Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 21.09.1906, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 21.09.1906, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 175 Loftskeyta-fréttir. 18. sept. Frá Rússlandi. Keisari og drottaing hans eru far- in á stað með fólk sitt (börn) í skemtiferð um Kyrjálabotn nokkra daga, og ern þeir í för með þeim, heimilisráðgjafinn og herflotamála. Stúikan, sem skaut til bana Minn hershöfðingja, var hengd í gær. Þeg- ar snaran var lögð um hálsinn á henni, hrópaði hún: Lifi þjóðfélags- byltingin og landeignafrelsi! Komin er á aftur kyrð og spekt í Siedelece á Póllandi. Fólk hefir forðað sér burt úr bænum þúsundum saman. óeirðarseggir fluttir til Var- sjá. Mörg hryðjuverk framin þar. Yfirmaður yfir aðkomumannadyfliss- unni myrtur. 20. sept. Treptoff hershöfðingi andaðist að Peterhof í gær af slagi. Hann var gerður að yfirmanni Pétursborgar eftir sunuudags blóðbaðið mikla. Diedien- ling, foringi lögregluriddaranna, verð- ur eftirmaður Trepofís. Margir flokkar af ruddamennum hald Odessabúum skelfdum og ræna Gyðinga. í Varsjá er búist við nýrri mann- drápahríð, og bæjarbúar afarhræddir. Yfirvöldin á Finnlandi hafa náð miklum birgðum af byssum, sem átti að flytja inn á landið. Uppreisnín á Cuba. Stjórnin í Washington (Bandaríkj.) er hætt að draga úr því, hve alvar- legt er ástandið í Cuba. Er mælt, að (herskipið) Desmoines sé viðbúið að taka við á skipsfjöl Palma for- seta, ef nauðsyn ber til. Bryn- snekkjan Denever frá Bandaríkjum kom til Havane og hleypti þar á land hundrað flotaliðsmönnum ; þeir gengu brátt á skipsfjöl aftur, en skildu eftir á landi dálítinn sendi- herra-varðflokk. Síðari fréttir bera með sér, að óð- um syrtir að þar á Cuba. Banda- ríkjaherliðið gengíð á land í Chien- fuegos, sem er umsetin af uppreisn- armönnum. Sambandsþingið hefir á aukaþingi veitt Palma forseta fulla heimild til þess að reka hernað (gegn uppreisnarmönnum). Boosevelt forseti hefir gert stjórninni á Cuba viðvart um, að eina leiðin til þess að komast hjá íhlutun Bandaríkja sé, að koma á aftur reglu innan- lands og halda uppi friði. Taft hermálaráðgjafi (Bandar.) og Bacon undirráðgjafi Ieggja á stað á morgun áleiðis til Cuba, til þes3 að rannsaka, hvernig högum horfir þar og hjálpa til að koma þar á reglu. Fjórar brynsnekkjur eru á leið til Cuba í viðbót. Síðustu fréttir segja, að stjórnar- höfðingjum á Cuba líki vel íram- koma Koosevelts forseta. Þeir séu undir niðri hlyntir íhlutun hans. Frétt er um harða orustu þar sem heitir Alcano. Stjórnarmenn eigna sér sigur þar. Mikið gengur á fyrir flotastj'órn Bandaríkja. Höfuðorustuskipin Louis- iana og Virginia eru látin í haf með innsigluðum fyrirskipunum. Skips- höfn og liðsmenn eru um 800 á þeim hvoru um sig. 20. sept. Eftir samráði við uppreistarmenD, sem í fangelsum eru, hefir Cuba-stjórn gert vopnahlé í því skyni að friða land- ið áður en Taft kemur eða Bandarík- in taka í taumana. Samningar eru að fara fram. Taft og Bacon lögðu af stað til Cuba í gær. Síðustu fregnir segja að samning- um haldi áfram, og að nóg sé af Bandarikja-herskipum umhverfis Cubu til þess, að 5000 sjómenn geti geng- ið þar