Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 2
54 FJALLKONAN i * i « * f I 9 * f I FJALLKONAN kemur út hrern föstudag, og auka- blöð við og við. Alls 60 blöð um árið Verð árgangsins 4 kr. (erlðnd- is 5 kr. eða li/s dollar), borgist fyrir 1. júli (erlendis fyrirfram). Uppsögn bundin við áramót, ógild nema komin séj>til^útgðfandft.,fyrir 1. okt- óber, enda sé kaupandi þá skuld- laus við blaðíð. I* ! Útlendingar og áfengið. (Niðurl.) (í siðasta blaði var prentvilla í fyrra katla þessarar greinar, á bls. 50, 1. dálki, 29, línu a. n. : „Það er víst furða“ i st. f.: það er sizt fuiða). En þó að svo væri — s#m ekki er — að þjóðin græddi beinlínis á vínkaupum útlendinga, — þó að hag- urinn af þeirri verzlun væri meiri en tjónið, sem áíengið bakar landsmönn- um, þá eru samt sem áður þeir agnúar á henni, að enginn heiðvirður maður getur mælt með henni, ef hann hugsar sig vel um og vill gæta sóma síns og þjóðarinnar. fað lýsir fyrst og fremst feikna- mikiili litilmensku, að vilja velta byrðum þeim, sem að sjálfsögðu og að landslögum réttum eiga að hvíla á landsmönnum, yfir á bak útlend- inga, án þess að þar komi í móti nein réttindi þeim til handa, önnur en þau, að mega drekka vín í land- inu, sér til tjóns og minkunnar oft og tiðum. En auk þess felst á bak við þessa steínu sú ógeðslega skoðun, að á sama standi, hvernig fer uin útlend- inga og þeirra hag. Þeir séu ekki of góðir til að iáta eignir sínar allar af hendi, ef svo ber undir, og jafnvel lífið og æruna í tilbót, ef landssjóður og innlendir eða útlendir vín- salar hafa af því nokkurra króna hag. f>eir vita það bezt, sem kunnugir eru á þeim stöðum, sem mest eru heimsóttir af útlendingum, hvað þeir gjalda þar fyrir vínið. Og meir en litið geggjaðar mannúðartilfinningar hljóta þeir að haía, sem ekki finna til neins annars en óblandinnar gleði yfir þvi að kynnast því. j?að má s e g j a það, að hver sé sjálfráður um það, hvort hann neytir vins sér i skaða eða ekki. Allir vita það nú raunar, þótt þeir vilji máske ekki játa það, að drykkjumaðurinn er e k k i sjálfráður ; hann er alveg á valdi drykkjufýsnarinnar. Þess vegna er það illmannlegt að freista hags til víndrykkju, og það er ekki hóti betra íyrir því, þótt hann séútlend- ingur. Það geta ekki vandaðir menn gert heldur, að halda fram því tvennu í senn : a ð vínnautnin sé skaðræði fyrir drykkjumanninn, og þvi eigi að harnla honum írá henni, og a ð ekki megi hefta inuflutníng áfengis vegna þess, að landið megi ekki inissa af tollinum, sem útlendir drykkjumenn gjalda. Satt er það að vísu, að fleiri út- lendingar drekka hér vín en þeir, sem heitið geta yfirkomnir drykkju- menn. En ekki bætir það úr skák. Pað er vitanlegt — og það hafa margir séð sér til mikillar skapraunar — að ungir, eínilegir og siðprúðir menn, sem korna hér við land með eldri félögum sínum, leiðast út i drykkjuskaparóreglu með þeim eða — þótt skömm sé frá að segja — fyrir freistingar íslenzkra vinsala og óreglumanna, eyða mestu eða öllu fé sinu, glata mannorði sinu og láta stundum'iífið i ölæði. ' Það þarf kalt hjarta og tilfinninga- lítið til þess að geta sagt um þessa menn : Þeim var nær að gæta sin; þeir áttu ekki bétra skilið. Og þó er ekki fátítt að heyra slík tilsvör. Það eru þakkirnar fyrir tollinn, sem þeir guldu með vínkaupunum. En ekki þarf nema meðalskynsemi og ofurlítið mannúðarþel, til þess að geta sett sig í spor þessara manna, sem oft og riðum koma í fyrsta skifti úr foreidrahúsum á ókunna staði, eiga hvergi höfði sínu að að halla annarsstaðar en í vínkránni, og enga félaga aðra en þá, sem þangað korna. Þeir eru þreyttir og leiðir af