Fjallkonan - 21.11.1907, Síða 3
FJALLKONAN
181
Ferðataskan.
(Saga).
Innbrotið var vel undirbúið, eftir
því sem í blaðinu stóð, og framið
með mestu dirfsku. f’jófurinn hlaut
að vita það, að uppliafsdag hvers
mánaðar voru feiknamiklar fjárhæðir
i skápnum, sem bæði voru ætlaðar
til greiðslu handa verkalýðnum og
skiftavinum. Næturvörður, sem ein-
göngu var í þjónustu hinnar miklu
verksmiðju, gætti verksmiðjunnar og
skrifstofunnar um nóttina. Glæpa-
maðurinn, sein hlaut að haía læðst
inn í húsið um garðinn og komist
inn í fjárhirzluna, hafði komið aftan
að veslings verðinum og barið hann
með járnstöng, svo að hann féll í
öngvit. Timum saman iá hann sem
örendur, en læknarnir höfðu þó von
um, að hann mundi rakna við. Þess
vegna gat hann ekki gefið neina
skýrsiu um þjófinn. Hann hafði að
eins orðið var við einhvern mann,
og var þeirrar skoðunar, að það
mundi hafa verið maður mikili fyrir
sér. Þetta var alt, sem hann vissi
frá þjófnum að segja. Enginn hafði
séð hann og engan gat grunað neitt.
Skápinn hafði hann opnað fimlega og
látið greipar sópa um það, sem í
honum var. Fjárhæð sú, er horfin
var, var 42 þúsund mörk í seðium.
í reiðu peningum hafði bófinn tekið
16 þúsund mörk í 20 marka pening-
um, og náiægt 1500 mörk í 10
marka peningum. Yerðbréf þau, er
þar voru, hafði hann ekki hreyft.
Pétur misti dagblaðið, svo mikið
varð honum um þetta. Það var eng-
inn efi á því, að þessi stolna fjárhæð
var þarna í töskunni hjá honum.
Bióðið streymdi honum til höfuðsins.
Svo beygði hann sig skjótlega eftir
biaðinu, til þess að hann kæmi ekki
upp um sig; tók blaðið upp, rétti
það dyraverðinum og þakkaði fyrir
lánið.
Hann tók við blaðinu án þess að
veita Pétri nokkura athygli, enda
hafði honum orðið iitið til tveggja
sjómanna, sem voru að hnippast
þai á. En Pétur greip töskuna og
gekk í hægðum sínum leiðar sinnar.
Hvað átti hann til ráðs að taka?
Honum kom til hugar, að skiija
töskuna eftir einhversstaðar á af-
viknuin stað. Fá var ailri ábyrgð
létt af honum og enginn hafði neitt
af yfirsjón hans að segja.
En nú datt honum það í hug, að
hann hafði reikað með töskuna úr
einni götunni i aðra um albjartan
dag, og margir höfðu því séð hann
og vafalaust einhverjir þeirra þekt
hann. Ef taskan fyudist, þá gæti þó
grunur fallið á hann. Lá væri ekkert
annað úrræði en að segja satt frá, en
menn mutidu þá ekki trúa honum,
heldur ef til vill halda, að hann væri
sjálfur innbrotsþjófurinn. Hann at-
hugaði það ekki, að honum mundi
veita létt, að sanna fjarveru sína og
sleppa á þann hátt. Auk þess hafði
hann lesið í blaðinu, að 1000 raörk-
um heíði verið heitið þeim, sem kæmi
þjófnum í hendur lögreglunnar eða
öllu heldur þeim, sem skiiað gæti
eigandanum þýfinu.
Þúsund mörk ! Það var mikið fé
fyrir hann, sem átti í mestu bágind-
um ! Freistingin barðist á aðra hlið-
ina við tilhugsunina um refsing þá
og skömm, sem hann fengi af þessu.
Þó mundi hann ekki verða hart
dæmdur, þar sem hann hafði ekkert
tekið og gefið sig sjálfur fram. Þús-
und mörk voru honum svo mikil
fjárhæð, og fyrir þau gat hann aftur
keypt heiisu konunnar sinnar.
