Fjallkonan - 08.11.1906, Blaðsíða 2
226
FJALLKONAN’.
hleypidómalaust, að skylda börnin
til að læra það og trúa þeim kenni
ingum, sem vissa er um, að sumir
prestarnir eru með öllu ósamdóma
um? Er ekki óhæfa, þegar vel er
að gætt, að skylda prestana til að
kenna börnunum það, sem þeirsjálf-
ir þora ekki að taka neina ábyrgð
á? Það má vel vera, að barnalær-
dómurinn verði þá nokkuð „magur“.
En er nokkur vegur annar en að lofa
honum að megrast? Er nokkur snef-
ill af sanngirni í því að ætlast til
þess, að börn geri að sinni andlegri
eign dularfullar trúarkenningar, sem
jafnvel trúaðir prestar geta ekkert
ráðið við í huga sinum?
Ekki ætti mönnum að þykja það
ægilegt, þó að sagt sé — og það
jafnvel af merkum og góðum kenni
mönnum, eins og síra J. H. er, —
að það og það trúaratriðið „snerti
hjarta hinnar kristnu trúar.“ Það
heíir t. d. margsinnis verið sagt um
útskúfunarkenninguna. Benda má,
rétt til dæmis, á mann, sem lesend-
ur Fjallk. kannast vel við, sira Jón
Bjarnason í Winnipeg. Hann heíir
haldið þ\í fram, ár eftir ár, afmiklu
kappi og mikilli mælsku, að sé þeirri
kenning kipt burt, sé jafnframt kipt
fótunum undan allri kristinni trú.
Samt veit það hver maður, að til eru
margar, margar miljónir kristinna
manna, sem neita þeirri kenningu
afdráttarlaust. Og engin sönnun hefir
verið fyrir því færð, að þeir séu lak-
ari menn en hinir, sem halda fast
við þá kenningu.
Yér hyggjum, að óhætt sé að full-
yrða, að síra J. H. sjálfur láti þess-
arar kenningar að litlu eða engu getið
í prédikunum sínum. Ekki kæmi það
oss óvart, að hann væri því beint
mótfallinn, að nokkur áherzla sé á
hana lögð í boðun kristindómsins.
Vér göngum að því vísu, að það stafi
af öðru af tvennu : Annaðhvort tel-
ur hann sannanirnar fyrir þeirri kenn
ingu ekki svo óyggjaudi, að þar sé
nein ábyrgð á takandi. Eða hann
telur kenninguna ekki svo mikilvæga
fyrir alþýðu manna að rétt sé að halda
henni mikið á lofti. En fyrir hverja
sök á þá að vera að halda henni að
börnunum ?
Af því trúaratriðinu, sem síra J.
H. talar um, að sérstaklega snerti
hjarta kristinnar trúar, er það með-
al annars að segja, að mörg hundruð
prestar ibiskupakirkjunni ensku hafa
krafist þess að mega hafa frjálsa af-
stöðu til þess. Má ekki ganga að
því vísu, að eitthvað af íslenzku prest-
unum hugsi nokkuð svipað þessum
mörgu embættisbræðrum sínum? Er
ekki frernur óeðlilegt að álykta á
annan veg?
Þetta atriði er ekki að eins eitt
af hinum allra-dularfylstu í trúar-
játningunni. Því er jafnframt svo
háttað, að mjög mikill hluti krist-
inna manna — þeirra er ekki neita
því afdráttarlaust — láta það liggja
milli hluta. Það liggur utan við trúar-
meðvitund þeirra. Það veitir þeim
engan stuðning. Það skýrir ekkert
efasemda-atriði, gerir ekki annað en
fjölga þeim. Og það styður ekkert
að því, sem er aðalatriði trúarbragð-
anna, sannri guðrækni. Sú var tíð-
in, er mennirnir höfðu ekki frið án
slíkra fullyrðinga. Þeir skýrðu eitt
óskiljanlegt efasemda-atriði með því
að búa sér til annað nýtt. Nútiðar-
mönnum er annan veg farið. Og það
væri vafalaust mikil framför fyrir
kirkjuna að gera sér það ljóst.
Er þá sanngjarnt að ofþyngja börn-
unum með slíkum atriðum — og það
hvort sem prestarnir eru saunfærðir
um þau eða ekki? Eru nokkurlík-
indi til þess, að binn mikli barna
vinur og meistari mannkynsins hafi
til þess ætlast? Hefir nokkur mað-
ur á jarðríki svo ríkt og jafnframt
svo rangsnúið ímyndunarafl, að hann
geti gert sér íhugariund að Kristur
hafi sagt við börnin, þegar hann tók
þau í fang sér: „Þið verðið að muna
eftir því, að eg er getinn af heilög-
um anda“?
Oss virðist, að menn ættu ekki —
V
hvorki guðfræðingar né aðrir — að
gera sér miklar áhyggjur út af því,
að barnalærdömurinn verði „magur“
í þeim skilningi, að fullyrðingunum
fækki. Vér ættum yfirleitt að taka
því með fögnuði, að fullyrðingum
fækki um þá trúarlærdóma, sem trú
aðir menn og þeir, semflytja þjóðinni
kristindóminn, ráða ekkert við og
hafa enga sannfæring um.
