Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 31.10.1906, Page 3

Fjallkonan - 31.10.1906, Page 3
FJALLKONAN. 219 þar sem þeir bjóða 40 ríkisþÍDgsmönn- um að heimsækja ísland á komanda sumri. Að því loknu kváðust báðir for- setarnir vera þess vísir, að þeir væru í samræmi við vilja þinganna er þeir lýstu því yfir, að þeir tækju boðinu með þökkum og vonuðu að það mætti hafa hin blessunarríkustu áhrif og árangur fyrir bæði löndin. Verður nú leitað samkomulags milli þing- ílokkanna um það, hverjir fara skuli för þessa, og eftir því sem „Social- demokraten“ skýrir frá, eru öll lík- indi til þess, að það verði 30 þjóð- þingsmenn og 10 úr landsþinginu, er að sjálfsögðu verður skipt niður á flokkana í hlutfalli við mannafla þeirra hvers um sig. íslending’ar við Khafnarháskóla. Sem stendur stunda nám við há- skóla þennan 66 íslenzkir stúdent- ar (þeir eru einnig taldir, er um stundarsakir dvelja heima á íslandi). Þar af lesa 20 lögfræði, 19 læknis- fræði, 10 málfræði, 4 guðfræði, 7 7 hagfræði, 1 heimspeki, 1 stærð- fræði, 1 sögu og 3 verkfræði. Gullbrúðkanp. Þ. 30. þ. mán. var á Blönduósi haldið gullbiúðkaup hjónanna á Akri í Húnavatnssýslu, Páls Ólafssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, foreldra síra Bjarna í Steinnesi og Ólafs skrif- stoðustjóra í Khöfn. Þau eru bæði 74 ára. Um 70 manns voru í veizl- unni. Gullbrúðhjónunum voru af- hentar að gjöf nál. 300 kr. frá sveit- ungum þeirra. Annað félag afhenti þeim að gjöf 50 kr. klukku. Niðursett verð á ýmsum bókum auglýsir Gyldendals bókaverzlun, einkum um mannkynssögu, lögfræði og læknisfræði; sömuleiðis á nokk- urum bundnum bókum, sem eitthvað of- urlítið hafa skemst. Meðal hinna niður- settu bóka er útgáfa Þorleifs Jónssonar af Snorra-Eddu. Hún hefir kostað kr. 4,50, en kostar nú kr. 1,50. Lehmann & Stages bókaverzlun auglýsir líka niðursett verð. Mest er af guðfræði- bókum á þeirri skrá, og annars fræðibæk- ur í flestum greinum. Sömuleiðis tölu- vert af góðum þýddum fagurfræðiritum. Goodtemplara-tombólan._ Goodtemplarar hér í bæ eru að stofna til tombólu nú á laugardag og sunnudag. Það starf, sem þessi lang- mesti félagsskapur landsins vinnur að, er svo göfugt, að það verðskuld- ar stuðning allra góðra manna. Goodtemplarar hér í bæ hafa ráð- ist í það þrekvirki að kaupa Hotel ísland í þeim eina tilgangi að halda hér uppi veitiugastað án vínveit- inga. Allir vita, að vínið og drykkju- skapurinn hafa verið talin aðalskil- yrði þess, að slík hús geti borið sig á landi voru. Það er þrekvirki af Goodtemplurum, að takast á hendur þá ábyrgð, sem því er samfara að reka stærsta veitingahús landsins sem bindindishótel. Fjölda margir Good- templarar hafa með glöðum huga lagt á sig miklar byrðar til þess. Þegar þeir nú mælast til þess, að menn styðji mál þeirra með því að gera þessa tombólu sem allra-bezta, þá má ganga að því vísu, að tilmæl um þeirra verði tekið greiðlega og göfugmannlega af bæjarbúum. Gáfur ÍBlending'a. Síra Fr. J. Bergmann segir frá því í tímariti sínu, Breiðabliki, hvern- ig íslenzkum börnum sé borin sagan í Winnipeg. „Og sagan er á þessa leið: Heiztu kennurum bæjarins ber saman um, að þau séu yfirleitt gáfuðustu börn, sem hér ganga í skóla. Þau séu beztu og sannvizkusömustu nemend- ur, er þeim sé trúað fyrir.“ Thorefélagið. Ingi kongur kom hingað 30. þ. m. frá útlöndum og Austfjörðum. Með skipinu var sægur af fólki austan að, einknm kaupafólki. Auk þeirra farþega með Tryggva kongi, sem nefndir voru í síðasta blaði, voru kaupmennirnir G. Zoéga, Böðvar Þorvaldsson, Akranesi, og dóttir hans, og Chr. Johnasson; Hal- vorsen verkfræðingur, Waardahl skip- st.jóri, Sigfús M. Blöndahl, Tómas Gíslason og Signrjón Jónsson verzl- unarmenn, Páll Magnússon járnsmið- ur og ungfrúrnar Sigríður Sigurðar- dóttir (próf. í Stykkishólmi), Guðr. Jóhannsdóttir (próf. Þorkelssonar) og Sigr. Kjartansdóttir (próf. í Holti). *>É 1 on.'u Tflll M var 1. júlí. Útgefandi tekur því með mildum þökkum, að áskrifendur borgi sem fyrst. Elnn stúdcnt að eins er nú við heimpekisnám hér í prestaskólanum, Þórður