Fjallkonan


Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 2
I .-± FJALLKOXAX þvi, að frumvarp stjórnarinnar yrði samþykt, eins og líka varð. Þingmannafrumvörp eru afarfá kom- in enn inn á þingið og verða það sennilega að þessu sinni. Stjórnar- írumvörpin eru, eins og kunnugt er, nálægt 50 að tölu, cg sum þeirra töluvert viðamikil. Hefir og ekkert gerzt sögulegt ennþá á þingi að kalla má. Helst mætti nefna það, að Björn Bjarnason sýslumaður kom með þá spánýju vizku í þingræðu einni, að menn yrðu að hafa að borða til þess að geta lifað, og Jón Jakobsson skamm- aði blaðið »ísafold« stórskömmum i efri deildar þingræðu einni. Nú nálgast konungskoman og þing- mannanna dönsku. Þingið er sárveikt af »móttökufeber«, og harðnar þó væntanlega betur á bárunni. Guðjón Guðlaugsson kominn, og síra Einar Þórðarson kominn á fætur. Kirkjumálafrumvörpiii. Þau eru nú svo mörg, frumvörp stjórnarinnar i kirkju- og klerkamál- um, að vart verður i þeim grynt. Þau eru: 1. Frumv. til k.ga um skipun prestakalla, 2. um veitingu prestakalla, 3. um laun sóknarpresta, 4. um lán úr landssjóði til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum landsins, j. um ellistyrk presta og eftirlaun, 6. um skyldur presta til að kaupa ekkjum sínum lífeyri, 7. um laun prófasta, S. um umsjón og fjárhald kirkna, 9. um sölu kyrkjujarða, 10. um skipi.11 sóknarnefnda og héraðs- nefnda, og ef til vill enn fleiri. Að mestu mun þessi súpa runnin frá milliþinganeind þeirri hinni frægu, er skipuð var í kirkjumálin 1904, þ. e. a. s. frá meiri hl. hennar, því að minni hlutinn fói aðra leið, sem kunn- ugt er. Getur verið, að sumum þyki þessi frumvarpamergð- bera vott um hugul- semi hjá stjórninni og lofsverðan áhuga á trúmálum; getur verið, að þeim finnist hér gengist fyrir mikils- háttar framförum, og mikil hyggindi og umbótaþrá birtist í þessum grein- um. En sé þetta mál með nokkru viti íhugað, _og tii þess nægir meira að segja afar einfaldur hugsanagangur, þá getur engum dulist það, að með þessu er ramskakt á stað farið af stjórninni (og meiri hl. milliþinga- nefndarinnar), ramskakt, ef það er ætlunin að komast upp úr því feni, er kirkja — og klerkamál synda nú í hér á landi (og víðar um heim). »Kvartanir« klerkalýðsins ísler.zka eru orðnar þjóðkunnar, kvartanir um alt, er að einhverju leyti snertir hans mál eða hag; og þessar kvartanir, er hljómað hafa um margra ára skeið, munu vera aðalorsökin til þess, að farið var að káka við að róta í jarð- veg þeim, sem hið »feyskna tré« stendur í. Prestar og kirkjunnar menn hafa kvartað yfir guðleysinu, sinnu- leysinu, áhngaleysinu hjá alþyðu. Kirkjurnar standa auðar, enginn hirðir að hreyfa sig til að -hlusta á orð sálusorgaranna, orðin sem allir þekkja, útlegginguna, sem alloftast er söm og jöfn og flestum er orðin hundleið. Ef fólk fer til kirkju, er það mest- megnis til að »sýna sig og sjá aðra«, heyra fréttir og talast við um áhuga- mál héraðs eða lands eður og almenn efni, að ógleymdum hrossalýsingum, tilsögnum um óskilafé og umkvörtun- um ágangs btifjár; menn fara til kirkju í sveitum til þess að létta sér upp og skemta sér, og