Svo tók hann hiklaust töskuna
upp aftur og gekk beina leið á lög-
reglustöðina. Umsjónarmaðurinn, sem
hann var leiddur fyrir, leit hissa á
hann og töskuna. En þegar hann
heyrði skýrsiu hins unga manns,
glenti hann upp augun og vildi ekki
trúa honum fyr en hann hafði
sjálfur gengið úr skugga um það,
hvað í töskunni væri.
Hann bar í ákafa saman tölurnar
á bankaseðlunum við uppskrift þeirra
i vasabók sinni.
„Alt í reglu“, kaliaði hann ánægð-
ur upp yfir sig. „Það eru hinir
sömu, Pétur minn. f’arna hafið þér
veitt vel“.
„Kemst eg þá hjá refsingu fyrir
þetta“ stamaði Pétur upp.
„Ja, ekki alveg, því rangt var þó
að svifta manninn eign sinni. Fér
gátuð ekki vitað, hvað væri í tösk-
unni. En þar sem þér — eins og
hlýtur þegar að verða tekið trúan-
legt — vilduð skila aftur töskunni
óskemdri —!
„Dyravörðurinn á „Sjómávahótell-
inu“ getur vottað það, að eg spurð-
ist fyrir um eigandann““.
„Gott, þá verður refsingin svo
mild sem framast er unt. Verið
þér óhræddur! Fér hafið farið drengi-
lega að. Getið þér lýst ókunna
manninum nákvæmlega fyrir mér?
Við höfum að kalla má ekkert að
halda okkur við“.
Pét.ur hugsaði sig um. — „Því
miður var orðið dimt. Eg hefi það
eitt séð, að hann var hávaxinn og í
dökkum fötum“.
„Var hann skeggjaður?"
„Nei, alls ekki“.
„Taiaði hann mentaðra manna
mál ?“
»Já“.
„Ætlið þér þektuð hann aftur?“
„Það held eg — vafalaust, ef eg
heyrði hann taia“.
Allan daginn leitaði iögreglan sem
ákafast að þjófnum. Á öllum hó-
tellum og veitingastöðum spurðust
menn fyrir, i öllum hafnarveitinga-
stöðunum og úti á skipunum. Alt
kom fyrir ekki. Alt sem i töskunni
var, var rannsakað og ekkert fanst,
sem nokkuð væri byggjandi á fram
yfir það, að eitt nærfatanna var
morkt stöfunum M. G. Þessir stafir
voru líka á messingsplötu, sem fest
var á lokið. Eft.ir því mátti ætla,
að þessir stafir væru upphafsstafir í
nafni þjófsins, en í fyrsfa lagi voru
þeir ekki nafnið sjálft og í annan
stað gat hann hafa skift um nafn, og
ennfremur gat taskan verið stolin
eins og peningarnir.
„Eg er hræddur um“, sagði um
sjónarmaðurinn, þegar Pétur kom
morguninn eftir, til þess að vera við
hendina og þekkja þjófinn, „að hann
hafi ekki hætt sér á neinn gististað.
Hver veit, hvar hann ráfar um. Hann
er vitanlega í standandi vandræðum,
þar sem hann hefir mist peninga
sina. Eina úrræðið fyrir bann er að
stela af nýju, og af því fréttist lík-
lega bráðum".
„Ef hann er þá ekki horfinn með.
öllu“, sagði járnsmiðurinn áhyggju-^|
fullur. |l
„Hvað getur hann gert félaus? jil
Enginn skipstjóri leggur á hættu að.
hjálpa slíkum piltum á flótta, nema
fyrir ærið gjald. Þá eru nokkur
hundruð mörk ekki mikil fjárhæð.
Nei, nei, fanturinn er áreiðanlega. í
Hamborg, og það er bara eftir að
finna hann“.
Hugsi studdi hann hönd undir
kinn, og veitti járnsmiðnum fram-
undan sér enga eftirtekt. Loks ætl-
aði hann að fara, en þá þaut um-
sjónarmaðurinn aftur upp. 1
„Þér eruð hérna enn þá, Pétur.
Eg hefi fundið ráðið og þér verðið
að hjálpa mér“.
„Eftir því mér er framast unt,
herra umsjónarmaður".
