Fjallkonan - 06.07.1906, Blaðsíða 2
122
FJALLKONAN.
Frá sunnlenzku stórbúi var auglýst í
Danmörku eftir vinnumanni. 300 kr.
kaup var boðið, án nokkurra hlunu-
inda, annars en fæðis og húsnæðis.
9 menn buðu sig eftir þessari aug-
lýsing. Sá, sem tekirin var, þykir
mjög líklegur til þess að verða að
góðum notum, enda heiir meiri þekk-
ing en óbreyttir verkamenn hafa, er
meðal annars leikinn plægingamað-
ur. —
— Eftir því sem vér lítum á, ætti
þjóðin vandlega að íhuga, hvort rækt-
un landsins í mikilfenglegum mæli
er ekki - jafuhliða lýðmentuninni
— það málið, sem á að sitja í fyrir-
rúmi fyrir öðrum.
Yitaulega má segja, að á mörgu
liggi, á mörgu höfum vér brýna þörf.
Og töluverð tilhneiging er í landinu
til þess að fara greitt. Hraðskeyta-
samband hefir þjóðin viljað hafa og
miklu fé verður nú til þess kostað.
Á vegagjörðum hafa menn mikinn á-
huga, sem von er. Nú er jafnvel
farið að tala um járnbrautir. Fjöldi
af framfaramálum kallar að. Og frá-
leitt getum vér sint þeim öllum í
einu að neinum mun. Yafamálið*er
þetta, hvort ekki er eitthvert mál,
sem meira liggur á en öllum öðrum,
eitthvert mál, sem vér eigum sérstak-
lega að beita kröftum vorum á, og
sætta oss við að það annað bíði, sem
tefur fyrir því, sem mest á liggur.
Enginn vaíi er á því, að margir
hygnir og gætnir menn út um land-
ið líta svo á, sem stórfeld ræktun
landsins sé einmitt það málið, sem
meira ríður á en öllum öðrum.
Kyennréttindainálið.
Ritst. Kvennablaðsins, frú Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, hefir ritað nokkuð
langa grein í Lögréttu út af fáeinum
orðum, sem stóðu í Fjallk. 22. f. m.
með fyrirsögninni „Kvennaþing11.
Frúin ritar af nokkurri þykkju, að
því er oss virðist, og til þess hefir
Fjallk. ekki gefið minstu ástæðu.
En það er eins og mörgum Isiending-
um veiti furðu örðugt að ræða almenn
mál þykkjulaust; og þá er sennilega
ekki sanngjarnt, að ætlast til þess,
að þessi kona hafi þá menning til að
bera, sem svo algengt er, að karl-
mennina bresti.
Frúin bregður Fjallk. um, að hana
skorti þá „frelsisást,“ sem blaðið hafi
haft á fyrri árum. Oss er ekki með
öllu ljóst, á hverju hún byggir það
brigzl. Fjallk. hafði tjáð sig fúsa á
„að taka það fram, að hún getur
ekki séð nokkura skynsamlega eða
sanngjarna ástæðu til þess, að konur
njóti ekki jafnréttis við karla, ef
þær ganga eftir þeim rétti.“
Frúin hlýtur að vera viðkvæmári
frelsis-hamhleypa, en annarstaðar eru
til í veröldinni, ef hún getur ekki
sætt sig við önnur eins ummæli og
þessi, fyrir þá sök, að svo mikils
öfrjálslyndis kenni í þeim. Hvarvetna
annarstaðar mundu slík ummæli verða
talin stuðningur fyrir kvenfrelsismál-
ið, en ekki tilefni til árásar frá kven-
frelsiskonum.
Vér hyggjum, að óánægja frúar-
innar stafi af því, að hún hafi lesið
Fjallkonu-greinina í miklum flýti. Vér
getum ekki hugsað oss, að hún kæmi
annars með eftirfarandi setningu:
„Það lætur dálítið uudarlega í eyr-
um að heyra blaðamenn segja ekki
til ueins að stofna félag til að vinna
að þessu máli, af því bonur hafi ekki
krafist atkvæðisréttar.“
Eins og þeir vita, sem Fjallk.
lesa, hefir blað vort ekki með nokburu
orði gefið í skyn, að ekki væri til
neins að mynda slíkt félag. Fjallk.
befir þvert á móti hvatt konur til
þess að vinna eitthvað fyrir málið
hér heima fyrir. Og ekki er nema
eðlilegt og sjálfsagt, að sú vinna
byrji með einhverri félagsmyndun.
Það er ekki mikið sem Fjallk.
greinir á við frúna. En ofurlítið samt.
