Fjallkonan - 10.12.1906, Blaðsíða 2
258
FJALLKONAN.
menningar. — í einu orði: tilgang-
urinn er sá, að efla og nota til
kristilegrar og verulegrar uppbygg-
ingar þjóðarinnar, eina þá stétt, sem
frá öndverðu hefir til verið, er til og
verður til í landinu, prestastéttina,
sem og að flestu leyti hefir verið, er
enn og verður bezt til þessa fallin
hér á landi. Um langt skeið hefir
prestum verið fækkað og köllum
slengt saman, og nú á að gjöra
enn miklu meira að þessu, í þeim
góða tilgangi, að bæta kjör presta
og gjöra þá virðulegri og áhrifa-
meiri enn ella. En raunin hefir
orðið og mun verða önnur og gagn-
stæð: Því að eftir því, sem prest-
um fækkar í fámenni og strjálbygð
sveitanna, eftir því verða þeir að
vastra og vafsast í öllu um alt,
ferðast og flækjast næstum alstaðar
og hvergi, vanrækja heimili sjálfra
sín, og kunningskap og náið samlíf
við sóknarfólk. 0g því meir sem
köllin stækka, því minni verður per-
sónulega viðkynningin, því ókunnugri
og einskisverðari umgengnin og því
minna getur presturinn gjört eða
verið fyrir hvern einstakan.
Og þannig fjariægjast prestur og
sóknarbörn í stað þess að nálgast
hvor annan, eins og á og þarf að
vera. Svo að aðalþýðing prestsins
verður í því fólgin, að brjótast aft-
ur og fram um torfæra strjálbygð
til að jarða og skíra, og stöku sinn-
um eða þá aldrei að prédika yfir
sálum og samvizkum þeirra manna,
sem lítið eða ekkert þekkja hann,
og hann þekkir ekkert sjálfur. —
Og svo fer að lokum, því fyr og
meir sem köllin stækka, að jafnt
prestar og söfnuðir finna sárt til alls
þessa; presturinn finnur til þess, að
honum er ómögulegt að fullnægja
köllun sinni, að eðlilegum óskum og
þörfum fólksins; og fólkið finnur til
þess, að það getur eigi haft veru
legt gagn, hvorki andlegt né stund
legt, af prestinum. — Og prestur og
söfnuður verður þreyttur og leiður
hvor á öðrum með þessu lagi, þreytt-
ur og leiður á ólaginu; gefast loks
upp, og vilja hvorugur annan, eða
þá taka til annara ráða og breyta
til eftir óskum og þörfum. —
Og einkanlega hafa prestar sjálf-
ir og söfnuðir fundið til þessu líkt
síðan uppfræðing æskulýðsins drógst
frá prestunum, er auðvitað ágerist
því meir, sem köll fækka og stækka.
Fólkið hefir löngum talið og gjör-
ir enn að telja presta mjög vel fallna
til að uppfræða ungdóminn, og öll-
um almenningi hefir þótt og þykir
enn, þar sem eg þekki til, allra
mest vert um ungmennafræðslu
prestsins, og telur mikilvægustu þýð-
ngu hans horfna, þegar hann er
satna sem hættur að fást við æsku-
lýðinn. Og þetta er að nokkru eðli-
legt: Því minna sem fólki finst
varið í verk prestsins eða því minna
sem prestur getur unnið því til veru-
legs, sýnilegs gagns, því fráhverfara
verður fólkið prestinum, og það því
fremur, sem jafnmikið eða meira
verður að borga honum. Og þá
verður einnig fólkinu litið á það,
að jafnhliða, og að nokkru í stað
prestanna, er að koma upp ný stétt,
alþýðukennarastétt, til að taka af
prestunum eitt mikilvægasta starf
þeirra, er svo þykir, fræðslu æsku-
lýðsins, og gjörir þá með því meir
og meir óþarfa í augum alþýðu. En
jafnframt þessu hefir hin byrjandi
kennarastétt reynst mjög ófullnægj-
andi, og fræðsla hennar sumstaðar
og í sumu sára gagnslitil eða lak-
ari en ekki neitt. Svo að eins og
hin rýru prestalaun þykja nú helzti
mikil, jafnvel alt of mikil, í saman-
burði við nytsemi þeirra nú orðið,
eins þykir nú og mörgum altof mik-
mikið kostað til alþýðufræðslu hinn-
ar nýju stéttar, samanborið við árang-
ur hennar.
Blöskrar nú og gremst mörgum
siíkt, að kosta stórfé þessar tvær
stéttir, sem að verulegu leyti stór-
skerða nauðsyn og nytsemi hvor
annarar, og geta hvorug fullnægt
köllun sinni, nema þá með ókleifum
kostnaði fyrir þetta fámenna land,
sem ómögulegt virðist að leggja útí.
