Fjallkonan


Fjallkonan - 21.11.1907, Síða 2

Fjallkonan - 21.11.1907, Síða 2
180 FJALLKONAN Nafnbóta-farganið. Ljótt er að heyra, Hann furðaði sig á þvi „fei'ðamað- urinn,, sem ritaði í ;píðasta blað Fjallkununnar um nafnbota-hégóáiann, að maður skuli hafa hlotið heiðurs- merki fyrir það, að aka vagni eftir góðum yegi slysalítið, en þjóðkunnur sænidarmaáur, sém eytt heflr æfi sinní til. þess að gera þessa vegi, og gert það vel, settur alveg hjá; og er von að honum íinnist til um það rétclæti. En þetta er ekki nema eitt af mörgum dæmurn þess, hvernig dönsku nafnbæturnar og heiðursmerkin eru notuð hór á landi á síðustu tímurn. Aldrei hefir verið tildrað eins miklu af því einskisverða glingri utari á íslendinga.: eins og síðan núverandi stjórn settist að völdum. Og aldrei hafa menn fundið eins vel og nú til þess, hvílíkur barna- skapur og hégómi þetta er, að und- anteknum nokkrum mentunarsnauð- um uppskafninguin, sem stöðugt eru að sníkja eftir krossum. Það er nú orðið altítt að hafa það að skopi, er menn eru sæmdir þess- um svo nefndu heiðursm erkjum, og mörgum góðum og nýtum manni verðurj naumast annar verii greiði gerður en að skylda hann til að þola slíkan sæoadarauka,. En af því að svo mun litið á, sem-það sé móðgun við konunginn að hafna krossum og nafubótum, vill enginn gerast. til þess að afþakka þær, og er þó mörgum það skapi næst. Ferðamaðurinn hefði líklega ekki furðað sig svo mjög á heiðursmerkja- úthlutuninni í sumar, héfði hann vitað það, er hann ritaði grein sína, hvernig sumar nafnbæturnar eru und- ir komnar. Fvi hefir vérið ijóstað upp síðan, að einn nafngreindur mað- ur að minsta kosti hefir náð sér í nafubót, eða einhver fyrir hann, með loforði um fégjaflr. f’að væri að vonurn, þótt sagt yrði, að þetta væru svívirðiieg ósannindi, spunnin upp af andstæðingum stjórn- arinnar til þess að sverta hana. En hér vill svo vel til, að það er eitt af biöðum stjórnarflokksins, sem' skýrt hefit' frá þessu, og mega því allir trúa því, að það er ekki gert til þess að fjandskapast við stjórnina. Það er Lögrétta, sem flytur þessi tíðindi. Hún segir svofráfyrir skömmu, að Á. Ásgeirsson stórkaupmaður á ísafirði hafa látið líklega um það i sumar, að kaupa skálann mikla, er reistur var handa dönskn þingmönnun- um á Fingvöilum, landinu að skað- litlu, og í notum þess hafi „nuddast fraro etazráðsdubbanin “ handa hon- um, Ekki er kunnugt um, að þessari frásögn biaðsins hafi verið mótmælt af neinum. IJað ræður. og að lík- indurn, að þeir hafi verið kunnugir þessu og farið rétt með' það, sem að blaðinu standa, því að þeir menn eru í ritnefnd þess, er líka voru í heim- boðsnefndinni; og vart mundi sá af ritnefndarmönnunum (Jón Magnús- son), sem einnig er embættismaður í Stjórnarráðinu, láta biaðið flytja fregnina, ef hún væri ósönn. Þess er ekki getið í Lögrót'tu, hvort það var lieimboðsnefndin eða ein- hverir aðrir, er „nudduðu" nafnbótina út handa stórkaupmanninum; en að likindum hefir verið við hana að eiga um skálakaupin, eða einhverja úr henni. Ekki er hægt að ráða af ummæl- um blaðsins, að því finmst það neitt illa við eigandi, að herra Á.._Ásgeirs- son só sæmdur etazráðsnafnbót fyrir það, að hann hét því, að kaupa skál- ann, landinu að skaðlitlu; en því virðist gremjast hitt meir en lítið, að hann efndi ekki það heit sitt. Fað er iit að greina i milli, hvort gegnir meiri furðu, að ráðherrann útvegar manni mikilsháttar nafnbót, af því að hann hefir góð orð um að létta kostnaði af landssjóði, eða hitt, að