Fjallkonan

Eksemplar

Fjallkonan - 08.06.1906, Side 3

Fjallkonan - 08.06.1906, Side 3
FJALLKONAN 99 Marconi-loftskeyti. 5. júní. Banatilræði veitt konungshjónunum nýju á Spáni, Alfons konungi og Enu drotningu. Það gerðist á stræt- unurn í Madrid, með þeim hætti, að óstjórnarliði fleygði sprengikúlu úr glugga á matveitingahúsi. Honum lánaðist að koma sér undan. Illvirki þetta hefir vakið megnan viðbjóð um allan mentaðan heim. Konungs- hjónin hafa fengið samfagnaðarskeyti frá flestum þjóðhöfðingjum í Norður- álfu. Þau óku um Madrid í bifreið varðsveitarlaust á föstudaginn og var fagnað af lýðnum með ákaflegum gleðilátum. Allir viðstaddir bera það, að konungshjónin hafi sýnt af sér mestu hreysti og hugprýði. Gler- brot hrifsaði burt úrfesti konungsins. Blóð slettist á föt drottningar úr mönnum, sem bana hlutu af spreng- ingunni. (Síðar). Maður, er réð sér sjálfur bana í Madrid, reyndist vera sá hinn sami, sem sprengikúlunni varpaði. Svo segir sá, er matsölu- húsið á, þaðan er sprengikúlunni var varpað. Þau Alfons konungur og Ena drottning voru viðstödd þakkarguðsþjónustu í Madrid á laug- ardaginn og fóru á eftir að horfa á nauta-at. Mikill styrjarþys í koparnámum í Mexico. Málmnemar geuðu verkfall og náðu á sitt vald námum þeim, er kendar eru við Greenð, eftir harðan bardaga, þar sem mælt er að fallið hafl 10 Bandaríkjamenn og 50 Mexico- menn. Það er fullyrt, að Mexíkó- menn hafi brent fjáreign, er nemi 250,000 dollara, þar á meðal viðar- birgðir Greenefélagsins. Spekt komst á, er landshöfðingi kom með herlið frá Bandaríkjum og Mexíco. Michael Davitt var jarðaður þar sem hannn var fæddur í Straithe 1 Mayo (á írlandi). Líkfylgd mílu vegar á lengd. (M. D.) var frægur þingmaður írskur. Þess var getið nýlega í Marconiskeyti, að hann væri hættulega veikur). 7. júni Full vissa er fengin fyrir þvi, að maðurinn, sem fyrirfór sér íMadrid, hafði varpað sprengikúlunni. Hann er sonur auðugs kaupmanns í Barce- lona, hafði stundað nám í Þýzka- landi og hallast þar að anarkista- skoðunum. Hátíðahöldin í Madrid komust á hæst stig, þegar konungs- hjónin komu á nautaatið. Játvarður konungur var við þakkarguðsþjón- ustu í Windsor á sunnudaginn. Páfinn söng te deum í tilefni af því að kon- ungshjónin héldu lífi. Spænsk yfir- völd eru sannfærð um, að anarkist- inn haíi enga félaga haft; samt hafa nokkrir menn verið teknir fastir í Barcelona. Síðustu rannsóknir sýna, að með- ferð á kjöti er jafn-ill í St. Louis og fleiri borgum eins og í Chicago. Sér- hver slátrari í St. Louis hefir birgðir af hvítu dufti; þegar því er stráð yfir úldið kjöt, sýnist kjötið nýtt. Kjöt- sala í New York einni hefir minkað um 25°/o- í skýrslu Neills til sam- bandsþingslns er sagt, að ástandið í kjöthúsum í Chicago sé hryllilegt. Gagngerð breyting verði að komast á löggjöfina og áherzla lögð á loft- ræsing og heilbrigðisgæzlu. Fúin viðargólf fordæmd, þau séu full af veikindagerlum frá mönnum og skepn- um. Meðal starfsmanna sé berkla- veiki mögnuð, og þeir séu alt af að hrækja á gólfið. Sum atriði skýrsl- unnar ekki hægt að prenta. Stjórn- in lætur að eins skoða lifandi skcpn ur en ekki kjöt. Löghald lagt á tuttugu smálestir af Bandaríkjasmjöri í New Yrork, af því að það var svik ið um 40°/o. Átta kjöthús í New York hafa gefið út skýrslu saman, til þess að verja atferli sitt. Búist við, að það sem upp hefir komist í Chicago muni stórlega auka sölu á niðursoðnu kjöti frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Snarpur landskjálfti í San Fran- cisco á þriðjudaginn, en tjón varð ekkert. Pierpoint Morgan hefirkeypt lista verkasafn Bodolphes Khaus í París fyrlr 26 miljónir franka. Sagt, að 8 óeirðaleiðtogar í eir- námum í Mexico