Af öllu þesu er sú bugmynd komin
upp, að hætta við hina byrjandi
kennarastétt, sem seint eða aldrei
virðist geta náð ákvörðun sinni, en
láta aftur hina gömlu og grónu presta-
stétt, sem aldrei verður útrýmt, taka
að sér hvorttveggja starfið, og gjöra
þeim það vel fært með sæmilegum
launabótum og bættum kjörum af
þeim ógrynnum fjár, sem ný, full-
komin, fjölmenn stétt, kennarastétt-
in, mundi kosta, Þyrfti þá naum-
ast að bæta við prestalaunin svo
miklu sem helmingnum af viðunan-
legum launum sérstakrar fullnægj-
andi kennarastéttar. Allur almenn-
ingur hefir og talið og telur enn
prestana manna hæfasta og færasta
til alþýðufræðslu sakir mentunar
þeirra, lærdóms o. s. frv., og þá ætti
það ekki að spilla, ef þeir jafnframt
prestskaparundirbúningnum lærðu á
góðum kennaraskóla.
En þá kemur sú mótbára frá sum-
um, að prests og kennarastarfið sam-
rýmist ekki, og frá öðrum, að prest-
ar muni ekki, hafa heppileg á-
hrif á nemendur í borgaralegu til-
liti. Þegar eg heyri eða hugsa um
svona lagaðar ástæður, þá blátt á
fram blygðast eg mín. Því að ef hið
kristilega og borgaralega samrýmist
ekki, þá er annaðhvort ilt og óhaf-
andi. Og ef prestum er ætlað eða
trúað til að spilla veraldlegu lífi
nemenda eða annara, með prestleg-
um áhrifum, þá eru prestar nú þeg-
ar óalandi og óferjandi, og engu til
þeirra kostandi. Að minsta kosti
ætti þá ekki hið borgaralega ríki
að viðhalda þeim. En eg fyrir mitt
leyti er í engum efa um, að sann-
ur kristindómur og kristilegur prest-
skapur samrýmist ágætlega og á að
samrýmast heilbrigðu borgaralegu
lífi. Og vei því veraldlegu félagi
og líferni eða fyrirkomulagi þess, er
ekki samrýmist kristlegri trú og sið-
ferði. En máske sumir óttist klerka-
veldi? Trygging gegn því ætti þá
að liggja í lófa kennaraskólans, þings
og kenslustjórnar, sem er uppalari
og yfirboðari prestkennara. — Kenn-
ið þeim og upp alið þá að eins til að
vera þjónar en ékki drotnar — lát-
ið þá aðeins verða vel og rétt kristna
að hugarfari og hjartalagi — þá er
ekkert að óttast, en alls góðs að
vœnta. —
Betri alþýðukennara að öllu leyti
fáum vér ekki en vel undirbúna
kristna prestskennara eða kennara-
presta, og þeir eru og verða bezt
settir og fallnir til að veita alþýðu
hina hægustu og almennustu menn-
ingu. —
En þá er enn ein mótbáran sú, að
þetta sé óheppilegt af því, að einn
maðurinn geti verið ágætis prestur
en ónýtur kennari, og annar fyrir-
taks kennari en ónýtur prestur.
Þar til er því að svara, að prest-
kennarar mundu alls ekki verða
misjafnari sem kennarar, heldur en
kennarar eru nú eða mundu verða,
ef þeir kæmust upp sem sérstök
stétt; og ekki heldur misjafnari sem
prestar heldur en prestar hafa ver-
ið, eru enn og munu verða, heldur
miklu síður, þar sem þeir yrðu bet-
ur upp aldir og öðruvísi undir starfa
sinn búnir en áður. — Auk þessa er sá
beztur bæði presturinn og kennarinn,
sem hefir bezt áhrifin út frá sér
bæði kristilega og borgaralcga. Og
mér er nær að halda, að sá maður
sé lítt hæfur prestur, er ekki er hæf-
ur kennari, og að sá kennari sé ó-
hafandi sem ekki getur tekið að sér
réttskilið kristilegt prestsstarf11. —
Við þetta verður að sitja að þessu
sinni, þó að athugasemdir höf. séu
mikið lengri. Vér vonum, að þrátt
fyrir alt það, sem hér er úr felt hafi
lesendur fengið svo mikið að sjá af
því, sem fyrir höf. vakir, að þeir
geti gert sér hugmynd um aðalatriði
málsins.
Aukaatriðin má ávalt ræðaeftirá,
ef menn vilja sinna málinu sjálfur.
Ritsímaskeyti
til Fjallkonunnar.
frá R. B.
Khöfn 6. des. 1906.
Islands Falk kom heirn í gær. 1.
jan. fer Petersen kapteinn frá, en
Saxild tekur við forustu fiskiveiða-
umsjónariunar við ísland.
Tillógunni um viðgerð konungs
skipsins er vel tekið í fóiksþinginu.
Fréttastofa Ritzaus.
er farin að senda blöðununi hér
símaskeyti frá Höfn. Áður gerði dr.
