Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 2
94 FJALLKONAN rlMtM FJ FJALLKO JíAN kemur út hvern föetudag, og auka- blöð við og við. Alls 60 blöð um árið. Verð árgángeins 4 kr. (erlend- is 5 kr. eða l'/a dollar), borgi6t fyrir 1. júlí (erlendie fyrirfram). Uppeögn bundm við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt- óber, enda eé kaupandi þá skuld- laus við blaðið. Eg vil fá þetta atriði felt burt úr samoiugnum, en fá það viðurkent, að vér séum vopnlaus og hlutlaus þjóð i öllum ófriði. Þá mundi það verða talið níðingsverk, sem ekki yrði látið viðgangast, að veita oss hernaðará rásir. Eftir stöðulögunum eru fiskiveiðar, siglingar og verzlun talin sórmál ís- lands. En eftir frumvarpinu er kaup- fáninn slitinn út úr sambandi við þan mál og gerður að sameiginlegu máli, og þá um leið lögboðinn dansk- ur fáni út á við. — Að þessu leyti er frumvarpið einnig afturfðr írá stöðuiögunum. — Hvernig eigum vér að taka þessu frumvarpi ? Með stillingu og gætni; verðum að skoða það vandléga í öllum atriðum og varast að láta blekkjast. Sérstak- lega ber að gjalda varhuga við þeirri staðhæfingu eða ögrun, að verði ekki gengið að þessu óbreyttu, íáist ekk- ert. Eg trúi því ekki að þeir danskir menn, sem nú hafa sýnt samvinnu- fúsleik sinn, gangi frá þvi, sem þeir hafa heitið oss til bóta. Það væri óverðskuldað vantraust á velvild þeirra í vorn garð. Nei, vér eigum að breyta frumvarp- inu í þeim atriðum, sem viðsjárverð- ust eru; þreifa fyrir oss um það, hvort ekki fáist bót ráðin á þeim. Það er von min, að danska þjóðin muni slaka til. Eins og frumvarpið er nú úr gárði gert, getum vér ekki gengið að því. t’að væri rangt gagn- vart niðjum vorum. Jón Jónasson ritstjóri: Það er fullyrt af fylgismönnum þessa frumv., sem hér er til umræðu, að verði það að lögum, verði ísland viðurkent frjálst og fullveðja ríki. — Þess leng- ur sem eg áthuga frv., þess meiri fjarstæða finst jnér þessi fullyrðing vera. Eg hefi verið að velta þvi fyrir mér, hvernig aðrar þjóðir muni líta a okkur eftir fruniv. — hvernig stjórn- arstöðu íslands muni t. d. verða hér eftir lýst í erlendum lándfræðis-kenslu- bókum, ef það verður að lögum. Og mór únst allsendis óhugsandi að þar muni nokkurstaðar standa að ísland sé-sjálfstætt og fullveðja ríki. Frumvarpið ber það fyrst og fremst með sér, að rikið er ekki nema eitt, og það er danskt. í 1. gr. stendur að Danmörk og ísland bæði til sanrans skuli heita det samlede danske Rige, (danska ríkisheildin). Og annað riki er hvei gí nefnt á nafn í öllu frumvarpinu. Auk þess er það öllum vitanlegt, að nefndin, sem frumvarpið samdi, feldi breytingar- tlllögu um það, að íslandi skyldi vera ríki. Með henni fókst ekki nema eitt atkvæði. Hvernig geta menn þá talið sér leyfilegt að kalia ísiand ríki? í íslenzka teksta frv. er ríkið að vísu ekki kallað danskt ríki, heldur veldi Danakonungs. En það getur enga þýðingu haft. Það er ekki í'étt þýðing á danska tekstanum. Þótt mér sé það ekki fyllilega kunnugt, þá hygg eg þó, að báðir tekstaruir muni ekki veiða bornir undir atkvæði hvois þingsins fyrir sig. En verði íslenzki tekstinn ekki borinn undir atkvæði ríkisþingsins, þá samþykkja Danir það aldrei, að ríkið heiti veldi Danakonungs. Samkoraulagnefnd- armannanna um þetta heiti fær aidrei neitt lagagildi, og þá veiður danska heitið talið hið rétta. Jafnmarklaust ei það, þótt það standi i nefndarálitinu, að ísland sé sérstakt ríki. Nefndarálitið verður aldrei borið undir atkvæði á þingunj þjóðanna og fær því heldur ekkeit lagagildi. Alt virðist vera gert, sem þarf, til þess að dylja það fyrir heiminum, að ísland sé riki. Vér megum aldi'ei nein utanríkis- mál hafa með höndum fyrir oss. Dönum er það svo mikið kappsmál, að hafa einir ráð þeirra mála fyrir oss um aldur og æ3, að án þess þykir þeim enginn fengur