gera það þvi ekki nema fám sinnum á ári: í kaupsLð- um til þess að koma í mannþyrping, virða fyrir sér náungann og láta bera á nýjum klæðum eða öðrurn dýrum djásnum. Menn vita, að svona er þessu farið allvíða, og prestarnir kvarta, því að þeim þykir sinn boð- skapur að litlu marki hafður og má þeim það til vorkunnar virða. Á sötnu leið kvarta klerkar æði- margir yfir því, að kjör sín séu bág- borin úr hófi, þ. e. hin tímanlegu kjör eða hin jarðnesku; þykir það nú á tímum litt sæmandi þjónum hir.s hæsta að lifa við sult og seyru. Þetta virðist vera mannlegt, enda er víst flestum farið að skiljast það, að þjónar drottins muni eiga við litla sæld að búa hér á Klakalandi, ef alment er á þá litið. Geta menn því vel unt þeim þess, ef þeim með góðu móti tækist að bæta kjör sín. Nú er það tilgangur stjórnarinnar að ráða bót á þeseu fargani öllu með því að gera að lögum þau 10 frumv., sem búið er að rubba upp með aðstoð kennimanna nokk- urra og komin eru fyrir þingið. Til þess að kirkjurækni þróist í landinu, skal prestaköllum steypt saman; koma þá íærri messur á hvert og því lík- indi til, að fólk telji síður eftir sér kirkjuferðir. Prestaköll eru nú nál. hálít annað hundrað, en eiga að vera samkv. frv. rúmt hundrað. Sóknar- menn eiga að fá að velja úr öllum þeim, er sækja um brauðið, og kosn- ingin á að fara fram eftir nýtízku- reglum; mun það þykja vænlegt til styrkingar veldi klerkadómsins. Land- ið á að sjá prestum fyrir föstum laun- um og landssjóður á að veita lán til húsagerða handa prestum. Þannig má takast að öryggja það, r.ð klerkar og kirkja verði nokkurn veginn »óað- skiljanlegur hluti« þjóðfélagsins eða ríkisinn. Og til frekari fulivissu rétt- trúuðum um það, að prestarnir séu á bandi ríkisins, ekki einungis sem borgarar heldur og sem klerkar, þá skulu þeir með lögum skyldaðir til, að safna sér ellistyrk og kaupa ekk- jum sínum lifeyri. — Landssjóður ætlar og að þókna próföstum eftir tilverknaði. £n svo að hver silkihúfan sé upp af annari, skal söfnuðum gert að skyldu að taka við umsjón og fjár- haldi kirknanna, ef að eins fæst ein- faldur meiri hluti fyrir móttökunni á safnaðarfundi. Sá hluti safnaðanna, sem ófús kynni að vera á það, að blanda sér inn í íjárhald þessara rík- isstofnana eða gangast undir ábyrgð og skyldur, er því eru samfara, kemst eðlilega ekki upp með moðreyk, verð- ur að hlíta ofríkinu eða hröklast brautu ella úr kirkju þeirri, er klerkar nefna »þjóðkirkju« og líkast til þó er ætluð »þjóðinni« í heild, en eigi litl- um flokki manna. Getur verið, að þetta eigi að vera smiðshöggið á samhnoðunartilrauninni, tilrauninni til að hnoða þessu hverju innan í annað: Riki — kirkju — almenningi, eins og þremur hringum, sem smelt er hverjum í annan, kirkjunni inn í rík- ið, almenningi inn í kirkjuna, og skulu hringar þeir rækilega lóðaðir saman! Landinu er samt jafnframt öllu þessu séð fyrir féþúfu, til þess að standa straum af guðstrú þjóðarinnar; stjórnin, öðru nafni forsjón þjóðar- innar, ætla að setja í lög, að selja megi kirkjujarðir ábúendum, með á- kveðnum takmörkunum »þó«. Yfir kennivaldinu, gangi þess og