þrír háttstandandi embættismenn þjóðarinnar skýra frá þessu í biaði sínu, án þess að víta það harðlega. Því að það gera þeir ekki. Fjall- konan hefir beðið með að minnast á þetta, af því að hún vænti þess, að ritnefnd Lögréttu mundi leiðrótta fregnina, ef hún væri ekki rótt. Hún bjóst við að svo gæti verið, að þet.ta hefði komið í blaðið óvart, alveg eins og óþverrinn í „Reykjavik" í sumar, sem kom í blaðið hjá ritstjóranum í svefni, að sjálfs hans sögn! Nú hefir blaðið komið út nokkrum sinnum síðan þetta stóð í því, og ekkert minst á það frekar. Það er því aug- ljóst, að ritnefndin hefir ekkert út á það að setja. Landlæknirinn og riddarinn Guð- mundur Björnsson, skrifstofustjórinn og riddarinn Jón Magnússon og p restaskólaforstöðumaðurin n, prófessörinn og riddarinn í’órhallur Bjarnarson virðast harðánægðir með það ástand, að nafnbætur fást hjá stjórn þessa lands gegn því að henni sé gerður einhver greiði á móti. Er þetta sprottið af því, að menn- irnir meti nafnbæturnar einskisvirði ? Eða er siðferðismeðvitundin komin á líkt stig hjá æðstu mönnum vorum nú og hún var á 17. og 18. öid, þegar embætti og nafnbætur fengust keyptar fyrir peninga? Annaðhvort hlýtur að vera. Sé því svo háttað, að stjórnin og þessir menn telji nafnbæturnar einsk- isnýtt glingur — eins og þær eru — hví er þá verið að nota þær? Sjá mennirnir þá ekki, hvílík óhæfa það er, að vera svo gott sem að verzla með þær? Eða er það ekki móðgun við konunginn? Eitt er víst: að það er frekleg móðgun gagnvart hverjum góðum borgara þjóðfélagsins að klina á hann nafnbótum, sem svo eru lítils metnar af þeim, sem úthlutaþeim, að þær eru iátnar falar fyrir fó eða fögur loforð. Fjóðin má vera þakklát Lögréttu fyrir það, að hún hefir með frásögn sinni frætt menn að einu leyti um það, hvílíka stjórn vór höfum yfir oss. Sú fræðsla er jafn mikilsverð fyrir því, þótt hún geti ekki fengið siðferðislega óspiltum mönnum mik- illar gieði. Meira gull. Altaf er haldið áfram að bora eftir gullinu í Reykjavik, og er nú komið yfir 150 fet í jörð niður. Nýiega hefir fundist gull og silfur í einu lagi á 133-136 feta dýpi. Erlendar ritsímafréttir til Fjallkonunnar frá R. B. Kh. 14. nóv. kl. 5 sd. Morð oy sjálfsmorð í Khöfn. Sofus Rasmussen, stjórnleysingjaleið- togi og ritstjóri stjórnleysingjablaðsins Skorpionen, skaat í gœr lögregluþjón, er átti að sœkja hann til að afplána dóm, og því nœst sjálfan sig. Rússneska þingið. Fulltrúaþingið i Pétursborg var sett t dag með rnikiUi viðhöfn. Það er skip- að 195 hœgrimönnum, Í28 miðluvav- mönnmn, 41 miðflokksmönnum (kadett- uni), 15 Pólverjum, 28 vinstrimönnum og 6 Múhameðstrúarmönnum, m, m. Vilhjálmur keisari. Keisarahjóniu þýzka eru í kynnisför til Lundúna. Sigurför loftskeytanna. Send skeyti yfir þvert Atlanzhaf. Þau stórtíðindi hafa gerst 1/. f. m. að þá tókst Marconi í fyrsta skifti að senda loftskeyti yfir þvert Atianzhaf viðstöðilaust. ísafoid skýrir frá þvi 16. þ. m. eftir ensku blaði, að þann dag hafi verið send skeyti með ótak- mörkuðum orðafjölda milli Glace Bay á Nýja-Skotlandi, og Clifden í Conne- marahéraði á írlandi. Á þeim stöð- unr hefir Marconi látið reisa loftskeyta- stöðvar. Með gamla laginu urðu þessi tíðindi að berast til íslands: í blöðum á skot- spónum eftir langan tíma. Símskeytaskrifstofunni dönsku, sem íslenzku blöðin skifta við, hefir ekki þótt íslendinga varða jafnmikið um þetta og það, að konungur vor hafi haft bústaðaskifti eða þýsku keisara- hjónin farið í oriof sitt til Lundúna! Ekki