Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 1
JÓNATAN ÞORSTEINSSON Laugaveg Sl Reykjavfk. Stærsta og ódýrasta úrval aí alls konar húsgögnum. Skriflð eftir verðskrá með myndum, sem sendist ó k e y p i s. Brunamál. Ekki mun það ofmælt, sem sumir menn segja, að svo sé nú komið, að alþýða manna hér á landi viti ekki um það, hvort hún brýtur landslögin eða ekki, og margir vandaðir og samvizkusamir borgarar sóu á glóð- um um að þeir geri sig seka um lögbrot á hverri stundinni, alveg ó- vart. Siðustu áiin heflr dunið vflr landið slíkt moldviðri að nýjum lög- um og lagabreytingum, að fjöldi manna grynnir ekkert í, hvað af gömlum löguin er enn í gildi og þvi síður hver ný lagaboð hafa verið gefln út. Og flnna muti mega dæmi þess, að hálærðir lögfræðingarnir séu ekki sterkir á svellinu í öilum grein- um, ef þeir eru spurðir úr spjörun- um, og er þá alþýðunni vorkunri. Að vísu eru lögin birt i Stjórnar- tíðindunum —■ á tveimur tungumál- um — og auk þess eru þau í Ai- þingistíðindunum. En sá er gallinn á, að þau rit les líkiega ekki einn af hverjum hundrað landsmanna. Jpar getur því staðið fjöldi laga, sem meiri hluti þjóðarinnar sér aldrei, og læiur sér því nægja sögusögn annara um. Hvað sem segja má um lagasmíði stjórnar og þings á siðustu árum, og allar þær breytingar og hringl, sem þaðan hefir stafað, þá verður því ekki neitað, að það er illa farið, ef mönn- um eru allsendis ókunn ýms mikils- verð lagáboð, er mjög grípa inn í daglegt líf þeirra, enda mun það mála sannast, að fjöldi manna tekur með þökkum fræðslu um þau efni, þó að þeir af' ýmsuni orsökum láti hjá liða að sækja þann fróðleik i Aiþíngis- tíðindin eða Stjórnartíðindi landsins. Ein lög síðasta þings, sem mörg- um koma við, virðast ekki enn vera nægilega kunn orðin öllum hlutaðeig- endum. Það eru lög um brunamál. Sum ákvæði þeirra eru þannig vaxin, að það getur valdið mönnum mik- illa óþæginda og kostnaðar ef þau eru brotin, hvort heldur er af ókunn- ugleika eða ásettu ráði. Hér á eftir eru tekin upp nokkur helztu ákvæði þeirra, þau er allan almenning varðar mest um, i þeirri von, að það megi forða mönnum frá því að brjóta þau i gáleysi, t. d. þeim sem nú með vorinu reisa ný hús eða gera veru- legar breytingar á eldri húsum. Þá er ný húseign er reist, hvort heldur einstakt hús eða fleiri hús en eitt, sem ætluð eru til sameiginlegra afnota og standa á sömu lóð, skulu vera auð milJibil milli hennar og ann- ara húseigna, svo stór sem hér segir: a. 20 álnir, ef báðar húseignivnar eru úr timbri óiárnvavðar. b. 15 álnir, ef önriur húseignin er úr steini, torfl eða timbri járnvarin, en hin úr timbri ójárnvarin. c. 10 álnir, ef báðar húseignirnar eru úr steini, torfi eða úr timbri járn- varðar. d. 5 álnir, ef eldvarnarveggur er fyrir annari húseigninni, að minsta kosti 6 þuml. hærri en veggir þess húss, sem eldvarnarveggur sfendur við, enda sé það hús með eldtvaustu þaki; en eldtraust þök skulu talin járnþök og önnur málmþök, helluþök og tjörupappaþök einföld eða tvöföld, ef þykt pappans eða pappalaganna til samans er að minsta kosti l8/io linu. e. Loks mega húseignir vera sam- fastav, ef milli þeirra er sameiginlegur