarbeidet og af godt Materiale, hvorfor jeg kan anbefale det paa det bedste.
Reykjavík, 4. júli 1905. M. Ghristensen, Orgelbygger.
Eg undirritaður á Orgel Harm. frá orgelverksmiðju K. Andersons i Stockholm og
er það nú nærri tólf ára gamalt. Er mér það sönn ánægja að votta, að hljóðfæri þetta
hefir reynst mæta vel þrátt fyrir afarmikla brúkun og oft slæma meðferð. Hljóðin i
þvi eru enn fögur og viðfeldin, og furðu hrein og góð enn þá. Það hefir reynst svo
sterkt og vandað, að eg hygg fá orgel hefðu þolað annað eins og það, er lagt hefir ver-
ið á þetta. Með góðri samvizku get eg þvi mælt fram með orgelum frá þessari verk-
smiðju fyrir þá ágætu reynd, sem eg hefi á þessu orgeli mínu.
Rvík, 12. april 1905. Fr. Friðriksson, prestur.
Hver sá, er eignast vill gott og vandað Orgel. Harm. eða Fortepiano
kýs það að eins frá K. A. Anderson í Stockholm eða frá H. Lubitz í Berlín.
Reykjavík, 17. janúar 1906.
JÖN PÁLSSON,
Organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík.
159
Líónel kveikti í vindlinum og karlinn hélt áfram:
„Þú mátt ekki vera reiður við mig, drengur minn, þó að eg
væri dálí ið síuttur í spuaa í gærkveldi. Eg skil það svo sem vel,
að þér hafi litist vel á einhverja aðra stúlku. Þú verður að kann-
ast við það, að eg hefi aldrei verið að rekast mikið í þess konar.
Það getur verið einstaklega gaman að ofurlitlu ástabralli; en það
er alt annað mál, þegar það rekur sig á mikilsverð viðskifti! . . .
Hún er víst einstaklega lagleg, hin, þú skilur? En fríðleikurinn
er ekki lengi að fara; hann er ekki annað en hyllingar, drengur
minn. Af fríðleikanum verður ekki meira en svona — líttu á!“
Og hann blés á fingurna á sér, eins og menn blása á biðn-
kollu, svo ekkert verður eftir nema sköllóttur hausinn.
Þá hélt hann áfram. „Ástfangnir menn,“ mælti hann, „telja
sjálfum sér trú um, að ekki sé til nema ein kona í veröldinni; en
af þeim er til hvert þúsundið eftir annað. Menn eiga ekki að
kvænast þeim laglegustu, heldur þeim, sem eru nytsamastar. Þú
ert alvörumaður og hagsýnn maður. Eg sé þig kominn í söðulinn,
og reiða kongsdótturina fyrir framan þig. Og eg skal sjá um hafra
handa hestinum þínum . . .“
„En í guðs bænum, við skulum ekki vera að tala um þetta!“
sagði Líónel aftur. Líkingar föður hans voru honum nú til enn
meiri kvalar, en harðyrði hans höfðu verið daginn áður.
í sama bili gerði þjónninn viðvart um að Miraud gamli, ábót-
inn, væri kominn, til þess að heilsa erfingjanum.
„Jæja, komið þér nú hingað, prestur minn!“ hrópaði Teteról
til hans. „Þarna getið þér séð prinsinn minu af Wales. Lagleg-