sjóvolki og erfiði og fýsir að létta sér upp og fá sér hressingu ; en eina hressingin, sem er á boðstólum, er vínið, og því er haldið að þeirn bæði af eldri fó- lögum og veitingamönnunum. — Þess vegna verða endalokin oft svo ömurleg. Munu íslenzkir feður allir vilja segja um sonu sína, ef svona stæði á fyrir þeim í ókunnu landi: feir geta séð um sig sjálfir, og þeim er það mátulegt, ef þeir komast undir manna hendur eða láta lífið af völd- um áfengisins? Hrafnshjarta þarf til þess, enda rnundu fáir mæla á þenna veg. Eða mundi þeim vera það nokkur huggun, þótt þeif vissu, að sjmir þeirra hefðu goldið svikalaust vín- fangatollinn erlendis ? Yér hugsum með hryllingi og við- bjóð til þeirra þjóðflokka, sem enn eru svo viltir, að þeir ráða af dögum alla útlenda gesti, sem að garði ber hjá þeim, og eta þá með góðri lyst meira að segja oft ög tíðum; og þær þjóðirnar, sem telja sig mentaðar (þó ekki íslendingar) leggja áriega af mörkum stórfé til þess að kenna þess- um vesalingum betri siði. Það þætti að vonum frekt að orði kveðið að jafna vorri þjóð við þessar villiþjóðir, enda dettur engum það í hug. En er það ofmælt, að enn séu hér á landi til leyfar af þeim villimannahugsunar- hætti, sem oss hryllir svo mjög við að heyra um hjá svörtum mönnum í suðurálfu heims? Á ekki sú hugsun að vér v e r ð u m að hafa á boðstól- um brennivín til þess að græða með því fé á fáráðum ög umkomulausum útlendingum, sem oft láta líf eða mannorð fyrir það — á hún ekki einmitt eitthvað skylt við hugarfar villimannsins, sem rífur í sig útlend- inginn, sem heimsækir hann? Hvort- tveggja virðist vera sprottið af sömu rót: þeirri skoðun, að engu skifti hvernig fer um aðra. Yonandi er nú lítið orðið urn þann hugsunarhátt hjá íslendingum. Pað, hve oft er hampað framangreindri mótbárugegn aðflutningsbanni áfengis, stafar vonandi öllu fremur af því, að hver tekur hana eítir öðrurn hugsunar- lítið, til þess að hafa þó eitthvað að segja vínverzluninni til afsökunar. En hún verður ekki göfugmannlegri fyrir því. Hún sannar að eins, hve mikill skortur er á sæmilegum rökum til þess að mótmæla algerðu aðflutnings- banni. Bæjarstjórnarkosning í Hafnarfirði. F>á er nú loks fengin vitneskja um bæjarstjórnarkosninguna fyrii-huguðu hér i Hafnarfirði, hvenær hún á að fara fram o. s. frv. Pað er nú eftir að vita, hvort bæjarbúar gleðjast yfir fregnunum að sarna skapi, sem þeir hafa. beðið þeirra með roikilli eftirvænt- ingu. Pað má mikið heita, ef svo verður, og að minsta kosti er ekki hægt að byggja góðar vonir um það á ummælum þeirra, sem á það hafa minst til þessa, síðan fregnirnar komu. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir fengið og sent hreppsnefnd Garðahrepps eftirrit af bréfi frá stjórnarráði íslands dagsettu 28. f. m., sem mælir svo fyrir: 1. Hreppsnefndin skai sernja fyrir miðjan mai næstk. kjörskrá yfir alla þá kjósendur, sem kosningarrétt hafa til bæjarstjórnar samkvæmt bæjar- stjórnarlögunum frá 22. nóv. f. á., og kjósa úr sínum flokki tvo menn i kjörstjórn til að stýra kosningu tii bæjarstjórnar með sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu sem odd- vita; kjörskráin skal liggja tii sýnis háifan rnánuð á undan kjördegi á hentugum stað. 2. Oddvita kjörstjórnarinnar ber að boða til kjörfundar fyrsta virkan dag i júnimánuði næstk. með nægum fyr- irvara, og skal þá kjósa 7 bæjarfull- trúa fyrir Hafnarfjarðárkaupstað, sam- kvæmt fyrgreindum lögum. 