Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 07.09.1906, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.09.1906, Blaðsíða 1
Kemnr út einn einni og tvisvar í viku, alls 70 bl. um árið. Yerð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða l'/j dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. VERZLUÍÍARBLAÐ XXIII. árg. Reykjavik, 7. september 1906. Xr. 41 Ntli fást Ixlxi ágætu <$> Mtmac Heixxirixxtrt tll ixx«,xxix«, á kr. 3,30 pr. slxp. Hlirmlg fæst ágæt steinolía á 21 lxr. fatiö Ixeirriflutt. isra. er tækifæri til að birgja slg til vetrarins. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 5*/«—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9V2 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betel sd. 2 og 6VS mvd. 8, ld. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 10*/«—19 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafniö opið á þrd., fimtud. ld. ki. 12—1. Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Skiluaður ríkis og kirkju á Frakklandi. II. Kongregatíónir eru nokkurs konar munkareglur í kaþólsku kirkjunni nefndar. Pær voru orðnar mjög öflugar á Frakklandi. Og þingi og atjórn Frakka stóð stuggur af þeim. Þær voru ekki háðar valdi biskup- anna, buðu þeim oft birginn og lutu beint páfa. Ekki fóru þær held- ur eftir fyrirmælum konkordatsins. Margar þeirra höfðu ekki fengið lagastaðfesting og vildu ekki leita hennar. Árið 1901 voru á Frakk- landi samtals 200 þús. menn í þess- um félögum. Og þeim fjölgaði með hverju árinu. Þessi félög áttu stór- eignir, og máttu sín fyrir því afar- mikils. Fasteignir þeirra voru metn- ar á meira en 1000 miljónir franka. Með fyrirtaks hyggindum og óþreyt- andi elju lögðu þau kapp á að fá vald yfir hugum ' manna. Og þeim tókst það. Þeir höfðu dómstólana og herliðið í hendi sér. Og fullyrt er, að yfirmaður herstjórnarráðaneyt- isins, eitt af helztu vitnunum í Dreyfusmálinu, de Boisdeffre hers- höfðingi, hafi fengið fyrirmæli um það, hvernig hann ætti að haga sér, í klausturklefa hjá Jesúítamunki. Kongregatíonirnar reistu fjölda af smákirkjum, sem ávalt voru fullar, þó að safnaðarkirkjurnar væru tómar. En sérstaklega fengust þær við að kenna æskulýðnum. Árið 1901 höfðu þær í barnaskólum sínum um 1 miljón og 600 þúsnndir barna og um 32 þúsundir unglinga 1 lærðum skólum. Þriðjungurinn af skólabörnum á öllu landinu sótti þeirra skóla og helm- ingur þeirra unglinga, sem var að búa sig uudir háskóianám. Og jafnframt því, sem aðsóknin varð svo stórkostleg að þessum skól- um, komu fram sannanir fyrir því, að kenslunni var háttað að sumu leyti annan veg, en frjálslyndir menn geta látið sér lynda. Á veraldar- sýningunni, sem haldin var í París árið 1900, voru lagðar fram stíla- bækur barna og unglinga. Þær voru valdar af kennurunum sjálfum. Og mönnum ofbauð sá skilningur á mannkynssögunni og það flokka og trúarhatur, sem kom fram í ritgjörð- um barnanna. Meðal annars var í sumum þess- um ritgjörðum, sem kennararnir sjálf- ir höfðu valið til þess að birta á alheimssýningu, því haldið fram, að rómverski rannsóknarrétturinn hefði verið sönn fyrirmynd að réttlæti og mildi, og að ofsóknir þær, sem Frakkakonungar höfðu í frammi við mótmælendur, hafi verið réttmætar. Sumstaðar var samvizkufrelsið fyrir- dæmt í þessum ritgjörðum og fram- farir og menning yfirieitt. Ofsaleg- ar æsinga-ritgjörðir gegn Gyðingum og frímúrurum voru á þessari sýn- ingu, því haldið fram, að Gyðingar drotni yfir Frakklandi, og þeim sé að kenna um hnignun þjóðarinnar. Þeir og frímúrarar séu hinir sönnu fjandmenn frelsisins. „Fyrir hræsni sína, óþokkalega undirferli og dramb eru þeir fjandmenn þjóðféiagsins. Við hátíðahöld sín lifa þeir í ólifn- aði. Heiftrækni þeirra er svo mikil að þeir sættast aldrei. Fyrir ofur- lítið af gulli svíkja þeir ættjörð sína eða réttara sagt ættjörð annara — sjálfir eiga þeir hana enga.