tiltektum, eiga að vaka, auk »forsjón- arinnar«, útvaldir menn t sóknar og héraðsnefndum. Sérstaklega er sókn- arnefnd ætlað að vera það auga, er aldrei lýkst, en ávalt starir á háttsemi klerka og einstakra lima safnaðarins; skrifað stendur (í frv.), að sóknarnefnd- in eigi að sstuðla til þess, að guðs- þjónustan fari sómasamkga fram« (rétt eins og það væri ekki vanþörf að gefa þar prestum gætur!), hún á og (með klerki) að »viðhalda og efla góða reglu og siðsemi í söfnuðinum . . . og halda uppi samlyndi og friðsemi á heiviilinumt. Mun þetta og þvíuml. að mestu leyti sniðið eftir dönskum lögum nýlegum um sama efni (yfir- leitt eru flest lagafrv., er stjórnin ber á borð, soðin upp úr dönskum lög- um), en þessar sóknarnefndir eru þeg- ar orðnar illræmdar í Danmörku, fyr- ir sakir þess einkanlega, að þeim þyk- ir hætta helzt til mikið til að snuðra í einkamálum manna, svo sem það væri þeim að ástríðu að vilja reka nefið ofan i hvern dall. — I þessu er nú blessun sú fólg- in, er stjórnin (með aðstoð kirkju- málanefndarinnar og meðmælum bisk- ups) hygst að leggja yfir hina villu- ráfandi þjóð, svo að sönn trú lifni og dafni i landinu og beri heillaríka ávöxtu fyrir alda og óborna! Oþarfa getsakir eru það eflaust að ætla stjórn- inni, að hún sjái, hvert svona löggjöf beri, — sem sé lengra út í ógöng- urnar, dýpra niður í foraðið; því að líklegt væri þá, að hún hefði ekki sópað þessum byng inn í þingsalina án allrar gagnrýni. En er það til of mikils ætlast af stjórn landsins, að hún sjái, að öll þessi frumvörp henn- ar miða að þvi að reira og rigbinda saman þau »völd«, er alls ekkert hafa saman að sælda: Ríkið og kirkjuna ? Þegar prestarnir eru kornnir á lands- sjóðinn og kirkjan gjörsamlega inn- limuð í þjóðféiagsheildina sem ein af stofnunum rikisins, liggur það í augum uppi, að örðugleikar þeir hafa marg- faldast, er taldir eru standa skilnaði í vegi. En aftur getur enginn, sem um málið hugsar með viti, farið villur veg- ar urn það, að eina ráðið til þess að gera báðurn til hæfis (kirkjumönnum og hinum), eina ráðið til þess að koma nokkru lagi á þetta mál, lagi, sem geti verið trúuðum og vantrúuð- um holt hvorum um sig, í stuttu máli: Eina ráðið, sem að haldi kem- ur, er alger skilnaður ríkis og kirkju. Trúmál eru einkamál manna; stjórn- in á ekki að skifta sér af því, hverja guðstrú menn hafa eða á hvern hátt þeir vilja tilbiðja sinn guð, komi það eigi í bága við almenna velsæmi. Menn eiga að geta verið sjálfráðir um það, hvort þeir vilja gjöra það í fé- lagi með öðrum (kirkjufélagi), eða út af fyrir sig, eða alls ekki — og eiga alls ekki fyrir því að standa neitt ver að vígi til að neyta þeirra réttinda, er þeim bera sem meðlimum þjóðfé- lagsins. Og á meðan þessu er þann veg farið, á meðan ein kirkja nýtur verndar og styrks ríkisins annari fram- ar, á meðan er trúfrelsi ekki í land- inu eður jafnrétti í trúarefnum. Vita höfundar frumvarpanna ekki þetta ? Eða hvers vegna er ekki und- inn bráður bugur að því, að ráða fram úr þeirri þrætu, sem öllum kemur saman um að kirkjumálin séu komin i, á þann eina rétta veg — Hvers vegna er ekki höggið á