Fjallkonan


Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 115 usárbrú; þaðan farið kl. 5. Kl. 7 komið að Arnarbæli. Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 8 um morg- uninn farið af stað frá Arnarbæli. Farið af baki undir Kömbum. Kl. 12—l'/a dag- verður á Kolviðarhól. Farið af baki aust- anvert við Sandskeið. Við Hólmsá kl. 4. Kl. 6 */a komið til Keykjavikur. Ungmennafélögin Og Alþingi. »Samband Ungmennafélags Islands« sækir um styrk í sumar til alþingis til þess að geta starfað af kappi að áhugamálum sínum: að efla ment ís- lenzkra ungmenna, andlega og líkam- lega; og fil þess að geta náð sem allra fyrst takmarki sínu: að Island verði bráðasta skipað hraustum, ment- uðum og áhugasömum æskulýð. Hvern veg alþingi tekur i beiðni þessa, er eigi hægt að segja fyrirfram. Er það þó allmikilsvert atriði, þar eð undirtektir þess hljóta að takmarka og ákveða skilning þess og álit á þjóðarþroska þeim hinum nýja, sem hafinn er hér á landi með »Ungmenna- félögunum.« Hér skal aðeins bent á það, sem flestum þingmönnum á að vera kunn- ugt, og er því farið fljótt yfir sögu. Ungmennafélögin norrænu eru sprottin upp af lýðháskólunum, — þeim jarðvegi, sem hollastur og bezt- ur hefir reynst til þjóðþrifa hvívetna. Það er stefna sú, sem endurreist hefir Danmörku og gert að fyrirmyndar- landi á marga vegu, og þarf eigi annað en að benda á það, sem ritað hefir verið um lýðháskóla á vora tungu þessu til sönnunar. Enda segja og viðurkenna Danir það sjálfir. í Noregi hafa ungmennafélögin um langan tima verið vakandi samvizka þjóðernis og ættjarðarástar, er varið hefir og verndað alt þjóðlegt starf, sem stefndi landi og lýð til heilla. Hefir starf þeirra blessast svo, að með sanni hefir það að miklu leyti verið þeim þakkað, að Norðmenn stóðu sem einn maður gegn Svíum, er um dýrustu þjóðareign þeirra var að ræða: frelsi þeirra og fult sjálfstæði. .— Þjóðar- samheldi og ættjarðarást hefir þar gróið upp af starfi ungmennafélaganna. Ungmennafélögin islenzku eru nýr kvistur á þessutn norrænu greinum, og virðast þau ætla að verða bæði væn og fjölmenn. Enn er félags- hreyfing þessi að eins hálfsannars árs hér á landi, og munu þó þegar á legg komin milli 15 og 20 ungmenna- félög. Það hafa ungmennafélög vor fram ýfir erlend félög samskonar, að hjá oss er bindindisheit gert að skilyrði, þar eð vér álítum það nauðsynlegt til þess að stefna beint að takmarkinu: hraust mentaþjóð. Einnig ætla ung- mennafélög vor að iðka allra handa íþróttir af kappi miklu. Að hér fylg- ir hugur máli, sést bezt á frægðarför þeirra ungmennafélaga Akureyrar, Jó- hannesar Jósfessonar og Jóns Páls- sonar, sem eftir tiltölulega stuttar æfingar tókust ferð á hendur kring- um land alt og sýndu iþróttir, er nýstárlegar þóttu jafnvel þeim, sem séð hafa vel tamda útlendinga. — Svo langt áleiðis hefir U. M. F. A. komist á einu ári. Sýnir það bezt áhugann, og er alls eigi hægt um hann að efast. Glimurnar lifna á ný um land alt. Skiðaferðir eru í aðsígi; eru þær að nokkru leyti lífsskilyrði fyrir íslend- inga. — »Ungm.fél. Rvíkur« gerði tilraun í þessa átt í vetur, og er flest- um kunnugt, hvern árangur hún bar. Og þó stöndum vér afarmiklu ver að vígi hér í Rvík en nokkursstaðar ella á íslandi. Því hér er hvorki snjór néLrekkur, svo nokkru nemi. »Ungmennafélögin« hafa þegar sýnt, að þau hafa einbeittan vilja og áhuga, og að starf þeirra hefir líf og þrosk- unarskilyrði í sér fólgin. Þau brenna af áhuga að ná höndum saman við allan æskulýð. Islands og mynda stór- an, öflugan flokk, er starfa vill með eldheitum áhuga og æskuþreki fyrir ættjörð sína. í því skini er nú