Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.04.1908, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 55 Sama dag varð slysið á Loftsstöð- um. Þar druknuðu 4 menn í lend- ingu. Þeir hótu: Bjarni Filippusson fi á Hellum í Gaulverjarbœjarhreppi; hann náðist með lífsmarki að eins, var kvæntur og atti 7 börn, flest ung. Friðfinnur Þorláksson frá Galtastöðum í ’Gaulverjabæjar- hreppi. Sigurður Porgeirsson frá Háfl' og Stefán Jóhannesson frá Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi. í Vestmanneyjum varð skipskaði 1. þ. m. Par fórst vélarbátur með ailri áhöfn, 6 rnönnum, er allir drukn- uðu. Báturinn mun hafa sokkið, þvi ekkert heflr furidist af honum síðan. — Formaður kvað hafa heitið Árni Ingimundarson, efnis- maður á bezta aldri ; hann átti bát- inn í fálagi við nokkra menn aðra. Nánari fregnir af slysinu eða nöfn- um mannanua hafa ekki borist enn. Fjórða og síðasta slysið, sem spurst hefir til, vildi til inni á Hval- firði síðastliðinn sunnudag. Daginn áður lögðu þangað af stað 2 menn héðan að sunnan, að líkindum til fuglaveiða, því byssur höfði þeir með sór Þeir héldu alla leið inn að Þyrli og voru þar yflr nóttina, en héldu af stað snemma morguns út. eftir firðí. Þá var hvassviðri af landsuðri. Þá er þeir voru komnir eigi alilangt, hvolfdi bátnum og komust báðir mennirnir á kjöl. Slysið sást úr landi, frá Litla-Sandi, en þar var enginn bátur til að bjaiga á og var þá farið til næsta bæjar og fenginn þar bátur. En er til var komið voru báðir mennirnir druknaðir. Mennirnir hétu Jón Vestdal (Jónsson kaupm. Jónssonar fyr í Borgarnesi), og V e r n h a r ð u r F é 1 d s t e d, sonur Daniels bónda Féldsteds á Hvítárósi. Jón Vestdal var fóstursonur Sig- fúsar Eymundssonar bóksala i Reykja- vík, og hefir síðustu árin staðið fyrir þarabrenslu í Akrakoti á Álftanesi fyrir erlent (skozkt) félag. Hann var á þrítugs aldri, ókvæntur maður vel að sér um margt og vel gefinn. — Vernharður félagi hans var kvæntur maður, búsettur í Reykjavík, og átti 4 börn á æskuskeiði, sagður rösk- leikamaður, Hann hafði fest sig við bátinn svo að lík hans náðist. Fréltabréf. Árnessýslu 23. marz 1908. Síðan um miðjan vetur hefir litið svo út, sem norðanátt og sunnanátt hafi barist um völdin í loftinu. Hefir veðurátta þvi verið óstöðug og Uffi- hleypingasöm. Var hún jafnan óstilt tii Porraloka, oft útsynningar með mikilli snjókomu, einkum hið efra. En frost hafa aldrei verið hörð, þó vindur gengi í norður við og við. Hafa suðlægar áttir jafnan mátt bet- ur, og þó einkum á Góunni: hún hefir verið einkargóð og hlý með hægum veðrabreytingum. Er nú snjór mjög leystur af jörð í lágsveit- um, en lítil jörð þó komin upp efra. Svo var þar á iniklu að taka. Nær engar hafa sjógæftir verið hér í veiði- stöðum, enda aflalaust þá sjaldan róið varð, þar til nú í síðastliðinni viku. Þá var ræði í tvo daga, og þó eígi svo gott sem æskilegt. hefði verið. Aflaðist þó líklega. Mun hæst allt að 200 í hlut. Segja menn að fiskur muni kominn, ef nú gæfi. Þessa tvo mánuði hafa engir kvill- ar gengið hér, heilsúfar því gott fyrir utan veikindi einstakra manna. D á i n n er seint í febrúarmán. Gestur bóndi Eyjólfsson á Húsatóftum á Skeiðum, á sextugsaldri. Hann var bróðir Ingunnar sál., fyrri konu séra Brynjólfs á Óíafsvöllum. Gestur sál. hafði ávalt verið fremur heilsugóður. En í byrjun febr. varð hann snögg- lega vitskertur, — ef til vill af heila- blóðfalli. Var hann síðan í varðveizlu nál. 3 vikur. Svo átti að flytja hann að Kleppi. Til þess kom þó ekki, því áður fékk hann vit - sitt aftur. Bað hann þá hætta öllum flutnings- undirbúningi, því mundi ekki taka, skamt mundi eftir fyrir sér. Og eftir einn eða tvo sólarhringa dó hann af heilablóðfalli. Hann lætur eftir sig ekkju og nokkur uppkomin bön, sum þó innan fermingaraldurs. Gestur sál. var að mörgu merki- legur maður og einkennilegur. Eigi hafði hann annað lært í æsku en að lesa og kverið sitt, en á fullorðins- árum var hann þó mörgum fremri að vitsmunum, glöggur á margt, manna orðheppnastur og oft fyndinn vel. Mikil viðskifti hafði hann við marga, en reiknaði eingöngu í hug- anum og ritaði aðeins í minni sitt. IJó hafði hann rétta reglu á öllu og var hinn áreiðanlegasti. Ekki var laust við, að hann'væri álitinn for- spár eða draumspakur: þótti margt fara að ætlun hans, eigi sizt tiðar- far. Drenglyndur var hann og fljótur til liðveizlu, er svo bar undir, án þess