Hún gerir sjálf eftirfarandi grein
fyrir sínum málstað:
„Eg bar ekki fyrir brjósti að senda
fulltrúa á fundinn í sumar, heldur
að komið sé á fót félagi, sem hafi ekk-
ert annað verkefni, en að fá stjórn-
arfarslegan atkvæðisrétt handa kon-
um, og að það félag yrði stofnað svo
snemma, að það yrði tekið upp í al-
heimsfélagið í sumar. Fulltrúa bjóst
eg aldrei við, að við gætum sent í
sumar. Hvað mig snerti, var mér
boðið hvort sem var.“
Frúin hlýtur að vera að gera að
gera að gamni sínu, þar sem hún
segist ekki hafa borið fyrir brjósti
að koma fulltrúa á fundinn í sumar, og
aldrei búist við, að það tækist. Hún
sem ætlar sjálf á kvennaþingið! Ætli
að ókleift væri fyrir hana að vera
fulltrúi héðan, jafnframt því sem hún
þiggur það boð, er hún segir sjálf
frá? í hverju skyni vill frúin að
þetta íslenzka félag — sem eon er
ekki til — verði í sumar tekið upp
í alheimsfélagið, öðru en því, að það
komi þangað fulltrúa? Önnur hlunn-
indi eru engin við það, nemaeftelja
skal auglýsingu í útlöndum um félags-
stofnunina — auglýsing, sem fengist,
áður en félagið væri búið að gera
nokkurn skapaðan hlut.
í þessu er fólginn ágreiningurinn
við frúna. Oss virðist ekkert liggja
á að koma íslenzku kvenréttarfélagi
inn í alheimsfélag, fyr en einhver
trygging er fyrir því, að slík hreyf-
ing hjaðni ekki tafarlaust niður, eins
og hún hefir áður gert. Því að eins
verður hluttaka í alheimsfélagi ís-
lenzkum konum til sæmdar, að hreyf-
ingin hér á landi sé annað en bóla,
sem þeytt er upp í svip.
Vér trúum því ekki, að frúin telji
þetta neitt ófrjálslyndi, þegar hún
hugsar gig betur um. Og vísterum
það, að sumar af beztu og helztu
konum þessa bæjar líta á þetta mál
nákvæmlega eins og Fjallk. og hafa
tjáð oss þakkir fyrir, hvernig í mál-
ið hefir verið tekið frá vorri hlið.
Valtýskan
og lir. Einar Benediktssou-
Einar sýslumaður Benediktsson rit-
ar enn um „Yaltýskuna“ í Ingólfi,
„svar tilFjallkonunnar," og heldur því
þar fram, eftir því sem oss skilst,
að „Valtýska“ sé það að vinna að
því að koma dr. Valtý Guðmundssyni
til valda.
Og svo spyr hr. E. B.:
„Á skuggi Valtýskunnar að standa
í vegi fyrir því um langan ókominn
tíma enn, að góðir drengir af öllum
flokkum sameinist um hið sameigin-
lega hlutverk, fyrst og fremst að
bæta úr óheillaverki alþingis, er það
lögleiddi ríkisráðstjóðrið — eða vill
Fjk. og flokksbræður hans vinna það
fyrir góðan félagsskap að draga þetta
óhappa merki niður af siglunni?“
Hr. E. B. er, svo sem kunnugt er,
manna orðhepnastur. Og hann hefir
hér, eins og svo oft áður, hitt á það
orðið, sem bezt á við, þar sem hann
nefnir skuggann. Þetta, sem hann er
við að berjast, er ekkert annað en
skuggi. Merkið er alls ekki á sigl-
unni.
Oss er ekki kunnugt um nokkurn
mann í Þjóðræðisflokkinum, sem geri
það að kappsmáli, að dr. V. G. kom-
ist til valda. Um hitt er oss bunn-
ugt, að sjálfum er honum það ekki
kappsmál, langsennilegast, að honum
komi það ekki til hugar. Hann hefir
þrásinnis á síðustu tímum haldið því
fram innan flokks síns, að stjórnar-
andstæðingar ættu að bjósa sér aðal-
leiðtoga, sem þeir bannist við frammi
fyrir öllum laudslýð. Og hann hefir
tekið það fram, svo afdráttarlaust
sem verða má, að hann fyrir sitt leyti
sætti sig við hvern þann foringja,
sem flokkurinn kysi.
Hr. E. B. er gýnilega fyrir ókunn-
ugleika sakir að búa sér til grýlu,
sem ekki er annað en „skuggi.“ Og
hann er alveg að óþörfu að ráðast
á mann. sem ekki er líklegur til að
verða þrándur í götu fyrir neinum
landsmálum, sem kunnugt er, að fyrir
hr. E. B. vaki.
Húsið fyrir sb'fnin
Heldur gengur þunglega með það
mál.
Völundur vill ekki taka að sér að
koma húsinu upp, samkvæmt upp-
drætti og lýsingu húsagjörðarmeistar-
ans, fyrir minna en 250 þús. krónur.
En fjárveitingin nemur ekbi nema
170 þús.
En jafnframt hefir Völundur komið
með tillögur um breytingar á hús-
inu, sem halda kostnaðinum sem næst
fjárveitingunni. Gagnið að því verður
það sama, eftir því sem stjórn fé-
lagsins heldur fram; en minna í það
borið; munurinn samt ekki meiri en
svo, að ekki mundi verða mikið eftir
honum tekið.
