Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 29.09.1906, Qupperneq 1

Fjallkonan - 29.09.1906, Qupperneq 1
Kemnr út einn einni og tvisvar í vikn, alls 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða l1/* dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). BÆN Uppsögn (skriiieg) bund- in við áramót, ðgild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafl kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. DABLAÐ YERZLUííARBLAÐ FJALL Irnkl Reykjavík, 29. september 1906. Nr. 46 TTin g1 T1 T~l er í efa um það, að hollara og notalegra sé að vera þur og hlýr á fótunum en hið gagnstæða; — en ef þér eigið ilt með það í haustrigning- unum og -haustrosunum, þá skuluð þér reyna skófatnaðinn í og munuð þér brátt komast að raun um, að hann lekur ekki, að hann er hlýr, liald- góður og snotur og framúrskarandi ó d ý r. Mikið úrval af nýjum birg’ðum. Alt af smíðuð gÖtUStígVog allur annar skófatnaður á vinnustofunni og hvergi fljótar afgreitt viðgerðir á slitnum skófatnaði. Um mánaðamótin koma miklar birgðir af Barnastig’vélum. XXIII. árg. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum. Forngri'pasafn opið á mvd. ogid. 11—12. Elutabankinn opinn kl. 10—2‘/,og 51/,—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in 4 hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju fóstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, síðd. Landákotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9l/2 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betel sd. 2 og 61/, mvd. 8, ld. 11 f. h. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 101/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lcekningar ókeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Ritsímmn. í dag tekur landsíminn til starfa. í dag kemst höfuðstaður vor, ásamt þeim landshlutum öðrum, sem síminn liggur um, í hraðskeytasamband við umheiminn. Lengi hafa íslendingar þráð þá stund, sem nú er upp runnin. Og margháttaðar vonir hafa þeir gert sér um þá breytingu, sem nú er fengin. Margar af vonunum hafa þeir að sjálfsögðu enn. Nýjar hafa jafnvel við bæzt, eins og hér skal lauslega vikið að. Samt er vafamál, hvort nokk'ur maður á landinu er verulega glaður út af breytingunni. Vér ætlum oss ekki að fara að fara að rifja upp nákvæmlega þær deilur, sem orðið hafa út af þessu fyrirtæki. Allur þorri lesenda vorra man sjálfsagt vel eftir þeim. En ekki getum vér bundist þess að mianast á það, sem öllurn mönn- um er bersýnilegt, þeim er ekki loka augunum viljandi, að ritsíminn er, með þeim samningi, sem um hann heflr verið gerður, (stöðugt tákn hins danska valds hér á landU Enginn hefir orðað það betur en Guðmundur Hannesson, sem mest er athugavert við ritsímann frá voru sjónarmiði. Hann komst svo að orði: „Hvað utanlandsmálin snertir, eru oss íslendingum tvö boðorð gefin og ekki fleiri. Hið fyrra er: Þú skalt ekki rýra réttindi landsins, Hið síð- ara: Þú skalt efla sjáfstæði þess eftir megni. Ef vér brjótum þessi boðorð, glötum vér þjóðerni voru. Ritsímasamningurinn brýtur þau bæði, og það að þarflausu.1* Þetta er þyngsti krossinn, sem á oss hefir verið lagður í málinu. Þyngri en óþarfur kostnaður. Þyngri en öll bilunarhættan. Þyngri en gremjan út af því, að loftskeytasambandi við alla kaupstaði landsins skyldi vera hafnað. En þessu óláni eru líka nýjar von- ir samfara. Ekkert mál hefir lokið jafnvel upp augum íslendinga fyrir því, að vér eigum að vera sjálfstæð þjóð, eins og ritsímamálið heflr gert það. Gætum að umræðunum um sjálfstæðimál vort, hvernig þeim er nú háttað, og berum þær saman við það sem áður var sagt. Aldrei hafa þær verið jafn- ákveðnar eins og nú, né jafn efnis- miklar. „ísland fyrir íslendinga!“ kveður nú við úr hverju horni. Með þeim mönnum, sem á annað borð tala nokkuð um sjálfstæðikröfur ís- lands, er ekki lengur nokkur ágrein- ingur um það, að vér eigum að hafa fult og óskorað vald yfir þessu Iandi. Um hitt eitt hafa menn enn ekki orðið sammála til fulls, hver sé hentug- ust leið til þess, hvort hún sé algerð- ur skilnaður við Dani, eða ríkistengsli, sem ekki eru fastari en svo, að vér séum ómótmælanlega einir drotnar þessa lands. Við minna virðist nú enginn vilja sætta sig. Þegar Þingvallafundurinn 1873 samþykti að fara fram á ríkistengsla- slit og persónusamband við Danmörk, var það talið vitfirringu næst. Svo leit Jón Sigurðsson á, auk