ödd- geirsson frá Yestmanneyjum. Eng- inn hinna stúdentanna frá í vor fór á prestaskólann né læknaskólann. SkriMofa og aðalafgreiðsla Fjallkonuimar var um síðustu mánaðamót flutt á Stýrimannastig 6 skamt fyrir norðan Stýrimannaskólann. í aðalafgreiðslunni og í búð Kristins Magnússon Aðalstræti verður auglýsingum og borgunum til blaðsins veitt viðtaka. Þeir, sem áður hafa vitjað blaðsins í afgreiðslunni, eru beðnir að vitja þess eftirleiðis í búð Kristins Magn- ússonar. Regnkápur nýkomiiar til H. Andersen & Sön. igœii hálslín og alt því tilheyrandi hjá H, AndersenáiSön. í verzlun Kristius Magnússonar fæst hálfbaunir á 11 au. pd. margarine - 38 — — ilfa Margarine er að eins ekta með hjápreiituðu vörumerki. Niöursoöinn íiskur hvergi eins ódýr og í verzlun Kristins Magnússonar. Steinolíu 14 au. pt. fæst hjá Kristni Magnússyni. Olíufatnaöur vandaður og ódýr fæst hjá Kristni Magnússyni. er ódýrasta og frjálslyndasta lifsábyrgðarfélaglð. Það tek- ur allskonar tryggingar,, alm. lifsábyrgð- ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl. Umboðsm. rétnr /.öpliOiif»Nnon. íitstjóri Bergstaðastræti 3. Heima 4—5. 248 er berðust fyrir því málefni, sem honum var hugfólgið; og hann ætl- aði að láta velgengni sjálfs sín vera undir því komna, hvernig tæk- ist að koma því málefni áleiðis. Nú munu menn spyrja, hvort hann hafi þá ekki alt af verið að hugsa um frk. Saiigneux. Jú, því var nú miður. Hafði honum þá ekki tekist að gleyma henni? Nei, hann hafði reynt það, en honum varð ekkert ágengt. Unni hanu henni þá alt af jafn-mikið? Auðvitað var hann að ímynda sér, að honum þætti ekki leng- ur neitt vænt nm hana. Hún vakti hjá honum tilfinningar, sem voru svipaðar hatri. Hann keptist við að steypa skurgoði sínu af stalli. Stöðugt var hann að reka hana út úr huga sínum; hún væri lítilhjörtuð og þröngsýn. Og að lokum gerði hann sér í hugarlund, að honum hefði tekist þetta. Hann reyndi líka að telja sjálfum sér trú um það, að hon- um hefði missýnst, það væri alls ekki áreiðanlegt, að hún væri neitt lagleg; fyrsta skilyrði kvenfegurðar væri bjart hár og blá augu. Þessi hugsun elti hann í öll samkvæmi, sem hann kom í, og alt af var hann að leita að fríðri stúlku, ljóshærðri, sem hann gæti fengið ást á. En hver mánuðurinn leið af öðrum, og aldrei fann hann neina; samt gerði hann sér í hugarlund, að honum væri batnað. Einu sinni var hann á gangi í Rivoligötu, ætlaði að sækja heim einhverja kunningja sína. Þá varð hann þess var, að hann hafði gleymt hönzkunum sínum. Hann fór inn í glæsilega búð til þess 245 að honum og beðið hann að gera Líónel viðvart um sjúkdóm föð- ur hans. Líónel var ferðbúinn til Saligneux. Þá kom nýtt sím- skeyti frá prestinum með þá fregn, að sjúklingurinn væri úr hættu. Hann hafði komist í mikla geðshræring. Honum var kvöl að þeirri hugsun, að faðir hans kynni að deyja, án þess að þeir sættust. Hann réð af að skrifa honum, og láta uppi þá ósk sina að fá að sjá hann. Niðurlagið á bréfi hans var á þessa leið: „Eg hefi neitað að verða við óskum þínum um kvonfang, og það er sennilegt, að eg kvænist aldrei; en hitt er víst, að eg kvæn- ist ekki án þíns samþykkis. Eg bið þig innilega að fyrirgefa mér þá sorg, sem eg hefi valdið þér og að láta mig aftur fá að njóta kærleika þíns. Þú hefir verið veikur, og fólki því, sem hefir hjúkrað þér, er borgað fyrir verk sitt. En að þú skulir ekki hafa látið sækja mig! Þykir þér þá ekkert vænt um mig lengur? Lofaðu mér því, að eftirleiðis skulir þú ekki láta aðra en mig hjúkra þér í sjúk- dómum.“ Teteról hafði ekki gert svo lítið úr sér að svara þessn bréfi. Hann fól Crépin það. Og hann skrifaði bréf það, sem hér fer á eftir: „Hr. kandidat! Mér þykir hjartanlega fyrir því, að verða að tilkynna yður, að eftir þær áköfu deilur, sem orðið hafa með yður og föðuryðar, vill hann enn um nokkurn tíma ekki, að fundum ykkar beri sam- an. Þó að hann hafi nú aftur náð heilsn að fullu, hefir læknir hans mælt svo fyrir, að hann skuli varast allar kvalafullar geðs-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.