3. Bæjarfógeti i Hafnarfjarðarkaup- stað skal kalla hina kosnu bæjarfull- trúa á fund innan 5 júní riæstk. til þess að kjósa bæjarstjóra, og skal hann stjórna þeim fundi og gegna að öðru leyti bæjarstjórastarfinu þangað til bæjarstjóri getur tekið við því. 4. Bæjarstjórnin ska.1 fyrir 15. júlí semja áætlun um tekjur og gjöid kanpstaðarins frá 1. júní þ. á. til árs- loka, ræða hana á 2 fundum og leggja síðan fram til sýnis 14 daga þar á eftir. 5. Kjósa skal 5 menn í niðuijöfn- unarnefnd til bráðabyrgða þegar bæjar- stjórnin ei tekin til starfa, og skal sú nefnd sitja að vöidum þangað til ný kosning fer fram í septembermán- uði. Hún á að jafna niður hinum á- æt.luðu gjöidum fyrir tímabilið fiá 1. júni til ársloka. Loks er iagt fyrir sýsiumanninn að taka til starfa sem bæjarfógeti iHafnar- fjarðarkaupstað frá 1. júní næstkom- andi. Svona var þvi þá hagað. Það fekst ekki, þegar um var beðið í vetur, að kosið yrði í febrúarmán- uði, vegna þess að þá voru bæjar- stjórnarlögin ekki komin í gildi; það mátti ekki kjósa fyr en að áliðtmm marzmánuði. Pá var bent á það rejög rækilega, að því lengur sem kosningin yrði dregin, þess fleiri yrðu útiiokaðir frá að nota kosningarrétt sinn. Er það þess vegna að kosningin er nú diegin til 1. júní ? Eða hver getur ástæðan verið önnur ? Er ekki eins og verið sé að bíða eftir þvi, a ð fiskiskipin leggi út til sumarveiðanna með alla þá menn, sem á þeim ætla sér að verða um þann tíma, a ð strandferðaskipin séu íarin austur og vestur með alt það fólk, sem leitar sér atvinnu í fjariæg- um héruðum, og a ð vegagerðamenn og ritsimastarfsmenn (ef nokkrir eru) séu teknir tii starfa fjarri heimiium sín- um, svo að alt þetta fólk sé útilok- að frá hluttöku í kosningunni? — Reykvíkingum eru ætlaðir 3 — 4 rnánuðir tii þess að ráða tii sín borg- arstjórann, en Hafnfirðingum 3 þrír — dagar! Líkiega verða það nú ekki nema hálfur þriðji dagur; kosningu verður að iíkindum ekki lok- ið fyr en að kveldi 1. júní, og fyrir 5. júní á bæjarstjórnin að vera búin að kjósa bæjarstjórann, og verður því að halda fund tii þess 4. júni, í síð- asta iagi. Á þessum tíma á hún sjálfsagt að vera búin að ákveða laun bæjarstjórans og leita fyrir sér við þá rnenn, sem henni lízt bezt á, um það hvort þeir séu fáanlegir til starfsins o. s. frv. Ekki á nú að liggja á liði sínul M ANNSKAÐAR. Mikið afhroð hefir sjómannastéttin goldið enn i viðureign sinni við Ægi, og á margur um sárt að binda sem fyr eftir vetrarvertíðina, sem yfir stendur, þó að rninni séu enn, svo menn viti, slysfarirnar á fiskiveiða- flotanum heldur en tvo undanfarna vetur. Siðustu daga marzmánaðar og fratnan af þessum mánuði voru um- hleypingar með aftaka stormhrynum við og við. í þeim veðrum hafa orðið skipskaðar á ýmsum stöðum hér sunnanlands og farist samtals um 20 manns. Austanfjalls barst 2 skipum á 2. þ. m. í lendingu úr fiskiróðri: á Stokkseyri og Loftsstöðum. Á Stokks- eyri voru 9 eða 10 skip á ejó þenna dag, og náði ekkert þeirra lendingu heima hjá sér, — hleyptu öll út í í’orlákshöfn, nema þetta eina, sem fórst á sundinu, er það lagði til lands. Á því voru 9 menn og varð að eins einum bjargað (Brynjólfi Magnússyni írá Bár). Formaður á skipinu hét Ingvar Karelsson, kvæntur maður frá Hvíld í Stokkseyrarhverfi, um fertugt. Hinir mennirnir, er drukknuðu, voru þessir: Gísli Karelsson frá Sjávar- götu á Eyrarbakka, bróðir formanns- ins, kvæntur. Guðjón Jónsson frá Gneista- stöðum í Villingaholtshreppi. Gunnai' Gunnarsson frá Gíslakoti í Ásahreppi. Helgi Jónsson frá Súluholts- hjáleigu. JónGamalíolsson frá Vot- múla í Sandvíkurhreppi. Jón Tómasson frá Gegnis- hólum í Gaulvei jabæjarhreppi. T r y g g v i E i r í k s s o n frá Stokkseyri. Flestir höfðu mennirnir verið á bezta aldri og hinir röskvustu.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.