eldvarnavveggur, að minsta kosti 6 þuml. hærri en hærri hviseignin. Eldvarnarveggirskulu vera að minsta kosti 7 þuml. þykkir, hlaðnir úr stein- límdu grjóti eða úr steinsteypu, og mega eigi vera í þeim viðir eða neins konar op. Lýsisbræðsluhús, tígulofna og kalk- ofna má eigi byggja nær öðrum hús- eignum en 50 álnir frá þeim, og hús til að geyma í skotelda, eða búa til skotelda í, má ekki reisa nær öðrum húsum en 100 álnir frá þeim. Leyfi lögreglustjóra þarf til þess að byggja hús til að geyma í púður og önnur spvengiefni. Framangreind ákvæði gilda einnig þá er endurreistar eru húseignir eftir að þær hafa brunnið eða verið rifn- ar niður, ef hlutaðeigandi hefir nægi- lega stóva lóð til þess. Sé lóðin eigi nægilega stór til þess, eða ef að'eins nokkur hluti húseignarinnar hefir brunnið eða verið rifinn niður, má enduneisa hana á sarna stað og með sömu gerð og áður. Þó nœr sú und- anþága eigi til lýsisbræðsluhúsa, tíg- ulofna, kalkofna eða húsa, sem skot- eldar eru gerðir eða geymdir í. í smiðjum og tvósmíðavinnustofum, þar sem f&rið er með eld. skulu vegg- ir vera úr steini eða steinsteypu, eða reyrlagðir og kalkaðir eða með sem- entshúð innan, ef þeir eru úr tré; loftin skulu og vera reyrlögð og kölk- uð, ef þau eru úr tvé, eða klædd með járnþynnum á listum. Bæjarstjórn eða hveppsnefnd getur veitt undan- þágu frá þessu, ef smiðja eða trésmíða- vinnustofa er sérstakt hús eða er í útihúsi, þav sem eigi er íbúð né önn- ur eldstæði og eigi geymd eldfim efni, ef ekki verður álitið, að öðrum húsum stafi brunahættá af smiðjunni. Herbergi, sem geymaáíhey, hálm eða önnur þesskonar eldfim efni, skulu greind frá öðrum herbergjum, þeim er eldstæði eru í, með steinveggjum, steyptum veggjum eða tréveggjum reyrlögðum og kölkuðum eða klædd- um með járnþynnum á listum eða raeð semerítshúð þeim megin, er veit að herbergi því, er eldstæðið er í. Dyr mega ekki vera að slíkum geymsluherbeigjum fi á eldhúsum með opnum eldstæðum, smiðjum eða tré- smíðavinnustofum, sem eldstæði eru i. Opin eldstæði (hlóð) má ekki hafa í þeim herbergjum, sem trégólf er i eða tvóbitar í gólfi. Hlóð skulu jaín- an svo hlaðin, að hvergi sé skemra en 24 þuml. frá eldstæðinu eða ösku- stónni að stoðum eða öðrum viðum. Um ofna og eldavélar, sem eftir- leiðis verða sett upp, gilda þær regl- ur, er hér greinir : 1. Ofna og eldavélar má eigi setja nær timburvegg en svo, að 8 þuml. séu á milli. 2. Pípur frá ofnum og eldavólum mega eigi koma nær tré en svo, að 8 þuml. séu á milli; þær skulu liggja inn í reykháf og mega ekki liggja um herbergi, sem hey er geymt í eða önnur ámóta eldfim efni. 3. Eldavélar má setja á trégólt, ef 4x/4 þuml. að minsta kosti er frá gólfi upp að botni eldavélarinnar og gólflð undir eldavélinni þakið með jái-nþynnu eða öðru eldtraustu efni. 4. Ofnar skulu standa á múruðum fæti eða á múrfyltum eða opnum járnfæti ; sé rist í botni ofnsins, skal öskuskúffa vera í fætinum og skal þá vera undir skúffunni járnþynna, er fyllir út i holið, 2 þml. frá gólfi að minsta kosti. 