„f’ér verðið að þekkja bófann, þeg-
ar hann er genginn í gildruna. Kom-
ið þér í kvöld nálægt — Hvenær
kemur kvöldblaðið af „Korrespon-
dent?“ mælti hann til eins undir-
manns síns.
„Klukkan 6“.
„Þá skuluð þér koma hingað kl.
6. Þér verðið líka að vera í þjón-
ustu minni í-alla nótt. Skiljið þér?“
„Eg slekk engu niður við það,
herra umsjónarmaður".
Lögreglumaðurinn kinkaði til hans
kolli. Siðan beygði hann sig óróleg-
ur niður að blaði og fór að skrifa
á það með skjálfandi hendi.
KÖBMÆIND
som kommer til Köbenhavn for at
göre Indköb bör alle besöge det an-
sete og store Firma Cliristlan
Christcnsen, Vestergadc 7 ,Köben-
havn.
Störste Lager af Lamper, Petroleums
Apparater og Ovne. Fajance— Glas
— Porcelain.— Isenkram. Kokken-Ud-
tyr.—Forlang Varefortegnelse.
Steinolíu glóðarljós,
brennarinn ,Dan“
með kgl. dönskum
einkarétti.
liiftjift uni vörnskrá.
Allar tegundir lampa og
steinolíuáhalda.
Hitaoína o. s. frv. o s. frv.
Christian Christensan,
verksmiðja og vöruforði
, Vesturgðtu 7, Kjíbenhavn.
▼ Stórar biigðir af
gleri, postulíni.
Eldliúsáhöldum
og iöinpum.
Biðjið um
vöruskrá.
The Grimsby Steam FishingVessels’ 6 T U í 11 á II (Í!
Mutual Insurance & Proteeting
Company, Limited,
Skipherrum ábotnvörpuskipum þeim,
sem eru vátrygð hjá ofannefndu fé-
lagi, tilkynnist hér með, að félag
þetta hefir gert samning við Svitzers
björgunarfélag, og er björgunar-gufu-
báturinn Svava látin hafa stöðvar í
Reykjavík, undir forustu P. R. Ung-
erskovs skipherra ; mun hann með
stuttum fyrirvara vera viðlátinn að
fara hvert sem vera vill fram með
íslandsströndum, þar sem skipreki
kynni að hafa viljað til. Beii skip-
reka að höndum, umbiðjast hlutað-
eigandi skipstjórar að koma sér í
beint samband við Unge’rskov skip-
herra, og mun hann þá tafarlaust
halda þangað, þar sem skipið hefir
strandað.
J. Smith,
ritari.
I’etta tilkynnist öllum þeim hér á
landi, sem eru umboðsmenn fyrir
nefnt ábyrgðarfélag, sem og hverjum
þeim, sem hlut eiga að máli, þarsem
skipreka ber að höndum, er snerta það.
Hafnarfirði 5. okt. 1907.
Þ. Egilsson.
I timbur- og kolaverzluninni
Reykjavlk
eru altaf nægar birgðir af timbri
og góðum ofnkolura.
Björn triiftmundsson.
ALFA
margarine
ætti hver
kaupmaður
að hafa.
Því er mönnum hyggilegast að
panta föt sín í tíma
1 klæftaverzlun
H, Andersen & Sön,
Hafnarfirði,
þar sem öll vinna er greiðlega og
vel af hendi leyst, og þar sem úrval
er af
sparifataefnum,
svo sem: Kamgarni, Clievlot (sv.
og blátt) og mislitum tauum af
ýmsum gerðum, vestisefnum, Ijóm-
andi fallegum, hentugum til jólagjafa,
buxnaefuum, fallegum og sterkum,
vetrarfrökkum og vetrarfrakkaefn
um, sem eru, eins og allir vita, ómiss-
andi í kuldum vetiarins
Ocrift svo vel aft líta á þafl
sem til er, áftur cn þer farift
annaft til aft kaupa!
ézóé vinna!
iJ'ljóí afgrciésla !
HÚS
stórt (11X14) og vandað er til sölu.
Semja ber við Egil Eyjólfsson
skósmið í Hafnarfiiði.
‘ \
Nákvæm lýsing verður send þeim
sem óska.
StqfuSoré
vandað og nýlegt er til sölu. Rit-
stjórinn vfsar á seljandann.