að líta á eiginn hag. Enginn var hann auðmaður, en þó ávallt fremnr veitandi en þiggjandi. Þingeyjarsýslu 14. marz. 1908. Siðan Góa byrjaði, hafa að öðru- hvoru verið norðaustan bleytuhríðar. Snjóþyngsli eru því mjög mikil nú, og rcá heita jarðbann fyrir allar skepn- ur. Gengur því mjög á heybyrgðir manna, en allt fyrir það er vonandi að menn komist af með hey, þó að vorið verði hart, vegna þess, hve vet- urinn var góður frarnan af. Heilbrigði í búpeningi hefir verið allgóð. Bráða- pest gert mjög lítið vart við sig, og enn sem komið er ekki neitt borið á skitupest, sem hér hefir valdið mestu skepnutjóninu, og verið drep landbún- aðarins. Umgangsveiki engin, og heilsufar manna því gott. Slysfarir engar. Bankarextir hafa nýlega lækkað niður í e1/^ af hundraði hjá bönkunum í Reykjavik. Skipakomur. Nú eru sem óðast að þyrpast hingað útlend (norsk og dönsk) fiskiveiðaskip, sem ætla að stunda veiðar hóðan í sumar. Nánar um það næst. Sökiim 1 rcngsla verður ýinislegt, sem átti að koma í þessu blaði, að bíða næsta blaðs, laugard. 18. þ. m. Slippjdlagió í fij av i fi selur alt, sem tilheyrir skipum og útbúnaði þeirra, fyrir lægra verð en ann- arsstaðar; vörurnar vel valdar og gæðín hin beztu. u*ununMmt**xu****m**n*UMM* BJÖRN KRISTJÁNSSON REYKJAVÍK hefir nú fengið miklar birgðir af alls konar veflfaíarvðruro. Flestar tegundir komnar, sem væntanlegar eru ; þó er enn von á fleiri teg- undum af sjölum. Af þeim verður í þet.ta sinn meira úrval en nokkru siuni áftur. Sömuleiðis af prjónuftum nœrfötum, barnahúfum o. fl. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Erlendar ritsímafréttir til Fjallkouunnar Kh. 8. apríl kl. 8Va árd. Mannslát. Vilh. Lassen fjármálaráðgjafi er dáinn. Ráðgjafaskiftl á Englandi Campbell-Bannermann hefir fengið lausn en H. Asquit orðinn yfirráðgjafi i hans stað. Frá Finnlandi. Lögþingið rofið. Þingmannaheimboðið Rikisþiugmennn þeir, er voru í Is- landsförinni, halda stórveizlu á föstu- daginn. Hafnarfjarðarkonur! Nú er bráðum komin sól og sum- ar, og vil eg því mega bjóða ykkur B A R N A V A Gr íí A, fásóðari og fallegri en áður hafa þekst hér, með innkaupsverði að viðbættu flutnings- gjaldi. Finnið mig eða skrifið til mín sem allra fyrst. Borgun arskilmálar haganlegir. Virðingarfylst Leifur Th. Þorleifsson ReyKjavik. ooooooooooooo Leikfélag Reykjavíkur: Þjóftniftlngurinn verður leikinn í Iðnó sunnudaginn 12. april kl. 8. síðd. Hlöftur fuku á tveim stöðum í fárviðrinu 24 f. m., það er til hefir frézt, önnnur á Fjósum í Mýrdal, ný hlaða allstór, frá þvi í sumar sem leið, og hin á Úlf- Ijótsvatni í Grafningi; hún lenti á timburgeimsluhúsi, og braut það til muna, og sömuleiðis á baðstofunni sem skemdist nokkuð. (ísaf.) Botnvörpungurinn Freyr kom inn hingað 8. þ. m. með 9 þús. af vænum fiski; var búinn að vera úti 10 daga, en gat ekki verið að veiðum mema mjög sjaldan, vegna storma. Reykvísku botnvörpuskipin hafa aflað vel að undanförnu, yfirleitt. 1 Þorláksliöfn hefir það borið til nýlundu, að þar hafa verið i fyrsta sinni í manna minnum lögð þorskanet í vor, 1. þ. m., og aílast ágætlegaí þau þegar við fyrstu tilraun, 3 — 4 hundruð af vænum þorski í eina trossu (4 eða 5 net) Stranduppboft. Uppboð á hinu strandaða fiskiskipi, Kjartani, og fiski þeim er náðist úr skipinu, var haldið 7. þ. m. á Hvals- nesi. Skipið seldist á tæpl. 2V2 hundr. krónur. Vað keypti Matthias Dórðar- son, ráðsmaður Danaútgerðarinnar þar syðra. En fiskinn keyptu bændur í nágrenni við staðinn. Löregluþjónar tveir tóku til starfa hér í bænum nú um mánaðamótin. Þeir eru ráðn- OOOOOOOOOOOOO Cfifiarf er meiri stofuprýði en fallegar, stækkaðar myndir af vinum og ættingjum. Slíkar myndir geta nú allir eignast með því að snúa sér til undirskrifaðs, sem útvegar þær frá Danmörku fall- egri og ódýrari en áður hefir þekst. Myndirnar,með fallegu karton, send- ar eigandanum beina leið. Engin fyrirfram borgun. Sendið mér pöntun og mynd, þá sem á að stækka, og fáið þér hana þá fljótt aftur, Lelfur Tli. Þorleifsson. Reykjavík. nmnmnmnmnmnmn m I 8 Björn Kristjánsson Reykjavík Sjöl Nærfatnaftur 3 ir til starfsins af hreppsnefnd Garða- hrepps upp á væntanlegt samþykki og fjárveitingu frá bæjarstjórninni, þ< gar hún tekur til starfa. Þeir heita báð- ir Jón: .Tón Hinriksson barnakennari og Jón Einarsson Hansen, áður sjó- maður, hraustir menn og áræðnir báðir tveir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.