Sannfæringarlausar fuUyrðingar eru
í meira lagi varhugaverðar. Sú hug-
mynd er táknuð í málinu með einu
orði. Það orð er lirœsni. Vér ætt-
um ekki að gefa henni undir fótinn.
Þ. 9. f. m. varð Holger Drachmann,
helzta skáld Dana, þeirra er nú eru
á lífi, sextugur, eins og áður hefir
verið getið um hér í blaðinu. Þá
kom út hjá Gyldendals bókaverzlun
fyrsta hefti af ritum hans söfnuðum
saman í eina heild. Ritsafuið, sem
verður um 350 arkir, á að kosta 35 kr.
En í sérstökum útgáfum kosta rit
hans öll um 170 kr.
Um sama leyti kom og út eftir
Dracbmann nýr sjónleikur í einkar
glæsilegri útgáfu: „Hr. Oluf — han
rider“. Það rit hefir sömu einkenni
eins og flestir sjónleikar þess skálds,
er fult af hugarflugi, skáldfegurð og
rómantiskri náttúrndýrkun, en mjög
lauslega orðið við þeim kröfum, er
nútíðarmenn gera til þeirrar tegund-
ar listarinnar.
Lengi hefir því verið við brugðið
í sögu mannkynsins, hve stopul al-
þýðuhyllin sé. Krossfestingargargið
kemur stundum furðu skyndilega á
eftir hósíanna-ópunum. Eu bót er
það í máli, að „engin ósköp standa
lengi“ á hina sveifina. Og það sann-
ast á Holger Drachmann.
Fádæmamikið hofir sá maður verið
skammaður. Þegar hann fór fyrst
að yrkja, gerði eitt af helztu blöðum
Dana ráð fyrir, að hann mundi bráð-
lega verða vitskertur. Það, sem hann
sagði þá, munu nú allir kannast við,
að sé nokkurn veginn sjálfsagt. Fram
an af kom naumast út eftir hann
nokkur bók svo, að hún yrði ekki
fyrir stórskömmum. Sagt var, að
ekki hefði selzt nema um 600 eintök
af bókum hans framan af. Um tíma
var hann óvirtur einna mest af vin-
um Georgs Brandes. Fyrir fám ár-
um ætluðu klerkar og áhangendur
þeirra, bæði í Danmörk og Noregi,
að ganga af göflunum út af lifnaði
hans. Drachmann lét þá bera nokk-
uð mikið á kærleikum, sem hann var
í við konu, er ekki var gift bonum.
Hvað eftir annað hafa menn verið
að hneykslast á Drachmann og hleypa
sér í æsing út af honum — hinirog
aðrir flokkar. manna-
En nú er öll sú æsing hjöðnuð.
Jafn-mikil og jafn.almenn sæmd hefir
engum núlifandi manni í Danmö k
veiið sýnd eins og honum á sextugs
afmæli hans. Meðal annars var hin
mikla veizla, er honum var haldin í
hátíðarsalnum í ráðhúsi Kaupmanna-
hafnar, af mönnum af ýmsum flokk-
um með margvíslegum lífsskoðunum.
Georg Brandes bélt aðal-ræðuna, af
mikilli snild, eins og honum er lagið.
Og Blaumiiller prestur og skáld orti
aðal-hátíðakvæðið.
Eitt af sínum fyrstu kvæðum orti
Drachmann um það, að hann ætlaði
að láta hattinn fara á höfðinu á sér
eins honum sjálfum þóknaðist. Hann
hefir staðið við það. Af því hafa
hneykslanirnar stafað og æsingarnar
gegn honum. Og þaðan stafar líka
mikið af þeirri sæmd, sem honum er
nú sýnd. Þegar til lengdar lætur,
virða menn þá, sem lifa eftir sínu
eigin eðlisfari og fara eftir sinni eigin
sannfæring, hvernig sem æpt er.
Gullbrúðkaup.
Árni Jónsson hreppstjóri á Þverá
í Hallárdal í Húnavatnssýslu og kona
hans héldu gullbrúðkaup sitt á Skaga-
strönd um gangnaleytið. Sveitungar
þeirra og nokkurir heldri menn lengra
að buðu þeim þangað og héldu þeim
veizlu. Þar höfðu þau verið gefin
saman í hjónaband fyrir 50 árum.
í veizlunni var gullbrúðgumanum af-
hentur fagur bikar, er kostað hafði
50 kr., og niðri í honum voru 200
kr. í gulli, er hann átti að ráðstafa
eftir vild.
Akureyrar-eldurinn.
