Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 1
undlr nýjan hlekk, ef aé fram það gekk. XXV. Hafuarfirði, 13. júni 1908 Nr. 24 JÓNATAN ÞORSTEINSSON Laugaweg 31 Reykjavík. Stærsta og ódýrasta úrval af alls konar húsgögnum. Skrifið eftir verðskrá með myndum, sem sendist ó k e y p i s. Fundur um sambandsmálið í Hafnarfírði. Fundur sá, sem boðaður var i síðasta blaði, var haldinn eins og á- kveðið var annan i hvitasunnu, um kvöldið. Mættir voru þar um 60 kjósendur. Fundurinn var boðaður með stuttum fyrirvara og komu því engir lengra að nema, örfáir menn af Álftanesi. Fundinn setti Jón Jónasson ritstjóri og gerði stutta grein fyrir tilgangi hans. f’etta er kafli úr tölu hans: Yér lifum á alvarlegum timum. Á oss, sem réttinn höfum til þess að greiða atkvæði úm málefni þjóð- arinnar, hvilir nú þyngri ábyrgð en nokkru sinni fyr á æfinni. Vér höf- um í höndum valdið til þess að binda hendur sjálfra vor og eftirkomenda vorra, ef til vill um allar ókomnar aldir, í mikilsverðasta máli þessarar þjóðar. Vér stöndum á þessum tím- nm sem forráðamenn niðja vorra, og eigum það á hættu, að þeir geti ekki fengið bætt úr því, sem nú kann að verða misráðið. Eg á við samningana um samband ísiands og Danmerkur. Enginn sá, sem ann landinu sínu, — enginn sá, sem ann böruunum sínum, sem eiga að erfa landið, — •nginn sá sem ann sóma sjálfs sín, getur um þetta rnál hugsað án þess að finna um leið glögt til vandans ©g ábyrgðarinnar, sem á honum hvílir. Sjálfaagt eru þeir menn til, sem hugsa á þá leið, að vandaminst sé að koma hér hvergi nærri. I’ar er enginn kendur sem hann kemur ekki, segja þeir. En af skammsýni er það sprottið og engu öðru. Enginn kemst undan ábyrgðinni með því að láta málið hiutiaust. Í>es3 fleiri sem hlaupa undan merkj- um, þess hættara er þjóð vor stödd. Sinnuleysi um hag landsins erþjóð- aródygð, sem aldrei leiðir til góðs, en oítast til óhamingju. Það er van- ræktarsynd, senr ætíð kemur hegning íyrir. Ábyrgðin hvíiir jafnt á öllum borg- urum þjóðfélagsins. Undan henni kemst enginn með öðru móti en því, að hætta að vera íslendingur. Og þó mun ábyrgðin hvíla á samvizku þess manns æfilangt, hvert sem hann flýr. Eg veit að menn finna misjafn- lega glögt til þessarar ábyrgðar. En eg þykist jafnviss um hitt, að flestir finna glögt til hennar. Finna svo giögt til hennar, að þeir telja sér skylt að búa sig sem bezt þeir geta undir það, að greiða atkvæði um málið ; taka með fögnuði öllum leið- beiningum, hvaðaii sem þær koma, láta undanfarin deilumái innanlands erig- in áhrif hafa á skoðanir sínar og framkomu, og taka því síður nokkurt tillit til þess, hvernig sá og sá mað- urinn snýst við málinu. Aldrei hefir riðið jafnmikið og nú á íólegri íhugun. Og aldrei verið jafnrnikil þöjf á stillilegum umræðum til skýringar þessu máli. Aidiei rneiri þörf á því, að hufa taumhald á tilfinningum sínum, svo að þær hlaupi ekki með menn í gönur. — Ef til vill veitist mörgum það örðug- ast, af því að málið snertir svo mjög dýpstu tiifinningar fóiksins. Það er því brýnasta skylda allia sem afskifti hafa af málinu, að kynna sér það svo vel, sem kostur er á, og skýra það fyrir