hafi verið teknir af lífi. Út um g-lug:ga. Það raunalega slys vilditil á þriðju- daginn á heimili Hjörleifs Þórðarson- ar trésmiðs hér í bænum, að þriggja missira gamalt barn hans hrapaði út um glugga og beið bana af. Það hafði verið sofandi, þegar frá því var farið, en vaknað áður en komið var til þess og komist upp í gluggann. Barnið var dáið, þegar það var tekið upp af götunni. Kveikt var í l)úð aðfaranótt hvítasunnu, á Grettis- götu, en eldinn tókst að slökkva, áður en mikið tjón hlauzt af. Stein- olíu hafði verið helt um búðina hér og þar, og vottur sást þess, að eldur hefði verið kveiktur þar á fleirum stöðum en einum. Búðina á H. S. Hanson kaupmaður, en hann er nú erlendis og búðinni hefir verið lokað nokkurar vikur. Enn hafa lög eglu- menn enga vitneskju fengið um, hver valdur hafl verið að verkinu. Tíðarfar er nú hagstætt, skiftist á sólskin og vætur og hlýindi sæmileg. Jörð óðum að grænka. Aflabrög'ð. Það, sem menn vita um þilskípin síðan þessi vertíð hófst, bendir á mik- inn afla og mjög vænan fisk. Tvö reknetaskip, sem síldarveiði stunda héðan, afla og ágætlega. Frá herstjúrnarráðaneytinu kom 30 mannaflokkur með Tryggva kongi þ. 6- þ- mán. til landmælínga. Foringinn er Hammershöj höfuðs- maður. Flokknum verður skift í tvent; önnur sveitin mælir austur í Árnes- og Bangárvalla-sýslum, hin hér í grendinni. Reki. í Hrútafirði, á Bessastaðalandi, rak í hafísnum í síðasta mánuði 30 álna langt og 10 álna breitt skip hlaðið timbri. Það var nafnlaustog segla- laust, og virtist hafa verið flutninga- bátur til þess að hafa aftan í öðr- um skipurn. Sömuleiðis rak og með ísnum 2 smáhvali hjá Beykjum í Hrútafirði. Frá Marconifélaginn. kom nýr maður nú með Láru. Mr. Sar- gent; hann verður liér 1 stað Mr. New- mans, sem bráðlega ætlar til Englands. Frá Thorefélaginu kom Tryggvi kongur í fyrra dag með um 50 farþega. Þeirra á meðal voru frá útlöndum Jón H. Sigurðsson læknir (á leið til embættis síns), Sveinn Sigfússon kaup- maður, L. Fanö agent, stúdentarnir Bogi Brynjólfsson, Guðm. Olafsson og Gunnar Egilsson, frú Ragnh. Eyjólfsdóttir, fröken- arnar Margrét Olafsdóttir, Valgerður Þórð- ar dóttir og Heidís Jóhannesdóttir (frá ísaf.) M. Jeppesen klæðskeri með konu og hörn- um, Jón J. Zoega trésmiður. Frá Vest- manneyjum komu læknarnir Þorsteinn Jóns- son og Jón Rósinkranz. Skipið hafði full. fermi af vörum. Næstu daga er von á aukaskipi. Frá Sam. gufuskipafélaginu. kom Lára í fyrrakvöld og Esbjerg í kemur út tvisvar í næstu viku. Mannskaða-samskotin. Ágóði af ræðu síra Jóh. Þorkelssonar 70,00. Jón Helgason vitavörður Reykjanesi, 4,00. Andrés Guðnason strm. 3,00. Frú Dísney Leith, Westhall, Aberdun 36,00. Sig. Jóhannesson stórkaupm. Kbh„ 1000,00. N. N. (aflient af P. G.), 10,00. Petur Jóns- son Klöpp, 20,00. Landfogeti Á. Thorsteins- son, 25,00. N. N. (afh. af H, Þ.) 20,00. Kvennfélagið á Stokkseyri, 50,00. Verk- mannafélagið „Dagsbrún11, 337,00. N. N. (afh. af G. B.), 1,00. Samskot úr Borgar- nesi (afh. af J. Þ.), 160,00. Þorst. Jónsson læknir, Vestmanneyjum, 25,00. Guðjón Sig- urðsson úrsmiður, 100,00. Frú Carolina Jon- assen Schlesvig, 20,00. Guðm. Þórðarson Gerðum, 50,00. Pétur Þórðarson Reykja- vík, 10,00. Ivar Þorsteinsson Lambhúsum O, 25. Steinn Borgþórsson Hofi, 2,00. Jón Guðmundsson Hjörtsey, 10,00. Sveinn Sig. urðsson Smærnavelli 1,00. Þorgeir Magn- ússon(Lambastöðum 2,00. Guðmundur Gísla- son Klapparkoti, 4,00. Sigurður Magnús- son Eiði, 1,00. Jón Jónsson Norðurkoti, 2,00. Sveinbjörn Ivarsson Eiði, 1,00. Þor- finnur Gunnarsson Gerðum, 2,00. Einar Sveinbjarnarson Sandgerði, 100,00. F. L. 100,00. Klemens Þórðarson Görðum, 1,00. Eiríkur Guðmundsson Smærnavelli, 1,00. Sigurður Sæmundsson