Nl. nefnir þá menn, er nú skal
greina og urðu fyrir miklu eignatjóni
við eldinn: Fyrst og fremst kaup-
mennirnir Jósef Jónsson og Sigurður
Bjarnason. „Hvor þeirra um sig hefir
mist stórfé, svo mörgum þúsunda
skiftir. Af öðrum möunum, sem talið
er, að orðið hafi fyrir miklu eigna-
tjóni, má nefna Vilhelm Knudsen kjöt
sala, Einar Jónsson málara, Guðlaug
Sigurðsson skósmið, Magnús Blöndal
kaupmaun, Stefán Björnsson kennara,
Ásmund Johnsen verzlunarerindreka,
Þorstein Pétursson verzlunarmann,
Magnús Helgason og Mikkelsen pylsu-
gerðarmann. En svo eru ótaldar t.
d. vinnukonurnar og ýmsar aðrar
konur í húsunum, sem flestar höfðu
bjargað litlu eða engu af eigum sín-
um.“
Mannalát.
Þ. 3. þ. mán. andaðist að Stóru-
borg í Húnavatnssýslu ein af merk
ustu bændum sýslunnar, Pétur Krétó-
fersson, stjúpfaðir frófessors B. M.
Olsens. (Talsímask. frá Blönduós).
Til Geysis
frá Þingvöllum er nú verið að
leggja akbraut. Henni á að verða
lokið, áður en konungur kemur.
Lúðrnfélagið.
Samningar hafa tekist með þvíog
bæjarstjórninni. Það fær 800 kr.
og húsnæði til æfinga, og tekur aft-
ur til starfa. Það verða mörgum
gleðitíðindi. Bæjarlífið verður mun
daufara án lúðranna, og nær því frá-
gangssök að halda nokkura gleði
samkoma undir beru lofti áu þeirra.
Ritsímabiluii.
Góðgirni og gætni.
Um miðja síðustu viku várð rit-
síminn fyrir skemdum á Dimmafjall-
garði. 25—30 einangrunarbjöllur
brotnuðu og þráðurinn hafði slitnað
á nokkurum stöðum. Viðgerðinni
var lokið eftir 2 daga.
Þjóðólfur og „sannsöglinnar mál-
gagn“ fárast mjög um, að þetta hafi
verið af mannavöldum.
Þjóðólfur segir að þetta hafi ver-
ið gert „eflaust af blindu hatri við
fyrirtækið“. ókunnugt er, af hverju
hann ræður það. Þó að síminn hefði
verið skemdur af mannavöldum, væri
það ekki fyrsta sinni, sem mannvirki
verða fyrir skemdum hér á landi.
Og aldrei hefir samt verið ful'yrt
fyr en nú, að það sé at' „blindu
hatri“ við mannvirkin.
Halda menn að það hafi verið af
„blindu hatri“ við mælingarmörk
herstjórnarráðsins, þegar þau hafa
verið skemd? Eða að menn velti
um rastamörkum meðfram þjóðveg-
um eða skemmi .sæluhús af „blindu
hatri“ ? Þess konar glæpir eru framd-
ir af alt öðrum hvötum. Þeir, sem
að þeim eru valdir, standa venju-
lega neðar en svo, að þeir hatist
við eða þyki vænt um nokkur fyrir-
tæki.
Ekki kennir Þjóðólfur neinum sér
stökum mönnum um þessa bilun á
símanum. En þad gerir „sannsöglin11,
með sömu gætni og henni er lagin.
Hún prentar þ. 3. þ. m.,.með breyttu
letri: „Hér er nú sýnilegur ávöxtur-
inn af starfsemi þjóðræðisblaðanna“.
Tveim dögum síðar neyðist hún
til að eta þetta ofan í sig aftur. Þá
segir hún, að nú sé „talið líklegt,
eða jafnvel vísast, að bilanirnar
stafi ekhi af manna völdum, heldur
af óvenjulega miklum klaka, er sezt
hafi á þráðinn (er sumstaðar varð
um armleggs-digur), svo að þyngslin
hafi orðið svo mikil, að járnkengirn-
ir. er einangrararnir eru festir á,
hafa rézt upp“.
Enn hefir ekki „sannsöglin“ sagt,
að klakinn á þræðinum sé „sýnileg-
ur ávöxturinn af starfsemi þjóðræð-
isblaðanna". En sennilega er sú
staðhæfing væntanleg þar innnan
skamms. Hún væri að minsta kosti
samboðin þeirri gætni og góðvild og
þeim vitsmunum, sem menn eiga þar
að venjast.
Nýtt atvimmfélag.
Nýtt fólag er verið að stofna hér
í bænum með iðnaðarmönnum. Fyrir-
hugað er sem stendur, að í því verði
félag það, er á Mjölni, og að kaup-
maður Thor Jensen gangi inn í það
með timburbirgðir sínar; sömuleiðis
timburkaupmennirnir Bjarni Jónsson
og Þorsteinn Þorsteinsson. Ennfremur
hefir verið gerð tilraun til þess að
fá steinsmiðafélagið Högna inn í fé-
lagsskapinn, en um þá málaleitun
mun vera óútkljáð enn.
Vélastjóri hins nýja félags verð-
ur hr. Eostgaard, sá er veitt
hefir forstöðu vélum Völundar.
Sambúðin með Völundi og honum
mun hafa verið nokkuð örðug á síð-
ari tímum, og um síðustu mánaða-
mót varð það að samningum með