hnútinn? G. Sv. Konimgskomaii og dönsku þingmanDanna. Nú hafa menn um langan tíma verið að umskapa Reykjavíkurbæ. Allir mála hús sín, þessa nýtízku, íslenzku eld- spítustokka, af nýju, hver í kapp við annan. Mála Jiau gul, græn, rauð,. hvít og í stuttu máli öllum regnbog- ans litum. Göturnar fyltar upp með leir, mold og sandi, svo að rétt sér á kollinn á sumum húsunum. Mest kveður þó að þessu með »hinn al- menna mentaskóla«. Hann er mál- aður hvítur á veggjunum, en rauður á þaki. Innanvert kvað hann vera fádæma skreyttur. Til þess ber það,. að konungur á að búa í honum þann tíma, sem hann dvelst hér i bænum. Ekki er nóg með það. Fleira þarf undirbúnings við en húsin. Mann- fólkið þarf og að afla sér þeirra hluta, er nauðsyn ber til að hafa, þegar svo tignir menn gista landið og bæinn.. Hingað hefir verið fenginn danskur dansmeistari (öðruvísi meistari en Bogi) til þess að kenna konum og körlum að stíga dansinn eftir öllum »kúnst- arinnar reglum«, og marga aðra kurt- eisi, er konum og körlum þykir sama, er þeir skulu vera með tignum mönn- um. Þykjast vitrir menn sjá orðin allmikil umskifti á konum og körl-- um, er lært hafa tiginna manna háttu hjá dansmeistara þessum. Konur eru sagðar miklu liðugri í öllum hreyf- ingum, og hafa lagfært vöxt sinn eigi all-lítið. Karlar slíkt hið sama. Þá hefir og skáldunum eigi farið aftur- um yrkið. Ort hafa ýmsir.. Kunnugt er um Matthías, Þorsteina tvo, Gislason ritstjóra og Björnsson guðfræðing. Drápur þeirra munu eigi komnar fyrir almenningssjónir ennþá, svo að kunnugt sé. Móttökunefndin hefir og int mik- inn og vandasaman starfa af hendi, og hafa þó ekki sést öll afrek hennar ennþá. Stórhýsi hafa verið bygð, á Þingvelli, við Geysi og ef til vill víðar. Vegir hafa verið bættir sum- staðar og brýr gerðar. Hafa nefndarmenn, með aðstoð ým- issa annara, farið austur um sveitir til þess að líta eftir öllu því, sem gert hefir verið og íhuga, hvers sé þörf. I lok þessa mánaðar tekur þingið sér hvíld frá störfum sínum, nál. hálfs- mánaðar hvíld að líkindum. Áætlun um landferðina er komin fyrir almenningssjónir. Birt er áætl- un sú sér, svo að mönnum gefist færi á að vita nokkuð um ferðina til Þingvalla, Geysis og Gullfoss. Áætlun sú er þannig: Fimtudaginn 1. ágúst kl. 83/4 um morg- uninn fylkjast þingmenn á Lsekjartorgi und- ir ferðasveitarmerkjum sínum. Kl. lll/2—1 dagverður í Djúpadal 'upp af Miðdal. Kl. 6 komið á Þingvöll. Laugardaginn 3. ágúst kl. 8 um morgun- inn farið af stað frá Þingvöllum. Kl. 11— 12 dagverður á Laugarvatnsvöllum. Farið af kaki austast i Laugardal og við Brúará. Kl. 6 komið að Geysi. Sunnudaginn 4. ágúst kl. 12 á hád. farið af stað frá Geysi til Gullfoss. Kl. 5 e. hád. komið aftur að Geysi. Mánudaginn 5. ágúst k). um morg- uninn farið af stað frá Geysi. Kl. 91/» farið af baki við hrú á flvítá. Kl. 11— 12 */2 dagverður við Skipholt. Farið af haki við Álfaskeið og hjá Húsatóftaholti.. Kl. 7 komið að Þjórsárhrú. Þriðjudaginn 6. ágúst. Þjóðhátið Rang- æinga og sýningar. Kl. 2 e. hád. farið ' af stað frá Þjórsárbrú. Yiðstaða við Ölf—

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.