Eftirlitsmann þann, sem hingað er
kominn, hefir sjálfsagt verið nauð-
synlegt að fá, til þess að gera ná-
kvæma grein fyrir, hvernig húsið væri
fyrirhugað. En hann er ráðinn til
langs tíma, og á fráleitt annríkt, ef
ekki nást samningar um að koma
húsinu upp.
En sennilega má ganga að því
vísu, að stjórnin hallist að breyting-
um þeim, sem Völundur leggur til
að gerðar verði.
Það virðist nokkuð kynlegt, að
húsagjörðameistarinn skuli ekki hafa
tekið neitt til greina, hvað mikið fé
hafði verið til hússins veitt, og gert
uppdrátt sinn nokkurnveginn út í
loftið, að því er til kostnaðarins kem-
ur.
Slys enn.
Ungur drengur, eitthvað 8 ára,
Haukur, sonur Ásgeirs Eyþórssonar
kaupmanns, var 29. f. m. á ferð frá
Borgarnesi út á Mýrarnar í kynnis-
för. Hann var bundinn í söðul. Hest-
urinn fældist, söðullinn fór um hrygg
og drengurinn rotaðist til bana, áður
en unt var að hjálpa.
Fjallkonan
kemur tvisvar í næstu viku.
Maimtjónið á „Kristjáni."
Á fisbiskipinu Kristjáni frá Stykkis-
hólmi (eign Sæm. kaupm. Halldórs-
sonar), sem sjálfsagt hefir farist seint
í aprílmánuði síðastliðnum, eins og
áður hefir verið skýrt frá hér í blað-
inu, voru 11 manns, 9 úr Helgafells-
prestakalli, 1 úr Eyrarsveit, 1 úr
Ólafsvík.
Þessir voru sbipverjar, eftir vitn-
eskju, sem oss hefir verið send úr
Stykkishólmi:
1. Þorsteinn Lárusson skipstjóri,
43 ára, ekkjum., lætur eftir sig 3
börn, 6—11 ára.
2. Guðmundur Jóhannsson stýri-
maður, 19 ára, ókvæntur. Móðir á
lífi, er misti mann sinn fyrir nokkrum
árum í sjóinn.
3. Páll Jóhannsson, 18 ára, ó-
kvæntur, var stoð aldraðrar, dauð-
sjúkrar ömmu.
4. Jón Magnússon, 31 árs, lætur
eftir sig unnustu og 2 ung börn.
5. Kristján Kristjánsson, 30 ára,
ókvæntur; aldraðir, lúnir foreldrar
syrgja.
6. Sigurjón Sveinsson, 27 ára,
ekkjumaður, lætur eftir sig ungt barn,
kona hans druknaði fyrir nokkrum
árum.
Þessir allir voru úr Stykkishólmi.
Ennfremur úr sókninni:
7. Pétur Jónsson, bóndi úr Hösk-
uldsey, 48 ára; lætur eftir sigekkju
með 4 börnum, 3 ófermd.
8. Guðmundur Jónsson, ekkjumað-
ur, húsmaður úr Höskuldsey, 59 ára;
börn í ómegð.
9. Jón Þorleifsson, 17 ára, úr
Þormóðsey. Móðir á lífi, ekkja; mað-
urinn druknaði.
10. Jóhannes Þorsteinsson, bóndi
frá Hömrum í Eyrarsveit; lætur eftir
sig ekkju og mörg börn.
Hans Hansson, húsmaður úr Ólafs-
vík, lætur eftir sig ekkju og barn.
„Hér hefir enn bæzt tilfinnanlega
við tölu hinna mörgu, er sjórinn
hefir að bana orðið hinn minnistæða
aprílmánuð síðast,“ ritar próf. Sig.
Gunnarsson. „Mörg er undin, sem
hér blæðir, og allir syrgjendur eru
fátæbir. Tilfinnanlegast kemur þetta
manntjón niður á Stykkishólmi og
nágrenni. Huggunar og styrks þarf
hér við sem annarstaðar, er þessi
hörmulegu stórslys hafa orðið“.
Hafís
lokaði Eyjafirði rúmri vibu afjúní,
en hvarf á brott bráðlega. Hefir
víst verið á austurleið. Vesta varð
ekki vör við neinn ís.
Dreng'urinn,
sem varð fyrir skotinu í síðustu
viku, er nú talinn úr lífshættu.
Gestir að norðan.
Með Vestu, sem kom á mánudags-
kvöldið, 3 dögum eftir áætlun, komu
meðal annara præp. hon. Hjörleifur
Einarsson með konu sinni og síra
Matth. Jochumsson. Júlíus Haldórs-
son læknir var kominn nokkrum dög-
um áður með konu sinni.
Það tilkynnist vinum og vanda-
mönnum að, kona mín Elín Guð-
mundsdóttir, lézt 3. þ. m. að heim-
ili okkar Bjarnaborg og fer útför
hennar fram á mánudaginn kemur.
Athöfnin byrjar kl. 101/s f. h.
Þorvaldur Bjarnarson.