Fjallkonan - 07.09.1906, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
163
Loftskeyta-fréttir.
Landskjálftar.
4. sept.
Ofurlítill landskjálfti í Abyssiníu.
Hiklir landakjálftar á miðvikudags-
kvöldið var í Tacua og Arica íKílí.
Felmtur meiri en orðum verði að kom-
ið. Lýðurinn lagðist til svefns úti
undir beru lofti.
Landskjálfta heíir orðið vart í
Noregi norðanverðum.
Frá Bússum.
4. sept
Jarðarför hins myrta landstjóra í
Varsjá fór fram í gær. Búðum var
lokað og tekið fyrir umferð á atræt-
um. Hersveitir skipuðu sér í raðir
á strætunum og lögreglulið og Kó-
sakkar gengu á uadan líkfylgdinni
með fingurna á byssugikkjunum. Um
kvöldið rannsökuðu hersveitir og lög-
reglulið alla borgina, leituðu meðal
annars í sporvögnum og öðrum vögn-
um. Menn, sem fóru um strætin,
voru teknir fastir hundruðum saman.
Af loftskeytum, aem komu hingað
fyrir síðustu helgi má ráða, að til-
raun hafi verið gerð af byltingamönn-
til þess[að myrða Stolypin, forsætis-
ráðherra Kússa, en það mistekist,
og að dóttir hans hafi orðið fyrir
voðalegum áverka, svo að hún muni
missa báða fæturna. Nú segja loft-
skeyti, að keisari ætti að láta hann
hafast við í höll sinni í vetur.
Kirkj ufélag' Testur-íslending'a.
Það hélt. 22. ársþing sitt að Mountain
í Norður-Dakota 21.—26. júní. Þá
voru í félaginu 38 söfuuðir og 10
prestar. Bignir safnaðanna voru sam-
tals virtar á 102,950 dollara, en skuld-
ir alls um 19,290 dollara. Svo skuld-
lausar eignir voru um 83,660 doll-
ara, sem er 21,583 dollurum meira
en fyrir einu ári.
Alls voru taldir í söfnuðum félags •
ins á Kirkjuþinginu 6,970 manns.
Ótalin var þó einn söfnuður, sem ekki
hafði sent neina skýrslu þetta ár.
Sá söfnuður er fráleitt stór, svo segja
má, að í söfnuðum kirkjufélagsins sé
um 7000 manns.
Sjálfsagt er lítið í lagt að gera ráð
fyrir, að í Vesturheimi (Canada og
Bandaríkjum) séu 30 þús. íslending-
ar. Samkvæmt því verður þá ekki
4. hver íslendingur vestra í kirkju-
félaginu. Að tiltölu við fjölda Vest-
ur-íslendinga er kirkjufélagið óneitan-
lega fáliðað.
Því eftirtektaverðara er það, hve
miklar eru eignir safnaðanna, meira
en 11 dollarar á hvern safnaðarmann,
gamlan og ungan. Samt hafa ýmsir
söfnuðir enn ekki komið sér upp kirkj-
um.
Það leynir sér ekki, að þeir til-
tölulega fáu tíslendingar vestra,
sem sinna vilja lúterskum félagskrist-
indómi, sýna fyrirtaksmikla atorku í
þessum félagsskap sínum. Það sjá
menn eigi að eins á eignunum, heldur
og ýmis konar framkvæmdarsemi ann-
ari.
En ekki hefir þeim enn tekist að
fá fleiri með sér en þetta. Það virð-
ist stafa af því öðruhvoru, að meiri
hluti Vestur-íslendinga sé allfráhverf-
ur lúterskunni, eða að kirkjufélagið
sé ekki fulltrúi lúterskrar kristni á
þann hátt, sem þorra manna geðjast að.
Stafsetning'arorðbók.
Hin ágæta Stafsetningarorðbók
Bjarnar ritstjóra Jónssonar er nú kom-
in út í annari útgáfu. Fyrri útgáfan
var prentuð árið 1900, og þá gerði
einn af helztu mentamönnum þjóðar
vorrar ofsafengna tilraun til þess að
spilla fyrir bókinni. Auðsætt er, að
þær trlraunir hafa ekki borið neinn
verulegan árangur. Fyrir mörgum
missirum var 1. útgáfa sama sem
uppseld. Þjóðin hefir verið fljót að
að átta sig á því, að Stafsetningar-
orðbókin sé fyrirtaks-hentugt kver.
Og það er hún líka, ómissandi flest-
um íslendingum, sem nokkuð skrifa,
og vilja vanda fráganginn á ritmáli
sínu.
í þessari nýju útgáfu hefir verið
bætt við nokkrum hundruðum orða,
en nokkur úr feld í þeirra stað, þau
er síður virtist þörf að halda. Nýj-
an formála hefir og höf. samið, og ættu
menn að kynna sér hann vandlega.
í formálanum er meðal annars fjöldi
af orðum, sem mjög algengt er að
rita rangt. Þeir, sem segja til ung-
lingum, ættu fyrir hvern mun að láta
þá kynna sér þau.
