Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 13.06.1908, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 95 Islands banki. Reikningur bankans fyrir árið 1907 er nýlega kominn út. Hann ber þa8 með sér, hvernig búskapurinn hefir gengið á árinu. og verður ekki ann- að sagt en að hann sé í góðu lagi, þegar þess er gætt, að árfeiði var ekki gott á peningamarkaðinum. Peningavandrœðin hafa að sjálfsögðu haft áhrif á bankabúskapinn. Þó hefir viðskiftavelta hans á árinu orð- ið svo mikil í samanburði við fjár- magn lians, að öllum ókunnugum mun þykja undrun sæta. Öll viðskifti hans á árinu hafa numið 51,668,316 kr. 46 aur. — rúmlega ölVs milljón kr. Þar af hafa viðskifti útibúanna numið freklega 14 millj. kr. Reikningurinn ber það sér, hve miklu nemur hver viðskiftagrein bankans fyrir sig. Það yrði oflangt mál að gefa hér yfirlit yfir þær allar. — Bankinn hefir lánað á árinu: Sjálfskuldarábyrgðarlán 257,707 kr. Reikningslán . , . 3,678,949 — Víxiílán............. 11,916,294 — Lántilsýslu-ogbæjarfél. 186,366 — — gegn 1-. veðr.ífasteign 739,750 — Til samauburðar má geta þess, að Landsbankinn hefir í sama tima lán- að. Sjálfskuldarábyrgðarlán um 44,000 kr. Víxillán............. • 3,000,000 — Lán til sveita- og bæjarfél. 10,000 — Fasteignarveðlán . . . 716,000 — (Pessar tölur eru hafðar eftir öðrum, reikningur Landsbankans hefir ekki verið sendur Fjallk.) Á þessum samanburði sést það, að viðskiftin hafa gengið örar í íslands- banka. Par eru peningarnir á hrað- ari ferð út og inn. En þrátr, fyrir þessi feykimiklu við- skifti hefir bankinn ekki getað full- nægt þörfunum. Báðir bankarnir til samans eru orðnir landsmönnum ó- nógir. Það bendir á það, hver feikna breyt- ing hefir orðið á viðskiftalífinu hér á landi á rúmum 20 árum, síðan erig- inn banki var til í landinu. Hvað mun verða að 20 árum liðn- um ? Frá Hafnfírðingum. Bæjarstjórnin héltfund 11. þ. m. undir stjórn hins nýja bæjarstjóra, Magnúsar Sigurðssonar. Allir bæjar- fulltrúar á fundi nema Sigurgeir Gislasou. Kosið var í fastar nefndir þannig: Byggiugarnefnd (með bæjar- stjóra): Jóhannes Reykdal, Jón Gunn- arsson, Kristinn Vigíússon, Svein- björri Ólafsson. Ilafnarnefnd (með bæjarstjóra): Aug. Flygeuring, Sigfús Bergmann. Ileilbrigðisnefnd (með bæjar- fógeta og lækni): Guðmundur Helga- son. Veganefnd: Bæjarstjóri, Böðvar Böðvarsson, Sigurgeir Gíslason. Fátækranefnd: Bæjarstjóri, Böðvar Böðvarsson, Sigfús Bergmann. Kosningu skólanefndar var frestað til næsta fundar. pví næst urðu all-Iangar umræður um frumvarp til beilbrigðissamþyktar, er lá fyrir fundinum. Fiumvarpið var ekki samþykt á þessum fundi. Frestað til næsta fundar (ankaf.). Út af fram komnu erindi frá stjórn- arnefnd Flensborgarskólans samþykti bæjarstjórnin, ef tíl kæmi, að taka alt að 10 þúsund kr. veðdeildarlán í Landsþankanum og lána Fl«nsborg- arskólastofnuninni upphæð þessa með sömu vaxta- og afborgunarkjörum og veðdeildin veitir, ef bæjarstjórnin fær hjá stofnuninni það veð og þá trygg- ingu, sem hún álítur fullnægjandi til þess að örugt só, að kaupstaðurinn ekki líði neinn halla af lántökunni. Bæjarstjórnin ákveður síðar, hverja tryggingu hún heimtar af skólastofn uninni eftir samkomulagi við skóla- stjórnina. — - Bæjarstjóranum var falið að annast lántökuna. Skilnaöarsamsæti varPáli sýslu- manni Einarssyni haldið í gærkveldi í Goodtemplarahusinu. Bað sátu nær 90 manna, flest Hafnfirðingar. Fyr- ir minni