Valtýr Guðmundsson það. Það er
er Ritsau, sem velur þessa fregn um,
hvernig tillögunni um viðgerð kon-
ungsskipsins sé tekið í fólksþinginu.
Auðvitað er ekki til nokkur sá ís-
lendingur, sem þykir sú fregn nokk-
uru máli skifta, og hún er eingöngu
prentuð sé sem sýnishorn þess, hve
lítinn skilning að minsta kosti aðal-
fréttastofa Danmerkur hefir á því,
hvað hér á landi þykir fréttnæmt.
Skarlatsótt á Akureyri.
Simrit 8. des;
Skarlatsótt breiðist út. Síðan 1.
des. hafa 28 sýkst. Sóttvörnun beitt
gegn 60 manns í 28 húsum. Veik-
in væg og óregluleg. Engin dáið.
Frá Seyðisflröl
er símritað 6. þ. mán.:
Mikill snjór. Frost í nótt 7 st.,
hiti i dag 11 st. C.
Ingi kongur er í Færeyjum. Pros-
pero kemur í kvöld.
Norskur aðalkonsúll
hér á landi er orðinn Olavsen
kaupmaður.
Framfarir í raniisókuum
dularfullra fyrirbrygða.
„Die christliche Welt.“ (Hinn
kristni heimur) heitir eitthvert helzta
kirkju- og trúmálablaðið á Þýska-
landi. Það kallar sig „evangeliskt
safnaðarblað fyrir mentaða menn af
öllum stéttum," heldur afdráttarlaust
fram kristinni lífsskoðun, en er frjáls-
lynd.
Nú í haust hefir þetta blað feng-
ið mann til þess að rita um rann-
sóknir dularfullra fyrirbrigða, og þá
lífsskoðun, sem á þeim rannsóknum
er reist, og hefir tekið það fram í
tilmælum sínum, að ekki megi minna
vera, en að menn kynni sér málið vand-
lega, áður en þeir kveði upp dóm
um það.
Grein sú, er blaðið fær, samkvæmt
þessum tilmælum, og flytur, er ekki
öll komin hingað. Hún virðist ætla
að verða mjög löng. En þeir tveir
kaflar, sem komnir eru, sýna ótví-
ræðlega hve langt Þjóðverjar, eins
og reyndar allar stórþjóðirnar, eru
komuar fram úr Norðurlandamönnum
að því er til þessa máls kemur. Það
er beint óhugsandi, að nokkurtsams
konar blað á Norðurlöndum hefði
árætt að flytja aðra eins ritgjörð eins
og þá, sem, „Hinn kristni heimur“
flytur nú.
Samt hneykslast höf. stórkostlega
á því, hvernig hávaðinn af fræði-
mönnnm á Þýzkalandi talar um rann-
sóknir dularfullra fyrirbrygða þau
hafi gerst á öllum öldum, en ekki
séu nema 60 ár, síðan er verulega
hafi verið farið að sinna þeim. Nú
komið árlega út í heiminum fjölda
af strangvísindalegum ritum um rann-
sóknir þeirra, menn þeir, sem áhuga
hafa á þessum rannsóknum skiftir
miljónum, og í þeim hóp fjölgi stöð-
ugt vísindamönnum utan Þýzkalands.
En Þjóðverjar viti lítið um þetta.
Og það sé tíl skammar, eftir að aðr-
ir eins menn hafi rannsakað málið
og ritað um það eins og William
James, Hystop, Richet, Sir Oliver
Lodge, Myers, Flammarion, Schiapar-
elli og margir aðrir.
Þær greinar, sem konmir eru,
minnast rnest á rannsóknir hins
franska vísindamanns Maxwells og
Sálarrannsóknarfélagins brezk-amer-
íska.
Maxvell er lögfræðingur og var
gersamlega andvígur rannsókn dul-
arfullra fyrirbrygða, taldi þau ekkert
annað en blekking og vitleysu. En
þegar hann kyntist þeim, tók hann
að leggja stund á læknisfræði um 6
ár, til þess að verða færar- til rann-
sókna. Hann hefir um mörg ár at-
hugað fyrirbrygðin í meira og minna
björtu ljósi og þar með kveðið nið-
ur með þeim mönnum, er fást til að
hlusta á sannléikann, þá bábylju,
að þau komi aldrei fyrir nema í
myrkri, og séu þar af leiðandi ekki
annað en svik. Maxwell hefir athugað
og ritað af hinni rnestu vísindalegu
nákvæmni, og höf. þykir það í raun
og veru kostur í ritum hans fyrír
byrjendur í þessum fræðum, að Max-
well er trúlaus á annað líf. Fyrir
þá sök komast hjátrúarbrigslin síð-
ur að.
Fyrir starfi brezka Sálarrann-
sóknafélagsins ber höf. hina mestu
lotningu. Hann segir „að það hafi
myndast af meðvitundinni um það,
að það væri hneyksli og skömm, að