i því að hafa oss í konungssambandi við sig, við megum þá heldur skiija alveg, eftir því sem nefndarmönnunum seg- ist frá. Önnur iíki mega ómögulega komast á snoðir um það, að við sé- um myndugir. Þau fá aldrei að semja við íslenzka ríkið. Og undir eins og íslenzk skip eru komin út fyrir ísienzka landhelgi, hætta þau að vera íslenzk ; þá eru þau dönsk, því að þau eru þá skyldug til að veifa dönskum fána. Það verður ílt að gera annara þjóða börnum það skiljanlegt, að skip sem hefir uppi danskan fána á höfn hjá þeim, sé frá fullveðja islenzku ríki, sem á íslenzkan fána, en má ekki láta hann sjást. Þá er fæðingjarétturinn eitt sem bendir á að ríkið sé að eins eitt. ís- lenzk börn fæðast á íslandi með full- um i'étti til þess að vera danskir borgarar, og dönsk börn í Danmörku til þess að vera íslenzkir borgarar. Það verður eftir það torvelt að mót- mæla því að við séum d a n s k i r. Gerðardómurinn á að vera greini- legt tákn þess, að ísland sé fullveðja ríki. Aðrir geti ekki samið um gei ð- ardóm. í mínum augum getur hann í hæsta lagi sannað tvent: að vér höfum haft vald til að semja um gerðardóm, og að vér hér eftir seljum Dönum sjálfdæmi í ágreinings- málunum. Þvi að það gerum vér ómótmælanlega með því að leggja þau í dóm 5 manna, sem 3 eru danskir. En hvernig getum vér þá talist fullveðja í augum annara þjóða, er Danir ráða alveg í ágreiningsmálun- um? Margt er það í frv., er bendir á að ísland er sett skör lægra en Danmörk. Eitt af þvi er fyrirmælin í 2. gr. um konungserfðii nai o. s. frv. Þar eru lögboðin á íslandi lög, sem Danir einir hafa sett, og geta hér eftir breytt að íslendingum fornspurðum. Eg skil fyrirmæii 2. gr. þarinig, að ekki þurfi að leita samþykkis íslendinga til þess að gera breytingu á þeirri skipun, sem nú gildir í Danmörku um þetta atriði. — Ekki bendir þetta á að ísland sé jafn rétthátt ríki og Danmörk. t’egnrétturinn er ekkert jafnrétti, fsland hefir að bjóða ómetanlegai ónotaðar auðsuppsprettur, sem Danii eru boðnir velkomnir til að nota sér en í alla atvinnuvegi í Danmörku ei svo fullskipað, að þangað eiga íslend ingar ekkert erindi til atvinnurekst ure. Það hefir verið reynt að telja roönn um trú um, að samningnum öllum megi breyta að 25 árum liðnum. Það er satt, að það er ekki bannað að breyta lögunum þá. En það er heldur hvergi bannað að Danir megi segja þvert nei við þvi. Alt verður að vera komið undir náð þeirra. Rótt höfum vér engan til að krefjast þess. Þá er að heimta skilnað, segja aðr- ir. Danir hafa heitið að beita ekki hörðu við oss, þó að það verði gert. Það er ekki nema hálfsatt. Dönsku n e fn d a r m e n n i r n i r hafa sjálfsagt heitið því, en þjóðin ekki. Enginn veit hver andi ríkir í Danmörku að 25 árum liðnum eða hvernig skiluað- aðarhreyfingu yrði þá tekið þar. — Mér virðist samningurinn (frv.) bera það með sér, að vér megum ekki heimta skilnað. Takist samningar ekki á 3 árum, rná ekki hreyfa mál- inu um næstu 5 ár. Eftir það má verja 2 árum í samkomulagstilraunir, en næstu 2 ár þar á eftir má aftur ekki hreyfa við málinu. Er ekki þetta gert til þess að fyrirbyggja að hrapað verði að skilnaði? — Breytingar á frv. eru sjálfsagðar. Verði það samþykt óbreytt, rís ný ó- ánægju- og ófriðaralda hér á landi út af þvi, báðum þjóðunum til stór- tjóns. Eg vona — hvað sem líður bræðraþeii Dana til vor — að þeir verði svo vitrir að ganga að breyt- ingum til þess að fyrirbyggja áfram- haldandi deilur og ef til vill hatur milli þjóðanna. Sigurgeir tfíslason vegaverkstjóri lýsti því yfir að hann væri samdóma því, er fyrri ræðumenn hefðu sagt um breytingar á frumvarpinu, og af sömu ástæðum. — Eg hefi átt tal við marga, kjósendur víðsvegar í þessu kjördæmi og allir hafa þeir verið þeirrar skoðunar, að sjáifsagt só að heímta af þingmönnum kjör- dæmisins, sem kosnir verða