á land ef á þarf að halda. Ákafleg sprenging hefir orðið í Havanna: 6 menn týndu lífi og margir sárir. Haldið að kveikt hafi verið í. Ýmsar fregnir. Stórkostlegt verkbann með vefur- um í Belgíu. Nær til 20,000 manna. Kastalinn Besaucon á Frakklandi hefir orðið fyrir eldingu og sprungið í loft upp. Nokkrir hermenn týndu lífi. Flokkur af alþjóða-peningaföls. urum hefir verið tekinn fastur í París. Þeim hafði tekist að koma út fals- peningum á Frakklandi, sem námu mörgum þús. Þeir ætluðu bráðlega að taka til starfa í Cicago. Falliéres Frakklandsforseti er far- inn suður í Marseilles. Sérstaklegr- ar varúðar er gætt á því ferðalagi hans, fyrir hótanir óstjórnarliða, Hann er látinn ferðast í brynjuðum vagni og sprengikúlutraustum. Frá kvennafuudinum. Amerísk kona, sem verið hefir á kvennafundinum í Khöfn í sumar, og ritar í Bostonblað eitt, lætur mjög vel af viðkyaning við þær íslenzkar konur, sem hún kyntist á fundinum. Sérstaklega þótti henni það „ynd- islegt“ að heyra íslenzku konurnar tala í sinn hóp um alþingismennina, sem komnir væru til Danmerkur, til þess að láta hella í sig víni og troða í sig mat og kjassa sig í því skyni að þeir gæfu upp kröfur ís lenzkrar þjóðar, andspænis Dönum. íslenzku konurnar gáfu fyllilega í skyn, segir höf., að ef konur á ís- landi hefðu atkvæðisrétt, mundu þær sumar greiða atkvæ.ði á töluvert ann- an veg en eiginmenn þeirra og synir. Einhver gamansamur kvennmaður íslenzkur hefii' frætt höf. á því, að ís- lendingar gætu ekki farið til Edin- borgar né Kaupmannahafnar á vetr- um, af því að þeim þætti kuldinn svo svæsinn í þeim borgum. ískýrslunni frá Canada, semfundin- um var send, var skríngileg saga frá St. John í Nýju Brúnsvík. Kona hafði leyst þar af hendi lögfræði- próf með hárri einkunn. Hún sótti um leyfi til þess að taka að sér málfærslu en hæstiréttur synjaði og gerði þá grein fyrir synjaninni, að í lögunum stæði: „persónur skulu hafa rétt til þess að fást við mál- færslu“ o. s. frv. En konur væru ekki „persónur11. Málið var mikið rætt í blöðunum. Skömmu síðar var kona tekin föst fyrir að vera drukkin. Daginn eftir var hún sektuð. Hún neitaði að borga, af því að hún væri „ekki per- sóna, og hefði enga lagaábyrgð." Dómarinn spurði hana, hver hefði ráðlagt henni þessa málsvörn. Hún kvað engan hafa gert það; hún hefði lesið blöðin, og komist að þess- ari niðurstöðu sjálf. Dómarinn slepti henni við sekt. Fylkisþingið sam- þykti því næst lög, sem gerði konur að „persónum“, og konan, sem tek- ið hafði lögfræðiprófið, fekk að taka að sér málfærslu. Þilsklpln er nú öll komin inn. Illa hefir þeim gengið aflinn ytirleitt. Fæst náð 10 þús., 14000 fékk það er bezt aflaði: „Seagull41 (eign Bj. kaupm. Guð- mundss. og Jes kaupm. Zimsens). Bæjarstjórnin samþykti á fundi í gærkveldi að fylla upp aftur góðan helming af því sem grafið hefir verið upp úr Tjarnar- götu norðanverðri. Hannes Hafliðason, bæjarfulltrúi hefir sagt af sér slökkviliðsstjórn. Bæjarstjómin hefir enn engan feng- ið í hans stað, svo H. H. hefir enn starfið með höndum. Fjárhagsáætlun fyrir 1907 samþ. í gærkveldi. Ejallkonan kemur tvísvar í næstu viku, Kunnngt gerist, að eg banna öllum og sórhverjum að skjóta fugla í Garðakirkju- landi án heimildar frá mér. Görðum 18, sept. 1096. Jens Páisson. Margar tegundir af suðrænum aldinum komnar í búð Matth. Mattliíassonar. Ágætur laukur. fæst í verzlun IVIatthiasar Matthiassonar. 