“ Það er engin furða, þó að stjórn landsins þætti aðrar eins barnarit- gjörðir og þessar, lagðar fram á veraldarsýningu af sjálfum kennur- unnm, í meira lagi ísjárverðar. Enda urðu þær, meðal annars, til þess, að þingið samþykti lög í því skyni að geta haft allríkt taum- hald á kongregatiónunum. Þau lög ollu miklum kala með stjórninni og kaþólsku kirkjunni. Jafnframt festi hugmyndin um skiln- að ríkis og kirkju meira og meira rætur í hugum manna. Og páfinn fór ekki sem gætilegast. Deilur komu upp með honum og stjórninni um réttinn til þess að ráða því, hverjir yrðu erkibiskupar og biskup- ar á Frakklandi. Þann rétt hafði konkordatið veitt stjórn Frakklands. En páfastjóruin fór að gera tilraun- ir til þess að draga hann til sín. Út af því spanst langvinn rekistefna. En það, sem reið af baggamuninn, var mótmæli páfa gegn því að for- seti Frakka heimsækti Ítalíukonung. Það er alkunnugt, að síðan er ver- aldarvald páfans leið undir lok árið 1870, hefir enginn kaþólskur þjóð- höfðingi dirfst að beimsækja konung ítala í Rómaborg, þar til er Loubet, forseti Frakka, gerði það. Píus páfi 10. mótmælti þeirri ferð í öllum ka- þólskum löndum. Stjórnmálamenn Frakka töldu það löðrung, er frönsku þjóðinni væri gefinn, og alt komst í uppnám. Frakkar hættu stjórnarer- indrekstri hjá páfa. Og gremjan varð svo mikil með þjóðinni, að unt varð að koma í framkvæmd skilnaði ríkig og kirkju, sem hver ráðherrann eftir annan hafði lofað, en engum tekist að fá framgengt. - [Meira.] Hvatshellir. Áð betra og heilnæmara loft sé utanbæjar en innan, að hollara og skemtilegra sé að ganga út í sumar- blómann, en að reika eftir rykugum götunum, er viðurkent af öllum, en furðu lítið farið eftir því; þeir, sem gjöra það, fara þá langflestir á hest- um eða hjólum. Fjórir ungir vinir mínir hugðu þó að vel mætti komast út úr bænum sér til skemtunar með öðru móti; stofnuðu þeir með sér fótgöngufélag, er þeir nefndu „Hvat.“ Þeir bafa á sunnudögum og frí- dögum farið marga góða og skemti- lega ferðina, séð margt, lært margt og aflað sér ánægju og heilsusamlegrar hressingar. Nú þekkja þeir falleg- ustu brekkuruar, sléttustu balana og friðsælustu dalverpin í grendinni. Þeir eru fróðari orðnir um rensli lækjanna, bugður og kvíslir hraunanna, fell og fögur útsýni. Þeir hafa farið fót- gangandi til Þingvalla, séð Almanna- gjá og Lögberg, kannað Hallshelli og ýms náttúruundur uppi í fjöllun- um. Og nú fyrir skömmu hafa þeir að erfiðislaunum haft óvænta og mikla gleði og skemtun af því -að finna helli, 1 sem þeim ber saman um að sé merki- legri en Hallshellir. Einn sunnudag, er þeir voru að ganga um og skoða hraunið, er ligg- ur fyrir sunnan Setbergshlíðina, veittu þeir eftirtekt hellismunna allvíðum og fóru niður í hann. Þótti þeim hann all-mikill og könnuðu eftir föng- um. Þá fýsti að vitja hans aftur og tóku með sér meiri tæki, ljós og mæli- vað. Þá könnunarferð fóru þeir í gær (sunnud. 2. sept.). Mældu þeir nú hellinn. Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að gizka 6—7 álnir á hæð, þar sem hæst er; allstaðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlað- inn 59 fet inn af munnanum; sá garð- ur liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir mynnið á afhelli nokk- urum vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet á lengd og garðurinn er- 20 fet á lengd og l*/9 alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni. Hinir ungu menn könnuðu nú vand- lega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægramegin, nálægt hellis- munnanum. Er þeir lýstu inn í hana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan, og skriðu því inn gegn- um glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðarháan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr hon- um lá svo önnur glufa, er skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða spor- öskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkuru meiri. Eftir gólf- inu er hraunbálkur all-mikill og lægðir báðumegin. Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemtiferð sín góð orðin. Eftir tilmælum þessara vina minna

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.