í haust, að þeir haldi fram breytingum á þeim ákvæðum frumvarpsins, sem viðsjár- verðust eru. — Orðalag frv. er víða svo óljóst, að ágreiníngur mun innan skamms hljóta að rísa út af þeim. Það er betra að ástandið, sem nú er, haldist um stund, heldur en að ganga að þessu. Með því er oss ekki fyrir- munað að halda áfram að heimta rótt vorn, og fá stjórnarfyrirkomu- laginu breytt smátt og smátt tií batnaðar. Eg furða mig mjög á því, að ís- lenzku nefndarmennirnir skyldu fella breytingartiUögur Skúla Thoroddsens, og get enga viðunandi ástæðu fundið, sem afsakar það. Jens Pálsson prófastur: Vér stöndum betur að vígi hór eftir að breyta stjórnarskránni. Nú höfum vér fengið viðurkenningu hjá Dönum um að vér megum sjálfir ráða í sumum þeim greinum, er áður var afsagt að við mættum breyta. Eg á bágt með að skilja, að þeir menn, sem nú hafa veitt þá viðurkenningu, gangi frá því aftur, þó að vér göng- um ekki að frumvarpinu. J4n Helgason prentari: Fyrir mér hefir farið eins og fleirum. Þess oftar sem eg les frumvarpið, þess meiri óti ú fæ eg á því. Og þó versn- aði um allan helming, er eg las um- mæli íslenzku nefndarmannanna tveggja, er ísafold flutti nýlega, eftir samtali við þá. Þeir fuilyrða að ís- larid verði sérstakt ríki, ef frv. verði að lögum, og eru þó nýbúnir að fella það, að íslarid skuli verða sér- stakt ríki! Slíkt er vandræðaleg frammistaða. En þó kastar tóifunum þegar þeir koma með ástæðúrnar fyrir því, að sérstakt ríki má ekki standa um ísland i fruinvarpinu. l'að á að vera af því, að danska þjóðin er svo hvimpin við þetta orð: ríki. Ilún mundi máske kippa að sór hendinni og semja ekkert við okkur, ef hún vissi að ætti að gera ísland með því að sjálfstæðu ríki. Það verður að fara á bak við hana með það. Og þó er því haldið að okkur, að við verðum sérstakt ríki ineð þeim iögum, er danska þjóðin samþykkir þannig, og þó að lögin nefni það hvergi á nafn. Um þessa frammistöðu og þessa aðferð íslenzku nefndarmannanna er það að segja, að eg get ekki borið virðingu fyrir henni. Með henni er verið að blekkja báðar þjóðirnar, telja okkur tiú um að við verðum sjálfstætt riki, en láta ekkert bera á því við Dani. Og síðan á að berja þetta afar- þýðingarrnikla mál fram með und- arlega miklum hraða. Kjósendunum ekki gefinn nema 3 mánaða umhugs- unarfrestur. Og auk þess virðist eiga að hræða íslendinga til að taka þessu óbreyttu með því að hóta þeim að annars fáist ekkert. Það er eins og Alberti sé í annað sinn að sína okkur hnefann eins og 1902, þegar komið var með ríkisráðsákvæð- ið, að íslendingum óvörum og sagt við þá: Annaðhvort þetta eða ekkert. Sá er þó munurinn á, að það var danskur maður, sem þetta gerði þá, en nú eru islenzku nefndarmennirnir samtaka Dönum í þessari óhæfu. Hafi Alberti hinn danski átt óþökk skilið fyrir þá aðferð sína, þá segi eg fyrir mitt leyti, að ekki eiga íslend-. ingar þeii, sem nú virðast ætla að gera þetta, betri þakkir skildar. Benedikt Syeiusson ritstjóri Ingólfs, sem staddur var á fundinum sem gestur, tók þá til máls. Þvi miður var eigi ritað ágrip af. þeirri ræðu, og getur því eigi birzt neitt úr henni hér. Hann skýrði málið í ýmsura greinum, og var gerður hinn bezti rómur að máli hans. Umræðurnar urðu lítið eitt lengri; en engir nýir ræðumenn gáfu sig fram. — Skorað var á þá, er kynnu að vera meðniæltir frumvarpi nefnd- arinnar, að færa rök fyrirmáli sinu ; en enginn vildi verða til þess. Einn ræðumaður (J. P.) mintist Skúia Thoroddsens í einni ræðu sinni, og tóku allir fundarmenn undir þáð með lófaklappi. í fundailok bar Sveinn Árnason bóksali fram tillögu þá til fundará- lyktunar, er hér fer á eftir, og var hún samþykt í einu hljóði: Fundurinn vill ekki að íslend- ingar samþykki frumvarp sarn- anbdsnefndarinnar óbreytt.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.