Akurhúsum, 5,00. Jón Jónsson Steinstöðum, 3.00. Þórður Þórðarson Reykjavík 20,00. Árni Loptsson Skeggjastöðum, 1,00. Ólafur Sæmundsson Móakoti, 1,00. Sigurður Isleiksson Vatna- garði, 3,00. Ólafur Gíslason Skeggjastöð, um, 2,00. Hafliði Nikulásson Holti 6,00. Jarðþrúður Jónsdóttir Bala, 0,50. Jóhann Bjarnarson Akranesi, 50,00. Sigurður Bjarnason Hausthúsum, 1,00. Bjarni Jóns- son Gerðabakka, 2,00. Hjörtur Jónsson Presthúsum, 1,50. Þorvaldur Þorvaldsson Kothúsum, 40,00. Bjarni Sveinsson Val- braut, 1,00. Bjarni Sveinsson Sveinsstöð- um, 4,00. Einar Sveinsson Útskálum 2,00. Gísli Einarsson Vegamótum, 5,00. Benidikt Þorláksson Akurhúsum, 5,00. Bjarni Run- ólfsson Vallholti, 1,50. Hildibrandur Tóm- asson Móhusum, 3,00. Þorlákur Ingibergs- son Hofi, 10,00. Guðm. Sveinsson Hafur. bjarnarstöðum, 2,00. Páll Sigurðsson Sand- hól, 4,00. Guðmundur Pálsson Sandhól, 4,00. Samtals....................... 2345,75 Áður nuglýst....................7104,38 AUs 0450,13 Rvík. ’/„ ’06. G. Zoéga. Hið bætta seyði. Hér með vottast, að hinn nýtil- búni Elixír er töluvert magnmeiri, og þó að eg væri vel ánægður með hina fyrri vöru yðar, vildi eg samt borga helmingi meira fyrir hina nýju, því að lækningakraftur hennar verk- ar Iangtum fljótar og eftir fáa daga var eg eins og nýr maður. Sven- strup, Skáni. V. Eggertson. Meltingarörðugleikar. Þó að eg hafi ávalt verið einstak- lega vel ánægður með yðar alþekta Elixír, verð eg samt að geta þess við yður, að eg kýs heldur yðar bætta seyði, með því að það hefir fljótari áhrif á meltingarörðugleika og virðist miklu nytsamara. Eg hefi keypt margs konar bittera og meðöl við magaveiki, en þekki ekkert meðal, sem verkar jafn-milt og þægilega, og kann eg því uppfundningarmanninum beztu þakkir. Yirðingarfylst. Fodbjrskola. J. Jensen kennari, Kína Lífs Elixír er því að eins ekta, að á eiukennismiðanum standi vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueig- andans: Waldemar Petersen, Fred- rikshavn—Kobenhavn, og sömuleiðis innsigliðvp í grænu lakki á flösku- stútnum. Hafið ávalt flösku við hendina, bæði heima og annarstaðar. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. 163 Þess konar hjal er það, sem ber vitni um, að samvizkan sé að sofna. „Þegar öllu er á botninn hvolft,“ — sagði hann við sjálfan sig, „þá á þessi þorpari peninga hjá mér. Hann er vellauðugur, og hann er hégómagjarn að sama skapi, sem hann er ríkur. Neiti eg, verður engin miskunn hjá Magnúsi. En taki eg þessu, gotur verið, að eg fái alt, sem mér þóknast. Nú ríður á að hlaupa ekki á síg, en athuga málið, reyna að sjá alt frá beztu hliðinni og koma sæmd sinni í samræmi við þægindi lífsins.“ Baróninum komu líka til hugar ummæli eins vinar hans; einu sinni hafði hann komist svo að orði: „Já, góður minn, þessari veraldar-ómynd er svo fyrir komið, að það er mjög örðugt að fá glas af víni, sem engin fluga er í. En sé vínið gott og flugan ekki ákaflega stór, þá á maður að drekka það.“ Og baróninn hafði lært að renna mörgu óviðfeldnu niður. Og þó að munnbitinn þessi væri nokkuð rammur, var hann þess albú- inn að renna honum niður. Hann varð líka að taka hagsmuni dóttur sinnar til greina, og að lokurn fór hann að telja sjálfum sér trú um, að honum hefði farist svo sem góðum föður sæmdi, þegar hann drap ekki hendi við tilboði Teteróls. Dóttir hans hafði frá fyrstu átt mjög lítið til sjálf, og í höndunum á honum sem fjárhaldsmanni hafði það orðið næstum því að engu. Honum varð ekki að ástæðulausu órótt, þegar hann hugsaði til þess, að nú færi að líða að því, að hann yrði að leggja fram reikninginn. Áuðvitað átti hún að erfa markíanD gamla, en úr þeirri átt var

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.