Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 07.09.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 07.09.1906, Blaðsíða 2
162 FJALLKONAN. f langdeginu. Ljúfa sól min! Sendu yl þinn sumarlangan daginn þangað, sem að þreytan þungum gráti þýðleg augu sífelt laugar. Mest er þörfin, þegar syerfur þungt að fijarta myrkrið svarta. Mest er gleðin,þegar þaðan þokunni sviftir birta’ að lokum. Turdus. fór eg ásamt einum þeirra í dag til þess nákvæmar að akoða hellana. Höfðum við með okkur stórt ljósker og ágæt, stutt og digur 8 aura kerti frá Zimsen, mælivað og 60 faðma snæri. Mældum við nákvæmlega insta hellinn. Hann er 61 fet á lengd, og nokkuð jafnbreiður allur, er breidd- in 8—10 fet og hæðin 4 fet minst og liðug 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir hon- um öllum, skreytt smágervu drop- steina-útflúri. Hellirinn er ekki ósvip- aður hvelfdum gangi í kjallarakirkju; gólfið er slétt og fast og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellunum gleymist, þegar inn er komið. Lengd alls hellis- ins frá botni þess insta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyr inn komið. — Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helzt of stuttur til þess að geta séð alt til hlítar. Hellinn kallaði egHvats- helli eptir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og og eftirtekt. Þessi eru nöfn félags- manna: Sigurbjörn Þorkelsson, Helgi Jónasson, Skafti Davíðsson og Matth- ías Þorsteinsson. Þrír af þeim eru verzlunarmenn og einn (Sk. D.) tré- smiður. Unglingar hér í bænum ættu að læra af þeim að nota frístundir sum- arsins með líku móti og þeir hafa gjört í sumar. Hvatshellir liggur nálægt Selvogs- vegi upp með Setbergshlíðinni skamt frá vörðu þeirri, er mælingamenn herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasgróinn hvammur; í honum er hellismunninn. Mjög falleg og greiðfær leið þang- að er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til er komið er á Selvogsveg; mundi það vera 3 tíma gangur frá Bvík. Um Hafnar- fjörð má líka fara. Taki dú ungir menn til fótanna og skoði Hvatshelli. En Ijósfæri verða þeir að hafa með sér. Eítaö 3. sept. 1906. Fr. Friðriksson. Hjðnavígsla. Þ. 1. þ. m.: Egill Jacobsen kaup- maður og frk. Sigríður Zoéga, dóttir E. Z. hótelseiganda. Staur í Drápulilíðaríjalli fann kaupmaður Björn Kristjánsson í Reykjavík nýlega, um 800—1000 fet yfir sjáfarmál, og kom með dá- lítinn bút af honum, sem brotnað hafði af honum, þar sem hann Iá. Staurinn er steingjörfingur og stendur á ská inn í leirskriðu skamt fyrir neðan efstu hamrana á fjallinu og gat B. Kr. með fylgdarmanni sínum, búfræðingi Guðbrandi Sigurðs- syni á Svelgsá, grafið moldina ofan af nálægt 4 álnum af staurnum. En vegna áhaldaleysis þar á staðn- um og af því að B. Kr. varð að flýta sér í veginn fyrir strandferða- skipið hafði hann ekki tíma til að sækja áhöld til bæja til að grafa of- an af öllum staurnum. Staur þessi getur verið mjög langur. Grafið var ofan af 4 álnum, hérumbil 1 alin var fallin af honum — sá bút- ur hafði staðið út úr moldinni, og 8Va þuml. var hann á breidd og leit út fyrir að breikka. Það, sem sérstaklega er athuga- vert við þannan fund, er það að viðurinn í staurnum er af sama tægi og vesturheimskur girðiviður, eða tjörufura, segir hr. B. Kr. Staur þessi hlýtur þvi annaðhvort að vera rekatré, sem rekið hefir um það leyti, sem sjór stóð svo hátt við Drápu- hlíðarfjall, eða trjátegund þessi, sem óþekt er í surtarbrandslögum hér, hefir vaxið hér á þeim tíma, er lofts- lagið hér var alt annað en það er nú. Jarðfræðingur vor, Helgi Péturs- son, getur sennilega eitthvað skýrt það mál. Valurinn, hið nýja frálslynda blað ísfirðinga, sem hr. Jónas Guðlaugsson stjórnar, er komið hingað, og fer vel á stað. Ekki svo að skilja, að vér vildum skrifa undir alt, sem stendur í þeim tölublöðum, sem komin eru. Til dæmis að taka er það sagt um Framsóknarflokkinn, að það hafi að lokum orðið ofan á hjá honum, „að minsta kosta hjá dr. Valtý, að Hafnar- búsetan væri hið eina æskilega". Vér minnumst þess ekki, að þetta hafi nokkuru sinni komið fram í nokkuru orði, hvorki hjá Framsókn- arflokkinum nó dr. Valtý. En hvað sem því líður í blaðinu, sem ekki hefir verið sem vandlegast íhugað af ritstjóra, er það fjörugt og fjöl- breytt og líklegt til góðs gengis. Blaðið vill „fullkomið drottinvald hinnar íslenzku þjóðar á borð við Dani“, en er mótfallið skilnaði við þá. Verð á ísl. smjb'ri. Með sæsímanum hefir komið til Seyðisfjarðar og þaðan með hval- veiðaskipinum „Barden“ hingað til konsúls Jes Zimsens skeyti frá L W. Faber & Co. í Newcastle dags 27. f. m. þess efnis, að íslenzkt smjör hafi síðast selst á 89—100 kr. pr. 100 pd. fob., og að ekkert íslenzkt smjör sé þá fyrirliggj- andi, en talsverð eftirspurn og von um hærra verð. Eiríkur Kjerulf cand. med. þjónar Eyrarbakka-lækn- ishéraði í vetur í fjarvist héraðslæknis Ásgeirs Blöndals. Flagg íslaads. Talsvert hefir verið ritað og rætt í blöðum vorum um undirlægjuskap vorn við Dani, og óvinsælt er það orð hjá íslenzku þjóðinni. En hvað ber ótvíræðari vott um und;rlægju- skap vorn en danska flaggið? Það táknar aldanskt þjóðerni. Enginn útlendingur, sem siglir á íslenzkar hafnir, verður annars var, en hann sé við landsteinana í Dan- mörku, að því leyti sem danska flagg- ið flaksar á hverri stöng á landi, rétt eins og þar „heima.“ Norðmönnum þótti tilvinnandi að heyja harða baráttu að eins fyrir því að afnema sænska sambandsmerkið úr horninu á flaggi sínu, því þeim þótti það bera vott um undirlægjuskap við Svía. Er þá ekki fyrir því hafandi fyrir okkur íslendinga að hugsa um að eignast Iöggilt flagg? Hvort sem meun heldur kjósa fálkann í blám feldi fremur en Fjallkonuna í fann- hvítum feldi, — hvorttveggja getur farið einkar vel; en fult svo einkenni- legt yrði hvíta flaggið eins og það bláa langt til að sjá. En hvaða lit sem flaggið hefir, fara menn líklega ekki að prýða neitt hornið á því með danska flagginu; við erum nógu lengi búnir að nota það samt. Vill þjóðin ekki taka þetta mál á dagskrá og koma því inn á næsta þing? Gaulverjabæ 31.ágúst 1906. Jón Pálsson. Símastöðvar eru ákveðnar á þessum stöðum: Reykjavík, Kalastaðakoti við Hval- fjörð, Grund í Skorradal, Norðtungu, Sveinatungu, Stað í Hrútafirði, Lækja- móti, Blönduósi, Sauðárkróki, Urðum í Svarfaðardal, Akureyri, Hálsi í Fnjóskadal, Breiðumýri í Reykjadal, Reykjahlíð, Grímsstöðum á Fjöllum, Hofi í Vopnafirði, Egilsstöðum á Völl- um, Seyðisfirði, Eskifirði. Mæliugameimirnir dönsku lögðu á stað með Tryggva kongi þ. 5. þ. m. Þeir hafa mælt í sumar austurhluta Rangárvallasýslu, vestur að Þverá og Skeið og Flóa. Enn fremur hafa þeir og gert mæl- ingar á uppsveitum Arnessýslu, í Kjósarsýslu, Borgarfjarðar og Mýra- sýslum, Dalasýslu og Snæfellsnes- sýslu. Gizkað er á, að mælingum alls landsins muni lokið á nálægt 20 árum. Þær byrjuðu árið 1900. Sjálfsmorö. í Hafnarfirði drekti sér maður á sunnudaginn var, Kristján Jónsson, sem lengi hafði verið á Hliðsnesi, en rak síðast smáverzlun í Hafnarfirði, steypti sér í sjóinn út af bryggju- sporði. Hann hafði verið geðveikur. Vestanlands. hefir hvarvetna verið góð tíð síð- ari hluta sumarsins. Miklir þurkar víða seinustu vikurnar. Lítið um aflabrögð fram eftir á sumum fjörð- unum, en eru nú að aukast. Eink- um í Arnarfirði, að því er fréttist: mokafli, þar sem róið er, núna um rúman hálfsmánaðartíma. Engum vélabát er enn þá haldið þar til róðra, en þeir eru farnir að tíðkast í mörgum fjörðum þar í grend. Landsyfirréttardómar. Þrír dómar hafa verið dæmdir í yfirrétti, síðan er Fjallk. færði frétt- ir þaðan síðast. Eitt málið var milli Weyergangs timbursala í Mandal (Eggert Claesen fyrir hans hönd) og Jóns Jónssonar fyrv. kaupmanns í Reykjavík, sem sumarið 1902 hafði haft með hönd- um umboðssölu á timbri fyrir W., og var risið út af eftirstöðvum, sem W. gerði kröfu til hjá J. J. Með bæjarþingsdómi hafði J. J. verið dæmdur til að borga W. kr. 700,83 með 5°/0 vöxtum frá sáttakærudegi til borgunardags og 20 kr. í máls- kostnað. Yfirréttur staðfesti bæjar- þingsdómurinn, og bætti við 30 kr. í málskostnað til E. C. Hin tvö málin voru frá Akureyri. Annað var milli H. B. Fogtmanns Eftfl. í Kaupmannahöfn (St. Stephen- sen umboðsmaður fyrir hans hönd) og Kristínar Arnadóttur, erfingja Arna heitins Péturssonar kaupmanns, og var risið út af skuldaskiftum Fogtmanns Eftfl. og Á. P. Kristín Árnadóttir var dæmd til að greiða kr. 848,50 ásamt 6°/0 vöxtum af nokkurum fjárhæðum um tiltekin tímabil. Málskostnaður fyrir undir- rétti og yfirrétti látinn falla niður. Hitt Akureyrarmálið var milli H. Jensens bakara og J. Y. Havsteins konsúls og kaupmanns. Jensen hafði í apríl 1904 ráðist til að hafa með höndum brauðgjörð í brauðgjörðar- húsi Havsteins á Oddeyri; og átti að hafa í kaup 50 kr. um mánuðinn auk fæðis og húsnæðis; samningi þeirra mátti segja upp með árs fyr- irvara á báðar hliðar. 28. júlí 1904 sagði Jensen stöðu sinni lausri frá 1. ág. 1905, en 4. júlí 1905 skipaði Havsteen honum að fara úr þjónustu sinni næsta dag. Jensen höfðaði mál. Og Havsteen hefir bæði af undirrétti og yfirrétti verið dæmdur til að borga Jensen 165 kr. með 5°/0 vöxtum frá sáttakærudegi til borg- unardags. Málskostnað lét yfirrétt- ur falla niður fyrir báðum dómum. Greiniu um skilnað ríkis og kirkju á Frakklandi er, að efninu til, tekin úr norska tíma- ritinu „For Kirke og Kultur“. í framhaldi hennar kemur ágrip af efni skilnaðarlaganna. Til þess að girða fyrir misskilning, skal það tekið hér fram, að hún er ekki prentuð hér í neinu öðru skyni en þvi að fræða menn um þetta stórmál á Frakklandi, sem svo mikla athygli hefir vakið um allan heim, og að Fjallk. flytur hana ekki með neinni hliðsjón á ágætum skóla, sem haldið er uppi hér í bænum af ka- þólsku fólki. Kaþólskur merkismaður hér í bæ hefir tjáð oss, að Fjallk. eigi von á athugasemdum við þessa ritgjörð. Hún verður tekin með ánægju, þeg- ar þessi grein verður öll komin út í blaðinu. Höfnin. Bæjarstjórn samþykti í gærkveldi, eftir tillögum norska hafnarstjórans, að láta mæla dýpi hafnarinnar, rann- saka botniun með borum og fá á- höld til þess. Bæjarbryggjuna var samþykt að hækka um 1 alin.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.