getur því verið um að kenna að fregskeyt.i um þetta hafi farið sér að voða á fjöllum uppi, svo sem vafalaust mundi hafa sagt verið, ef vér hefðum haft ioftskeytasamband við umheiminn. Slíkt leyfir sér eng- inn að segja, þegar ritsíminn á í hlut. Hitt væri heJdur, að Danskurinn væri smeykur við að fregnin vekti upp aftur óþægilegan goluþyt „uppi“ á íslandi. Það er og sannast að segja., að þessi tíðindi eru lítt til þess fallin, að koma íslendingum i gott skap. Ekki þó svo að skilja að ekki fagni allir framförum þeim, er loftskeyta- aðferðin tekur árlega,—svo að maður segi ekki daglega. teim er það að minsta kosti fagnaðarefni, öllum sem djarflegast börðust gegn því, að ísland væri um langan tíma útilokað frá því, að geta notið góðs af þessum framförum, svo sem gert var með ritsímasamningnum illræmda. En gremjan yfir því, hve sárt vér vorum leiknir af þingi og stjórn með ritsímasamningnum, verður naumast minni eftir að jafnljós sönnun er nú fengin fyrir því, að hrakspár stjórn arflokksmanna um loftskeytin hafa sér til minkunar orðið. Eftir því sem loftskeytaflutningnum fer meira fram sárnar þjóðinni það æ því meir, að vera reyrð þeim böndum er aftra henni not þeirra — sárnar við fulltrúa sína, sem þess eru vald- andi, og er það að vonum. Strákskapur. Nóttina fyrir Jónasarafmælið var skorið á fánataugar hjá ýmsum mönn- um í Reykjavík, sem vanir eru að draga islenzka fánann á stöng, sýnilega í þeim tilgangi að tálma því, að sá fáni yiði dreginn þar upp daginn eftir. Þetta hafa auðvitað gei t einhverir illa innrættir fjandmenn íslenzka fánans, götustrákar af versta tægi. Þegar skröksögur og fáryrði um fánamálið geta engu orkað til þess að hnekkja fylgi þess, er gripið t.il slíkra vopna, vitanlega í fullkominni óþökk alira beti i manna í flokki þeirra, sem unna meir dönskum fána og danskri þjóð en ísienzkum fána og íslenzkri þjóð. En lík áhrif mun þetta hafa og kaup- mannayfirlýsingin sæilar minningar: eggja alla géða íslendinga til eindreg- ins fyigis við íslenzka fánann og fjölga vinum hans að mun. Eins ógeðslegur lubbaskapur og lýsir sér í þessu til- tæki gerir ekki annað en vekja fyrir- litningu mætra manna fyrir þeim, sem hafa slíkt í frammi, og spillir fyrir málstað þeirra. Prestkosning. Prestaskóiakandidat Haraldur Þór- arinsson er kosinnn prestur að Hof- teigi á Jökuldal. Laust prestakail. Staður í Steingrímsfirði. Metið kr. 1313,13. Augl. 12. nóv. Umsóknar- frestur til 16. jan. 1908. Yeitist frá næstu fardögum. Tjón af ofviðri. í ofsaveðri 7. þ. m. fuku þrír báfc- ar á Breiðabólstöðum á Áiftanesi, og brotnuðu tveir af þeirn í spón, en hinn þriðji skemdist tii muna. Páll Melsteð sagnfræðingur varð hálftiræður 13. þ. m., og var þess minst, með því að draga fána á hverja stöng i Reykja- vík þann dag. Hann kvað vera furðu ern enn og hress í anda, þrátt fyrir hinn óvenjulega háa aldur. Mannalát. Séra Ólafur Ólafsson (dómkirkju- prests Pálssonar) uppgjafaprestur varð bráðkvaddur r Reykjavík að kvöldi hins 18 þ. m. Hann var siðast prestur að Saurbæjarþingum í Dalasýslu. Hann lætur eftir sig ekkju og nokkur börn í ómegð. Ekkjufrú Maren Ragnheiður Frið- rika Lárusdóttir, ekkja Jóhannesar sýslum. Guðmundssonar andaðist í Rvík aðfaranótt 15. þ. m. — fíennar verður getið nánar í Fjallkonunni síðar. Hér í Hafnarfirði andaðist nýlega ungfrú Sigríður Guðmundsdóttir, efnis- stúlka rúmlega tvítug. Hún dó úr illkynjaðri lungnabóigu, er hún fékk upp úr mislingum.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.