5. l?ar sem ofnar eða eldavélar standa á trégólfi, skal gólfið fram undan eldstæðinu þakið með ein- hverju efni, sem er ekki eldnæmt, t. d. með járnþynnu. Skal járnþynnan eða það, sem í hennar stað er notað, ná að minsta kosti 12 þuml. fram á gólfið fyrir framan eldfærið og að minsta kosti 8 þml. út fyrir það til hliðanna og að aftanverðu. Herbergi, sem ætluð eru gufukötl- um eða vatnskötlum til miðstöðvar- hitunar, skulu hafa veggi og gólf úr steini eða steinsteypu og loft af sömu gerð, þó má í þess stað koma tvé- loft, reyrlagt og kalkað, eða klætt járnþynnum á listum, ef ketillinn kemur eigi nær loftinu en 2 álnir frá þvi. Reykháíar skulu hlaðnir upp ram- byggilega úr tígulsteini eða grjóti, lögðu í steinlím, eða gerðir úr stein- steypu, og skulu hliðar reykháfsins eigi vera þynnri en 4V2 þumh Þar sem hann gengur gegnum tré (loft eða þak) skal hann vera járnklæddur hringinn í kring, og vera skal að minsta kost.i 6 V2 þuml. bil milli þeirra hliða hans, sem snúa inn, og viðanna. Ekki má þilja reykháfinn eða klæða hann borðum eða láta ut- an um hann veggfóður, sem límt er utan á lista. Reykháfur skal annað- hvort hlaðinn frá grundvelli eða liggja á hvelfingu milli tveggja steinveggja, en má ekki standa á bitum eða tré- gólíum. Ekki mega reykháfar þrengri vera en 9 þuml. á hvern veg að innanmáli, og ná að minsta kosti 1 alin upp fyrir mæni, ef þeir koma upp úr mæni húss, en að minsta kosti 1V2 alin upp úr þekjunni utan mænis. Á hverjum reykháf skulu vera nægi- lega mörg sópgöt, jafnvíð reykháfnum og traust járnhurð fyrir i járr.umgerð. Inn í 9 þuml. viðan reykháf má eigi Ieggja reykpípu frá fleiri eldstæðum en 8, og jafnan skal haía járnkraga í reykháfnum utan um hverja pípu þannig gerðan, að pípan geti ekki ýzt inn í reykháflnn. Reykháfur má ekki vera í herbergi, þar sem geymt er hey eða áinóta eldfim efni, nema þiljað sé alt í kring um hann í því herbergi að minsta kosti 1 alin frá honum á hvern veg svo að engin eldfim efni komist að reykháfnum. Verksmiðju, sem brunahætt.a stafar af, má ekki byggja án leyfis bæjar- stjóniar í kaupstöðum eða hrepps- nefndar og lögreglustjóra í verzlunar- stöðum, nema hún standi að minsta kosti 50 álnir frá nágrannalóð. Úr- skurði bæjarstjórna og hreppsmfnda um þetta má skjóta til stjórnarráðs- ins til úrslita. Sá sem fær leyfi til að byggja slíka verksmiðju nær ná- grannalóð en 50 álnir frá henni, skal skyldur að gera þær ráðstafanir gegn brunahættu sem heimtaðar kunna að verða. Stjórnarráðið getur eftir meðmælum bæjarstjórnar eða hreppsnefndar, veitt undanþágu frá framangreindum ákvæð- um, ef staðhættir krefja og eigi verð- ur álitið að brunahætta stafi af. En brot gegn þeim varðar sektum frá 4 — 100 kr. Þar að auki má knýja hlutaðeigatida nteð dagsektum til þess að bæta það, sem ábótavant er. — Hafl sá, er hús lætur gera falið fram- kvæmdina smiðurn, einum eða lleiri, bera þeir ábyrgðina, nema þeir hafl brotið framangreind lagaákvæði bein- línis eftir skipun þess, er húsið læt- ur gera. (Franihitld) Frönsk flskiskúta kvað hafa farist fram undan Álfta- veri í ofviðrinu 24. f. m., og liklega engin mannbjörg orðið, nema ef ann- að skip hefir getað hjálpað og flutt skipshöfnina heim með sér, sem þyk- ir þó óJíklegt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.