öðium, þeir sem eru þess megnugir. Róiegar um- ræður og útúrdúralausar ættu að verða til þess að gera mönnurn ýrns at.riði þess ijósari og vekja áhuga þeirra á því að leita sannleikans. Þess vegna var til þessa fundar boðáð, til þess að ræða máiið. — Fundarstjóii var kjörinn Jón Þórð- arson f. hreppstjóri, en skrifari Sveinu Árnason bóksali. Áður en umræður hófust um sam- bandsmálið voru kosnir fulitrúar til þess að mœta fyrir Hafnarfjarðar- kaupstað á fundi þeim, er bændur í Mosfellssveit hafa boðað tii í Hafnar- firði 20. þ. m. Kosnir voru 10 full- trúar og 3 varafulitrúar. Alþingis- kjósendur í kaupstaðnum eru urn 250, en kjósa átti 1 fyrir hverja 25. Að því búnu hófust umræðurnar, og tók þá fvrstur til niáls Jens l'álsson prófastur. Hann mintist fyrst á undirbúning málsins. Þar hefðu óskir þjóðarinnar ekki ver- ið teknar til greina. í’ingrof fékst ekki, þó að það vissu allir, að viö síðustu kosningar hefði engum dottið í hug að þetta mál kænri tii umræðu eða úrslita á kjörtímabilinu. f’á var boðaður I’ingvailafundur í fyrra. Hann vaið fjölskipaðri kosnum fulltrúum úr flestum héruðum landsins en nokkur slikur fundur fyr; rnætti hann þó tnikilii nrótspyrnu og aðkasti. Á- lyktanir hans voru af ýmsurn taldar fjarstæða. Hatm krafðist þingrofs áður en skipað yrði i miililandanefnd* ina, ett því var engu sint. Kröfur fundarins í sambandstnálinu voru á- kveðnar og þær þóttu mörgum óhæfa. Samt hefit farið svo, að allir nefnd- armennirnir, bæði þeir sem upphaflega fylgdu steínu í’ingvaliafundarins, og hinir, sem voru henni andvígir, hafa orðið sammála um að halda þeirn kröfum fram við Dani. Deir byrjuðu með þvi. Detta er gleðiiegt. Eg bjóst við að þeir mundu haida þeim kröfum til streitu. Sjáifsagt hafa þeir gert sitt itrasta til að fá þeim framgengt, og fyrir það ber þeim þakkir. En lengra hefir ekki orðið komist heidur en frumvarpið ber með sér. Þá slaka íslenzku neíndarmennirnir til, ailir nema einn, Skúli Thoroddsen. Um þetta brugðust mér vonir. Þó áfellist eg ekki nefndarmennina svo mjög fyrir það, sem þeir hafa gert utanlands í nefndinni. En hitt get eg ómögulega sætt mig við, að þeir leggja auðsjáanlega mikið kapp á að fá frumvarpið samþykt af íslending- um óbreytt. Það er ómögulegt að sætta sig við að þeir berjist af kappi gegn þeim breytingum, sem þeir hafa sjálfir barist fyrir í nefnd- inni. Frumvarpið hefir inni að halda alt annað en í’ingvallafundarkröfurnar. Sá fundur krafðist þess, að ísland væri að eins í konungssambandi við Danmörku, en hefði fuli yfirráð yflr ölium sínum málum. Semja mátti við Dani um að fara með nokkuð af þeim málum fyrir íslands hönd sem satneiginieg, en samningi um það áttu bæði löndin að geta sagt upp, hvort fyrir sig. En í þessu fruinvarpi eru nokkur af íslenzku málunum gerð að sam- eiginlegum málum um aldur og æfi. f’eim rná ekki segja upp. Önnur islenzk mál eru látin vera sameginleg um 37 ár. Eftir það geta íslendingar sagt þeim upp að n o k k r u eða öllu leyti. Ákvæðin um það í frv. virðast mér óþarflega óglögg eða loðin. U m önnur atriði frumvarpsins hefi eg helzt þetta að segja: Mér virðist undarlegt ósamræmi í