stofnað til »Sam- bandsþings Ungmennafélaga íslands« að Þingvöllum við Öxará 2., 3. og 4. ágúst næstk. A þar að koma á sem nánustu sambandi milli félaga þeirra, sem þegar eru á stofn sett, og ieggja á ráðin um starf félaganna út um land alt. I því skyni er sótt um styrk til alþin'ús. Er það ætlun sambandsins að starfa meðal annars á þann hátt, að senda hæfa menn út um land til að halda fræðandi og hvetjandi fyrirlestra fyrir æskulýðnum, gefa út »Ungmenna- blað,« smárit um íþróttir o. m. fl. Vér vonuin fastlega, að alþingi sé fyllilega ljóst, hve . mikilsvert starf »Ungmennafélaganna« getur orðið landi og lýð. Það hefir bæði erlend og íslenzk reynsla sýnt og sannað. Og ungmennafélögin eru einmitt fé- lagshrefing sú, er oss hefir sárast vantað um langan tíma. Félagshreyf- ing, er safnar öllum æskulýð íslands undir merki sitt í samhuga fylkingu •— með heilbrigða sál í hraustnm, stæltum og vel tömdum líkama. Og einkunnarorðin: Alt fyrir ísland. Eelgi Valtýsson. „Laura8 kom í fyrrinótt frá útlöndum. Með- al farþega voru lögfræðiskandidatarnir Kristján Linnet, Magnús Guðmunds- son og Sigurjón Markússon, guðfræð- iskandidatarnir Bjarni Jónsson og Guðm. Einarsson, stúdentarnir Arni Arnason og Konráð Konráðsson. Þar að auki margir aðrir farþegar, ferða- menn, starfsfólk til konungsmóttök- unnar o. s. frv. Próf í guðfræði við Hafnarháskóla hafa tekið Bjarni Jónsson frá Mýrarholti Reykjavík og Guðmundur Einarsson (frá Flekkudal í Kjós) með II. betri einkunn. Um hrossaútflutiiing bera þeir upp frumvarp, Ólafur Briem, Magnús Andrésson o. fl., bann við því að flytja á útlendan markað yngri hross en 4 vetra né eldri en 11, né skjótt, glaseygð eða glámótt, né með öðrum verulegum lýtum eða göllum, né mögur eða illa útlitandi. Hrossaflutningsskip séu hæfilega út- búin; og má ekki hafa hross á þilfari milli landa. Skipa skal eftirlitsmenn með hrossaflutningi í útflutningskaup- túnum landsins. Erlendar ritsmafréttir til Fjallkonunnar frá R. B. Khöfn 12. júlí kl. 11 sd. Sœsíma sliti ð fyrir norðan Hjalt- land lagað i kveld. Keisarinn lagði d stað héðan til Norvegs 5. júlí. Jdrnsteypa hrundi i Philadelphíu og varð 40 mönnum að bana. Loftfarsskdli Wellmans á Spits- bergen hefir skemst í ofviðri. Bandaríkjastjórn (N.-Am.) hefir af- rdðið að senda 16 h er s k ip vestur í Kyrrahaf; látið i veðri vaka, að það sé gert i hertamningarerindum. S t ó r þ ing i ð hefir hafnað með 63 : 60 atkv. nefndartillögu í móti stjórninni um lögun á bökkum vatnsins Mjörs. Herm an Trier lagt niður for- mensku i bœjarstjórn Khafnar. Tilefn- ið er klofningur framfaraflokksins í sporbrautamálinu. Misklíð i þvi máli milli bæjarfulltrúa og borgmeistara skotið til ráðaneytisins. Rhófn 18. júli kl. 5 sd. Konungur leggur á stað á sunnu- daginn síðdegis. Sk emtib át hvolfdi i nótt i Gauta- borgarskerjum i ofviðri, og druknuðu þar 14 manns. Yfirráðgjafinn í Kóreu hefir skorað á keisarann að segja af sér. Lögsókn er hafin gegn 169 þingmönn- um frá fyrsta rikisþinginu i Péturs- b 0 r g, þeim er rituðu undir Wiborgar- ávarpið. Fallbyssa sprakk i höfuðorustudrek- anum Georgíu frá Bandarikjum. Þar biðu 5 menn bana. Sáttatilraun gerð i dag í sáttanefnd Khafnar milli A. T. Möller <£• Co. og Thor E. Tulinius stórkaupmanns út af ýmsum meiðyrðam i qrein frá Tulinius í Dannebrog. Möller fór fram á hegn- ing og ómerking og Tutinius skyldaðan til að greiða i skaðabœtur 50 þús. kr. Sátt komst ekki á og var málinu visað til dóms og laga. Jóhannes Jósefsson, glímu- kappinn frá Akureyri, glímdi í Kaup- mannahöfn nýlega og sýndi frækleik sinn með þvi að fella tvisvar, eftir 7 og 4 mínútur, í