heiðursgestsins mælti próf. Jens Pálsson í Görðum. Öllum hér- aðsbúum er hin mesta eftirsjá að Páli sýslumanni, og fylgja honum hlýjar þakklætis- og hamingjuóskir þeirra, er hann flytur hóðan til hins nýja embættis síns. ------X>K> - Arnessýdu 6. júnl 1908. Frá sumarmálum til vertiðarloka var veðurátta hér yfirleitt þur og köld og gróður nær enginn. En síð- an hefir yfirleitt mátt heita blíðviðri, hægur útsynningur, fáir dagar alveg þurrir, en þó engar stórrigningar. Er gras á góðum vegi. Bó er kúm enn viðast gefið. Dáinn er Magnús Erlendsson bóndi í Gröf í Hrunamannahreppi, miðaldra maður. Kom heim frá sjó um ver- tíðarlokin, fékk lungnabólgu á heim- leið, en með því hann var hraust- inenni náði hann heim til sín, en dó brátt á eftir. Hann lætur eftir sig ekkju og börn. Er að honum mikil eftirsjá, því hann var ötull maður og öruggur og drengur góður, vinsæll af öllum er hann þekktu. Koua hvarf aðfaranótt hius 3 þ. m. Svanhildur Hannesdóttir í Suður- koti í Grímsnesi, rúmlega miðaldra. Hafði að undanförnu liðið mjög af svefnleysi án þess að kvarta um annað. Háttaði að venju að kvöldi 2. þ. m., en var farinn burt er íólkið vaknaði um morguninn og hefir eigi fundist síðan þó leitað hafi verið. í- mynda menn sér nú, að hún hafi raunar verið geðveik, þó hún dyldi það, og hafi hún farið sér í Hvítá, sem þar er nærri. (Suðurkot er hjá Öndverðarnesi). Svanhildur sál. var greind kona, stillt og vel látin. I)áin er úr tæringu prestskonan Hallbera Guðmundsdóttir í Reykjavík, síðari kona síra Arnórs Borlákssonar frá Hesti. Bókaraembaettið við landsbankann er veitt banka- ritara Albert Bórðarsyni „eftir til- lögu bankastjórnarinnai “ Slys. Brír menn köfnuðu í vélarbát á heimleið úr fiskiróðri vestur á Grund- arfirði 4. þ. m. Þeir lögðust til svefns niðri undir þiljum, en 2 skipverjar aðrir voru við vélina og stjórn báts- ins. Steinolíuvél var niðri í klefanum og var notuð til matreiðslu og hitun- ar. Yfir reykpípuna upp úr klefanum hafði lagst nýveidd skata og fyrir- bygði loftstraum að neðan. Bað varð mönnunum að bana. — Begar í land kom, voru þeir örendir, og reyndust allar lífgunartilraunir árangurslausar. Beir, sem létust, voru formaður bátsins og eigandi Jón Jakobsson frá Bryggjum, frábær atorkumaður um þritugt, Indriði bróðir hans, og Guðmundur Guðmundsson frá Kross- nesi, báðir ungir efnismenn. Uppkastið, eða sambandslagafrumvarpið, fekk ekki góðar viðtökur á Akureyri á fundi i fólaginu Skjaldborg 6. þ. m. Bar stóð Stefán Stefánsson kennari einn uppi með þvi og gat engurn snú- ið á sitt mnl. Svo bregðast honum krosstré sem önnur tré. Félagið Skjaldborg er landsmálafélag sem hann stofnaði sjálfur með öðrum góð- um mönnum fyrir rúmum tveimur árum, og hefir hann jafnan verið þar mikils metinn. En meira ætlar fé- Jagið sýnilega að meta velferð þjóð- arinnar, sem vænta mátti, og mun svo víðar fara. Alt öðruvísi hafa orðið viðtökurnar, sem uppkastið og ráðherrann haía fengið í Eyjafirði, eftir því sem blað hans lætur. — En meðan „málgagn sannsöglinnar" er eitt til frásagnar um sigurför húsbónda síns, er roörg- um gjarnt til að láta þær fregnir inn um annað eyrað og út um hitt. — Sutnir gárungarnir eru að henda gaman að því, sem blaðið segir um algleymis-fögnuð Eyfirðinga yfi^ uppkastinu eða ráðherranum. En útúrsnúningur er það, miður góð- gjarnlegur; menn geta verið í algleym- ingi þó aðþeirhafiekki alveggleymt einhverju (t. d. velferð