heldur aðrir, enda kafnaði það mál tafarlaust. Nú kemur hvert blaðið eftir annað með sömu hugmyndina, og sumir vilja jafnvel fara lengra, ekkert hafa saman við Dani sælda, fremur en aðrar þjóðir. Þetta er engin smáræðis breyting. Og ekkert hefir jafn-mikið ýtt undir hana eins og ritsimamálið. Og ekki hefir ritsímamálið haft minni áhrif á afstöðu manna til inn- anlandsmálanna. Ekkert heflr gefið þjóðræðishug- myndunum annan eins byr í seglin eins og það mál. Margur maður tók það nærri sér, hvern ósigur þjóðarviljinn beið í fyrra. Aldrei hefir á þessu landi þjóðarvilj- inn komið fram jafn eindreginn og sammála eins og á þingmálafunduin í fyrra vor í ritsímamálinu. Og bænda- fundurinn var sú árétting, sem dæma- laus er 1 sögu þjóðar vorrar. Samt urðu úrslitin þessi. Það varð eðli- lega til þess að sannfæra margan mann um það, að miklu ákveðnari ráðstafanir yrði að gera en bingað til hafa verið gerðar til þess að tryggja þjóðarviljanum það vald, sem honum ber með réttu. Ganga má að því alveg vísu, að áhrif þessa máls verði meðal annara þau, að þjóðinni auðnist að losna við konungkjörnu þingmenn. Hún veit það nú, hefir fengið reynzlu um það, hve holt það er fyrir þjóðar-valdið, að stjórnin geti raðað inn á þingið 6 mönnum, sem ekki eru kosnir með hliðsjón á neinu öðru en því að veita henni fylgi. Ekki er heldur vonlaust um, að áhrifin nái svo langt, að vér fáum alþýðu-atkvæði beint um málþjóðar- innar, eins og áður hefir verið minst á hér í blaðinu. Svo ætti að minsta kosti að fara. Og svo fer með tím- anum. Ritsíminn kveikir miklar nýjar vonir. En gleði vekur hann ekki enn. Það gerir ekkert, sem gert er fyrir þjóðarinnar fé gegn heunar vilja. Það vekur jafnvel ekki gleði hjá þeim, sem hafa komið sínu máli fram og unnið að því leyti sigur. Smápistlar úr þingmannaförinni. IV. Laugardaginn, hinn 21. júlí, risu þingmenn snemma úr rekkjum sínum, því þennan dag áttu þeir að fara til Odense á Fjóni. Hafði „Búnaðarfé- laga-bandalagið í Fjónsstifti boðið þingmönnum þangað að koma. Yar þar haldin gripasýning mikil þessa dagana og mannfjöldi mikill saman kominn; voru þar komnir bændurog búalið til og frá úr allri Danmörku. Þenna dag var mannraergðin þar samt mest og bar þrent til þess. Fyrst og fremst var það gripasýn- ingin, sem heillaði að sér bændurna og þá, sem áhuga höfðu á landbún- aðarmálum. í öðru lagi var von á konungi og kouungsefni með mörgu stórmenni þangað þenna dag. En konungur hafði ekki þangað fyr kom- ið, síðan hann tók við ríki. Og í þriðja lagi vissu menn, að íslenzku þingmannanna var þangað von. Lék mörgum allmikil forvitni á að sjá slíka fáséna fugla. Og þó að margir rendu auðsjáanlega hýru auga að verð- launa-bolunum og folunum, þá varð sumum — ekki sízt bændakonunum og bændadætrunum, sögðu sumir gár- ungarnir — ekki minna starsýnt á íslendinga-hópinn. Kom það bæði þar og víðar alveg flatt upp á fólkið, að þeir skyldu vera „svona alveg eins og aðrir menn.“ Þingmenn fóru frá Khöfn einni stundu eftir miðjan morgun og með járnbraut til Krosseyrar vestan á Sjá- landi við Stóra-Belti. Yfir sundið milli Krosseyrar á Sjálandi og Ný- borgar á Fjóni ganga tvær ferjur miklar. Flytja þær járnbrautarlest- irnar í heilu lagi og með öllum far- þegum og farangri yíir sundið. — Þegar til Nýborgar kom, var hald- ið tafarlítið áfram til ódense; komu þingmenn þangað frekri einni stundu fyrir hádegi. Varþað auðséð á öllu, að þar var tyllidagur; bærinn var í sparifötunum. Aðalgöturnar ljómuðu í litskrúði, flöggum og blómum, og mannfjöldinn svo mikill að varla varð þverfótað. Gætti þar auðsjáanlega meira aðkomandi manna en bæjar- bæjarbúa. Yar sveitafólkið anðþekt úr, það var útiteknara, sællegra og þrýstnara. Var dagur þessi fyrir piltana og stúlkurnar í sveitunum þar umbverfis eins og réttardagarnir fyrir sveitafólkið úti á íslandi. En — ólíkt er það meiri og betri skemt- un, sem íslenzka sveitafólkið á kost á margt hvað, að setjast á bak góð- um íslenzkum hesti til að lyfta sér upp, heldur enn troða sér inn í harða og þrönga járnbrautarvagna, sem hrista mann og skaka á allar lund- ir. — Þegar þingmenn komu til Odense, tók bæjarstjórnin móti þeim með Dithmer borgarstjóra í broddi fylk- ingar. Hann er glæsimaður og vel máli farinn. Bauð hann íslendinga velkomna með stuttri ræðu. Siðan óku þingmenu til kirkju Kuúts hins

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.