Stafsetningarorðbókin stuðlar vafa-
laust mjög mikið að því, að menn
farið að rita móðurmál vort réttar en
algengt hefir verið. Sú vanræksla,
sem komið hefir fram í því efni, er
miklu meiri en gerist með nokkurri
annari mentaþjóð. Sennilega á staf-
setningar-glundroðinn nókkurn þátt í
því, hve mikið kemur fyrir af staf-
setningarvillum hjá mönnum, sem
annars eru vel ritfærir, En meira
veldur samt íhugunarleysi, þegar t.d.
skólagengnir og gáfaðír menn rita
aðra eins vitleysu eins og kostning-
ar, sem er altítt, og annað af svip-
uðu tægi.
Stafsetningarorðbókin er alls og
alls ekki nema 80 bls. En svo hag-
anlega er hún samin og svo vel er
með rúmið farið, að enginn íslend-
ingur, sem hagnýtir sér bókina vand-
lega.ætti að þurfa komast í nein vand-
ræði, þó að stafsetningar-þekkingu
hans sé nokkuð ábótavant. Þetta
litla kver verndar væntanlega tungu
vora frá mörgum og meinlegum lýt-
um.
Tvisvar í viku
kemur Fjallkonan út héðan af til
nýárs — að þrem vikum undanskild-
um. í næstu viku tvisvar.
Teitt prestakall.
Möðruv allap restalcall í Eyjafjarðarpró-
fastsdœmi var 18. ágúst veitt af ráðherran-
um séra Jóni Þorsteinssyni á Skeggja-
stöðum.
Jarðarfarir
Frá þjóðkirkjunni
Ágúst 10. Ólöf Þorkelsd., kona,
Skólavörðustíg.
13. Sigríður Sigvaldadóttir, stúlka,
Holdsveikraspítala.
14. Sigurveig Magnúsdóttir, ekkja,
Grjótagötu 5.
18. Guðm, Sigurðsson, Holds-
veikraspítala.
Frá fríkirkjunni
10. Anna Jóhanna Bogad., barn,
Bergstaðastræti 45.
15. Björgvin Bergsson, barn,
Hafnarfirði.
17. Þórður Ólafsson, bóndi Njáls*
götu 41.
21. Július Arason, stýrimaður,
Lindargötu 6.
Reykjavlk
selur allskonar Yefnaðarvöru
♦
mjög góða og ódýra:
Barnahúfur, Dagtreyjutau, Enskt vaðmál, BTonell,
Flauel, Kvennslifs, Kjólatau, Klæði,
Léreft, Lifstykki, Millipils, Peysur stórar og smáar,
Nærfatnað, Rekkjnvoðir, Silki í svuntur, Sirz,
Sængurdúk, Sjöl stór og smá, Svuntutau, Tvinna.
Karlmannaföt, Karlmannafatatau,
Alt efni til fata.
Greiður, Höfuðkamba, Harmonikur, Skóflur o. m. fl.
Ennfremur skinn og leður handa skósmiðum og söðlasmiðum, og alt
sem að þeim iðnum lýtur. —
Allir kaupa!
Smjör ágætt 98 aura
— gott 89 —
Margarine gott 34 —
— fínt 45 —
Hrein svínafeiti 40 —
Hvergi jafn-ódýrt og hvergi jafn-gott eins og í
Smjörhúsinu
Grettisgötu 1, við Laugaveg. Rauða húsið.
Sparnaðarmiðar með öllum vörum.
Húsnæði Consum-chocolade
til leigu í „Vinaminni11 frá 1. okt. og brent og malað kaffi
Menn snúi sér til bezt í verzlun
Haralds Nielssonar, Lindargötu 32. H. P. Duus.
Lampar Rokkar og Ullarkambar.
mikið úrval í verzlun TTÍstgarn hvítt og misl.
H. P. Duus. í verzlun U. P. DllUS.
197
miljónum sem hann er að goita af. Farið þér heim og segið hon-
um að þessa höll eigi hann, en að eg sé ekki til sölu og mig
skulið þér aldrei eignast.“
Lionel var öldungis utan við sig. Jafnskjótt sem hann gat
komið nokkru orði upp æpti hann:
„Eg vinn þess dýran eið, fröken, að eg hafði ekki minstu
hugmynd . . .“
Meira gat hann ekki sagt; blygðun, ofstopi og örvænting tóku
fyrir kverkarnar á honum. Nokkur augnablik stóð hann grafkyr
og virti ungfrúna fyrir sér, eins og hann ætlaði að fara með hana alla
í augum sér, þar sem honum var þess synjað að sjá hana nokkuru
sinni framar. Þá sneri hann sér skyndilega við og hélt af stað.
Og allir gömlu guðirnir í garðinum litu undrandi á þennan unga
mann, sem lagði á flótta, eins og hann væri þjófur, sem menn hefðu
staðið að stuldinum.
xm. _ .
Þegar Lionel lagði af stað frá höllinni, lá svo illa á honum og
var hann svo ringlaður, að hann viltist, og vissi alls ekkert um það,
hvert fæturnir vor-u að fara með hann. Þegar hann raknaði við
sér aftur, var hann kominn langt inn í skóg. Þar gekk hann fram