tekstunum, danska og íslenzka. (Ræð- um. taldi nokkur dæmi þess). Risi nú ágreiningur um þessi atriði, sem þýdd eru tneð röngum orðum í ísl. tekstanum, virðist auðsætt að danski tekstinn verður látinn gilda. Dótta heitir frumv. til laga. Glöggir tnenn og fróðir tun þessi mál segja að tvö ríki sernji aidrei lög sin í milli, heldur gera samning (Traktat). Það virðist itka nokkuð hjákátlegt að rikisþingið danska og alþingi samþykki lög hvort fyrir ann- að. Einkennilegt, er það og, að ísiand er hvergi kallað riki i þessu írumv. Hér er landið ísiand að semja lög með ríkinu Danmörku. Og þetta „frjálsa og sjáifstæða |land“, sem kallað er, afhendir ríkinu (Danm.) nokkuð af málum sínum um aldur og æfi til fullra umráða. í’að lítur út fyrir að íslandi sé fengið fullveldi til þess að eins, að semja af sér sjálfstaeðið. Eftir að það er gert, verður landið ekki lengur fullveðja. Alt þetta minnir óþægiiega á upp- haf stöðulaganna: ísland er óaðskijjan- iegur hluti Danaveldis. Eg hefl ekki heldur getað fundið neitt, er bendi til þess að Danir viðurkenni ísland fullveðja ríki. í’vert á móti er alstað- ar beinlínis eða óbeinlínis þrætt fyrir það. Út úr öllu skín, að litið er á það sem hluta úr danska rikinu, sem megi ráða sérmálum sínum, en ald- rei óuppsegjanlegu málunum. Fjárhagslega er þetta frv. mikil afturför frá því setn ákveðið var með stöðu- lögunum. Þá áttu Danir að kosta póstsamhandið milli íslands og Dan- rnerkur og launa stjórnina i Kaup- mannahöfn oss að kostnaðarlausu. Vér áttum og ekkert að leggja til konungsborðs. Nú verða þessi hlunn- indi tekin af. Fjárútlát Dana verða þvi að mun óríflegri eftir frumvarpinu heldur en stöðulögunum — Sumir íslendingar eru mótfailnir þvi, að taka fjárhagsmálið nokkuð til greina í þessu sambandi. En hafa ekki Dan- ir gófið okkur ástæðu til þess með reikningunum, sem þeir lögðu framí vetur ? Dað sem stingur mig sárast af öllu er hervarnirnar, að vér erum bundnir við Dani með þær um aldur og æfl. Nefndarmennirnir hafa nokkra afsök- un í þessu atriði. Þingvallafundurinn nefndi hermál sem væntanleg sam- eigittleg mál (uppsegjanleg). En þár var aðallega átt við strandvarnirnar. Það kemur ekki svo glögt í ljós, sem skyldi, í sjálfri ályktuninni; en það er skiijanlegt, þegar þess er gætt" hve skamman tíma menn höfðu þar til fundarstaríanna. Hvaða afleiðingar hefir það, að ver erurn bundnir við Dani með her á sjó og landi? Með því er það auglýst öllum heim- inum, aðíslander hervarnarland. Nú er það vopnlaust og varnarlaust. Lendi Danir í ófriði við aðrar þjóðir, geta þær þar af leiðandi alveg eins sent her til íslauds og tekið það, því Danir eiga að verja það eins og sitt eigið iand. Dönum er ekki batinað að gera hér hervirki, — reisa hér kastala (tillaga Skúla Thoroddsens, um að fyrirbyggja það, var feld) og útlendar þjóðir hafa jafnau rétt til að skjóta á þá kastaia eins og á kastala í Danmörku sjálfri. — Lendi Danir i hættu, lendum vér í henni líka. Eg get ekki hugsað til þess að vér leiðum þá óhamingju yfir niðja vora, að hér megi viðgangast mann- dtáp þau, sem nefnd eru hemaður.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.