grisk-rómverskri glímu bezta glímukappann í aflrauna- félaginu »Hermod«. Blaðið »Politik- en« skýrir frá þessu og fylgir þar með mynd Jóhannesar og sagt, að hann hafi unnið léttilega. Sýnir þetta, að íslendingar eru eigi öðrum þjóðum óhæfari til þess að iðka aflraunir og fimleika-íþróttir. — Dáðust Danir mjög að vexti glimu- kappans íslenzka, og dönsku konurn- ar líta hann hýrum augum á götum »kóngsins Kaupinhafnar«. Til ÞorskaJjarðar vestur er Bogi nú farinn í kynnisför til frænda sinna. Nætur-hraðlestiii. Saga eftir F. Clemens. ---- Frh. »Hún er hér,« svaraði ókunni maður- inn og dróg fram vopnið. »Auðvitað hef eg hana meðferðis, með því að oft hefir verið stolið á járnbrautunum siðustu vikurnar, og eg er oft á ferð með stórar fjárupphæðir. Og af ásettu ráði hagaði eg svo til, að hann mætti sjá hana, svo að hann skyldi eigi halda. að hann hefði varnarlaus- an mann fyrir sér. Eg hafði gefið því mjög góðan gaum, þegar haun tók upp rýting eða veiðihnif og skoð- aði hann.« »En þér stóðuð þó,« æpti »verzl- unarráðið,« »þétt fyrir framan mig, þegar eg svaf, með dúk í hendinni, sem einhvern undarlegan þef lagði frá.« »Eg var hræddur um, að eg ætlaði ekki lengur að geta veitt svefninum mótspyrnu. Þá ætlaði eg að ganga úr skugga um, hvort þér svæfuð i raun og veru eða hvort það væri ein- ungis uppgerð. Um leið og eg lét sem eg ætlaði að lita út um glugg- ann til hinnar hliðarinnar, kom eg svo nærri yður, sem eg mátti. Mér virt- ist þér sofa. Eg beygði mig dálítið yfir yður — og hélt eg af tilviljun á vasaklútnum mínum í hendinni.« »Sýnið þér mér klútinn,« sagði stöðvarstjórinn. Ókunni maðurinn tók hann upp úr vasanum. Og hafið þér þá engan annan klút á yður?« »Nei.« Hann lofaði góðfúslega að láta leita í vösum sínum. Hann hafði einung- is þenna eina klút. »Að vísu andar sterkum þef úr honum,« bætti hann við, »en engum slíkum þef, er nokkuð geti líkst klóróformi. I dag seinni hlutann hafði eg ákafa tannpínu og reyndi að lina hana með kreósóti, og úr vasa- klútnum eimir ofurlitið eftir af því. Reynið þér, hvort unt sé að deyfa svo mikið sem flugu með þessum klút. Þeftaugarnar sannfærðu alla um það, að staðhæfing hans var rétt. »Eg er hræddur um, að hvor mað- urinn um sig hafi orðið hræddur við hinn,« mælti þjónninn brosandi. — En til þess að ganga alveg úr skugga um þetta, getið þér ekki komið með nokkurt sönnunarskírteini ? Er engin í eimlestinni, sem þekkir yður?« »Enginn, að þvi er eg veit.« »Ekki heldur nokkur, svo að eg viti til.« »A hvaða járnbrautarstöð erum við eiginlega?,« spurði verzlunarráðið. — »Ef við erum ekki lengra frá Berlin en —.« »í Júterbogk.« »Jæja, þar á þó Hertig umsjónar- maður heima. Hann þekkir mig ágætavel,« sagði Bömer glaður í bragði. Hertig umsjónarmaður? Hann kann- ast líka við mig,« mælti yfirstjórnar- ráðið. Stöðvarstjórinn bauð að sækja um- sjónarmanninn tafarlaust. Hann var í biðstofunni, og sat ennþá við bjór- drykkju i minningu þess, að hann var laus úr þjónustunni og stöðvarstjór- inn hafði tekið við af honum. Hann skundaði til og heilsaði furðulostinn báðum þessum mönnum, sem hann þekti. »Ennþá ein vitleysan,« möldraði Börner utan við sig. Þér eruð þá í raun og veru herra yfirstjórnarráð v. Elbing?« . »Og þér þá líka herra »verzlunar- ráð« Börner?« »Og eg héltyður vera skálkinu, sem gerir það hættulegt, að ferðast á járn- brautum í þessari sveit.« »Já, hann var nú tekinn fastur í gærkveldi í Stettin,« sagði umsjónar- maðurinn hlæjandi. Hinir þjónarnir glöddust með yfir- boðurum sínum, og að lokum hlógu báðir ferðamennirnir líka.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.