föðurlandsins). Nú er Lögrétta farin að flytja frægðarsögur af framgöngu Jóns Ólafs- sonar í Múlasýslum, eins og við var að búast. Bar þarf víst ekki að eía sannsöglina! Geraldine, gufubáturinn, sem annaðist Faxa- flóa ferðirnar í vetur, hefir nú tekið að sér Breiðafjarðarferðirnar í staðinn fyrir Reykjavíkina sokknu, og er nú búin að fara eina ferð vestur. Kom til Reykjavíkur 9. þ. m að vestan aftur með brotna skrúfu. Hafði rek- ist á stein á innsiglingu til Flateyjar. Komst þó ferða sinna fyrir því, og fær nú væntanlega aðgerð. Lagaskólaforstððuiuaður er Lárus H. Bjarnason sýslumaður „allra mildilegast" orðinn. Honum var veitt það embætti 13. f. m. — Skyldu vasaklútar ekki hækka í verði í Snæfellsnessýslu við þessa fregn? Aðstoðarlæknar eru skipaðir: á ísafirði lækna- skólakandidat Eiríkur Kerulf, og á Akureyri Valdimar Stefifenssen lækna- skólakand. Samtal. Sæmundur: Mikið skelfing leiB- ist mér þetta pólitíska þref í blöðun- um. Bað vildi eg að þau væru öll komin út í hafsauga. Búi: Nú, þú munt viljá htfa eitthvað til gagns og gamans í blöB- unum. Þér kæmu víst vel greinar um sjávarútveg? Sæm.: Já, og aðra atvinnuvegi; þó að eg sé sjómaður, vil eg gjarnan að rit^ð sé um fleira en þá atvinnu- grein. B ú i: T. d. landbúnað ? Sæm. Já, og veizlun. Og svo vil eg hafa sögur og annan fróðleik. Búi: Rétt er það. Bú ert fróður i sögu íslands. Pætti þér ekki vænt urn að blöðin Qyttu kafla úr henni? Sæm.: Jú; en það er nú helzt þvi að heilsa ! Búi: Hefirðu ekki tekið eftir þvi, að nú eru öll blöðin að llytja einn langmerkasta kaflaun úr sögu þjóð- arinnar. Sæm.: Ertu frá þér, maður? Þau sem öll eru full af stagli um sambandsmálið, eins og það er nú líka skemtilegt, eða hitt þó heldur! Búi: Satt er það raunar; en heldurðu að saga þess máls verði ekki alt af talin einn af merkustu þáttunum úr sögu íslands ? Sæm.: Getur vel venð. En hvern þremilinn varðar mig það? Beir geta þagað um það og haft það eins og þeim sýnist mín vegna. Eg hefi um nóg annað að hugsa. Búi: St.endur þér þá á sama þó að skrifað standi í sögu íslands að 100 árum liðnum: Árið 1909 seldi þjóðin af hendi sjálfstæði sitt, rnest fyrir þá sök, að landmenn létu sig litlu skifta samningana við Dani, sem þá voru gerðir, og létu májiö hlutlaust ? Sæm.: Nú, leiðinlegt væri þaö nú að vísu. En mér finst að mig varði meira um það, að eg geti lifaö í landinu og notið þess, sem það hefir að bjóða. Lítið gagn er að sjálfstæðinu, ef maður drepst úr sulti og aumingjaskap. B ú i: Stendur þér þá á sama þó að aðrar þjóðir fái að eiga öll gæði þessa lands til jafns við okkur, og þeim mun frekar þó sem þær hafa rneira auðmagn og þekkingu til að nota þau. Sæm: Nei; um það vil ég gjarnan að rætt sé rneira en gert er. B a ð varðar mig um. B ú i: En því í osköpunum stend- ur þér þá á sama þótt gerður sé samn ingur um það við Dani, að þeir megi eiga þetta land með okkur og nota það eftir vild? Veiztu ekki að um það er nú verið að semja og að um- ræðumar um það er það, sem þér er svo illa við í blöðunum? S æ m: Ja, um það hefi ég nú aldrei hugsað, því ég les ekki þessa pólitík. En getur þetta verið ? Eigum við ekki að fá að eiga landið okkar? Bá er öðru máli að gegna. cBann. Hérmeð er öllum bannað að taka grjót úr Hamars og Hvaleyrarlandi, hvort heldur sem ætlað væri til segl- festu eður ‘annars. Brot gegn banni þessu inun valda lögsókn. w P. Ccjilsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.