210 207 una, leitaði að dyrunum og fann þær ekki; loks tókst honum það samt, fór út úr stofunni, ofan stigann og yfir garðinn. Dyravörð- urinn varð steinhissa, lauk upp fyrir honum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Líonel svaraði engu. Þá hélt hann til veit- ingahússins, og honum tókst að ná í vagn. Ekki komst hann samt hjá nýjum spurningum. Hann svaraði þeim engu, en fölvinn og þögnin voru nægilegt svar. Um miðnætti komst hann á járnbraut- arstöðvarnar. Þar beið hann tvær stundir eftir lestinni til Parísar. Hann fór inn í veitingahúsið og fékk sér þar einn bolla af súpu, enda var þörf á þvi fyrir hann, því að miðdegisverð hafði hann engan fengið. Því næst bað hann um skriffæri og ritaði eftirfar- andi bréf: „Fröken! Eg ætla ekki að endurtaka það, að þegar eg átti tal við yður í dag, var mér allsendis ókunnugt um þá samninga, sem gjörst höfðu með föður mínum og hr. de. Saligneux. Eg tek það ekki upp aftur, sem eg sagði þá, svo að þér ráðið því, hvort þér trúið mér ekki. Það er undarlegt, að þér skulið ekki bera skyn á muninn á lygara og vönduðum manni eða á metnaðarríkum manni og hégómlegum og smásmuglegum manni. En eDginn vandi er að sjá, hvað þér hafið yður til málsbóta — þér eruð enn ekki tvítug. Eg hefi tjáð föður mínum það, að eg neiti þessum ráðahag, sem hégómadýrð hans hefir komið honum til að fara að hugsa um, án minnar vitundar. Og til frekari tryggingar hefi eg rifið sundur menn verða fúlir í skapi; aðrir hefna sín. Þú skalt fá að hefna þín. Jæja, svo yngismærin er með reigingi! Já, auðvitað hefir gleymst að fræða hana um nokkur atriði, sem koma málinu við . . . . á morguu verður hún meinlaus eins og lamb. Vertu róleg- ur; við náum tökum á henni.“ „Náum við tökum á henni? mælti Líónel.“ „Já, eg held nú það — skjölin . . . Faðir hennar hefir víst ékki minst á skjölin við hana.“ „Hvaða skjöl eru það?“ „Já, það var yfirsjón mín, að eg sýndi þér þau ekki. Eg hefði átt að láta þig vita, að eg hefi keypt nokkrar gkuldakröfur, og að eg á nú hjá baróninum dálítið meira en 200 þúsund franka, sem hann hefir skuldbundið sig til að borga mér, þegar þeirra verður krafist, svo framarlega sem dóttir hans vill ekkert sinna þér. Menn verða að reyna að hafa tangarhald á þessum piltum, sem ekki eru áreiðanlegri en falspeningar.11 „Ög hefir hann skrifað undir þetta Ioforð?“ „Já, heldur en ekki, alt nafnið sitt, eins og það leggur sig.“ „Eg á örðugt með að trúa því,“ sagði Líónel. „Einmitt það; þú trúir ekki öðru en því, sem þú sér,“ svar- aði faðir hans og hló klunnalega. Já, þú ert alveg eins og eg; eg hefi ekki heldur trúað án þess að sjá og taka á. Bíddu við; nú skal eg sýna þér nokkuð.“ Hann fór út úr stofunni og inn að skrifborði þegs að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað: 44. tölublað (21.09.1906)
https://timarit.is/issue/150281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. tölublað (21.09.1906)

Aðgerðir: